Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 43
Maxímús Músíkús
„Hugmyndina að fræðsluverkefn-
inu um músíkölsku músina Maxímús
Músíkús fékk ég árið 2005, þegar
börnin mín tvö voru á besta aldri
fyrir skemmtisögur, og nú er það
verðlaunaverkefni með fjórar met-
sölubækur, geisladiska og tónleika.
Það hefur verið mikið ævintýri að fá
að vinna að þessu verkefni ásamt
myndskreyti bókanna, Þórarni Má
Baldurssyni, í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveitina og marga
aðra aðila sem hafa stutt verkið.
Bækurnar eru komnar út á sjö
öðrum tungumálum og tónleikar
með sögunum hafa verið haldnir víða
um heim, m.a. hjá Berlínar-
fílharmoníunni. Það gleður mig
ósegjanlega í hvert sinn sem ég fæ
sögur af börnum og fullorðnum sem
hafa notið þess að heyra sögurnar og
tónlistina sem fylgir þeim og pínu
óraunverulegt að hugsa til þess
hversu margir það eru sem hafa að-
gang að honum Maxímús Músíkús
núna. Það var stórkostlegt að fá
æðstu viðurkenningu þjóðarinnar,
Riddarakrossinn, fyrir þetta starf,
núna á þjóðhátíðardaginn.“
Hallfríður hefur hlotið fjölda
viðurkenninga fyrir störf sín, m.a.
Honorary Associate of the Royal
Academy of Music árið 2002, en sú
nafnbót veitist þeim fyrrverandi
nemendum RAM sem notið hafa vel-
gengni í starfi. Hún var bæjar-
listamaður Garðabæjar árið 2003 og
hlaut Fjöruverðlaunin og Barna-
bókaverðlaun Reykjavíkurborgar
ársins 2008 fyrir bókina Maxímús
Músíkús heimsækir hljómsveitina
auk Riddarakross hinnar íslensku
Fálkaorðu á þessu ári eins og áður
sagði.
„Ég er mikil baráttumanneskja
fyrir því að allir eigi að fá að vera
eins og þeim er eiginlegt og fá jafnan
rétt, virðingu og tækifæri burtséð
frá staðalímyndum og viðteknum
venjum. Ég hef séð ástæðu til þess
að vekja athygli á tónlist kvenna og
er í stjórn Kítóns, Félags kvenna í
tónlist. Okkur tókst að halda stóra
tónleika til þess að fagna tónlist
kvenna í Eldborgarsal Hörpu nú í
vor sem vöktu mikla athygli og
gríðarlega lukku.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hallfríðar er Ármann
Helgason, f. 5.1. 1964, tónlistar-
maður. Foreldrar hans: Ingveldur
Einarsdóttir, f. 15.11. 1930, hús-
freyja og hannyrðakona, og Helgi
Gunnarsson, f. 4.4. 1928, d. 5.5. 1990,
véltæknifræðingur og deildarstjóri
Tækniskóla Íslands.
Börn Hallfríðar og Ármanns eru
Gunnhildur Halla, f. 27.5. 1997, og
Tryggvi Pétur, f. 29.8. 1999.
Systkini Hallfríðar eru Tómas
Björn Ólafsson, 14.5. 1955, verk-
fræðingur, María Ólafsdóttir, f. 15.7.
1960, læknir, Kristín Anna Ólafs-
dóttir, f. 6.11. 1965, líffræðingur.
Foreldrar Hallfríðar eru Stefanía
María Pétursdóttir, f. 16.8. 1931,
húsfreyja og skjalavörður auk fé-
lagsstarfa í þágu kvenna, og Ólafur
Tómasson, f. 26.5. 1928, verkfræð-
ingur og póst- og símamálastjóri.
Þau eru búsett í Kópavogi.
Úr frændgarði Hallfríðar Ólafsdóttur
Hallfríður
Ólafsdóttir
Björn Jóhannsson
bóndi á Ljósavatni og ráðsmaður
og smiður á Akureyri
Kristín María Benediktsdóttir
frá Múla í Þingeyjarsýslu,
húsfreyja á Akureyri
Tómas Björnsson
kaupmaður á Akureyri
Margrjet Þórðardóttir
húsfreyja á Akureyri
Ólafur Tómasson
rafmagnsverkfræðingur og
póst- og símamálastjóri
Þórður Stefánsson Thorarensen
frá Hörgárdal, gullsmiður á Akureyri
Anna Jóhannsdóttir
frá Eyjafirði, húsfreyja á Akureyri
Björn Hinrik Guðmundsson
frá Vindhælishreppi, bóndi í Skaga-
firði, síðar búsettur á Siglufirði
Stefanía Margrét
Jóhannesdóttir
frá Ólafsfirði, húsfreyja og
saumakona á Siglufirði
Pétur Björnsson
kaupmaður á Siglufirði
og fulltrúi í Reykjavík
Stefanía María Pétursdóttir
húsfreyja og skjalavörður í
Reykjavík og Kópavogi og vann
við félagsstörf í þágu kvenna
Þóra Jónsdóttir
húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík
Hallfríður Þórðardóttir
frá Hólum í Öxnadal, hús-
freyja og hannyrðakona í
Hrísey og á Siglufirði
Jón Kristinn Kristinsson
útvegsbóndi á Ystabæ í Hrísey og kennari
og fiskmatsmaður á Siglufirði
Stefán Kristinsson
prestur á Völlum í Svarfaðardal
Sigríður Thorlacius
rithöfundur og þýðandi, vann við
félagsstörf í þágu kvenna og barna
Afmælisbarnið Hallfríður.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Jakob Ragnar Valdimar Möllerfæddist á Stóra-Bergi á Hóla-nesi við Skagaströnd 12. júlí
1880. Foreldrar hans voru Ole Peter
Christian Möller, f. 1854, d. 1917,
kaupmaður, síðast á Hjalteyri, og k.
h. Ingibjörg Gísladóttir, f. 1853, d.
1942, húsmóðir.
Jakob lauk stúdentsprófi 1902 og
stundaði verkfræðinám í Kaup-
mannahöfn og læknisfræðinám í
Reykjavík en lauk ekki námi. Hann
var ritari í Landsbankanum í
Reykjavík 1909-1915 en gerðist þá
ritstjóri Vísis. Hann barðist fyrir
auknu verslunarfrelsi, bauð sig fram
í alþingiskosningunum 1919 og vann
óvæntan sigur þegar hann felldi þá-
verandi forsætisráðherra, Jón
Magnússon, af þingi. Hann féll síðan
af þingi 1927 þegar hann bauð sig
fram fyrir Frjálslynda flokkinn.
Jakob var kjörinn aftur á þing
1931 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat
þar óslitið þar til hann varð sendi-
herra árið 1945.
Hann sat einnig í bæjarstjórn
Reykjavíkur 1930–1945 og var
stjórnarformaður og síðar fram-
kvæmdastjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur frá stofnun þess 1937 til
1945.
Jakob varð fjármálaráðherra í
þjóðstjórninni 1939 og einnig dóms-
málaráðherra um tíma þar til utan-
þingsstjórnin tók við 1942.
Við skipan fyrsta sendiherra ís-
lenska lýðveldisins í Danmörku varð
Jakob Möller fyrir valinu. Hann
gegndi því embætti þar til hann
þurfti að segja af sér sökum aldurs.
Eiginkona Jakobs var Þóra Guð-
rún Þórðardóttir Möller, f. Guðjohn-
sen, f. 9.11. 1887, d. 25.5. 1922, hús-
móðir. Foreldrar hennar voru
Þórður Guðjohnsen, verslunarstjóri
á Húsavík, og Þuríður Indriðadóttir.
Synir þeirra voru Gunnar Jens,
framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, Ingólfur, skipstjóri í
Reykjavík, Baldur, ráðuneytisstjóri
og skákmeistari, og Þórður, yfir-
læknir við Kleppsspítala. Dóttir Jak-
obs og Elínar Einarsdóttur var
Helga Kristín, sem giftist Thor Rich-
ardssyni Thors framkvæmdastjóra.
Jakob Möller lést 5.11. 1955.
Merkir Íslendingar
Jakob
Möller
90 ára
Guðrún Jónsdóttir
Kristín Dagbjartsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
85 ára
Magnús Ingvi Vigfússon
Ursula Einarsson
80 ára
Hrafnhildur
Guðmundsdóttir
75 ára
Guðmundur Sigurðsson
Haukur V. Guðmundsson
Margrét Guðmundsdóttir
70 ára
Auðbjörg Guðný
Eggertsdóttir
Ellert Ólafsson
Herbert Hjálmarsson
Ingibjörg Möller
Ingigerður Axelsdóttir
Jóhannes Pálmason
Jóhann Sævar
Guðmundsson
Ólafur Ólafsson
Sigrún Jósteinsdóttir
Svanhildur Sigurðardóttir
60 ára
Anna Kjartansdóttir
Ágúst Halldórsson
Árni Guðjónsson
Guðjón Guðmundsson
Herdís Jóna Agnarsdóttir
Hólmfríður K.
Zophoníasdóttir
Jón Árelíus Ingólfsson
Malgorzata Sabina Weyer
Pétur Helgi Stefánsson
Steinunn Jóhannsdóttir
50 ára
Aðalheiður
Guðmundsdóttir
Ari Jóhannesson
Björgvin Örn Jóhannsson
Dagbjört S.
Snæbjörnsdóttir
Díana Margrét Hrafnsdóttir
Hildur Sigurðardóttir
Kristín Kristinsdóttir
Kristjana O. Valgeirsdóttir
Lovísa Björk
Sigurjónsdóttir
Stefán Laufdal Gíslason
40 ára
Bergdís Björt Guðnadóttir
Helga Berglind
Valgeirsdóttir
Margrét Jónsdóttir
Óttar Sæmundsen
Pálín Dögg Helgadóttir
Rebekka Rós Ellertsdóttir
Vigfús Ólafur Bjarkason
30 ára
Andri Leifsson
Ásdís Eir Símonardóttir
Ásdís Erna Viðarsdóttir
Birgir Egilsson
Haraldur Gunnar Helgason
Helgi Már Ólafsson
Jóhanna Björt
Guðbrandsdóttir
Katrín Axelsdóttir Sandholt
Kristinn Sigurðsson
Kristrún Heiða Þórarinsd.
Busk
Magnús Bergur Magnússon
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
Svanur Þór Sigurðsson
Sædís Arnardóttir
Sunnudagur
90 ára
Finnbogi Jónasson
85 ára
Erla Aðalsteinsdóttir
Guðrún Jörgensen
80 ára
Karl Sigurðsson
75 ára
Björn Þ. Guðmundsson
Böðvar Valtýsson
Theresa Oyinkwo Igbo
70 ára
Elinóra Guðmundsdóttir
Guðni Frímann Guðjónsson
Gunnar M. Hansson
Helga Jónsdóttir
Húnn Snædal Rósbergsson
Jóhann Finnsson
Magnús Gíslason
Sigurður Anton
Hallgrímsson
Sveinn Bárðarson
60 ára
Bernhard Heiðdal
Gísli Líndal Agnarsson
Grétar Bjarni Guðjónsson
Hrafnhildur Baldursdóttir
Rósa Kristín Óskarsdóttir
Sigurbjörn Heiðdal
Smári Björgvinsson
Trausti Klemenzson
Þorbjörg Ragna
Þórðardóttir
Þórður Karlsson
50 ára
Gerður Hrund Einarsdóttir
Gígja Tryggvadóttir
Guðrún Sigurbjörnsdóttir
Haukur Jónsson
Jens Magnús Magnússon
Linda Björk Friðriksdóttir
Margrét Harðardóttir
Ólafur Baldursson
Selma Jóhannesdóttir
Sigurður Kristinn
Friðriksson
Unnur Ýr Björnsdóttir
40 ára
Auður Kristín Árnadóttir
Áslaug Bára Loftsdóttir
Guðmundur Helgi Axelsson
Gunnlaug Ragnheiður
Sölvadóttir
Heiðrún Guðmundsdóttir
Íris Eva Bachmann
Marcus Alexander Nolte
30 ára
Adda Björk Ólafsdóttir
Agnar Sæberg Sverrisson
Aleksandra Monika Chlipala
Andris Orlovs
Ewelina Lul
Frosti Hallfríðarson
Guðríður Steingrímsdóttir
Haukur Davíð Árnason
Jens Harðarson
Lára Ósk Hafbergsdóttir
María Fernanda Reyes
Orri Karlsson
Signý Björg Guðlaugsdóttir
Sigurjón Steinsson
Stefán Berg Guðmundsson
Steinunn Þóra C.
Sigurðardóttir
Sturla Már Hafsteinsson
Thelma Gunnarsdóttir
Tomasz Ryszard Borowski
Wanwisa Pueon
Þorvaldur Ólafsson
Til hamingju með daginn
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
SPUNI
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði
eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum.
STOFNAÐ 1956
Íslensk hönnun
& handverk
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is