Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 44

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ekki til neins að rökræða um stjórnmál og trúmál í dag. Taktu skref afturá- bak og skoðaðu það af hlutlægni. 20. apríl - 20. maí  Naut Nýttu þér samskiptahæfileika þína til hins ýtrasta. Með áreynslu skerpir þú sam- skipti og talar við fólk sem skilur þig illa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt verkefnin hlaðist upp máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Fólk kemur saman til að halda í mikilvægar fjölskylduhefðir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér mun strax líða betur við að biðja um hjálp frá öðrum. Ef þig langar ekki að vita eitthvað koma upplýsingarnar upp á yfirborð- ið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert maður að meiri ef þú fylgir sann- færingu þinni og lætur meirihlutann ekki hafa áhrif á þig í ákveðnu máli. Slappaðu bara af og slakaðu á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður dagur til samninga- viðræðna og hvers konar viðskipta. Aðstæður eru ekki heppilegar núna en hver veit nema það breytist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að kveðja fleiri til ef þér á að takast að ljúka ætlunarverki þínu í tæka tíð. Aðalatriðið er að segja ekkert vanhugsað sem þú gætir séð eftir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Gefðu þér góð- an tíma til undirbúnings, það margborgar sig alltaf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ýmsir hlutir sem þú ert að velta fyrir þér trufla einbeitingu þína í vinnu. Dag- urinn hentar þó ekki til að kaupa bíla eða önnur fluningatæki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Ef þú leggur þig fram um að ná takmarki þínu ætti þér að takast ætl- unarverkið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eftirsjá er alveg gagnslaus notkun á hugarorku. Notaðu tímann til að kynna þér þau mál sem snerta nútíðina svo ekkert geti komið þér á óvart úr þeirri áttinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir fundið til einangrunar og ein- manakenndar í dag. Lyftu þér upp og fáðu þér orkuforða til framtíðarinnar. Hringdu í klárustu manneskjuna sem þú þekkir og byrj- aðu hugmyndavinnuna. Gátan fyrir viku var þessi og eft-ir Pál Jónasson í Hlíð: Haft um stelpu orðið er, oft í heyflekk myndast hér, það er sumum öpum á, í því tösku geyma má. Svona er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Nokkuð stálpað stelpuskott stundum rakar skott á flekk. Apinn með sitt eigið skott að opnu skotti bílsins gekk. „Nú er það skott, en ekki skot,“ segir Helgi R. Einarsson: Telpuskottið skeleggt er, skott í flekk má sjá, skottið apinn skondið ber, skott er bílnum á. Og Guðmundur Arnfinnsson: Stelpuskottið skottast víða, skottið myndast flekknum á, skottin ýmsa apa prýða, í þeim tösku geyma má. Enn sæki ég í vísnaskjóðu Páls Jónassonar: Hákarl þetta heiti ber og hafís líka, trúðu mér, latínu sá lesa kann, á ljósum hesti nafnið fann. Lausnir þurfa að berast fyrir miðvikudagskvöld. Í gær birtist hér gömul staka, stöguð, „Komið er gat á kjólinn minn“ eftir séra Jón á Bægisá. Mér láðist að geta þess, að í „Íslenskum, þjóðlögum“ séra Bjarna Þorsteins- sonar, bls. 849, er sérstök stemma við hana fengin frá Vigfúsi Sigurðs- syni á Egilsstöðum. – „Hann er töluvert vel að sér í söng og spilar á Harmonium“ stendur þar. Hér er önnur vísa stöguð: Drepur lýs á darra staf dúka jörðin, jörðin; hún má prísa héðan af Hornafjörðinn, fjörðinn. Gaman er að heyra góða kvæða- menn kveða viðlíkar vísur undir sínu lagi. Þá er þessi gamla barnagæla ekki síður skemmtileg: Gómakvörnin gengur mín gamni meður sínu sómabörnin sitja fín sitt á hvoru hnénu. Þessi er úr ljóðabréfi Sigurðar Breiðfjörð: Ég er að róla um kollótt kot kemst ei neitt af leti; eftir jóla ringl og rot rís ég nú úr fleti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gátan og gamlar vísur stagaðar og óstagaðar Í klípu GÓÐ REDDING! eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HERRA DÓMARI, EF SKJÓLSTÆÐINGUR MINN VERÐUR SÝKNAÐUR GÆTI HANN MISST AF 10 MILLJÓN KRÓNA BÓKASAMNINGI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... í brosinu þínu. VÁ! SÁSTU HANA ÞESSA?! NEI. EKKI ÉG HELDUR. DR. ZOOK, ÉG ER Í SVO LÉLEGU FORMI AÐ ÉG VERÐ MÓÐUR EF ÉG LABBA UPP STIGA! ÞARF ÉG AÐ SELJA KASTALANN MINN? LANGT SÍÐAN ÉG HEF SÉÐ ÞIG. ÉG VAR SOFANDI Í SÍÐASTA MÁNUÐI. Í HEILAN MÁNUÐ? TJA, ÉG SNERI MÉR Á HINA HLIÐINA ÞANN 23. JAHÁ! GETURÐU EKKI SAGT ÞÉR SJÁLFUR HVAÐ ÞARF AÐ GERAST? Sá sem þetta skrifar er að öllu jöfnuseinþreyttur til vandræða en eft- ir að hafa ekið um Álftanesveg er mælirinn fullur. Garðabær hefur komið sér upp drullutipp, eða geymslusvæði fyrir mold, rétt norðan við veginn í hvilft- inni áður en komið er upp á Garða- holt. Tippur þessi er gegnt garðalos- un Garðabæjar, sem er annað vandræðamál. Frá veginum séð lítur tippur þessi út fyrir að vera grasi- gróin hljóðmön en þegar betur er að gáð er þetta í raun moldargeymsla sem grafið er inn úr „bakdyramegin“ og mokað og upp á vörubílspalla. Þeir sem moka moldinni upp á pallana virðast varla starfi sínu vaxnir því oft má sjá heilu skítahlössin hrynja af pöllunum og niður á akveginn. Mis- mikil umferð er í þennan tipp en engu er líkara en sérlega mikið sé sótt í hann í roki og rigningu. Þegar þannig viðrar berst drullan upp á akveg og þegar þetta er skrifað er ógeðið á veginum slíkt að stórhætta getur skapast þegar bílar renna í drullunni. Stöndugt sveitarfélag eins og Garðabær ætti að sjá sóma sinn í því að hafa til taks vatnsbíl sem skolaði drulluna af veginum – þótt ekki væri til annars en að koma í veg fyrir slys, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða ef heldur fram sem horfir. Er þá al- veg ónefnd öll drullan sem lendir á bílunum og berst um allar götur. x x x Staðsetning þessa drullutipps ernáttúrlega galin og fyrirfyndist líklega hvergi annars staðar í þróuðu borgarsamfélagi. Tippurinn var kom- inn einhverjum árum áður en lagning nýs Álftanesvegar hófst og virðist ekki vera í neinum tengslum við þá framkvæmd, en öll umgengni í kring- um hana er til fyrirmyndar. x x x Það hefur verið gaman að fylgjastmeð kríunni á Álftanesi, sem meira virðist vera af þetta árið en oft áður. Það angrar Víkverja hins vegar þegar fólk ryðst inn í varpið eins og fílar í glervörubúð, að því er virðist í þeim eina tilgangi að espa upp krí- urnar, veifandi úlpum og prikum upp í loftið. Er þess farið á leit að fólk láti af þessari iðju og leyfi kríunum að vera í friði með sitt varp. víkverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálmarnir 34:9) Útsölustaðir: Elko, Hagkaup, Bjarnabúð, Spilavinir nordicgames.is Laser Maze Geislabeygjandi þrautaleikur! Beygðu og sveigðu geislann til að ná skotmarkinu!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.