Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 46

Morgunblaðið - 12.07.2014, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Systkinin Guðrún og Kalman le Sage de Fontenay opna myndlistar- sýninguna Sýn / Vision í Sögusetr- inu á Hvolsvelli í dag kl. 17. Sýning er tileinkuð föður þeirra Jean Rob- ert Edouard le Sage de Fontenay sem var fæddur 12. júní 1929 og lést 12. júlí 1987. „Jean var mikill unnandi lista, ís- lenskrar náttúru, sögu og menning- ar. Á yngri árum málaði hann myndir í abstrakt stíl bæði í olíu og vatnslit. Hann var krökkunum sín- um mikill innblástur og sat ósjaldan með þeim við föndur, málun og ým- islegt sýsl. Hann var frumkvöðull á sviði ræktunar, uppgræðslu og fóð- urframleiðslu í Rangárþingi eystra. Jean kom að stofnun Stórólfsvalla- búsins og var þar farsæll bústjóri í áratugi við góðan orðstír,“ segir m.a. í tilkynningu. Guðrún og Kalman eru bæði grafískir hönnuðir frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Guðrún sýnir landslagsmyndir unnar með olíu á striga, en Kalman sýnir myndir unnar annars vegar með vatnslitum og hins vegar í tölvu. Sýningin stendur til 17. ágúst nk. Sýn opnuð í Sögusetrinu Vatnslitamynd Mynd Kalmans le Sage de Fontenay af Eyjafjöllum. AF ATP Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Bandaríski herinn yfirgaf varn-arsvæði sitt í Ásbrú árið2006 eftir tæpa 60 ára veru og sú tilfinning læddist að manni þegar ekið var inn á svæðið að það hefði staðið autt síðan þá. Yfirgefinn varðturn heilsaði gestum þegar inn á svæðið var komið, rigningarsuddinn varpaði gráum ljóma á eyðilegar byggingarnar í kring og fáir voru á ferli. Einstaka illa klæddir tónleika- gestir sáust berjast gegnvotir við vindhviðurnar er þeir stikuðu á milli húsa. Einhver hefur greinilega gleymt að tjá þeim að hefðbundnar regnhlífar séu gagnslausar í ís- lenskri veðráttu. Fljótlega tók að glitta í Atlantic Studios, stóra skemmu sem hýsir stærstu tónleika hátíðarinnar, og ágætis haf einkabíla bar vott um að fjöldi gesta væri þó- nokkur. Olnboga þurfti sig í gegnum hóp skjálfandi reyksugna sem hírðust í skemmumunnanum áður en ylurinn og ómurinn skall á köld- um kinnum. Það var sem rambað hefði verið á vin í eyðimörk. Skemm- an var troðfull af fólki og stemningin bar þess vott að hér væri eitthvað spennandi í vændum. Kvikmyndir í bland við tónlist Dagskrá tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow’s Parties í fyrradag byrjaði í raun klukkan hálfþrjú þeg- ar kvikmyndinni Me and You and Everyone We Know, eftir banda- ríska leikstjórann Miröndu July, var varpað á tjald í bíósalnum Keili. Meðlimir ensku sveitarinnar Portis- head, sem kemur einmitt fram á há- tíðinni, hafa valið fjölda kvikmynda til sýningar yfir helgina sem gestir hátíðarinnar hafa jafnan aðgang að. Fátt fer jafn vel saman og tónlist og kvikmyndir og slík skipan tónlist- arhátíðar því til eftirbreytni. Meðal annarra mynda sem sýndar voru í gær má nefna Djúpið eftir Baltasar Kormák og hina margverðlaunuðu dönsku mynd Jagten eftir Thomas Vinterberg. Íslensku lífstíðarrokkararnir í HAM opnuðu dagskrána í Andrew’s Himnar opnast yf- ir háværri herstöð Theater og var ágætur fjöldi manns mættur í salinn til að berja kappana augum. Þeim fylgdi síðan Spirituali- zed Acoustic Mainline sem stökk í skarðið fyrir bandarísku rokksveit- ina Swans sem þurfti að draga sig úr leik sökum veikinda. Ekki var að sjá að um uppfyllingu væri að ræða og almenn ánægja á meðal tónleika- gesta. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa staðið sig vel í að dreifa hljóm- sveitum á milli Atlantic Studios og Andrew’s Theater svo tónleikarnir skarist ekki og bæði sviðin eru nokk- uð heillandi. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að sviðin eru fremur langt hvort frá öðru og íslenskir veð- urguðir ekki þekktir fyrir miskunn- semi. Það enduðu því margir í plötu- snúðatjaldinu fyrir utan Atlantic Studios þegar þeir ætluðu að bregða sér yfir á hitt sviðið. Þar var auk þess ágætis stemning en meðlimir Mogwai, Spiritualized og Fuck Butt- ons sáu meðal annars um að halda fjörinu gangandi. Hljóðveggur og gítarsarg Hægkjarnarokksveitin Low var fyrst til að stíga á svið í Atlantic Studios en henni fylgdi bandaríska sveitin Shellac með hinn umdeilda Steve Albini í fararbroddi. Sviðs- framkoma sveitarinnar var fremur frumleg en trommarinn fékk mikla athygli. Tilraunakennt hávaðarokkið skilaði sér ágætlega út í salinn þar sem áheyrendur skiluðu hávaðanum til baka í formi klapps. Þá var komið að hinum hárprúða Kurt Vile sem steig á pall ásamt sveit sinni, The Violators. Undirritaður er mikill fylgjandi þeirrar jarðbundnu indí- rokkssenu sem Vile tilheyrir og plata kappans, Smoke Ring for My Halo, verður að teljast með betri plötum ársins 2011. Platan Wakin on a Pretty Daze er að sama skapi virkilega fín og lagið „Never Run Away“ fangar allt það sem senan snýst um. Hápunktur tónleika hans var engu að síður þegar lagið „Jesus Fever“ af Smoke Ring for My Halo var tekið. Það er í raun eina lag hans sem er betra í lifandi flutningi en í heyrnartólum. Sviðsframkoma kauða er nefnilega fremur lág- stemmd og bætir litlu við annars frá- bæra tónlist. Síðrokksrisarnir í Mogwai voru síðastir til að troða upp en Skotarnir gerðu það líka með glæsibrag. Sveit- in hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein mikilvægasta síðrokkssveit síðustu tveggja áratuga. Tónlistin er á köflum mjög angurvær og lög á borð við „Tracy“, „Take Me Some- where Nice“, „Summer“ og „I Know You Are, But What Am I?“ með fal- legri lögum sem maður hefur heyrt. Allt annað var þó upp á teningnum í gærkvöldi og þvílíkan kraft hefur maður sjaldan heyrt. Sveitin var ofurþétt og hljóðveggurinn skall aft- ur og aftur á áheyrendum með mjög svo samstilltu gítarsargi. Sveitin varpaði listaverki af nýútkominni plötu sinni, Rave Tapes, á vegginn fyrir aftan sviðið og kom það vel út í bland við ljósasýningu sem var örugglega ekki ætluð flogaveikum. Lög af nýju plötunni voru tekin í bland við gömul og hljóðgervillinn fékk að njóta sín. Gamli slagarinn „Ithica 27-9“ var mjög skemmti- legur í lifandi flutningi og djöfulsins krafturinn ætlaði að æra allt og alla. Tónlistarmaðurinn og skáldið Luke Sutherland kom auk þess mjög ferskur inn og féll fiðluspil hans vel saman við þungt sveimrokkið. Mogwai lauk þar með fyrsta kvöldi hátíðarinnar, sem verður frekar minnst fyrir góða tónlist en veð- urblíðu, enda um tónlistarhátíð að ræða en ekki sauruga útihátíð. Þess má geta að lögreglan beið eftir öku- mönnum sem hugðust halda út á Reykjanesbrautina og voru allir látnir blása, sér og öðrum til öryggis – góð fyrirmynd í samræmi við kvöldið í heild. »Hápunktur tón-leika hans var engu að síður þegar lagið „Jesus Fever“ af Smoke Ring for My Halo var tekið. Það er í raun eina lag hans sem er betra í lifandi flutningi en í heyrnartólum. All Tomorrow’s Parties 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS 13. júlí, Íslenski safnadagurinn: Ókeypis aðgangur Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum, Innblástur á Torgi Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17. Leiðsögn um Urtagarðinn kl. 14, skemmtileg verkefni fyrir fjölskylduna í Nesstofu Húsasafnið opið víða um land, nánar á heimasíðu Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Listasafn Reykjanesbæjar DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU Karolína Lárusdóttir 29. maí – 17. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnunarklasinn Maris Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Ummerki sköpunar Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar Sunnudagur 13. júlí fjölbreytt dagskrá á íslenska safnadaginn fjölskylduleiðsögn, vinnustofa, samtöl við listamenn, gönguferðir Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Leiðsögn Ástríðar Magnúsdóttur sunnudag kl. 14 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 - Halldór Björn Runólfsson safnstjóri - Ókeypis aðgangur Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Sunnudagsleiðsögn kl. 14:30 - Birgitta Spur sýningarstjóri - Ókeypis aðgangur Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Sunnudagsleiðsögn kl. 15 - Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur - Ókeypis aðgangur Opið sunnudaga kl. 14-17. Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.