Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 47
Ljósmynd/leroefotos.com Ljósmynd/Birta Rán Ljúfir Sviðsframkoma Kurt Vile and the Violators var mjög jarð- bundin en lagið Jesus Fever var hápunktur tónleika sveitarinnar. Síðrokk Luke Sutherland var flottur á fiðlunni með Skotunum í Mogwai. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Regnbogapönk nefnist sýning með verkum eftir Gunnhildi Þórðar- dóttur sem opnuð verður í Slúnka- ríki á Ísafirði í dag kl. 17. „Titill sýningarinnar hefur skír- skotun í hið mikla litaval regnbog- ans, í pönk og DIY-menningu. Gunn- hildur skoðar pönkið sem samfélags- legt tæki til að hafna ríkjandi viðhorfum og neyslusamfélaginu. Sýningin fjallar um þörf mannsins til að gera hlutina á eigin forsendum og nauðsyn grasrótarstarfsemi í hverju samfélagi,“ segir m.a. í til- kynningu. Þar kemur fram að Gunn- hildur nýtir efni sem til fellur og endurnýtir í listaverk en sjálfbærni er henni ofarlega í huga. Í tengslum við sýninguna gefur Gunnhildur út ljóðabókina Gerðu það sjálf ljóð/DIYPoetry. Á morgun, sunnudag, er íslenski safnadagurinn og þá tekur Gunnhildur þátt í lista- mannaspjalli kl. 12. Gunnhildur lauk BA í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í list- stjórnun frá sama skóla árið 2006. Þetta er 14. einkasýning Gunn- hildar, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér- og er- lendis. Sýningin stendur til 9. ágúst og er safnið opið alla daga kl. 12-22. Ókeypis aðgangur. Nánari upplýs- ingar um sýninguna eru á edinborg- .is og gunnhildurthordardottir.com. Regnbogapönk í Slúnkaríki Sjálfbærni Gunnhildur Þórðardóttir nýtir efni sem til fellur og endurnýtir í listaverk á Regnbogapönki en sjálfbærni er henni ofarlega í huga. Dagskráin í dag á tónlistar- hátíðinni All Tomorrow’s Parties í Ásbrú er með góðu sniði. Dagurinn hefst í bíósalnum Keili, þar sem Wilbur Wants to Kill Himself, All Is Lost, Bad- lands og Rollerball verða sýndar auk þess sem boðið verður upp á „pop-quiz“ með Lord Sinclair. Sveitirnar Fufanu, Kría Brekkan, Eaux, Pharmakon og The Haxan Cloak stíga á stokk í Andrews Theater en Forest Swords, Sin Fang, For a Minor Reflection, I Break Horses, Devendra Ban- hart, Interpol og Singapore Sling ríða á vaðið í Atlantic Studios. Plötusnúðarnir Benson Is Fantastic, Declan Allen, Ben Power og Barry Hogan halda síðan stuðinu gangandi í plötu- snúðatjaldinu svokallaða. Interpol í Atl- antic Studios DAGSKRÁ ATP Í DAG Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.