Morgunblaðið - 12.07.2014, Qupperneq 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Gamanmynd um feitan, mið-aldra karl og fyrrverandibarnastjörnu í salsa semákveður að rifja upp
gamla salsatakta til að ganga í augun
á íðilfögrum yfirmanni sínum og tak-
ast um leið á við sjálfumglaðan sam-
starfsmann sinn sem girnist yfir-
manninn fagra. Hljómar ágætlega,
ekki satt og ætti ekki að klikka. En
það klikkar engu að síður, þrátt fyrir
ágætan leikarahóp, fjöruga tónlist og
litríkar pallíettuskyrtur. Cuban Fury
stendur ekki undir nafni sem gam-
anmynd fyrr en í miðja mynd er
komið. Fram að því er í mesta lagi
hægt að flissa með nefinu.
Í byrjun myndar kemur fram að
söguhetjan, Bruce Garrett, var sem
ungur drengur einn færasti salsa-
dansari Englands en hætti að dansa
eftir að hópur drengja gekk í skrokk
á honum fyrir dansiðkunina. Garrett
er einhleypur feitlaginn skrifstofu-
maður með lítið sjálfstraust og lætur
óþolandi samstarfsmann sinn, hinn
sjálfumglaða Drew, niðurlægja sig
daglega í vinnunni. Dag einn er nýr
forstjóri fyrirtækisins sem þeir
starfa fyrir kynntur til sögunnar, hin
fagra Julia, og verður Garrett ást-
fanginn af henni en Drew setur sér
það markmið að fleka hana. Garrett
kemst að því að Julia stundar salsa-
dans af ástríðu, sér sér leik á borði og
fer að rifja upp gamla takta á nám-
skeiði. Áætlun Garretts um að dansa
sér leið að hjarta Juliu virðist þó ekki
ætla að virka því Drew er sífellt í
vegi fyrir honum.
Þótt myndin sé álíka laus við grín
og undanrenna við fitu þá eru ein-
staka atriði skondin í henni. Ber þar
hæst dansbardaga Garretts og
Drews á bílastæði og skondinn
náunga, Bejan, sem Garrett kynnist
á salsanámskeiði og leggur honum
línurnar hvað varðar útlit og fram-
komu. Felst það m.a. í að raka af sér
bringuhár, maka sig í brúnkukremi
og klæðast flegnum og glansandi
skyrtum. Kayvan Novak leikur Bej-
an og er langfyndnastur í myndinni
þó að vísu þurfi ekki mikið til. Chris
O’Dowd er aftur á móti hræðilega
pirrandi í hlutverki Drews, í raun svo
óþolandi að það er varla hægt að
hlæja að honum. Rashida Jones leik-
ur Juliu með prýði en fær ekki úr
miklu að moða þegar kemur að gríni.
Karlarnir eru kjánar og konurnar
hafa vit fyrir þeim og ein þeirra er
systir Garretts, leikin af hinni marg-
verðlaunuðu Oliviu Colman. Líkt og í
tilfelli Jones er hlutverk hennar rýrt.
Myndin er kynnt sem dansgam-
anmynd en það er alltof lítið dansað í
henni. Leikstjórinn hefði mátt nýta
betur þokkalausan dans Nicks
Frosts sem leikur Garrett. Í mynd-
inni á hann að heilla alla með
danstilburðum sínum sem er í raun
hlægilegt því Frost er greinilega lé-
legur dansari. Betur hefði farið á því
að láta Garrett vera gersneyddan
hæfileikum á dansgólfinu, þá hefði
áætlun hans verið fjarstæðukenndari
og fyndnari.
Cuban Fury er ekki alslæm, hún á
sína góðu spretti en á heildina litið er
þetta slök gamanmynd.
Salsa-menn Nick Frost og Kayvan Novak í hlutverkum salsa-félaganna
Garrett og Bejan í dans- og gamanmyndinni Cuban Fury.
Grínskert
gamanmynd
Sambíóin
Cuban Fury bbnnn
Leikstjóri: James Griffiths. Aðalleikarar:
Chris O’Dowd, Ian McShane, Nick Frost,
Olivia Colman og Rashida Jones.
Bretland, 2014. 98 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Tónlistarmennirnir KK og Magnús
Eiríksson koma fram á Kaffi Rósen-
berg í kvöld kl. 22. Félagana þarf
vart að kynna, báðir löngu orðnir
þjóðkunnir og hafa komið víða við í
tónlistinni, leikið djass, rokk, blús,
sálartónlist, þjóðlög, rútubíla-
söngva og sjómannalög. Á tónleik-
unum spila þeir lög úr lagasafni
hvor annars auk sameiginlegra
lagasmíða en þeir hafa gefið út
þrjár plötur með eigin efni.
KK og Maggi í kvöld
á Kaffi Rósenberg
Tvíeyki Magnús Eiríksson og KK.
Morgunblaðið/Sverrir
Þemalag hátíð-
arinnar Ein með
öllu, sem haldin
verður á Ak-
ureyri 31. júlí
til 4. ágúst, er
komið út og
nefnist það
„Kossar og
kandífloss (Ein
með öllu 2014)“
og flutt af
Summagleðinni. Í Summagleðinni
eru Summi Hvanndal, bassaleik-
ari og söngvari; Magni Ásgeirs-
son, gítarleikari og söngvari;
söngvarinn Valur Freyr og
Haukur Pálmason slagverksleik-
ari.
Lagið samdi Summi Hvanndal
en textann Summagleðin. Þeir sem
vilja hlusta á lagið geta gert það á
myndbandavefnum YouTube, á
vefslóðinni www.youtube.com/
watch?v=FaIWiKMbwVs&feat-
ure=youtu.be.
Kossar og kandí-
floss í Summagleði
Magni Ásgeirsson
tónlistarmaður
Age of Extinction hefst fjórum árum eftir
atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark
of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk
einstæðs föður sem dag einn kaupir gamlan
trukk eða sjálfan Optimus Prime.
Metacritic 32/100
IMDB 6.4/10
Sambíóin Álfabakka 14:00 3D, 17:15 3D, 20:30 3D, 22:20
Sambíóin Kringlunni 15:00, 18:15 3D, 21:30 3D
Samb. Egilshöll 14:30, 16:40, 19:00, 20:00 3D, 22:10 3D
Sambíóin Keflavík 22:10 3D
Sambíóin Akureyri 14:30, 17:00 3D, 22:20 3D
Transformers:
Age of Extinction Sabotage er nýjasta mynd leik-
stjórans og handritshöfundarins
David Ayer sem sendi frá sér
hina mögnuðu mynd End of
Watch.
Mbl. bbnnn
Metacritic 42/100
IMDB 6.2/10
Sambíóin Álfabakka 20:00,
22:20
Sambíóin Egilshöll 20:00, 22:20
Sambíóin Akureyri 22:20
Sabotage 16
Þeir Nick Frost og Chris
O’Dowd fara á kostum sem
ólíklegustu salsakóngar í heimi.
Mbl. bbnnn
Metacritic 52/100
IMDB 6.3/10
Sambíóin Álfabakka 15:40,
20:00, 22:10
Sambíóin Kringlunni 17:50,
20:00
Sambíóin Akureyri 20:00
Sambíóin Keflavík 20:00
Cuban Fury Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Tammy 12
Metacritic 39/100
IMDB 4.6/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
13:30 (VIP), 15:40, 15:40
(VIP), 17:50, 17:50 (VIP),
20:00, 20:00 (VIP), 22:20,
22:20 (VIP)
Sambíóin Kringlunni 17:50,
20:00, 22:10
Sambíóin Egilshöll 15:30,
17:50, 20:00, 22:20
Sambíóin Akureyri 20:15
Sambíóin Keflavík 17:50,
20:00
Deliver Us from Evil 16
Metacritic 41/100
IMDB 6.6/10
Sambíóin Keflavík 22:15
Smárabíó 17:00, 20:00,
20:00 (LÚX), 22:35, 22:35
(LÚX)
Borgarbíó Akureyri 20:00,
22:10
Háskólabíó 20:00, 22:35
Laugarásbíó 22:00
Earth to Echo Metacritic 52/100
IMDB 5.9/10
Smárabíó 13:00, 15:30,
17:40
Háskólabíó 15:40, 17:50
Laugarásbíó 14:00, 16:00,
18:00, 20:00
Borgarbíó Akureyri 15:40,
17:40
The Salvation 16
The Salvation er vestri með
Mads Mikkelsen, sem sló
síðast rækilega í gegn hér-
lendis í kvikmyndinni Jagten,
og Evu Green í aðal-
hlutverkum. Myndin þykir
sverja sig í ætt við hefð-
bundna vestrahefð með
svolítið skandinavískum
snúningi.
Mbl.bbbnn
Metacritic 60/100
IMDB 7.5/10
Smárabíó 20:00, 22:10
Tarzan
IMDB 4.7/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
15:40, 17:50
Sambíóin Akureyri 14:30,
17:50
Sambíóin Keflavík 15:40,
17:50
Sambíóin Egilshöll 14:30,
16:50
Sambíóin Kringlunni 15:40
Maleficent Sögumaður segir frá sögu
valdamikillar álfkonu sem
lifir í mýri skammt frá landa-
mærum konungsríkis
manna.
Metacritic 56/100
IMDB 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 13:30,
15:40, 17:50, 20:00
Sambíóin Egilshöll 14:30,
17:50
Edge of Tomorrow 12
Hermaður ferðast um tíma
og rúm í stríði við geimverur.
Mbl. bbbbn
Metacritic 71/100
IMDB 8,2/10
Sambíóin Kringlunni 22:10
X-Men: Days of
Future Past 12
Metacritic 74/100
IMDB 8.4/10
Háskólabíó 22:10 3D
22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar
sinnum í gegnum mennta-
skóla bregða lögregluþjón-
arnir Schmidt og Jenko sér í
dulargervi í háskóla.
Mbl. bbbmn
Metacritic 71/100
IMDB 8,0/10
Laugarásbíó 20:00, 22:20
Smárabíó 20:00, 22:30
Háskólabíó 22:40
Borgarbíó Akureyri 20:00,
22:10
Að temja
dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus
uppgötva íshelli sem hýsir
hundruð villtra dreka ásamt
dularfullri persónu finna þeir
sig í miðri baráttu um að
vernda friðinn.
Mbl. bbbnn
Metacritic 77/100
IMDB 8,6/10
Laugarásbíó 14:00, 17:00
Smárabíó 13:00, 13:00 3D,
15:15, 15:15 3D, 17:30,, 17:30
3D
Háskólabíó 15:00, 17:45,
20:00
Borgarbíó Akureyri 15:40
Jónsi og ridd-
arareglan
IMDB 6.0/10
Sambíóin Álfabakka 13:30
Vonarstræti 12
Mbl. bbbbm
IMDB 8,5/10
Laugarásbíó 16:30, 19:30
Smárabíó 14:00 (LÚX),
17:00 (LÚX), 20:00, 22:40
Háskólabíó 15:00, 17:20,
20:00
Borgarbíó Akureyri 17:40
The Fault in Our
Stars
Mbl. bbbnn
Metacritic 69/100
IMDB 8.4/10
Háskólabíó 17:20, 20:00,
22:40
Blended Eftir að hafa farið á slæmt
stefnumót lenda Jim og
Lauren í því að vera föst
saman á hóteli með fjöl-
skyldum sínum.
Metacritic 31/100
IMDB 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17:40
A Million Ways to
Die in the West 16
Mbl.bbmnn
Metacritic 45/100
IMDB 6,3/10
Laugarásbíó 22:10
Heima
IMDB 8.6/10
Bíó Paradís 22:00
Hross í Oss
Mbl. bbbbn
IMDB 7.2/10
Bíó Paradís 20:00
Eldfjall
IMDB 7.2/10
Mbl. bbbbm
Bíó Paradís 18:00
Andri og Edda
Bíó Paradís 16:00
Antboy
IMDB 5.6/10
Bíó Paradís 15:30
Clip
IMDB 5.9/10
Bíó Paradís 22:00
Only in New York
Bíó Paradís 20:00
The Gambler
IMDB 7.9/10
Bíó Paradís 17:50
Welcome to
New York 16
Mbl. bbbnn
Metacritic 68/100
IMDB 5.1/10
Bíó Paradís 17:20
Kvikmyndir
bíóhúsanna