Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Enn eitt metið var slegið í júlí í fjölda farþega sem fóru um Kefla- víkurflugvöll, en þeir voru nú í fyrsta skipti yfir 500 þúsund í ein- um mánuði, eða nánar tiltekið 546.749. Aukningin er 17,8% miðað við júlí 2013, samkvæmt frétt frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að í sumar stunda 20 flugfélög áætlunarflug á milli Keflavík- urflugvallar og 60 áfangastaða. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þetta væri ekki eina metið sem hefði verið slegið, því Flugstjórnarmiðstöðin í Reykja- vík hefði í gær gefið það út að júlí var metmánuður, þar sem 14.548 flugvélar hefðu flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á einum mánuði. Fækkun árin 2008 og 2009 Í júlí árið 2005 fóru 301.939 far- þegar um Leifsstöð, árið 2006 voru þeir 319.224, 2007 347.823 en í júlí 2008, aðeins þremur mánuðum fyrir bankahrun, voru farþegar sem fóru um Leifstöð 327.720 og hafði fækk- að um rúm 20 þúsund frá í júlí 2007. Í júlí 2009 fækkaði farþegum aft- ur verulega og voru 282.757 eða tæplega 45 þúsundum færri en í júlí 2008. Í júlí 2010 hafði farþegum aftur tekið að fjölga umtalsvert, en þann mánuð reyndust þeir vera 333.244. Ári síðar, í júlí 2011, var farþegafjöldinn um Leifsstöð kom- inn í 401.955, í júlí 2012 voru far- þegarnir 424.752 og í júlímánuði í fyrra fóru 464.323 farþegar um Leifsstöð. Eins og áður segir var fjöldinn í Leifsstöð í júlí 2014 546.749 og hafði aukist um 82.426 frá því í júlí í fyrra. Þaulskipulagt hjá öllum Friðþór Eydal sagði að þessi fjölgun farþega í Leifsstöð væri í samræmi við það sem áætlanir hefðu gert ráð fyrir. „Því voru gerðar þær ráðstafanir sem þurfti að gera, svo við værum í stakk búin að taka á móti svo mikilli fjölgun. Þetta er náttúrlega þaulskipulagt hjá öllum aðilum sem koma að þessu, með mikla reynslu. Vitanlega er það svo, með- an mestu topparnir ganga yfir, að menn sjá vart út úr álaginu, en allt hefst þetta einhvern veginn með hag- ræðingu og samstilltu átaki,“ sagði Friðþór. Hann segir að gríðarlega mik- ið hafi verið gert til þess að liðka fyrir því á und- anförnum þremur til fjór- um árum að innritun gengi hratt og snurðu- laust fyrir sig. „Uppsetning sjálfs- afgreiðslustöðva við innritun hefur mjög mikið að segja. Eins hefur innritun á netinu færst mikið í vöxt, þannig að fólk þarf ekki að gera neitt nema að skila af sér töskum sínum. Það hefur bætt flæðið geysi- lega mikið. Svo var suðurbyggingin tekin öll í gegn í fyrra, þannig að þar er orðin mjög góð aðstaða fyrir skiptifarþegana, þá sem eru bara að millilenda á Íslandi og svo hefur nýting á öllum innviðum til hins ýtrasta hjálpað okkur við að takast á við stóraukið álag,“ sagði Friðþór. Miklar endurbætur gerðar – Farþegum um Leifsstöð frá því í júlímánuði 2005 til sama mánaðar í ár hefur fjölgað um 244.810. Hefði einhver séð þessa fjölgun fyrir? „Þetta er vitanlega gífurleg aukning, en það má ekki gleyma því að það er búið að stækka flug- stöðina talsvert frá því fyrir tíu ár- um. Segja má að rýmið hafi dugað hingað til, þar sem sú stækkun sem þá var ráðist í, hefur gert það að verkum, að þetta hefur verið við- ráðanlegt. Auk þess hafa alls konar end- urbætur verið gerðar á húsnæðinu, innritunarsalirnir voru end- urskipulagðir í vor og það er stöð- ugt verið að laga og breyta og auka möguleikana á því að taka við þessu aukna flæði,“ sagði Friðþór Eydal. Hálf milljón farþega í fyrsta sinn  Farþegar í Leifsstöð 245 þúsundum fleiri í júlí nú en fyrir áratug  20 flugfélög stunda áætlunar- flug á milli Keflavíkur og 60 áfangastaða „Hagræðing og samstillt átak,“ segir Friðþór Eydal Farþegafjöldi í Leifsstöð frá júlí 2005 til 2014 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Heimild: Keflavíkurflugvöllur 2005 30 1. 93 9 2006 31 9. 22 4 2007 34 7.8 23 2008 32 7.7 20 2009 28 2. 75 7 2010 33 3. 24 4 2011 40 1. 95 5 2012 42 4. 75 2 2013 46 4. 32 3 2014 54 6. 74 9 .Það sem af er ári hafa hátt í 2,2 milljónir farþega farið um Leifs- stöð, sem er aukning um 20,2% miðað við sama tímabil árið 2013. „Þessari miklu farþegaaukn- ingu undanfarin ár fylgir aukið álag á innviði flugstöðvarinnar og hefur Isavia ráðist í ýmsar framkvæmdir undanfarið til þess að takast á við það,“ segir í frétt frá Isavia. Nýverið var lokið við tvöföld- un á afkastagetu farang- ursflokkunarkerfisins og um þessar mundir er verið að steypa sökkul að 5.000 fer- metra viðbyggingu við suð- urhluta flugstöðvarinnar sem gert er ráð fyrir að taka í notk- un árið 2016. 2,2 milljónir á þessu ári FARÞEGAR Í LEIFSSTÖÐ Friðþór Eydal Baldur Arnarson Sunna Sæmundsdóttir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur rit- að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf þar sem óskað er svara við tilteknum spurningum. Efni bréfsins til forsætisráðherra varðar siðareglur ráðherra sem Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi for- sætisráðherra, staðfesti í mars 2011. Siðareglurnar eru í átta greinum og varða í þessari röð störf ráðherra, hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, fjármál og launagreiðslur, háttsemi og framgöngu, sam- skipti ráðherra við starfslið ráðuneytis, upplýsingagjöf og samskipti við almenning, ábyrgð og loks „samhæfing- arnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna“. Efli traust á stjórnsýslunni Fram kom í tilkynningu frá þáverandi forsætisráð- herra vegna reglnanna að þær væru settar „í því skyni að efla traust á stjórnsýslunni“. „Siðareglurnar veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veiga- miklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur,“ sagði m.a. í tilkynningu frá Jóhönnu í mars 2011. Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðherra er þess óskað að umboðsmaður verði upplýstur um hvort núver- andi ríkisstjórn hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra. „Hafi slíkar reglur verið samþykktar er óskað eftir afriti af þeim,“ segir í bréfinu. „Hafi ríkisstjórn yðar, hr. for- sætisráðherra, ekki samþykkt siðareglur fyrir ráðherra er í öðru lagi óskað eftir afstöðu yðar til þess hvort siða- reglur ráðherra […] gildi um störf ráðherra í ríkisstjórn yðar,“ segir í bréfi umboðsmanns og er jafnframt bent á að á heimasíðu forsætisráðuneytisins sé að finna hlekk, „Siðareglur ráðherra“, sem vísi á umræddar reglur. Óskar eftir gögnum um fundi með ráðherra Í bréfi umboðsmanns til innanríkisráðherra er óskað eftir gögnum um fjóra fundi sem ráðherra átti með Stef- áni Eiríkssyni, fv. lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og vikið er að í bréfi ráðherra til umboðsmanns 1. ágúst sl. Þá er óskað upplýsinga um „hver boðaði lögreglu- stjóra til fundanna af hálfu ráðuneytisins/ráðherra“. Fram kom í bréfi innanríkisráðherra 1. ágúst að tilefni fundanna hefði verið „lögreglurannsókn á því hvort og þá hvernig trúnaðarupplýsingar um tiltekinn hælisleit- anda hafi borist úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla“. Spurður um tilefni fyrirspurnanna segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, að bréfin tvö til forsætisráðherra og innanríkisráðherra tali sínu máli. Þá rifjaði hann upp að nú færi fram forathugun á sam- skiptum fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæð- inu og innanríkisráðherra. Við þá athugun kynni að skipta máli hvort umræddar siðareglur hefðu verið í gildi eður ei. Spurður hvort það sé venja að öll bréf og erindi umboðsmanns til stjórnvalda séu jafnóðum birt á netinu segir Tryggvi að bréf sem lúta að forathugun og frum- kvæðismálum séu gjarnan birt, eins og sjá megi á heima- síðu embættisins, enda lúti slík mál að almennum starfs- háttum stjórnvalda. Öðru máli gegni um þau mál sem umboðsmaður fjalli um vegna kvartana. Upplýsingar um þau, ef tilefni þykir til, eru þá birtar við lok athugunar, samkvæmt ákvörðun umboðsmanns. Inntur eftir þeirri túlkun að umboðsmaður hafi jafnan skoðað mál að þeim loknum en sé nú að rannsaka þau meðan þau eru í gangi, bendir Tryggvi á að meintum samtölum lögreglustjóra og ráðherra sé lokið. Spyr forsætisráðherra hvort siðareglur gildi  Umboðsmaður Alþingis vísar aðspurður á forathugun Tryggvi Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Blíðviðri var í Keflavík í gærkvöldi þegar Avro Mk.X Lancaster sprengjuflugvél úr síðari heims- styrjöldinni lenti á Keflavíkur- flugvelli. Vélinni var flogið frá Kanada til Íslands. Sigurjón Valsson, formaður Ís- lenska flugsögufélagsins, segir ferð Lancaster-vélarinnar yfir Atlantshafið til Bretlands farna til að heiðra minningu þeirra fjöl- mörgu í áhöfnum bresku sprengju- flugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Vélin er aðeins önnur af tveimur vélum af þessari gerð sem eru í flughæfu ástandi. „Það sem er merkilegt við þessa vél er að þessi tegund flugvéla var notuð í síðari heimsstyrjöldinni til árása á þriðja ríki Þýskalands. Það voru smíðuð 7.377 eintök og þar af töpuðust 3.200 vélar. Þessar flug- vélar eru mikið tilfinningamál í Bretlandi. Fólki þykir vænt um þessar vélar og lítur svo á að þær hafi átt þátt í að brjóta Þýskaland nasismans á bak aftur,“ segir hann. Áætlað er að vélin lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 9.15 árdegis í dag og er stefnt að því að hún verði til sýnis milli 11 og 13. Stríðshetjur heiðraðar  Sögufræg her- flugvél í Keflavík Á flugi Svona litu vélarnar út. extra stórar og flottar Hágæða flísar frá Ítalíu Frábært verð Sérpöntunarvara Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Umboðsmaður Alþingis óskar svara við bréfunum fyrir 15. ágúst næstkomandi. „Ég er ánægð með að umboðsmaður sé að vinna málið svona hratt og óski svo fljótt eftir ítarlegri upplýsingum,“ sagði Hanna Birna og tók fram að ráðuneyti hennar myndi veita allar upplýsingar, „því skýrar sem þessi mál koma í ljós því farsælla sé það“. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins úr forsætisráðuneytinu hefur starfandi ríkisstjórn litið til siðareglna síðustu ríkisstjórnar og farið eftir þeim eins og þær séu enn í gildi. Ánægð með hraðann AFSTAÐA INNANRÍKISRÁÐHERRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.