Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Íslenska liðið vann 4-0 stórsigur
gegn blindum og sjónskertum í
fimmtu umferð Ólympíuskákmóts-
ins, sem fram fer í Tromsö í Noregi,
í gær. Í fréttatilkynningu er haft
eftir Gunnari Björnssyni, forseta
Skáksambands Íslands, að það geti
verið snúið að tefla á móti blindum,
þar sem þeir tefla á sérborði og
segja þarf leikinn upphátt. Sumir
þurfi jafnvel aðstoðarmann sem
leikur fyrir þá. Kvennaliðið vann
Bangladess 2,5-1,5. Lenka Ptácní-
ková og Tinna Kristín Finn-
bogadóttir unnu sínar skákir en
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
gerði jafntefli í maraþonskák og
tryggði þar með sigur Íslands.
if@mbl.is
Íslenska liðið sigraði
blinda og sjónskerta
Spenna Kvennalið Íslands í skák vann lið
Bangladess í gær á Ólympíuskákmótinu.
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ferðalangar í Þórsmörk eru ekki
eins langt frá siðmenningunni, ef svo
skyldi kalla, og ætla mætti á þessum
fallega stað fjarri þéttbýlinu. Í
Húsadal er rek-
inn veitinga-
staður með vín-
veitingaleyfi svo
að hægt er að fá
sér léttvín eða
bjór að aflokinni
langri gönguferð.
The Volcano
Huts er nú rekið
þriðja sumarið í
röð í Húsadal í
Þórsmörk, en um
er að ræða fjallaskála með aðeins
meiri lúxus en gengur og gerist.
„Við bjóðum upp á gistingu í
fjallaskálum, smáhýsum og í tveggja
manna herbergjum með uppábúnu
rúmi auk þess að reka tjaldstæðið í
Húsadal,“ segir Bjarni Freyr Báru-
son, framkvæmdastjóri The Volcano
Huts. „Við leggjum upp úr því að
fólk fái þessa fjallaskálaupplifun en
með aðeins meiri lúxus. Það er nudd-
ari á staðnum, gufubað og lítil laug
og við bjóðum upp á jóga. Svo erum
við með veitingastað þar sem boðið
er upp á morgunverð, hádegisverð,
kvöldverð, kaffi, grillveislur fyrir
hópa, nestispakka og vínveitingar.
Fólk er voða hrifið af því þegar það
kemur eftir langa göngu að geta sest
aðeins niður og fengið sér kaldan
bjór,“ segir Bjarni Freyr.
Mjög margir gestir The Volcano
Huts enda göngu yfir Fimmvörðu-
háls eða Laugaveginn þar og segir
Bjarni Freyr að þeir hafi fundið
strax að mikil eftirspurn væri eftir
svona þjónustu í Þórsmörk.
Breyta og betrumbæta
The Volcano Huts leigir rekstur-
inn af Ferðafélagi Íslands, sem á
húsin sem hafa byggst upp í Húsa-
dal síðan 1966. Ferðafélagið keypti
aðstöðuna árið 2011 af Kynnis-
ferðum og Austurleið, sem voru með
rekstur í skálunum.
„Við tókum við þessu fyrir þremur
árum og erum að reyna að byggja
staðinn upp og koma með nýjar
áherslur inn í fjallamennsku-
ferðageirann. Við höfum ekki enn
bætt við neinum húsum en það eru
alls konar hugmyndir uppi á borð-
inu. Þá aðallega að breyta, end-
urnýja og betrumbæta það sem fyrir
er, frekar en að stækka mikið,“ segir
Bjarni Freyr.
Um tíu manns starfa í Húsadal og
er aðstaðan opin allt árið. Bjarni
Freyr segir að straumur ferða-
manna í Húsadal hafi verið stanslaus
í sumar. „Það hefur verið jafn stíg-
andi í þessu frá því að við tókum við
og tímabilið núna byrjaði mun fyrr
en það gerði hin árin. Mesta aukn-
ingin sem við finnum fyrir hjá okkur
er aukin ásókn yfir veturinn. Mark-
mið okkar er að auka þjónustuna og
lengja tímabilið og við finnum að það
er að takast, en dagarnir yfir vetrar-
tímann sem enginn kemur í Þórs-
mörk eru orðnir mjög fáir.“
Aukinn straumur ferðamanna
Í Langadal í Þórsmörk er Ferða-
félag Íslands með skála með 75 koj-
um og tjaldstæði. Þar hefur líka ver-
ið stanslaus straumur ferðamanna í
sumar.
Sigríður Guðrún Elíasdóttir,
skálavörður í Langadal, segir að til-
finningin hjá þeim sem hafi starfað á
svæðinu í mörg sumur sé sú að
straumur ferðamanna í Þórsmörk
hafi aukist í sumar frá fyrri sumrum,
skálinn sé fullsetinn á hverri nóttu
og nóg sé að gera.
Hægt að svala þorstanum í
Þórsmörk með léttvíni og bjór
The Volcano Huts býður upp á fjallaskálalúxus Aukning yfir veturinn
Ljósmynd/The Volcano Huts
Húsadalur Kaupa má gistingu hjá The Volcano Huts í fjallaskálum, smáhýsum eða í einkaherbergi. „Við leggjum
upp úr því að fólk fái þessa fjallaskálaupplifun en með aðeins meiri lúxus,“ segir framkvæmdastjórinn.
Afslöppun Hægt er að dýfa sér ofan
í litla laug og fara í gufu.
Bjarni Freyr
Báruson
Fimm ungar kon-
ur leituðu til
neyðarmóttöku
Landspítala fyrir
þolendur kyn-
ferðisofbeldis um
og eftir versl-
unarmannahelg-
ina. Meint brot
voru framin á
Akureyri, í Vest-
mannaeyjum, á
Selfossi, á Flúðum og í Reykjavík.
Kært hefur nú verið í þremur til-
vikum, á Akureyri, Selfossi og á
Flúðum, en ekki hefur verið kært í
meintum brotum í Reykjavík og
Vestmannaeyjum.
Samkvæmt upplýsingum frá
neyðarmóttöku Landspítalans leit-
aði fyrsta konan þangað á föstu-
daginn og hinar um og eftir
helgina.
Þrjú kynferðisbrot
kærð eftir helgina
Brot Fimm leituðu
til neyðarmóttöku.
Hvernig hefur
bíllinn það?
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu
og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla.
Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði
og þú færð góða þjónustu
og vandað vinnu.
2012
Tímapantanir í síma
565 1090
Kristján Karlsson, skáld
og bókmenntafræðingur,
lést þann 5. ágúst síðast-
liðinn á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk, 92 ára að
aldri. Kristján fæddist
26. janúar 1922 að Eyvík
á Tjörnesi. Foreldrar
hans voru Pálína Guðrún
Jóhannesdóttir húsmóðir
og Karl Kristjánsson al-
þingismaður. Maki Krist-
jáns var Elísabet Jónas-
dóttir bókavörður, f. 8.4. 1922 sem
lifir mann sinn. Fyrri maki hans var
Nancy Davies, f. 22.10. 1922, d. 21.8.
1949.
Kristján útskrifaðist með stúdents-
próf frá MA árið 1942. Eftir það hélt
hann utan og lauk BA-gráðu í enskum
bókmenntum frá University of
California í Bandaríkjunum árið 1945
og MA-prófi í samanburðarbók-
menntum frá Colombia University ár-
ið 1947. Eftir námið kom Kristján aft-
ur til Íslands og starfaði sem
ráðunautur hjá bókaútgáfunni
Norðra til ársins 1948 þegar hann hélt
aftur til New York. Þar starfaði hann
sem bókavörður við Fiske-safn við
Cornell-háskóla til ársins 1952. Hann
fluttist til Íslands að nýju og starfaði
við útgáfustörf hjá Bókaútgáfunni
Helgafelli til 1984. Kristján starfaði í
ýmsum félögum og nefndum, m.a. Ís-
landsdeild PEN og var formaður
hennar 1974-1982. Hann sat í stjórn
Hins íslenska bókmenntafélags, var
forseti Hins íslenska
þjóðvinafélags 1984-1985
og í stjórn Minningar-
sjóðs Björns Jónssonar
1985-2000.
Kristján gaf út hin
ýmsu ritverk, ásamt því að
þýða ótal bækur. Meðal
verka eftir hann eru
Kvæði, 1976, New York,
1983 og Kvæði 03, 2003.
Einnig skrifaði hann smá-
sagnasafnið Komið til
meginlands frá nokkrum úteyjum sem
kom út árið 1985 og ritgerðasafnið Hús
sem hreyfist sem kom út árið 1986.
Þá liggja eftir Kristján fjölmargar
þýðingar og má þar nefna Smásögur
eftir William Faulkner 1956.
Útgáfur með ritgerðum eftir Krist-
ján voru meðal annars Ljóðasafn eftir
Tómas Guðmundsson, 1961, Halldór
Kiljan Laxness, 1962, Gunnlaugur
Blöndal, 1963, Íslandsklukkan eftir
Halldór Laxness, 1969 og Óbundið
mál I-II eftir Einar Benediktsson,
1980-1981, auk fleiri verka. Þá gaf
Kristján út tvö viðamikil verk: Ís-
lenskt ljóðasafn I-V, 1974-1978 og Ís-
lenskar smásögur I-VI, 1982-1985.
Heildarsafn Kristjáns, Kvæðasafn og
sögur, 1976-2003, kom út 2005 og
Kvæðaúrval, 2009. Kristján hlaut
Davíðspennann, bókmenntaverðlaun
Félags íslenskra rithöfunda, árið 1991
og verðlaun Rithöfundasjóðs rík-
isútvarpsins 1992. Útförin fer fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Andlát
Kristján Karlsson skáld