Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Menn í Vestmannaeyjumeru þegar farnir aðhuga að skipulagningunæstu Þjóðhátíðar þrátt fyrir að einungis séu nokkrir dagar síðan þeirri síðustu lauk. Hinn 65 ára gamli Birgir Guð- jónsson er einn þeirra sem marg- sinnis hafa komið að undirbúningi hátíðarinnar enda hefur hann kom- ið að skipulagningu frá árinu 1973. Hann sat í þjóðhátíðarnefnd nú og er ekki frá því að þetta sé einna best heppnaða hátíðin frá upphafi. Nærri 10% komu að verkinu „Eftir Þjóðhátíð fara menn að ráða í spilin og velta því fyrir sér hvernig eigi að hafa þetta næst,“ segir Birgir en hann líkt og allir aðrir sem vinna að hátíðinni fær ekki greitt fyrir þátttöku sína. „Það er í raun með ólíkindum að það sé hægt að gera þetta með þessum hætti í dag. Það eru 3-400 manns sem koma að þessu á einn eða ann- an hátt. Þetta væri ekki hægt nema fólkið væri svona tilbúið að taka þátt í þessu.“ Um 4200 manns búa í Eyjum og því fer nærri að 10% íbúa í Eyjum hjálpi til. Eins og í Oklahoma Þjóðhátíð er rótgróin í þjóð- arvitund Íslendinga enda eru 140 ár síðan fyrsta þjóðhátíðin fór fram árið 1874. Birgir segir að svo til all- ir Eyjamenn séu ánægðir með til- vist hátíðarinnar. ,,Mönnum þykir vænt um sína Þjóðhátíð og eru til- búnir að verja hana fram í rauðan dauðann. Það getur vel verið að það Einna best heppn- aða Þjóðhátíðin Mál manna er að Þjóðhátíð hafi heppnast afbragðsvel og Birgir Guðjónsson, sem komið hefur að skipulagningu hátíðarinnar um árabil, segir það mikið gleðiefni hve vel hafi tekist til. Það megi þakka góðum undirbúningi, afslöppuðu fólki og unglingum sem haga sér betur en þegar hann var ungur. Á milli 300 – 400 sjálf- boðaliðar komu að skipulagningunni og er Birgir þeim afar þakklátur. Ljósmynd/Eyjafréttir Kynslóðir saman Birgir er á því að unglingar í dag skemmti sér betur en þegar hann var unglingur. Hér má sjá góða stund við hvítt tjald. Fyrir alla Ungir sem aldnir undu sér vel við þau skemmtiatriði sem voru í boði á Þjóðhátíð í ár. Áhuginn leyndi sér ekki í augum þessara barna. Vefsíðan feministing.com er eitt höfuðvígi femínista á veraldarvefnum. Þar er jafnrétti kynjanna efst á baugi en einnig réttindabarátta ýmissa minnihlutahópa á borð við samkyn- hneigða og transfólk. Síðan er banda- rísk og efnistökin eftir því; mikið er fjallað um þróun mála í ólíkum ríkjum hvað varðar fóstureyðingar og hjóna- bönd samkynhneigðra og þau mál sem eru til umfjöllunar í fjölmiðlum þá stundina, s.s. kynferðisofbeldi í skólum landsins og innan hersins. Síðan ætti þó að höfða til allra jafn- réttissinna, hvort sem þeir kenna sig við femínisma eður ei, þar sem mörg umfjöllunarefnanna eiga skírskotun út fyrir Bandaríkin. Þar má t.d. nefna hlutgervingu kvenna og óraunhæfa fegurðarstaðla í poppkúltúr nú- tímans. Vefsíðan www.feministing.com AFP Hahaha Tyrkneskar konur hlæja saman til að mótmæla ummælum tyrknesks ráðherra sem sagði ósiðlegt að konur sýndu kátínu á almannafæri. Varpa ljósi á kynjamisrétti Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Kringlunni 4 Sími 568 4900 Full búð af nýjum vörum Á morgun mun Haugfé standa fyrir sínum fyrsta efnismarkaði á Bern- höftstorfu í miðborg Reykjavíkur. Haugfé var stofnað síðastliðið vor en markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um efnivið til endur- vinnslu og leiða saman þá sem þurfa að losna við efni og þá sem geta nýtt það. Markaðurinn stendur frá kl. 14 til 19 og þar verður m.a. að finna timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast. Hægt verður að skoða og handleika efnið og fræðast um verkefnið Haugfé. Allt efnið er umframefni sem hefur fallið til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höf- uðborgarsvæðinu. Aðstandendur Haugfjár eru Auður Ákadóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, en nánari upplýsingar um verkefnið og mark- aðinn er að finna á vefsíðunni www.haugfe.is. Endilega ... ... kíktu við á efnismarkaði Ljósmynd/Haugfé Endurnýtanlegt Fyrsti markaður Haug- fjár verður haldinn á Bernhöftstorfu. „Þetta er búið að vera mjög gott sumar. Sérstaklega tvær síðustu helgar, þær hafa verið mjög stórar,“ segir Valgeir Fridolf Backman, félags- málafulltrúi á Sólheimum, um gesta- ganginn í sumar, en á laugardag lýkur tveggja mánaða menningarveislu Sólheima á hinum árlega lífræna degi staðarins. Á lífræna deginum er uppskera og framleiðsla Sólheima í aðalhlutverki auk þess sem aðrir lífrænir framleið- endur á borð við Hæðarenda, Móður Jörð, Bíóbú, Græna hlekkinn og fleiri munu kynna afurðir sínar. „Verslunin verður með kynningar og fullt af skemmtilegum vörum,“ segir Valgeir, en auk matvæla verða á boðstólum sápur, sjampó og krem úr smiðjum Sólheima. Í nýjum garði, Tröllagarði, verður að finna lítinn kofa sem geymir tré, blóm, krydd og aðrar jurtir, en gítar- spil og söngur verða í garðinum á líf- ræna deginum auk þess sem reistar verða hlóðir og boðið upp á græn- metissúpu ef veður leyfir. „Við opn- um kl. 12 og þá verða strax leikir á flötinni fyrir framan kaffihúsið,“ seg- ir Valgeir, en mögulega verði einnig farið í leiki í sundlauginni. Venju samkvæmt ljúka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson menningarveislunni með tónleikum í Sólheimakirkju sem hefjast kl. 14. „Það er náttúrlega alltaf troðfullt og komast færri að en vilja en við reyn- um að troða eins mörgum sætum og við getum og skipuleggja þetta þann- ig að allir geti verið sáttir. Allar dyr og allir gluggar verða opnir upp á gátt og fólk stendur fyrir utan og þetta er alveg dásamlegt,“ segir Val- geir, en eftir tónleikana er tilvalið að heimsækja kaffihús staðarins. holmfridur@mbl.is Botninn sleginn í menningarhátíð Ljósmynd/Sólheimar Tröllagarður Hlóðir verða reistar og grænmetissúpa elduð ef veður leyfir. Lífrænn dagur á Sólheimum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.