Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 11
Ljósmynd/Eyjafréttir Blys Magnað sjónarspil er þegar þjóðhátíðarblysin eru tendruð að kvöldi sunnudags eins og venja er. Gestir taka virkan þátt í að skapa stemninguna. sé einhver sem vill hana ekki, en ég hef ekki hitt þá manneskju ennþá,“ segir Birgir í gamansömum tón. Fyrir Þjóðhátíð eru reist á milli 300 og 400 hvít tjöld þar sem heimamenn hafa aðsetur í Herjólfs- dal meðan á hátíðinni stendur. Mik- ill spenningur er meðal fólks um staðsetningu og nokkur samkeppni er um að ná sem bestum stað. Fyr- ir vikið hefur undanfarin ár farið fram kapphlaup sem einna helst minnir á kapphlaupið um bestu jarðirnar, svæðin og borgastæðin í Oklahoma þann 22. apríl árið 1889 þegar 50 þúsund manns freistuðu gæfunnar. Kapphlaupið í Eyjum er öllu minna í sniðum og setur skemmti- legan svip á undirbúning hátíð- arinnar. Allir fá þó stæði fyrir tjald sitt og enginn verður útundan. ,,Það hefur myndast mjög jákvæð stemming í kringum þetta. Svo þegar menn eru búnir að velja sér stæði þá fara menn glaðir á húkk- araball,“ segir Birgir. Að sögn hans er búið að skipta um jarðveg og slétta tjaldstæðið í Herjólfsdal. Áð- ur fyrr þurftu margir að tjalda í halla. Besta hátíð seinni ára Að sögn Birgis er það mál manna að Þjóðhátíðin í ár sé sú besta, í það minnsta þegar horft er til síðari ára. Sérstaka gleði vekur að fá óhöpp og engin kynferðisbrot urðu svo vitað sé til á þessum tíma- punkti en þau hafa sett ljótan svip á hátíðir fyrri ára. Birgir segir að slíkar gleðifregnir geri léttinn þeim mun meiri í lok hátíðar. „Fólkið skapar stemminguna og flestir voru í góðum gír og afslappaðir. Það er langt því frá að heimur versnandi fari. Ef horft er til ung- linga á Þjóðhátíð, þá finnst mér þeir haga sér betur núna en þegar ég var ungur. Ég held að tilkoma bjórsins hafi breytt þar miklu um. Þegar ég var ungur á Þjóðhátið voru margir mikið ölvaðir. Ég verð nú bara viðurkenna það þó ég sé af þessari eldri kynslóð,“ segir Birgir. Í dalnum eru tiltækir læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræð- ingur. Þá er búið að setja upp myndavélar um allan dalinn. „Þetta er orðið nokkuð öflugt teymi. Við erum með fimm fíkniefna- lögreglumenn og þrjá fíkniefna- hunda. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þessa svörtu bletti sem upp hafa komið. Ég held að okkur hafi tekist það ágætlega und- anfarnar hátíðir,“ segir Birgir. Aðspurður segir Birgir að síð- asta hátíð standi alltaf upp úr. „En svo gleymi ég aldrei fyrstu hátíð- inni í dalnum árið 1977 þegar það var sól og blíða allan tímann,“ segir Birgir en fram að því var hátíðin haldin á Breiðabakka. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að koma í veg fyrir þessa svörtu bletti sem upp hafa komið. Ég held að okkur hafi tekist það ágætlega undanfarnar hátíðir.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað vöfflujárnið, kaffivélin og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn. Við erumheppin að náttúran skuli sjá okkur fyrirmeira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í VÖFFLUKAFFIÐ? „Það sem mér finnst standa upp úr er í raun að ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Þjóðhátíðin í ár slær í raun öllum öðrum við. Lögreglan sagði við mig á aðfaranótt sunnu- dags, að þetta væri sennilega besta nóttin í sögu Þjóðhátíðar og það kætir mitt hjarta,“ segir Birgir. Hann segir að fleiri starfsmenn hafi lýst ánægju sinni og að einn af hápunktunum hafi verið í sjúkra- tjaldinu. „Fólkið í hjúkrunartjald- inu var svo ánægt með hátíðina því það hafði ekkert að gera og maður er búinn að bíða eftir því í mörg ár að fá fréttir um að allt hafi gengið svona vel og ekkert alvar- legt komið upp á. Þá er maður ánægður og allar líkur á því að fólk hafi skemmt sér vel og er það fyrir vikið líklegra til að koma aftur,“ segir Birgir. Besta nótt í sögu Þjóðhátíðar EKKERT AÐ GERA Í SJÚKRATJALDINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.