Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 12
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hægagangur er í viðræðum ríkis og
sveitarfélaga um breytta verkaskipt-
ingu sem meðal annars fæli í sér
flutning á þjónustu sem ríkið veitir
öldruðum yfir til sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin vilja ekki taka yfir
rekstur hjúkrunarheimila nema áð-
ur verði létt af þeim uppsöfnuðum
lífeyrisskuldbindingum.
Unnið hefur verið að því að flytja
ábyrgð á meginþáttum þjónustu við
aldraða frá ríki til sveitarfélaga.
Nefndir hafa unnið að þessu verk-
efni en málið hefur lítið þokast áfram
að undanförnu. Stefnt var að yf-
irtöku verkefnanna um næstu ára-
mót en ljóst hefur verið lengi að það
næst ekki og líklegra að einhver ár
líði áður en til þess kemur.
Það eru einkum tvö mál sem tefja,
að sögn Halldórs Halldórssonar, for-
manns Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Hann segir að sveitarfélögin
vilji ljúka að fullu yfirtöku málefna
fatlaðs fólks sem gekk í gegn 2011 og
aðlögun áður en farið verði í að taka
fleiri stór verkefni. Þá eigi ríkið eftir
að ganga frá ýmsu áður en hægt sé
að huga að færslu málefna aldraðra.
Nefnir hann uppsafnaðar lífeyr-
isskuldbindingar hjúkrunarheimila
sem skipti milljörðum. „Sveit-
arfélögin geta ekki tekið við gömlum
skuldbindingum ríkisins. Það myndi
einungis bitna á þessum verkefnum
og þjónustunni sem á að veita.“
Þjónustan betri á einni hendi
Sveitarstjórnarmenn hafa al-
mennt verið þeirrar skoðunar að
málefni aldraðra ættu betur heima
hjá sveitarfélögunum en ríkinu.
Sveitarfélögin eru með félagsþjón-
ustu og reka meðal annars heima-
þjónustu við aldraða. Ríkið veitir
sjúklingum einnig heimahjúkrun.
Halldór telur að með því að hafa alla
þessa þjónustu á einni hendi geti
sveitarfélögin veitt betri þjónustu og
á hagkvæmari hátt en nú.
Samtök aldraðra telja einnig verk-
efnin betur komin hjá sveitarfélög-
unum. „Ég tel að rétt sé að færa
verkefnin. Einhver sveitarfélög reka
þetta nú þegar sem tilraunaverkefni.
Það hefur gengið ágætlega og þau
vilja halda því áfram,“ segir Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir, formaður
Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður segir að vissulega
þurfi að fjölga hjúkrunarheimilum,
einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hins
vegar þurfi að leggja meiri áherslu á
að hjálpa fólki að dvelja lengur
heima. Með þeirri fjölgun sem verð-
ur á næstu árum í hópi aldraðra
verði ekki hægt að fá nógu margt
starfsfólk í það verkefni. Þess vegna
verði að auka tækni í þjónustunni,
eins og gert er í nágrannalöndum.
Vel tæknivædd teymi í hverfunum
geti þjónað fleira fólki á heimilum
þess með notkun tölva og eftirlits-
kerfa.
Ekki hillir undir flutning verkefna
Lífeyrisskuldbindingar þvælast fyrir flutningi á þjónustu við aldraða til sveitarfélaganna
Formaður Landssambands eldri borgara segir unnt að ná árangri með tæknivæðingu heimaþjónustu
Aldraðir á Íslandi
Höfuðborgarsvæðið
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Reykjavík
Kópavogur
Hafnarfjörður
Mosfellsbær
Seltjarnarnes
Reykjanesbær
Akranes
Borgarbyggð
Snæfellsbær
Dalabyggð
Skorradalshreppur
Helgafellssveit
Ísafjarðarbær
Súðavíkurhreppur
Skagafjörður
Blönduós
Akureyri
Norðurþing
Fjallabyggð
Svalbarðsströnd
Tjörneshreppur
Fjarðabyggð
Breiðdalshreppur
Fljótsdalshérað
Vestmannaeyjar
Árborg
Skaftárhreppur
Hveragerði
Flóahreppur
10,8
8,8
11,7
12,6
14,7
12,7
12,1
12,4
11,2
11,1
9
7,4
13,9
9
11,4
12,7
8,7
17,7
19,3
22,4
12,8
15,6
14,3
17,2
11,6
15,2
19
7,5
27,3
10,7
22,2
11,4
12,4
11,8
20,5
15,3
9,1
67+ hlutfall aldraðraLandshlutar
Nokkur sveitarfélög
Frávik frá meðaltali
-0,4
-2,3
0,5
1,4
3,5
1,6
0,9
1,3
0
-0,1
-2,2
-3,8
2,7
-2,2
0,2
1,5
-2,5
6,6
8,1
11,2
1,6
4,5
3,1
6
0,4
4
7,9
-3,7
16,1
-0,5
11
0,3
1,2
0,6
9,4
4,1
-2,1
Aldurspíramídinn
alls:
ára
100+
90-99
80-89
70-79
60-69
50-59
40-49
30-39
20-29
10-19
0-9 45.633
325.671
43.621
47.505
44.702
42.367
41.660
31.011
17.355
9.984
1.789
35
Aldraðir sem njóta heimaþjónustu sveitarfélaga
2004
9000
8000
7000
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
72
42
72
89
74
27
74
50
75
82
76
91
80
91
83
86 85
11
Halldór
Halldórsson
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
„Málið hefur ekki verið tekið upp í
nýrri bæjarstjórn en öll framboðin
fjölluðu um það fyrir kosningar.
Menn hafa áhyggjur af þessari
þróun,“ segir Sigurður Valur Ás-
bjarnarson, bæjarstjóri Fjalla-
byggðar sem nær yfir Siglufjörð
og Ólafsfjörð. Þar er óvenjuhátt
hlutfall eldri borgara, af stærri
byggðarlögum landsins, 19% íbúa
– sem er tæplega 8 prósentustig-
um yfir landsmeðaltali.
Ótrúlega mikill munur er í ald-
urssamsetningu á milli sveitarfé-
laga. Ef litið er til íbúa 67 ára og
eldri sést að aðeins 7,4% íbúa
Mosfellsbæjar eru komin á ellilíf-
eyrisaldur en 27,3% íbúa Tjörnes-
hrepps, lítils hrepps norðan við
Húsavík.
Landsmeðaltalið er 11,2% og er
stærsta sveitarfélag landsins,
Reykjavík, nákvæmlega í meðaltal-
inu. Hlutfallið er undir meðaltali í
Hafnarfirði, auk Mosfellsbæjar, en
talsvert yfir meðaltali á Seltjarn-
arnesi. Það síðastnefnda helgast
væntanlega af því að lítið hefur
verið byggt á Seltjarnarnesi og lít-
ill tilflutningur á fólki.
Athyglisvert er að Suðurnes
skera sig frá öðrum landshlutum
með langlægsta hlutfall aldraðra,
2,3% undir meðaltali, en Norður-
land vestra er 3,5% yfir meðaltali.
Nokkrir litlir hreppar eru með
hátt hlutfall eldri borgara, eins og
sést á meðfylgjandi töflu, en einn-
ig nokkrir miðlungsstórir staðir,
eins og Dalabyggð, Blönduós,
Breiðdalur og Skaftárhreppur, auk
Fjallabyggðar sem áður hefur verið
nefnd.
„Ég ætla að
vona að sú góða
þjónusta sem
veitt er í sveitar-
félaginu sé ein
skýringin,“ segir
Sigurður Valur
um þróunina í
Fjallabyggð.
Heimaþjón-
ustan er á vegum
sveitarfélaganna og má búast við
að sveitarfélög sem eru með hátt
hlutfall eldri borgara beri meiri
byrðar vegna þjónustunnar. „Þetta
tekur vissulega í og fer að aukast.
Við erum að skipuleggja betur og
samræma þessa þjónustu á milli
byggðarlaganna hjá okkur,“ segir
Sigurður Valur. Samkvæmt tölum
yfir allt landið fjölgar stöðugt
þeim eldri borgurum sem njóta
heimaþjónustu sveitarfélaga en
hlutfallið af fjölda aldraðra er það
sama, rúmlega 20%.
Sigurður Valur vísar til þess að
framundan er mikil aukning í hópi
eldri borgara. Eins og kemur fram í
súluriti hér á síðunni eru yfir 31
þúsund Íslendingar á aldrinum 60-
69 ára og yfir 40 þúsund á aldr-
inum 50-59 ára. Með hæfilegri ein-
földun má sjá að hópurinn á ald-
ursbilinu 70-79 mun tvöfaldast á
einum eða tveimur áratugum og
þrefaldast ef örlítið lengra er litið
fram á veginn. Kallar þetta á stór-
aukin útgjöld við heilbrigðisþjón-
ustu og aðra þjónustu við aldraða,
eins og Guðlaugur Þór Þórðarson
alþingismaður hefur verið að vekja
athygli á að undanförnu.
helgi@mbl.is
27% íbúa í Tjörneshreppi eru
komin á ellilífeyrisaldur
MIKILL ALDURSMUNUR MILLI SVEITARFÉLAGA
Sigurður Valur
Ásbjarnarson
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF