Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Nýlegir Mitsubishi Pajero á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar- gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti (7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu). Mánaðarlegt leigugjald: 136.041 kr.m/vsk Slökkviliðsmenn börðust í gær við mikla skógarelda, sem hafa geisað á Vestmannalandi í miðhluta Svíþjóð- ar síðustu daga, og talið er að það geti tekið nokkrar vikur að slökkva eldana. Að sögn sænskra fjölmiðla eru þetta mestu skógareldar í Sví- þjóð í manna minnum. Einn maður hefur látið lífið í eld- unum og rúmlega þúsund íbúar bæjarins Sala þurftu að flýja heimili sín. Að sögn sænskra fjölmiðla er út- lit fyrir að langur tími líði þar til fólkið kemst aftur til bæjarins. Nokkur þúsund annarra íbúa á svæðinu voru vöruð við því að þau kynnu að þurfa að flýja heimili sín næstu daga en samkvæmt síðustu fréttum virtist ekki vera þörf á því, um sinn að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn sögðu að ástand- ið hefði batnað í fyrrinótt. Fjórar sérútbúnar flugvélar frá Frakklandi og Ítalíu voru sendar á svæðið og þær byrjuðu að varpa vatni á eldana í gær. Sviar eiga ekki slíkar tankvélar og hingað til hafa þrettán þyrlur verið notaðar við slökkvistarfið. Um 100 sjálfboðaliðar hafa aðstoðað slökkvi- liðsmenn. Sala er um 170 kílómetra norð- vestur af Stokkhólmi. Heitt, þurrt og vindasamt hefur verið í Svíþjóð síðustu daga og gerir það slökkvi- liðsmönnum erfiðara fyrir. Gætu logað í nokkrar vikur  Yfir þúsund Svíar hafa flúið mikla skógarelda AFP Erfitt slökkvistarf Þyrla varpar vatni á skógareld nálægt þorpinu Gammelby. Slökkvistarfið hefur gengið illa vegna þess að erfitt er að komast að eldunum. Algengt er að minni skógareldar kvikni í Svíþjóð á sumrin. AFP Á flótta Íbúar þorps í grennd við Sala búa sig undir að flýja heimili sitt vegna eldanna. Áætlað er að allt að 150 ferkm. skóglendi hafi brunnið. Sameinuðu þjóðirnar hyggjast að- stoða við enduruppbyggingu Gaza eftir hernað síð- ustu vikna en þetta er í síðasta skipti sem sam- tökin gera það. Þetta kom fram í ávarpi Ban Ki- moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna í gær. „Þessari til- gangslausu hringrás þjáninga í Gaza og á Vesturbakkanum, og í Ísrael, verður að linna,“ sagði Ki- moon. Hann bætti við að þolinmæði heimsbyggðarinnar væri á þrotum gagnvart Ísraelum og Palest- ínumönnum. „Þurfum við að halda svona áfram? Byggja upp og eyði- leggja, byggja upp og eyðileggja?“ spurði framkvæmdastjórinn. Síðustu fjórar vikur hafa 1.875 Palestínumenn látið lífið í árásum Ísraelshers. Jafnframt hafa 67 Ísr- aelar beðið bana, þar af 63 her- menn. „Nóg komið af eyði- leggingu“  Segir þolin- mæðina á þrotum Ban Ki-moon Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hóf í gær tveggja daga neyðarfund um ebólu-faraldurinn sem hefur kostað að minnsta kosti 932 manns lífið í Vestur-Afríku. Skýrt var frá 108 nýjum smittilfell- um og 45 dauðsföllum í Gíneu, Líb- eríu, Nígeríu og Síerra Leóne í gær. Ennfremur var skýrt frá því að grunur léki á að maður, sem lést á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu, hefði dáið af völdum ebóluveirunnar. Maðurinn hafði verið í Síerra Leóne í við- skiptaerindum. Verði staðfest að hann hafi sýkst af ebóluveirunni er þetta fyrsta dauðsfallið vegna far- aldursins utan Afríku. Spænsk herflugvél var send til Líberíu til að sækja 75 ára gamlan spænskan trúboða sem hefur sýkst af ebóluveirunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ebólu-sjúklingur er flutt- ur til Evrópuríkis eftir að faraldur- inn blossaði upp. Viðbúnaðurinn aukinn? Fundur Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar fer fram fyrir lukt- um dyrum í Genf í Sviss. Síðast þeg- ar slíkur fundur var haldinn var það vegna H1N1 inflúensufaraldursins árið 2009. Fundarmennirnir eiga meðal ann- ars að skera úr um hvort útbreiðsla veirunnar sé orðin slík að auka þurfi viðbúnaðinn í heiminum og lýsa yfir alþjóðlegu hættuástandi. Á fundinum eru fulltrúar þeirra landa sem verst hafa orðið úti, æðstu menn WHO og helstu sérfræðingar heims í sjúkdómnum. Niðurstaða fundarins verður líklega gerð opin- ber á morgun, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Heilbrigðismálastofn- unin hefur að svo stöddu ekki talið ástæðu til að gefa út tilmæli um ferðatakmarkanir í heiminum vegna ebólu-faraldursins. Faraldurinn hef- ur enn sem komið er einskorðast við Gíneu, Líberíu, Síerra Leóne, og nú síðast Nígeríu. Flest dauðsföll í Gíneu Alls hafa yfir 1.700 manns sýkst og þar af 932 látið lífið vegna veir- unnar. Um 50 til 60% sýktra hafa dá- ið í faraldrinum, en verstu afbrigði ebólu-veirunnar hafa dregið allt að 90% þeirra sem veikjast til dauða. Flest eru dauðsföllin í Gíneu, eða 363, en þar virðist nú hafa hægt á út- breiðslu faraldursins. Ástandið fer hins vegar versnandi í grannríkjun- um Líberíu og Síerra Leóne og greint hefur verið frá alls níu til- fellum og tveimur dauðsföllum í Nígeríu, fjölmennasta ríki Vestur-- Afríku. Neyðarfund- ur um ebólu- faraldurinn  Dauðsföllunum fjölgar í V-Afríku og ebóla kann að hafa borist til Sádi-Arabíu AFP Hætta Læknir á sjúkrahúsi í Gíneu þar sem sjúklingar eru í sóttkví.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.