Morgunblaðið - 07.08.2014, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir semferðast umlandið í sum-
ar og síðastliðin
sumur sjá og finna
miklar breytingar
frá því sem var fyr-
ir fáeinum áratugum. Þeir sem
muna aftur til nýliðinnar aldar
vita að fram undir lok hennar
voru vegir með bundnu slitlagi
lúxus sem þekktist varla nema í
nágrenni höfuðborgarsvæðisins
og á allra fjölförnustu leiðum.
Nú er bundið slitlag víða um
sveitir og tvöföldun komin vel á
veg þar sem umferðarþunginn
er mestur.
Fyrir ferðalanga er þetta
mikil bylting og hið sama er að
segja um einbreiðu brýrnar sem
margar voru varasamar en hafa
víða vikið fyrir veigameiri
mannvirkjum. Allt þetta eykur
jafnt umferðaröryggi sem þæg-
indi ferðalanga og stuðlar þann-
ig að auknum ferðalögum innan-
lands og auðveldar ennfremur
allar ferðir, hvort sem þær
tengjast ferðalögum, atvinnu-
starfsemi eða öðru.
Atvinnustarfsemi og ferðalög
eru raunar ekki ótengd, heldur
oft tvær hliðar á sama pen-
ingnum. Og hin seinni ár má
segja að peningum sem tengjast
ferðalögum hafi einmitt fjölgað
verulega. Þessi staðreynd á svo
vitaskuld stóran þátt í þeim
breytingum sem fólk finnur á
ferðum um landið hin síðari ár
og hefur víða stuðlað að afar já-
kvæðri þróun í atvinnulífi og
mannlífi um landið.
Dæmi um þetta var til um-
fjöllunar í Morgunblaðinu í gær,
þar sem sagði frá uppgangi í at-
vinnulífi í Vestmannaeyjum,
meðal annars vegna aukins
straums ferðamanna. Áhrifin á
Vestmannaeyjar eru mikil og
koma meðal annars
fram í fleiri og fjöl-
breyttari veit-
ingastöðum og fleiri
hótelherbergjum.
En áhrifin eru einn-
ig á ferðaþjón-
ustuna á staðnum almennt, og
ekki síst fyrir hið glæsilega gos-
minjasafn Eldheima.
Sömu sögu er að segja víða
um land, raunar víðast hvar.
Veigamikill þáttur í þessari
jákvæðu þróun er mikil fjölgun
erlendra ferðamanna hin síðari
ár, því að það eru þeir sem að
verulegu leyti halda uppi rekstri
gististaða og margvíslegri ann-
arri ferðatengdri þjónustu um
landið. Íslendingar njóta góðs af
þessum miklu gestakomum,
bæði vegna aukinnar atvinnu og
vegna aukinnar uppbyggingar
sem landsmenn nýta sér og
njóta á ferðum sínum og í
heimabyggð.
Um leið þarf þó að hafa í huga
að landið tekur ekki endalaust
við. Jafnvel í miðborg Reykja-
víkur, þar sem rýmið ætti að
vera nóg, er stundum slíkur
mannfjöldi að borgarbúar lyfta
brúnum. Þar er þó engin vá á
ferðum ef rétt er á haldið í
skipulagsmálum, en um við-
kvæmar náttúruperlur getur
gegnt öðru máli.
Sú jákvæða þróun sem orðið
hefur í þjónustu og atvinnu út
um landið á sér þess vegna
dökkar hliðar og aðgerða er
þörf áður en í óefni er komið.
Vernd náttúrunnar samhliða
skynsamlegri nýtingu hennar
hefur um langa hríð verið far-
sælt leiðarljós hér á landi í öðr-
um atvinnugreinum. Full
ástæða er til að sömu sjónarmið
fái að njóta sín við uppbyggingu
hinnar ört vaxandi atvinnu-
greinar.
Hið neikvæða má
ekki fara að skyggja
á það jákvæða við
ferðaþjónustuna}
Bylting fyrir ferðalanga
Árið 1976 komfram óþekktur
sjúkdómur í tveim-
ur löndum sam-
tímis, Saír (nú
Kongó) og Súdan.
Sjúkdómurinn var
bráðdrepandi og
var vísindamönnum
ráðgáta. Eini munurinn á sjúk-
dómnum var sá að í Saír létust
90% þeirra, sem fengu hann, en
60% í Súdan. Eftir nokkurn tíma
tókst að einangra vírusinn og
honum var gefið nafnið ebóla
eftir á, sem rennur á svæðinu
þar sem hann kom fram. Svo
virtist sem þessi nýi sjúkdómur
hefði komið upp fyrir tilviljun
samtímis á tveimur stöðum.
Sjúkdómurinn breiddist hratt
út, en með því að einangra
sjúkrahús og sjúklinga og koma
í veg fyrir iðkun jarðarfarar-
siða, sem ýttu undir útbreiðslu
hans, tókst að stöðva hann.
Ebóla hefur látið á sér kræla
síðan og nú er kom-
inn upp sérlega
skæður faraldur.
Hingað til hefur
ástandið verið verst
í Gíneu, Líberíu og
Síerra Leóne, en nú
hefur ebóla breiðst
út til Lagos, höf-
uðborgar Nígeríu og stærstu
borgar álfunnar sunnan Sahara.
Ebóla er skæð, en vírusinn
þarf að komast inn í blóðrásina
til að smita. Nú berast yfirlýs-
ingar um að sjúkdómurinn
breiðist stjórnlaust út, en það er
augljóst að ekki hefur verið tek-
ið á honum af nógu mikilli alvöru
þegar hann kom fyrst fram.
Ábyrgðin liggur bæði hjá stjórn-
völdum á staðnum og alþjóð-
legum heilbrigðisyfirvöldum.
Hér þarf að bæta verulega í og
um leið að leggja aukna áherslu
á eftirlit til að koma í veg fyrir
að sjúkdómurinn haldi áfram að
breiðast út.
Útbreiðsla ebólu
vekur efasemdir um
að nógu hart hafi
verið brugðist við í
upphafi}
Stjórnlaus farsótt?
Í
viðtali í Morgunblaðinu varaði Eva
Hauksdóttir, sem er sjálfstæð og
óhrædd kona, við dólgafemínisma og
Stóru systur sem þráir svo mjög að
stjórna lífi okkar. Eva hefur þarna
mikið til síns máls. Til er hópur fólks sem lifir
samkvæmt rétttrúnaðarfemínisma og leggur
sig fram við að snúa okkur, hinum vegvilltu, í
átt til hins sæla rétttrúnaðar.
Stundum er því haldið fram að þeir sem
mótmæla öfgafullum áherslum í málflutningi
femínista séu andstæðingar kvenfrelsis. Í
þeirri fullyrðingu felst að málstaðurinn sé svo
góður og göfugur að ekki sé hægt að ganga of
langt í kvennabaráttunni. Þetta er ekki rétt.
Hiti hins rétttrúaða er nokkuð sem við ættum
öll að varast, því hann snýst svo auðveldlega
upp í heift og ofstæki. Rétttrúnaðarfemínismi
er ekki undantekning frá því.
Stefna sem snýst um innrætingu og kröfu um að allir
hugsi í takt og að það sem ekki þjóni málstaðnum sé nán-
ast þjóðhættulegt, getur ekki verið af hinu góða. Fjöl-
margar konur og karlar gera sér grein fyrir þessu og vilja
því ekki flokka sig sem femínista, þótt þau séu sannarlega
staðfastir jafnréttissinnar og ötulir talsmenn mannrétt-
inda.
Dólgafemínistar hafa komið sér í hlutverk geltandi
varðhunda og draga hvergi af sér við að þefa uppi ósóm-
ann sem leynist víst svo víða. Þeir láta vel í sér heyra ef
þeim mislíkar, sem er oft, og þar sem þeir telja sig vera
með galopin augun (þótt víðsýni sé þeim víðs-
fjarri) hafa þeir víða viðkomu. Allt skal ríma
við hina heilögu kennisetningu. Fletti þetta
fólk fallegri útgáfu á ævintýrabók þarf ekki
annað en að prins bjargi prinsessu til að það
komist í mikið tilfinningauppnám. Það sama
gerist ef það les skáldsögu þar sem svo hagar
til á einhverjum stöðum að konan er í eldhús-
inu meðan karlinn er í vinnunni. Eitthvert rót
hlýtur svo að skapast í hugum þessa fólks
horfi það á Skassið tamið eftir Shakespeare –
það leikrit er örugglega martröð dólgafemín-
ista.
Harðlínufemínistar telja sig ákaflega nú-
tímalega þenkjandi manneskjur en eru þó í
eðli sínu afturhaldssamir. Sjáist til dæmis í
kvenmannshold í auglýsingum blossar upp í
þeim viktoríönsk siðavendni og gólað er:
Klámvæðing! – Skiptir þá engu máli þótt fyr-
irsætan hafi af fúsum og frjálsum vilja kosið að sitja fyrir
fremur fáklædd. Konan er sjálfkrafa talin hugsa og starfa
á forsendum karla. Þessi sama hugsun endurspeglast
mjög víða, eins og til dæmis í viðhorfi harðlínufemínista
til kvenna sem eru ekki fylgjandi kvennakvóta. Þær eru
samstundis taldar vinna gegn kynsystrum sínum.
Krafan um að konur séu af sérstakri gerð og fylgi allar
sömu hugmyndafræði er ógeðfelld. Konur eru frjálsar og
sjálfstæðar manneskjur og eiga að taka eigin ákvarðanir
en ekki lúta valdi yfirboðara, hvort sem hann kallast
Stóra systir eða eitthvað annað. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórs-
dóttir
Pistill
Varðhundar dólgafemínismans
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Söngvakeppni evrópskrasjónvarpsstöðva, sem hald-in var í Kaupmannahöfn ímaí, reyndist mun dýrari
en búist hafði verið við. Nemur
munurinn rúmum 77 milljónum
danskra króna, rúmum einum og
hálfum milljarði íslenskra króna.
Áætlanir gerðu í upphafi ráð fyrir
að keppnin myndi kosta tæpar 35
milljónir danskra króna, en nú hef-
ur komið í ljós að heildarkostnaður
var 112 milljónir danskra króna,
þreföld sú upphæð sem gert var ráð
fyrir.
Danska ríkissjónvarpið, DR,
bar ábyrgð á sjálfum viðburðinum
en að undirbúningnum komu fleiri
aðilar eins og Kaupmannahafn-
arborg, sýsluyfirvöld ásamt Won-
derful Copenhagen, sem er stofnun
sem markaðssetur Kaupmannahöfn
og nágrannabyggðir. Deila þessir
aðilar nú um hver beri ábyrgð á
tapinu.
Breyttu skipasmíðastöð í höll
Keppnin í ár var haldin í
B&W-höllinni á Refshaleøen, sem
er gamalt iðnaðarsvæði við höfnina
í Kaupmannahöfn. Tónleikahöllin
var áður skipasmíðastöð og má
rekja meira en 90% kostnaðarins
sem bættist við til breytinga á
henni. Gerðu áætlanir ráð fyrir að
þær myndu krefjast 18 milljóna
danskra króna, en þegar allt var yf-
irstaðið reyndust þær hafa kostað
níutíu milljónir.
Forstjóri Wonderful Copen-
hagen, Lars Bernhard Jørgensen,
segir í samtali við DR að enginn
hafi getað ímyndað sér kostnaðinn
sem fælist í breytingunum. Hann
viðurkennir að það hefði fyrr átt að
vera ljóst að kostnaðurinn færi
langt fram úr áætlunum. En hann
bendir einnig á að starfið hafi farið
fram undir miklu álagi og að fyr-
irtækið hafi ekki reynslu af bygg-
ingarframkvæmdum.
Til að takmarka fjártjónið hafa
þessir þrír aðilar lagt til samtals
rúmar 17 milljónir danskra króna.
Eftir stendur skuld sem hljóðar upp
á 58 milljónir danskra króna, eða
1,2 milljarða íslenskra króna.
Þurfa aðstandendur keppn-
innar nú að leysa úr flækjunni sem
þessi þriggja nátta söngvakeppni
hafði í för með sér.
Skarphéðinn Guðmundsson,
dagskrárstjóri sjónvarps hjá Rík-
issjónvarpinu, segir að engar kröfur
séu fyrir hendi frá Sambandi evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, komi til
þess að framlag Íslands vinni
keppnina einn daginn. „Þar á bæ
þætti mönnum í raun fróðlegt að sjá
eina af smærri þjóðunum vinna
keppnina, til að geta sýnt fram á
hversu litlu þarf í raun að kosta til
við að halda hana. Við höfum einnig
fengið vilyrði frá hinum Norð-
urlöndunum um að þau myndu veita
okkur ýmiss konar aðstoð við fram-
kvæmd keppninnar og undirbún-
ing.“
Sníða sér stakk eftir vexti
Skarphéðinn segir að fyrir
hendi sé mun meiri sveigjanleiki
hvað varðar umfang keppninnar en
fólk geri sér almennt grein fyrir.
„Ekki eru mörg ár síðan keppnin
var haldin í rúmlega þúsund
manna höll. Í mínum huga
þarf þetta ekki að snúast um
að keppnin þurfi alltaf að
vera stærri en sú síðasta og í
raun þætti mér ákveðin feg-
urð vera í því ef keppnin
tæki mið af þeirri þjóð sem
hana héldi hverju sinni. Að
mínu mati gildir það auðvit-
að jafnt hér eins og í öðru,
að sníða sér stakk eftir
vexti.“
Sitja í skuldasúpu
eftir söngvakeppnina
Ljósmynd/Andres Putting
Innlifun Hljómsveitin Pollapönk flutti framlag Íslands til söngvakeppn-
innar í ár. Komið hefur í ljós að kostnaður keppninnar fór úr böndunum.
Einar Bárðarson, forstöðumað-
ur Höfuðborgarstofu, segir í
samtali við Morgunblaðið að
keppnin yrði vafalaust hófsam-
legari, færi hún fram í Reykja-
vík.
„Árið 1999 var þetta haldið í
1.500 manna húsi í Ísrael. Dan-
ir ákváðu að breyta heilli skipa-
smíðastöð í tónleikahöll og það
hefði átt að vera mönnum ljóst
að mikill kostnaður myndi
fylgja því. Hér á landi myndum
við seint láta okkur detta slíkt í
hug,“ segir Einar og bætir við:
„Ef við fengjum að dreypa á
þessum beiska kaleik, myndi ég
búast við víðtæku sam-
starfi margra ólíkra að-
ila. Ef hreinskilni er
gætt á ég þó ekki von
á að þurfa að glíma
við þetta verkefni í
minni starfstíð, en ég
verð tilbúinn ef á
reynir,“ segir Einar
kíminn.
Hófsamlegri
í Reykjavík
BEISKUR KALEIKUR
Einar
Bárðarson