Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 ✝ Steinar Sig-hvatur Haga- línsson fæddist í gamla torfbænum í Bræðratungu, í Hvammi í Dýra- firði, þann 10.9. 1926. Hann and- aðist á Sjúkrahús- inu á Akranesi 25. júlí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Hans Hagalín Ásbjörnsson, f. 1.5. 1896, d. 14.5. 1964, og Guð- munda Lárusdóttir, f. 20.6. 1895, d. 27.3. 1985. Þau voru bændur í Bræðratungu. Steinar var sjötti í röð þrettán systkina. Þau voru í aldursröð: Bjarney, f. 23.3. 1919, d. 19.2. 2014, Ása, f. 21.4. 1920, d. 21.1. 1931, Ólöf, f. 27.11. 1921, d. 10.3. 2011, Krist- ján, f. 24.5. 1924, d. 24.8. 2005, Einar, f. 6.7. 1925, d. 2.9. 1977, Steinar, Marta, f. 24.8. 1928, Guðrún Helga, f. 3.9. 1929, d. 29.10. 2013, Magnús, f. 14.2. 1921, stúlka, fædd andvana 19.10. 1932, Kristín, f. 28.12. 1933, Lárus, f. 13.12. 1936, Björgvin, f. 11.1. 1938. Eig- inkona Steinars er Ragnheiður Arnfríður Ásgrímsdóttir, f. 22.5. og lauk vélvirkjanámi frá Iðn- skólanum á Akranesi 1963 og meistaraprófi í vélvirkjun 1968. Steinar fór mjög ungur í sveit á aðra bæi í Dýrafirðinum og 12 ára fór hann á síld til Siglu- fjarðar með föður sínum. Sem ungur maður fór hann síðan á sjóinn og var við brúarsmíði á sumrin. Hann var sjómaður frá Grindavík nokkrar vertíðar. Ár- ið 1952 kom Steinar fyrst á Akranes og bjó þar æ síðan. Hann starfaði við sjómennsku sem vélstjóri til ársins 1956. Þegar honum bauðst vinna við vélstjórn í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar kom hann í land. Síðan starfaði hann í 26 ár á vélaverkstæði HB, lengst af sem verkstjóri. Í 10 ár starfaði Stein- ar við lagerstörf hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grund- artanga. Í lok starfsævinnar starfaði hann eitt ár á renni- verkstæði Skipasmíðastöðvar Þ. og E. hf. Steinar lauk starfsferl- inum 67 ára. Á þeim tíma féll honum aldrei verk úr hendi. Hann vann við að klæða húsið sitt, gera upp báta og gamla mótora o.fl. o.fl. Árið 1989 greindist hann með krabbamein en náði aftur fullri heilsu. Í október 2012 greinist hann aft- ur með krabbamein sem á tæp- um tveimur árum varð honum að aldurtila. Steinar Hagalínsson verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, 7. ágúst 2014, kl. 14. 1928. Hún er fædd að Teigi á Akra- nesi. Foreldrar hennar voru Ás- grímur Ragnar Sig- urðsson og Úrsúla Guðmundsdóttir. Steinar og Ragn- heiður hófu búskap á Akranesi 1954 og gengu í heilagt hjónaband 10.8. 1957. Börn þeirra eru: 1) Ásbjörn Hagalín, f. 1955, kona hans er Jóhanna Sigríður Gylfadóttir. Börn þeirra eru Gylfi, f. 1974, hann á tvo syni, Steinar Hagalín, f. 1976, hann á tvo syni, Ágústa Guðrún, f. 1978, hún á tvo syni, og Elmar Freyr, f. 1982. 2) Þórunn Úrsúla, f. 1958, maður hennar er Stefán Jónsson. Dætur þeirra eru: Ragnheiður, f. 1979, hún á tvær dætur, Elísabet, f. 1987, hún á tvær dætur, og Valgerður, f. 1992. 3) Berglind, f. 1964. Maður hennar er Þórólfur Hilbert Jó- hannesson. Þeirra börn eru Ás- grímur Ragnar, f. 1984, Ásgeir Hilbert, f. 1994, og Sólveig, f. 1996. Steinar tók hið minna mót- orvélstjórapróf á Ísafirði 1952 Ég þekki verkin þín. Í dag er til moldar borinn eft- ir starfsaman ævidag bróðir minn Steinar frá Bræðratungu í Dýrafirði. Straumur tímans fer hratt, kynslóðir koma, kynslóðir fara, hníga í aldanna djúp. Enn ein þung spor við opna gröf. Það er svo margs að minnast frá þeim morgni þegar haldið var af stað úr varpanum heima. Steinar var ungur að árum þegar hann var sendur á aðra bæi til dvalar. Ekki var það sársaukalaust fyrir foreldrana frekar en börnin, slíkt setur mark á mennina. Úr einni sinni fyrstu vinnu- mannsreisu, þá barn að aldri, kom Steinar heim með kvígukálf sem hann hafði fengið að laun- um. Kálfurinn, sem fékk nafnið Hvönn, hafði mannsvit og var ein fegursta og besta kýrin sem gekk um götur Hvamms. Börnin í Bræðratungu fóru með móður sinni þegar hún rifjaði norður- hjara gróður, sem freyddi eins og hrönn, síðar var hann gefinn í stallinn hennar Hvannar. Börnin lágu undir steini í jaðri blettsins á meðan og hlustuðu á steins- hjartað slá. Bræðratunga var Steinari kær, hann lá ekki á liðsemd sinni öll árin sem farið var til að dytta að hinu forna húsi. Það þurfti ekki, og þarf ekki, að draga út þá nagla sem Steinar rak þar í þak eða veggi, í víðum skilningi. Samviskusemin var honum eðlisrík, var gegnheilt asktré. Í Bræðratungu féll honum sjaldan verk úr hendi, var stöð- ugt að dytta að eða skapa eitt- hvað nýtt. Heimsins vandamál voru ekki til, Steinar hafði ráð undir hverju rifi, fann lausnir á öllu. Í eðli sínu var Steinar upp- finningamaður. Fánýtt prjál var honum ekki að skapi. Ef einhver rís undir þeim orð- um að vera besti afi í heimi, þá er Steinar einn sá fremsti meðal þeirra. Sæi hann blika tár í barnsauga, þá varð að þerra það. Mjúkri hönd strokið um kinn og koll, sjá bros blika á hvarmi. Þannig er sólargeisli þess fremsta. Þess megum við einnig vera minnug að í hverri kynslóð al- þýðunnar eru börn sem vinna verk hjálpseminnar í kyrrþey svo lítið ber á, án þess að reikna sér til tekna, spyrja aldrei um neitt, laus við gaspur, tildur og prjál. „Sælir eru hógværir.“ Það er farareyrir til heimferðar þar sem dómur er goldinn að verð- leikum, eftir langferð um lífsins haf. Þannig verður sá síðasti fremstur. Lífið er undarlegt, einn lifir langan dag, annar deyr að morgni. Steinar tókst á við örlög sín af æðruleysi, sáttur við guð og menn. Steinar var ekki einn á lífs- leiðinni, stærsta gæfa hans var þegar hann fann björkina sína, hana Röggu, og saman þau svifu í dansinn og saman þau deildu gleði og sorg. Yrði sprek á vegi Steinars tók hann það upp og færði móður sinni. Mamma, ertu vakandi mamma mín? Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, – sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga. – Þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Örn Arnarson) Ég kveð bróður minn með söknuði, minningin um einstakt ljúfmenni góðvildar lifir og lýsir um ókomna tíð. Meira: mbl.is/minning Lárus. Elsku hjartans afi minn, hugsa sér að komið sé að kveðjustund í þessu jarðneska lífi okkar. Augun fyllast tárum í hvert sinn sem ég hugsa til þess að sjá þig ekki aftur, allavega ekki í bráð. Sjá þig ekki taka opnum örmum á móti okkur er ég birtist með stelpurnar mínar tvær sem þú elskaðir svo of- urheitt, eins og öll þín börn og barnabörn. Þvílíkur barnakall sem þú varst, ég held hreinlega að ekkert hafi kætt þig eins mik- ið og börnin. Ég man alltaf eftir þér gangandi um gólf, liggjandi á gólfinu, hjalandi og hlæjandi með hverjum afkomanda á fætur öðrum. Hvað þú hafðir mikla þolinmæði við alla, og vildir allt fyrir alla gera. Kenndir okkur öllum svo margt, það var sama hvað við krakkarnir vorum að reyna að gera, alltaf komst þú og gafst þér tíma til að sýna okkur og kenna hvernig best væri að gera hlutina, hvort sem það var að kenna okkur að reima skóna, skrifa stafina eða smyrja hjólin okkar. Þú máttir ekkert aumt sjá á ferð þinni í gegnum lífið. Þvílíkt náttúrubarn sem þú varst, undir þér svo vel úti í guðsgrænni náttúrunni, tínandi jurtir, ber eða fjallagrös, mosa eða hvað allt þetta nú heitir, fórst með allan afraksturinn heim, þurrkaðir, muldir eða sauðst, raðaðir og merktir í krukkur. Last þér til um lækn- ingamátt hverrar plöntu fyrir sig. Varst svo mikill spekingur á þessu sviði sem öðrum, við feng- um svo oft alls konar te að smakka, rætur eða grös. Sagðir að svörin væri að finna í nátt- úrunni. Ég er viss um að nátt- úruperlan Dýrafjörður, þar sem þú ert fæddur og uppalinn, hafi mótað þig að þeim manni sem þú varst. Hvað okkur öllum þótti dásamlegt að fara í húsið þitt og systkina þinna eina viku á ári. Sérstaklega minnisstæð ferðin okkar síðasta sumar, ég hefði ekki viljað missa af henni. Ég hef í ófá skiptin komið í Stekkjarholtið með örlítið verk- efni fyrir afakall, sprungið dekk á hjóli eða barnavagni, brotinn skerm á barnavagni eða hina og þessa hluti sem eitthvað amaði að. Ekki þurfti nú að spyrja að elsku afi reddaði málunum, allt gast þú gert alveg fram að þínu síðasta. Þú ert hetja í mínum augum, stóðst uppi sem sigur- vegari í baráttunni við krabba- meinið, að mér fannst. Ég mun ávallt taka þig mér til fyrir- myndar, þú munt eiga stóran stað í hjarta mínu elsku afi. Takk fyrir allt og allt. Minning þín verður ljós í lífi okkar allra. Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökul ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Úr Vísum Vatnsenda-Rósu) Elísabet Stefánsdóttir. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð tengdaföður minn, Steinar Hagalínsson, sem alltaf var kallaður afi Steini af fjöl- skyldunni. Nú renna í gegnum huga okkar í fjölskyldunni minn- ingar um afa Steina. Í dag ætl- um við að sjá ljósið og minnast þess góða sem var og finna gleðina í gegnum hlýjar minn- ingar. Sorgin ræður þó ríkjum í hjörtum okkar og tíminn einn mun græða sárin. Margs er að minnast, margs er að sakna. Afi Steini kallaði afkomendur sína gullin sín. En gull verður ekki til nema úr gulli. Afi Steini var sannarlega gull af manni. Hann var vandvirkur maður í alla staði, hvort sem um mann- leg samskipti var að ræða eða viðhald og viðgerðir á hlutum. Skipti ekki máli hvort um var að ræða utanborðsmótor eða dúkkuhöfuð, afi Steini gerði við allt milli himins og jarðar og er þar engu ofaukið. Vandvirknin og natnin var með ólíkindum og svo flautaði afi Steini alltaf þeg- ar hann var að velta vöngum og vanda sig. Eitt sinn stóð til að henda trampólíninu okkar, sem börnin mín höfðu notað í mörg ár. Það var allt brotið og bramlað. Það fyrsta sem börnum mínum datt í hug var að bruna með stang- irnar til afa Steina upp á Akra- nes, hann gæti gert við þetta. Afi Steini tók að sjálfsögðu verk- ið að sér, en komst fljótt að því að hann átti ekki réttu græj- urnar til þess að sjóða saman grindina. Afi Steini dó ekki ráða- laus og fór einar tvær ferðir til Reykjavíkur til þess að verða sér úti um það sem vantaði. Því taki maður að sér verkefni fyrir barnabörnin þá klárar maður verkið. Besti afi í heimi sögðu börnin, getur allt. Hann hafði allan tíma í heim- inum fyrir barnabörnin sem hann elskaði svo mikið. Finna mátti fyrir hlýjunni og væntum- þykjunni langar leiðir. Við í fjölskyldunni hans afa þurfum ekki að lesa í bók um það hvernig afar eiga að vera, því við fengum að kynnast fyr- irmyndinni að honum hjá afa Steina. Þegar barnabörnin komu til afa Steina spurði hann þau spjörunum úr. Hann hafði svo mikinn áhuga á að fá að vita hvað þau væru að stússast í líf- inu. Hann spurði alltaf með sömu hlýjunni og augljósri væntumþykju. Stundum fá orð ekki lýst sár- um tilfinningum og það á sann- arlega við í dag þegar við kveðj- um hann afa Steina. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þessi næstum 25 ár sem ég fékk með þér og takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég veit að þú trúðir því að ferðalag okkar á þessari jörð væri bara eitt af mörgum ferða- lögum og nú er ferðinni heitið eitthvert annað. Af spjalli okkar um lífið og tilveruna í gegnum árin trúi ég því að þú sért okkur við hlið og fylgist með okkur öll- um. Þessi vika sem nú líður er vik- an sem þú áttir í Bræðratungu í Dýrafirði á þínum æskuslóðum, en sá staður var þér kær. Þar áttum við öll góðar stundir sam- an og ég skynjaði alltaf hjá þér aukakraft þegar þú varst kom- inn heim í sveitina þína. Þar héldu þér engin bönd. Minnist þessara tíma með mikilli hlýju. Kæra Ragnheiður, ég sendi þér og afkomendum ykkar Steinars innilegar og djúpar samúðarkveðjur héðan frá Nor- egi. Þórólfur Hilbert Jóhannesson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðmundsson) Elsku afi, sumarið er tími ferðalaga og nú 25. júlí lagðir þú af stað í ferðalag aftur til upp- runans, heim í sumarlandið þar sem fjölskylda þín tók á móti þér opnum örmum. Eftir sitjum við í söknuði og rifjum upp hversu einstakur maður þú varst, dásamlegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, við vorum öll gullin í lífi þínu eins og þú sagðir og lagðir þú rækt við okk- ur öll. Þú varst einstakur maður sem lifað hefur tímana tvenna, fæddur árið 1926 í Hvammi í Dýrafirði, snemma þurftir þú að standa á eigin fótum í lífinu og gerðir það vel alla tíð. Þú sagðir okkur dýrmætar sögur úr lífi þínu sem við geymum í hjarta okkar um allan aldur. Þú unnir firðinum þínum fallega svo mik- ið, æskuheimilið þitt Bræðra- tunga er sá staður sem er okkur öllum kær, sá tími sem við fjöl- skyldan áttum saman þar í fyrra var ómetanlegur fyrir okkur öll. Þú unnir náttúrunni, varst sannkallað náttúrubarn, þú plantaðir ógrynni af trjám í gegnum tíðina, tíndir alls konar jurtir sem þú hafðir mikla trú á að hefðu góð áhrif á líkamann og þurrkaðir, einnig fórst þú mikið í gönguferðir og sund. Þú last mikið og varst heill fróðleikur um hin ýmsu mál, hægt er að segja að þú hafir notið lífsins á allan hátt og sérstaklega eftir að þú hættir að vinna. Þú varst og ert mér alltaf fyrirmynd elsku Steinar Hagalínsson HINSTA KVEÐJA. Gefðu mér, jörð, einn grænan hvamm, glitrandi af dögg og sól, að lauga hug minn af hrolli þeim, sem heiftúð mannanna ól. Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem ljóðar um Drottins frið, á meðan sólin á morgni rís við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal, með reyr og runn, rætur og mold og sand, sólheita steina – ber og barr, – blessað ósnortið land. (Hulda) Kæri bróðir, takk fyrir samverustundir. Þín systir, Marta. Fyrir 30 árum hittum við nýja ná- granna uppi á Mið- dalsheiði, Símon Hallsson og fjöl- skyldu, sem þar voru að nema land. Hann var smiður góður og brátt birtist myndarhús þar sem réð listfengi Önnu. Þau hjónin voru líka sam- hent í viðamikilli gróðursetningu trjáplantna. Við fengum að fylgj- ast með skóginum vaxa sem og börnunum þremur, en Símon var sérstakur fjölskyldumaður og unni þeim heitt. Hann var glað- sinna og ótal skemmtilegar stundir áttum við saman í sveit- inni þar sem fuglasöngurinn mátti láta í minni pokann þegar tenórinn Símon hóf upp raust sína. Árin liðu, framkvæmda- maðurinn Símon stækkaði húsið, skógurinn dafnaði og börnin urðu fullorðin og eignuðust sínar fjölskyldur. En veður geta verið válynd og hin traustustu tré geta brotnað. Sjúkdómur sá sem nú hefur dregið hann til dauða fór að Símon Hallsson ✝ Símon Hallssonfæddist 2. júlí 1946. Hann lést þann 28. júlí 2014. Útför Símonar var gerð 6. ágúst 2014. lama starfsorku og hug Símonar svo mjög að umönnun Önnu dugði ekki til og sveitasælunni lauk fyrir fullt og allt fyrir fimm ár- um. En trén halda áfram að hækka og gleyma ekki gjafara sínum og það ger- um við ekki heldur. Við þökkum að ferðalokum fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar og sendum Önnu, börnunum og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Asta og Árni. Kær og góður vinur minn er nú fallinn frá eftir langvarandi og mjög erfið veikindi. Við Sím- on hittumst fyrst árið 1964, fyrir 50 árum, í Verslunarskóla Ís- lands. Frá fyrsta degi tókst með okkar góð og einlæg vinátta. Við studdum hvor annan af fremsta megni, lásum saman undir próf, vorum samferða í félagslífinu, töluðum saman daglega og ræddum framtíðina. Nemenda- mótið í Versló 1966 var mjög eft- irminnilegt, en þar söng Símon einsöng með kórnum lagið María úr West Side Story og söngur hans heillaði alla. Hann var glæsilegur ungur maður og framúrskarandi námsmaður. Þó að við Símon færum ólíkar brautir í langskólanámi hélst vináttan óbreytt. Fjölskyldur okkar mynduðu sterk vina- tengsl. Við nutum þess að vera vinir og samferðamenn, fórum saman í mörg ferðalög innan- lands og utan og áttum saman góðar stundir í sumarbústað Símonar og Önnu, Litlaseli við Selvatn, sem þau höfðu byggt upp af miklum myndarskap og fegrað umhverfið með umfangs- mikilli skógrækt. Símon var mik- ill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um Önnu eiginkonu sína, sem var hinn styrki bak- hjarl í lífi hans. Símon var einstaklega fjöl- hæfur maður, hvort sem það var í starfi hans sem endurskoðandi, söngmaður með Karlakór Reykjavíkur, að fást við smíðar og lagfæra ýmislegt í Litlaseli og í Vogalandi eða sinna ýmsum öðrum viðfangsefnum og áhuga- málum sínum. Ég er einstaklega þakklátur fyrir sanna vináttu okkar í 50 ár, sem aldrei bar skugga á, Hann veitti mér marg- víslegan styrk í því sem ég tókst á við í mínu lífi og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Hann var góður vinur og ráð- gjafi og umfram allt, skemmti- legur og úrræðagóður. Hann tók virkan þátt í fé- lagsskap sem kallar sig Versló 6́6,en það er félagsskapur 16 fé- laga sem útskrifuðust úr Versló árið 1966 og hittist reglulega. Nú eru þrír félagar okkar látnir. Hópurinn saknar Símonar og þeirrar gleði sem hann gaf þess- um samstillta og góða félagsskap fyrr og síðar. Árið 1994 réð borgarstjórn Reykjavíkur Símon í starf borg- arendurskoðanda og gegndi hann því embætti til starfsloka árið 2009. Á þeim vettvangi átt- um við gott og farsælt samstarf. Í starfi sínu sem borgarendur- skoðandi ávann hann sér virð- ingu og traust. Hann var ná- kvæmur og réttsýnn í öllum sínum embættisfærslum og holl- ráðum. Hann vildi hag borgar- innar sem mestan og hafði það að leiðarljósi allan sinn starfs- tíma hjá borginni. Það er erfitt að kveðja einlæg- an vin til 50 ára. Minningar um samskipti okkar og fjölskyldna okkar eru margar. Myndirnar, sem fara í gegnum huga minn á þessum tímamótum, eru allar góðar og gefandi og skilja eftir ótal mörg minningarbrot. Ég kveð Símon með miklum söknuði og þakka honum trausta og ævarandi vináttu og allar þær góðu samveru- og samstarfs- stundir sem við áttum saman. Við Guðrún sendum Önnu og börnunum, Eyjólfi, Halli og Guð- rúnu, barnabörnum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Missir þeirra er mikill. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.