Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Í dag kveð ég elsku ömmuna mína sem var besta og fal- legasta kona sem ég hef kynnst. Ég er heppin því ég á dásamlegar minningar um stór- kostlega konu. Ég ólst upp hjá henni og afa fyrstu árin mín og eyddi svo hjá þeim ótal dýrmæt- um stundum eftir það. Það er skrítið til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að knúsa hana aftur eða spjalla við hana um daginn og veginn, lífið verður tómlegt án hennar. Ég er full þakklætis yfir öllum þeim frábæru stundum sem við amma áttum saman. Alveg frá því ég man eftir mér hefur þessi kona verið stór hluti af mínu lífi og sem aldrei fyrr undanfarin ár. Það var alltaf gaman að rifja upp gamla tíma með henni og dásam- legt að heyra hana segja frá því sem þau afi upplifðu saman. Amma var mjög vel lesin og hafði svör við öllum spurningum. Hún vildi vita hvað allir í fjölskyldunni væru að gera, hún hafði skoðanir á hlutunum og kom því áleiðis á afar hógværan hátt. Amma fylgdist alltaf með íþróttum, hún mátti alls ekki missa af landsleikjum í hand- og fótbolta og missti helst aldrei af fréttatíma. Hún vildi vita hvernig gengið þróaðist, fylgdist með hvað mjólkurlítrinn kostaði á hverjum tíma og hver launin í landinu Arnbjörg Guðný Sigtryggsdóttir ✝ ArnbjörgGuðný Sig- tryggsdóttir fædd- ist 24. október 1918. Hún lést 27. júlí 2014. Útför Arnbjargar fór fram 5. ágúst 2104. væru. Öllum fréttum fylgdist hún með nánast fram á síð- asta dag. Amma stundaði sund og var hreystin uppmáluð alla tíð. Hún gekk mikið á árum áður og þau afi ferðuðust mikið hér- lendis og erlendis. Hún var mikill húm- oristi og gat oft verið skemmtilega orðheppin. Hún elskaði sólina og fannst yndislegt að sitja úti, lesa blöðin og njóta þess að vera til. Það er einungis rúmt ár síðan elskulegur afi minn dó og amma átti afar erfitt eftir það. Hún saknaði hans af öllu hjarta enda stóra ástin í lífi henn- ar og voru þau gift í 74 ár. Ást- arsagan þeirra yndislega var fest á filmu af Þóru systur sem gerir okkur fjölskyldunni kleift að leyfa afkomendum okkar að kynnast þeim eins og þau voru. Það eru forréttindi og fyrir það er ég afar þakklát. Undanfarin ár hef ég eytt mikl- um tíma með ömmu og afa líka áð- ur en hann dó. Við amma gátum setið og spjallað eða setið í þögn- inni, ég nuddaði á henni hendur og fætur, skreytti hana með skartinu hennar, gerði með henni æfingar og hvatti hana til dáða þegar hún var þreytt. Við spjöllum líka ósjaldan við Þóru systur á Skype og sendum henni myndir til Am- eríku. Amma hvatti mig líka áfram og fylgdist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur í leik og starfi. Fyrir þennan tíma er ég þakklát og mér finnst ég ríkari en nokkur annar að eiga allar þessar minningar. Minningar sem munu ylja mér og mínum um ókomna tíð. Elsku ammsan mín. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og allra stundanna okkar saman, en ég veit að núna ertu komin til afa, þið njótið þess að vera saman aftur og munuð vaka yfir okkur. Afi er örugglega alsæll með að vera kominn með sína uppá arminn aft- ur. Ég geri þín orð að mínum og segi „jæja pæja“, við sjáumst síð- ar elskuleg, knúsaðu afa og njótið samvistanna í englahópnum. Takk fyrir allt, elsku amma. Ég elska þig undur undur heitt. Aldrei gleymd ávallt saknað. Þín, Gróa. Elsku yndislega amma mín. Þú duglega, klára, stórkostlega kona. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín. Það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig, knúsað og kysst. Heyra ekki röddina þína og sjá fallega brosið þitt. Ég mun sakna þess að sjá ekki Gróu systur hringja á Skype og vita að andlit þitt verður það fyrsta sem ég mun sjá þegar ég svara. Líf okkar hef- ur verið samofið frá minni fyrstu stundu og ég hreinlega get ekki ímyndað mér líf mitt án þín. Ég segi stundum að ég hafi verið svo heppin að foreldrar mínir unnu mikið þegar ég var lítil því það þýddi að ég eyddi þeim mun meiri tíma í pössun hjá ykkur afa. Þær stundir og minningar eru mér ómetanlegar. Ég man þegar við sátum í síma- stólnum á Miðbrautinni og sung- um saman um lonníetturnar. Ég man líka þegar ég fékk að hjálpa þér við baksturinn og þegar við lögðum ömmukapal. Ég man þeg- ar þú varst „rólókonan“ fyrir inn- an hlið rólóvallarins á Vallarbraut- inni en „amma“ þegar það þurfti að losa sandinn úr skónum á leið- inni heim. Ég man hvernig heimili ykkar stóð mér alltaf opið á leið heim úr skólanum og hvað var gaman að koma og spila félagsvist við ykkur heldra fólkið á Skóla- brautinni. Síðastliðin ár höfum við svo fengið að eyða enn meiri tíma saman og eiga ótrúlega mikið af dýrmætum stundum. Óteljandi eru stundirnar sem ég kom út á Nes til ykkar afa og við gerðum saman æfingar. Snérum upp á ökkla og úlnliði, teygðum fingur niður á tær, æfðum augun og geifluðum okkur framan í hvor aðra. Ulluðum svo og frussuðum og hlógum í kór. Amma, ég lofa að ulla framan í strákana eins og þú lagðir svo oft til. Stundirnar okkar í sundlauginni voru líka æðislegar. Ég mun aldrei gleyma svipnum á afa þegar hann fann þig í pottinum eftir að hafa klárað að synda ferð- irnar sínar. „Ertu þarna stelpan mín?“ sagði hann og kyssti þig á kinnina. Hann tæplega 98 ára og þú 94, búin að vera saman í 74 ár. Ég trúi því að hann hafi tekið eins á móti þér þegar þú kvaddir okk- ur. Ég lofa og veit, amma mín að ég mun hugsa til þín í hvert sinn sem ég kem út í ferskt morgunloftið og dreg djúpt andann. Ég mun hugsa til þín þegar ég finn lyktina af Ni- vea kremi, þegar ég fer í Sundlaug Seltjarnarness, þegar ég bý til ömmukökur og marmelaði, þegar ég legg ömmukapal og þegar ég fæ mér tópas. Ég mun hugsa til þín allt til enda, elsku amma mín við svo ótal mörg tilefni. Þú ert mér svo mikilvæg og dýrmæt og ég er svo óendanlega þakklát fyrir tímann okkar saman. Þú hefur alltaf stutt mig og hvatt af fullum dáð og sýnir myndin okkar það einna best. Takk elsku amma, þú yndislega kona. Ég trúi því að þér hafi orðið að ósk þinni og þú fáir nú að vaka yfir okkur. Fallegri og betri engil gæti ég ekki hugsað mér. Ég veit að þú og afi eruð nú sameinuð á ný og munuð leiða mig áfram í þessu lífi. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Takk fyrir allt amma, fyrir að vera mín vinkona, fyrirmynd og hetja. Ég elska þig amma mín og geymi í hjarta mínu, alltaf. Þín, Þóra. ✝ SigurðurHólm Þórð- arson fæddist á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði 22. júlí 1923. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Graf- arvogi 31. júlí 2014. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir, f. í Flatey á Breiðafirði 17. sept- ember 1895, d. 28. mars 1985 og Þórður Jónsson, fæddur í Hlíð í Skíðadal 12. desember 1897, d. 27. apríl 1988. Systk- ini Sigurðar Hólm eru Jón, f. 1921, Ármann, f. 1929, María Sigríður, f. 1931, Eysteinn Gísli, f. 1934, d. 2010, og Svan- berg Jóhann, f. 1938. Þann 24. mars árið 1945 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Tómasdóttur, f. 21. janúar 1926. Guðrún er nú búsett á Eir, áður í Árskógum 8. For- Sóley, f. 17. febrúar 1954. Börn hennar eru: a) Sigurður Hólm Gunnarsson, unnusta Ragnheiður Lára Guðrún- ardóttir. b. Birgir Orri Helga- son. b) Haraldur Ingi Gunn- arsson. b. Rúna, Óliver Ingi. Ungur að árum hafði Sig- urður mikinn áhuga á skíða- íþróttum og svifflugi. Sigurður var um tíma einn af betri skíðamönnum landsins og varð meðal annars Íslandsmeistari í skíðastökki árið 1948. Sigurður hóf nám í vélsmíði sem lærlingur í Vélsmiðjunni Odda á Akureyri árið 1940 og fékk sveinsbréf í nóvember 1944. Sigurður varð að lokum meistari í vélsmíði í desember 1958. Sigurður stofnaði síðar vélsmiðjur sem voru meðal annars til húsa í Dugguvogi og Súðarvogi. Vélsmiðja Sigurðar H. Þórðarsonar var lengi vel að Skemmuvegi í Kópavogi og naut Sigurður mikillar virð- ingar fyrir hugvit sit og vand- virkni. Að lokum keypti Marel vélsmiðjuna á tíunda áratugn- um og vann Sigurður í Marel þar til hann fór á eftirlaun. Sigurður verður jarðsung- inn frá Guðríðarkirkju í Graf- arholti í dag, 6. ágúst 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. eldrar Guðrúnar voru Sigurlaug Sóley Sveinsdóttir, f. 12. júní 1904, d. 21. október 1998 og Tómas Hall- grímur Krist- jánsson, f. 10. júlí 1902, d. 24. mars 1959. Sigurður og Guðrún eiga tvær dætur. 1) Guðrún Erla, f. 27. mars 1944. Börn hennar eru: a) Ynja Sigrún Ísey Pálsdóttir, sam- býlismaður Ingi Pétur Ingi- mundarson. b. Ottó Marinó, sonur Ottós er Marinó Leví. Sólon Kolbeinn, Jasmín Erla, Kristall Máni. b) Ágústa Harpa Kolbeinsdóttir b. Harpa Rún, sonur Hörpu er Kristófer Jón. Árni Elvar. Sambýlismaður Ágústu er Gísli Hauksson. c) Sigurður Heimir Kolbeinsson. b. Díana Sól, Sigurður Ey- steinn, Elín Perla, d) Þorsteinn Örn Kolbeinsson, sambýlis- kona Hallfríður Þ. G. Beck. 2) Yndislegi pabbi, afi og langafi. Það hefur verið yndislegt að vera í lífi þínu. Þið hjónin hafið gefið okkur svo mikla ást, gleði og um- hyggju. Nú þegar þú hefur kvatt hellast yfir okkur minningar um allar dásamlegu stundirnar sem við áttum saman. Þegar við flettum í gegnum gömul myndalbúm má sjá þig á skíðum, í vinnugallanum eða sem hrók alls fagnaðar með gítarinn við hönd. Þér fannst alltaf gaman að syngja og jóðla og gerðir það gjarnan til að skemmta okkur hinum og sjálfum þér. Þið hjón- um áttuð stóran og góðan vina- hóp og oft var glatt á hjalla þegar vinahópurinn hittist. Þú varst sannarlega líka höfuð fjölskyld- unnar. Trausti og skilningsríki maðurinn sem allir leituðu til, elskuðu og dáðu. Þegar aldurinn fór að færast yfir þig og þú varst orðinn svolít- ið gleyminn gleymdir þú aldrei gleðinni og hélst uppi stuðinu fyrir starfsfólk og aðra vistmenn á Eir þar sem þú bjóst síðustu árin. Síðastliðið ár var svolítið erfitt. Þú varst oft veikur og las- burða og erfiðara var að ná sam- bandi við þig. En þegar við fjöl- skyldan heimsóttum þig og fórum með þig út í vorsólina sem skein í maí lifnaði þú við og söngst og jóðlaðir. Það var skemmtileg stund. Þrátt fyrir erfið veikindi varstu alltaf sami hlýi og góði maðurinn. Við höfum verið afskaplega lánsöm að eiga þig að í gegnum árin. Við höfum lært svo ótal margt af þér. Bæði af visku þinni og umhyggju fyrir öllum. Við vitum að guð, kærleikur- inn og friðurinn mun fylgja þér alla tíð og við erum fullviss um að hvert sem þú ferð verður tekið vel á móti þér. Ljúfi faðir! Ljósið bjarta! Loga þú í hverju hjarta. Veittu oss drottinn visku þína, vináttu lát aldrei dvína. Kærleiksþeli kyntu undir, kenndu okkur allar stundir, ljúfi guð að líkna og græða, láta sárin aldrei blæða. Sannleiksþráin sé oss iðja, svo vér megum ætíð biðja, þig ljúfi guð um líkn og þrótt. Kærleikskveðja, Sóley, Haraldur Ingi, Rúna og Óliver Ingi. Afi minn, nafni og mín helsta fyrirmynd hefur nú kvatt þennan heim. Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um Sigga afa og hversu mikil áhrif hann hefur haft á mig. Þegar ég var lítill var ég svo heppinn að fá að búa um tíma ásamt mömmu minni heima hjá ömmu Gunnu og afa Sigga á Háaleitisbrautinni. Þá var gott að vakna snemma og skríða uppí til ömmu og afa og kúra aðeins lengur. Ég kallaði afa Sigga stundum „afapabba“ því hann tók mikinn þátt í uppeldi mínu og í að móta mig sem einstakling. Ég var heppinn að fá að búa með þeim sem barn því þá mynduðust sterk tengsl milli mín og ömmu og afa. Tengsl sem verða ekki rofin. Afi minn var í senn trúaður og mikill siðfræðingur. Hann kenndi mér mikilvægi þess að vera góð- ur við annað fólk, að sýna öllum virðingu og dæma ekki. Þann boðskap má sjá í einu af mörgum fallegu ljóðum sem afi samdi: Í blíðu og stríðu best það er, að bræðralags allir njóti. Ef reynist einhver reiður þér, þá reynist honum vel í móti. Í öðru ljóði segir hann: Ég vil ávallt fólki gera greiða, en að ganga á hlut þess tel ég fjærri mér. Því mun ég þetta frá mér láta leiða, læt það fara eins og komið er.“ Afi var auðmjúkur, reyndist alltaf vel í móti og var alltaf til í að gera öllum greiða. Eftir því sem ég varð eldri urðu tengsl okkar afa dýpri. Þeg- ar ég komst á unglingsaldur leit- aði ég oft til afa. Ég gat rætt allt við afa og oftast gat hann gefið mér góð ráð og alltaf umhyggju og skilning. Síðar á lífsleiðinni áttum við svo mörg skemmtileg samtöl um lífið og tilveruna, ást- ina, trúna og í raun allt milli him- ins og jarðar. Við vorum ekki alltaf sammála en þessar heim- spekilegu umræður höfðu mikil áhrif á mig. Forvitni mín og áhugi á trúarbrögðum, heim- speki og mannlegum samskipt- um má rekja til þessara samtala. Efalaust að einhvern tíma almenningur skilja kann, að lífið það er tákn hvers tíma og tilveran er lífsins glíma í ljósi sannleikans.“ Afi var, eins og ég þekkti hann, mjúkur maður. Aldrei feiminn við að sýna tilfinningar sínar, tjá ást og umhyggju og jafnvel fella tár. Ég er ansi hræddur um að þessi tilfinninga- semi hafi smitast til mín og fyrir það er ég líka þakklátur. Afi kenndi mér að það er í lagi að vera svolítið væminn. Amma og afi hefðu fagnað 70 ára brúðkaupsafmæli sínu 24. mars næstkomandi. Það var ynd- islegt að upplifa ástríkt samband afa Sigga og ömmu Gunnu. Ást þeirra var sönn og fátt er betra en að eiga ást sem er endurgold- in svo ég vitni aftur í afa: Ekkert betra ég álít hér einum góðum manni en eiga ást sem annar ber og endurgjalda með sanni. Afi minn Siggi lét gott af sér leiða, bætti líf þeirra sem á vegi hans urðu og var gleðigjafi allt til endaloka. Vertu sæll, afi minn. Ég syrgi þig en góðu minningarnar og þakklætið eru sorginni yfirsterk- ari. Þú hefur markað líf mitt sem og fjölda annarra og sá sem auðgar líf annarra hefur vissu- lega lifað góðu og þýðingarmiklu lífi. Takk fyrir samveruna, skiln- inginn, gleðina og umhyggjuna. Sigurður Hólm Gunnarsson. Komdu sæll og blessaður elsku drengurinn minn. Þannig ávarpaði Sigurður Hólm mig gjarnan. Þetta var fal- leg kveðja og ljúf sem mér þótti alltaf vænt um og mér fannst hún lýsa hans góðu bróðurhugsun og í reynd okkar góðu samskiptum. Við Sigurður Hólm kynntumst í Oddfellow-stúkunni Ingólfi í upphafi árs 1995 og vorum því stúkubræður í nærfellt 20 ár. Þá þegar var hann búinn að vera starfandi í Ingólfi frá 1966, í hátt í 30 ár. Þegar ég hóf mína vegferð í Ingólfi kynntist ég mörgum góð- um og vönduðum mönnum og var Sigurður Hólm sannarlega einn þeirra. Þegar ég hafði verið aðeins fá ár í stúkunni tók ég að mér starf innan hennar, starf sem ég vissi að Sigurður hafði sinnt áður í mörg ár við góðan orðstír. Það var alltaf sérlega gott og í reynd tilhlökkunarefni að fá um- sögn hans og mat um hvernig til hefði tekist. Ekki var síðra að leita til hans um frekari fróðleik og reynslu. Sigurður var mjög minnugur maður og glöggur og var vilji hans til að miðla óþrjót- andi, allt var það sem hann sagði byggt á hans djúpstæðu þekk- ingu. Að leiðarlokum kemur upp í hugann heimsókn til þeirra hjóna Sigurðar og Guðrúnar að Ár- skógum 8. Þá var talsvert af hon- um dregið en viðmótið og síkvik- ur áhugi hans á mikilvægi Oddfellow-starfsins alveg skýr, og við áttum þar langt og gott samtal á heimili hans og Guðrún- ar, hans góðu konu. Kæri vinur og bróðir, það var gott og uppbyggilegt að eiga þig að í samferð okkar í Oddfellow- starfinu. Það var gott að sækja til þín fróðleik og þú sýndir alltaf mikinn hlýhug og ljúfmennsku. Blessuð sé minning þín. Megi Guð styrkja Guðrúnu eiginkonu þína og alla ykkar að- standendur. Henry Þór Gränz. Sigurður Hólm Þórðarson Lára Sam- úelsdóttir var myndlistarkennari og leirlistakona til margra ára. Hún var góður og mætur félagi okk- ar í Leirlistafélagi Íslands. Hún sat í stjórn félagsins á árunum 1995-1998 sem gjaldkeri. Í Leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands kom fram mikil natni og gaumgæfni yfir hverju formi sem hún Lára Kristín Samúelsdóttir ✝ Lára KristínSamúelsdóttir fæddist 25. mars 1935. Hún lést 23. júlí 2014. Útför Láru fór fram 5. ágúst 2014. skapaði. Tíminn var nýttur til hins ýtrasta við rann- sóknir til að ná rétta glerungnum með réttum lit og áferð. Svo kom fram ríkuleg skap- andi hugsun og hvernig hún kunni að meta þegar óvænt útkoman úr leirbrennsluofnin- um setti punktinn yfir i-ið. Leirinn, þetta náttúrulega efni, tók völdin á óvæntan og stór- kostlegan hátt. Ógleymanlegir eru tekatlarn- ir hennar fimm, sem hún vann sem útskriftarverkefni. Sterk form og vel ígrundaðir bláir glerungar sem hæfðu hverju formi. Ef til vill svolítið eins og hún sjálf; sterk persóna með glampandi himinbláma í aug- unum. Að ganga inn í vinnustofuna hennar í kjallaranum á Draga- veginum var eins og að ganga inn í uppstillingu þó hún væri á fullu að vinna. Öllu raðað upp á listrænan hátt, hlutum, verk- færum, ílátum, meira að segja glerungadollunum! Lára var nett og kvik í hreyfingum með sérlega smit- andi hlátur og gott skap. Hún hafði góða nærveru í leik og starfi. Við minnumst hennar með virðingu og söknuði. Við sendum eiginmanni hennar, Stefáni Þórarinssyni, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Leirlistarfélags Íslands, Ingunn Erna Stefánsdóttir, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.