Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 32

Morgunblaðið - 07.08.2014, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2014 Jersey Boys Jersey Boys í leikstjórn Clints Eastwood er byggð á samnefndum söngleik og sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Myndin fjallar um glímu þeirra við jafnt já- kvæðar sem og neikvæðar afleið- ingar frægðarinnar. Meðal þekkt- ustu laga sveitarinnar eru „Big Girls Don’t Cry“, „Walk Like a Man“, „Working My Way Back to You“, „Can’t Take My Eyes off You“, „December 1963 (Oh, What a Night)“, „Rag Doll“ og „Bye Bye Baby“. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway árið 2005 og hlaut m.a. fern Tony-verðlaun. Í framhaldinu hefur hann ratað á svið m.a. á West End í London, Hollandi, Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Singa- pore við miklar vinsældir. Hand- ritið skrifuðu þeir Marshall Brick- man og Rick Elice. Flestir leikarar myndarinnar höfðu áður tekið þátt í leikhúsuppfærslu söngleiksins, þar á meðal John Lloyd Young sem fór með hlutverk Frankie Valli, for- söngvara sveitarinnar, á Broad- way. Í öðrum aðalhlutverkum eru Christopher Walken, Erich Bergen, Michael Lomenda og Vincent Pi- azza. IMDb: 7,3 Rotten Tomatoes: 54% Metacritic: 54/100 Lucy Það hefur verið sagt að maðurinn noti í raun ekki nema um 10% af heilanum sem aftur hefur leitt að þeirri spurningu hvað myndi gerast ef menn gætu nýtt heilann 100%? Segja má að þetta sé grunnur sög- unnar í Lucy, nýjustu mynd Lucs Besson sem bæði leikstýrir og skrif- ar handritið. Lucy er ung kona sem gengur í gildru glæpamanna og er byrlað sterkt svefnlyf. Þegar hún rankar við sér hafa glæpamennirnir komið fyrir í iðrum hennar eiturlyfjum og neyða hana til að smygla þeim fyrir sig á milli landa. Þegar á áfanga- stað er komið er Lucy hins vegar misþyrmt með þeim afleiðingum að eitt hylkið inni í henni springur og eiturlyfið lekur út í blóðið. Þetta hefði átt að verða bani Lucyar en þess í stað gefur lyfið henni aukinn og óvæntan kraft þannig að hugar- orka hennar byrjar að hækka upp úr öllu valdi og skapar henni hæfi- leika umfram allt sem mannlegt er. Með titilhlutverkið fer Scarlett Jo- hansson, en Morgan Freeman leik- ur hlutverk vísindamanns. Í öðrum aðalhlutverkum eru danski leik- arinn Pilou Asbæk, Analeigh Tip- ton, Min-sik Choi og Amr Waked. IMDb: 6,6 Rotten Tomatoes: 62% Metacritic: 61/100 Fading Gigolo Rómantíska gamanmyndin Fading Gigolo fjallar um blómasalann Fio- ravante sem fer óvenjulegar leiðir til að aðstoða vin sinn Murray í fjár- hagsvandræðum þess síðarnefnda. John Turturro fer með hlutverk hins lítilláta og tiltölulega hlé- dræga blómasala í New York en vininn síblanka leikur Woody Allen. Murray leitar til Fioravante og bið- ur hann að sænga hjá konu fyrir sína hönd gegn hárri greiðslu, en Murray bráðvantar peningana. Fio- ravante er efins um að hann sé rétti maðurinn í hlutverkið, en slær til fyrir vin sinn. Þegar í ljós kemur að Fioravante er fyrirtaks elskhugi sér Murray möguleika á að afla sér mun meira fjár út á vin sinn. Málin vandast hins vegar þegar Fiorav- ante verður ástfanginn af einum viðskiptavininum, hinni einmana ekkju Avigail sem Vanessa Paradis leikur. Fading Gigolo er fimmta mynd Johns Turturro sem leikstjóra, en hann skrifaði handritið sjálfur. Í aðalhlutverkum eru Sharon Stone, Sofía Vergara og Liev Schreiber. IMDb: 6,3 Rotten Tomatoes: 54% Metacritic: 58/100 Bíófrumsýningar Söngstjörnur og öflug hugarorka Til að sanna mannlegan styrk sinn og guðlegan mátt þarf Herkúles að leysa hinar tólf þrautir sem við fyrstu sýn virðast ekki á færi nokkurs að leysa. Metacritic 47/100 IMDB 6.7/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 20:00, 22:10 Sambíóin Egilshöll 17:40, 20:00, 22:20 Sambíóin Kringlunni 22:30 Sambíóin Akureyri 22:10 Sambíóin Keflavík 22:10 Laugarásbíó 20:00, 22:10 Hercules 12 Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örstækk- andi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Metacritic 79/100 IMDB 8.6/10 Smárabíó 20:00 3D, 22:45 3D Laugarásbíó 22:10 3D Háskólabíó 22:15 3D Borgarbíó Akureyri 22:00 3D Dawn of the planet of the apes 14 Jay og Annie hafa verið gift í ára- tug og eiga tvö börn. Eins og gengur hefur kynlífið setið á hak- anum í dagsins önn svo þau ákveða að taka upp kynlífs- myndband sem fer óvart í al- menna umferð. Metacritic 36/100 IMDB 4.9/10 Laugarásbíó 20:00 Smárabíó 20:00, 22:10 Háskólabíó 17:40, 20:00, 22:10 Borgarbíó Akureyri 18:00, 20:00 Sex Tape 14 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Guardians of the Galaxy 12 Metacritic 75/100 IMDB 9.0/10 Sambíón Álfabakka 15:00 (VIP), 15:00 3D, 15:30, 17:30 (VIP), 17:30 3D, 20:00 (VIP), 20:00 3D, 22:40, 22:40 (VIP), 22:40 3D Sambíóin Kringlunni 17:00 3D, 17:30, 19:30 3D, 20:00, 22:00 3D, 22:30 Sambíóin Egilshöll 17:20 3D, 19:00, 20:00 3D, 21:30, 22:40 3D Sambíóin Akureyri 17:30 3D, 20:00 3D, 22:30 3D Sambíóin Keflavík 20:00 3D, 22:40 3D Smárabíó 15:10 3D, 17:00 3D, 17:00 3D (LÚX), 20:00 3D, 20:00 3D (LÚX), 22:40 3D Lucy 16 Lucy er ung kona sem geng- ur í gildru glæpamanna og er byrlað sterkt svefnlyf. Þegar hún rankar við sér hafa glæpamennirnir komið fyrir í iðrum hennar eiturlyfjum og neyða hana til að smygla þeim fyrir sig á milli landa. Metacritc 61/100 IMDB 6.6/10 Sambíóin Álfabakka 18:00, 20:00, 22:10 Sambíóin Keflavík 20:00 Borgarbíó Akureyri 20:00, 22:00 Smárabíó 15:10, 17:40, 20:00, 22:10, 22:40 (LÚX) Háskólabíó 17:50, 20:00, 22:10 Laugarásbíó 18:00, 20:00, 22:00 (POW) Nikulás í sumarfríi Nikulást litli í sumarfríi er önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulás litla. Myndirnar eru gerðar eftir heims- þekktum barnabókum Renés Coscinny og Jeans-Jacques Sempé um Nikulás litla. IMDB 5.8/10 Laugarásbíó 15:50 Borgarbíó Akureyri 18:00 Háskólabíó 17:45, 20:00 Chef 12 Þegar kokkur er rekinn úr vinnunni bregður hann á það ráð að stofna eigin matsölu í gömlum húsbíl. Metacritic 68/100 IMDB 7.8/10 Sambíóin Álfabakka 17:40, 20:00, 22:10 Sambíóin Kringlunni 17:30 Sambíóin Akureyri 20:00 Tammy12 Metacritic 39/100 IMDB 4.6/10 Sambíóin Álfabakka 20:00 Sambíóin Egilshöll 17:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50 Transformers: Age of Extinction Age of Extinction hefst fjór- um árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wa- hlberg fer með hlutverk ein- stæðs föður sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Metacritic 32/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Egilshöll 22:10 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Smárabíó 17:20 Háskólabíó 17:20, 20:00 Eldjall Mbl. bbbbm IMDB 7.2/10 Bíó Paradís 22:00 Tarzan IMDB 4.7/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50 Monica Z Mbl. bbbbn IMDB 7.1/10 Bíó Paradís 17: 50 Hross í Oss Mbl. bbbbn IMDB 7.3/10 Bíó Paradís 18:00 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Laugarásbíó 17:00 Háskólabíó 22:40 Að temja drekann sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 17:00 Smárabíó 15:30, 17:45 Maleficent Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landamær- um konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15:40 Monty Python Bíó Paradís 20:00 Only in New York Bíó Paradís 18:00 Fjallar um Arafat Sulliman, araba á fertugsaldri sem býr hjá foreldrum sínum í New York. Clip Bíó Paradís 20:00 The Gambler Bíó Paradís 22:00 Heima IMDB 8.6/10 Bíó Paradís 20:00 Kvikmyndir bíóhúsanna HEILSA OG LÍFSTÍLL SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. ágúst Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu haustið 2014. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um heilsu og lífstíl föstudaginn 22. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.