Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg Tignarlegt Það var engin smásmíði, skipið sem sigldi inn í Reykjavíkurhöfn í gær eftir 12.200 sjómílna ferðalag frá Kína. Lagarfoss tekur 875 gámaeiningar og er 140,7 metrar á lengd. SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Margmenni var á miðbakka í Reykjavíkurhöfn í gær þegar Lag- arfoss, nýjasta skip Eimskipafélags- ins, kom til heimahafnar í fyrsta skipti. Lúðrasveit Reykjavíkur lék lagið Ísland ögrum skorið þegar Guðmundur Haraldsson, skipstjóri Lagarfoss, gekk frá borði en tæp- lega þrír mánuðir eru liðnir frá því að hann hélt utan til Kína að sækja skipið. Eftir að séra Pálmi Matt- híasson, sóknarprestur í Bústaða- kirkju, hafði blessað skipið var kom- ið að Hildi Hauksdóttur að nefna skipið. „Ég nefni þig Lagarfoss, megi gæfan fylgja þér og áhöfn þinni, yfir hafið og heim,“ sagði Hildur og brotnaði flaskan á skipinu nokkrum sekúndum síðar. Eiginmaður Hild- ar, Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skipafélagsins, flutti þá ávarp þar sem hann sagði m.a. að með tilkomu skipsins væri betur búið að helstu útflutningsvegum þjóðarinnar. „Með því að tryggja meiri hraða, ör- yggi og áreiðanleika í því að koma afurðum Íslendinga örugglega á markað,“ sagði Gylfi. Lagarfoss mun leysa Selfoss af á gulu leiðinni milli Grundartanga, Reykjavíkur og Vestmannaeyja, Þórshafnar í Færeyjum, Imm- ingham í Bretlandi, Hamborgar og Rotterdam. Gylfi segir skipið henta vel til siglinga á þessari leið. „Mikill fiskur, bæði laxinn í Færeyjum og ferskur fiskur hér heima. Það skipt- ir öllu máli að við getum verið með aflmiklar vélar. Skipið gengur hrað- ar og getur borið meira. Áreið- anleiki þjónustunnar verður því enn meiri en hann hefur verið,“ segir Gylfi um Lagarfoss sem er sjöunda skipið í sögu Eimskipafélagsins sem ber nafnið. Hann segir nafngiftina ekki úr lausu lofti gripna. „Lagarfoss var þriðja skipið sem Eimskip eignaðist og mest notaða nafnið í sögunni,“ segir Gylfi og bætir við að hjátrúin sé einnig sterk þegar kemur að nafngiftum. „Lagarfoss hefur verið farsæll og þetta er þjált fyrir menn í sigling- unni,“ segir Gylfi og ber fram Lag- arfoss með erlendum hreim. Í kjöl- farið bregður hann á leik og gerir heiðarlega tilraun til þess að bera fram Eyjafjallajökull með sama hreim, sem að vonum gekk ekki eins vel, til þess að undirstrika það. Lagarfoss I var í eigu Eimskipa- félagsins frá 1917 til 1949. Eimskip rekur 51 starfsstöð í 19 löndum og er með 16 skip í rekstri, þar af eru 12 skip í eigu félagsins en fjögur eru leiguskip. „Þetta var fyrsta skrefið í end- urnýjun flota okkar og við erum með annað eins skip núna í smíðum í Kína,“ segir Gylfi en það skip er væntanlegt í lok næsta árs. Vígvarið hluta leiðarinnar Þegar talið berst að ferðalaginu frá Kína til Íslands, en leiðin var 12.200 sjómílur að lengd, segir Gylfi að það megi fyrst núna brosa yfir því að þegar Lagarfoss sigldi í gegn- um Súesskurðinn var viðbúnaður nokkuð mikill vegna hættu á sjóráni. „Þegar skipið sigldi í gegnum Sú- esskurðinn þá fóru um borð örygg- issveitir og gaddavír var settur á hliðarnar. Það er ráðist á 250 skip á þessu svæði á ári þannig að við vor- um með vopnaða öryggisverði. Þetta var vígvarið skip á heimleiðinni,“ Lagarfoss er kominn heim  Mun tryggja meiri hraða, öryggi og áreiðanleika í því að koma afurðum Íslendinga á markað  Vopnaðir öryggisverðir og gaddavír á hliðum skipsins fyrir siglinguna í gegnum Súesskurðinn 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Haust&vetur 2014-2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Bæklingurinn er kominn út! Allt að 15.000 kr. bókuna rafslátt ur til 26. á gúst 20 14 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Viðræður milli samtaka á almenna vinnumarkaðinum hefjast um næstu mánaðamót, en núgildandi kjara- samningar renna úr gildi í febrúar á næsta ári. Í desember sl. var undir- ritaður kjarasamningur til eins árs, sem kvað á um 2,8% launahækkun. Þá var ákveðið að komið yrði á fót viðræðuáætlun sem unnið yrði eftir með tímasettum markmiðum um framvindu við gerð nýs langtíma kjarasamnings. Aðildarsamtök ASÍ lögðu upp með samningnum að halda verðbólgu niðri og tryggja stöðugleika. Ýmsir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar telja eins og fram hefur komið að kjarasamningar kennara hafi grafið undan samkomulaginu, sem að þeirra mati krefst þátttöku allra atvinnu- stétta. Býst við mikilli ólgu í vetur „Í ljós kom að ekki væri sátt á vinnumarkaði um að halda verðbólgu niðri. Gerðir voru samningar, t.d. kjarasamningar kennara, sem eru í verulegum atriðum með öðrum hætti en sú stefna í kjaraviðræðum sem ASÍ lagði upp með. Við sáum meiri ólgu á vinnumarkaði í ár en við höfum séð í áratugi og ólgan mun ekkert minnka í vetur,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Þá gagnrýnir Gylfi hækkandi laun æðstu stjórnenda fyrirtækja. „Ef menn vilja hafa misskiptinguna í fyrir- rúmi munum við ekki semja um stöð- ugleika, heldur taka það sem við telj- um að okkur beri og hvetja félagsmenn til að beita því afli sem verkalýðshreyfingin býr yfir. Þá getur einhver annar haft áhyggjur af stöð- ugleika. Meira er til skiptanna en hef- ur verið látið í veðri vaka og okkar hlutverk er að sjá til þess að okkar fé- lagsmenn fái réttmæta hlutdeild í því.“ Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, telur að fjárlagafrumvarpið eigi eftir að hafa áhrif á viðræðurnar. „Fjárlagafrumvarpið á eftir að líta dagsins ljós en við höfum áhyggjur af því að gjöld og skattar muni hækka, því einhvers staðar verður ríkið að finna tekjur til að geta greitt fyrir kjarasamningana sem það hefur gert á síðastliðnu ári. Svo þurfa sveitar- félögin líka að hafa efni á að greiða þessi hærri laun kennara, en þau eru umfram þau laun sem samið var um á hinum almenna markaði. Allt bendir til þess að samningaviðræðurnar verði ekki auðveldar.“ Verkalýðshreyfingin býr sig undir harðan vetur  Forystumenn innan Alþýðusambands Íslands óttast hærri skatta Lagarfoss tekur 875 gámaein- ingar og er burðargeta skipsins 12.200 tonn. Það er 140,7 metr- ar á lengd og 23,2 metrar á breidd. Tveir 45 tonna gámakr- anar eru á skipinu sem hentar vel á markaðssvæði Eimskips á Norður-Atlantshafi, m.a. í Vest- mannaeyjum og á Grund- artanga. Rekstrarkostnaður á hverja gámaeiningu er lægri en á Sel- fossi og Brúarfossi þar sem vél- in er bæði öflugri og sparneyt- nari en í gömlu skipunum og skipið tekur fleiri gáma. Hver gámur kostar minna ÖFLUGRI OG SPARNEYTN- ARI VÉL Í LAGARFOSSI Vígvarið Ráðstafanir voru gerðar fyrir siglinguna í gegnum Súesskurðinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Athöfn Hildur Hauksdóttir, eiginkona Gylfa Sigfússonar forstjóra, nefndi skipið Lagarfoss við hátíðlega athöfn á miðbakka í Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.