Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Hlý r og not aleg ur Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Gæða ullarfatnaður á alla fjölskylduna frábært verð Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sprengistjörnur og gammablossar eru rannsóknarefni bandaríska stjarneðlisfræðingsins Zacks Cano sem starfar við Stjarneðlis- og heims- fræðimiðstöð Háskóla Íslands. Rann- sóknir sem hann vinnur nú að gætu getið af sér nýja mælistiku til að mæla vegalengdir í alheiminum. Hingað til hafa stjarnvísindamenn notað fyrirbæri með þekkt reynd- arbirtustig til þess að mæla fjarlægð- ina til þeirra út frá því hversu björt þau sýnast frá jörðinni. Slík fyrirbæri eru þekkt sem staðalkerti. Sprengi- stjörnur eru einhver björtustu fyr- irbærin í alheiminum og hafa vís- indamenn notað tiltekna gerð af þeim, IA, sem staðalkerti. „Segjum að þú haldir á 60W ljósa- peru. Þú veist hversu björt hún er og getur mælt hversu björt hún virðist rétt hjá þér. Ef þú færir peruna hundrað metra í burtu virðist hún daufari en þú getur mælt hversu langt hún er í burtu vegna þess að þú veist hversu björt hún er í raun,“ seg- ir Cano til útskýringar þess hvernig staðalkertin eru notuð í heimsfræð- inni. Til marks um hversu veigamikil uppgötvunin á staðalkertunum var upphaflega þá fengu vísindamenn- irnir sem notuðu sprengistjörnu af gerðinni IA sem staðalkerti til að mæla sívaxandi útþenslu alheimsins Nóbelsverðlaunin fyrir hana. „Ég er ekki með neitt slíkt í huga en þetta sýnir hversu mikilvæg ný tegund staðalkerta er, sérstaklega þegar menn reyna að grafast fyrir um eðli alheimsins,“ segir hann. Cano segir að hópurinn sem hann vinni með í HÍ eyði miklum tíma í rannsóknir á svonefndum gamma- blossum. Það eru orkumestu spreng- ingar alheimsins og eiga þær sér stað í gríðarlega öflugum sprengistjörn- um. Hrina gammageisla er fyrsta merkið um öflugar sprengistjörnur og gera rannsóknir á þeim vís- indamönnum kleift að staðsetja þær á himinum, að sögn Cano. Þannig er hægt að rannsaka sprengistjörn- urnar frá upphafi til enda. „Það sem ég er að gera er að fylgj- ast með sprengistjörnum og reyna að mæla eiginleika þeirra; sýndarbirtu og hversu langan tíma það tekur fyrir þær að ná hámarksbirtustigi og dofna svo aftur. Ég fann fylgni á milli birtu- stigs sprengistjarna og hversu lang- an tíma tekur fyrir þær að dofna. Við getum reiknað út hversu björt þessi tegund sprengistjarna sem við tengj- um við gammablossa á að vera og get- um þá notað það sem mælistiku til að finna út hversu langt sú stjarna var frá okkur þegar hún sprakk,“ segir Cano sem vinnur að tveimur greinum um rannsóknir sínar. Þær verða að líkindum báðar birtar á þessu ári í vísindatímaritum. Framundan eru frekari rannsóknir til að sýna fram á með óyggjandi hætti að hægt sé að nota gamma- blossa sprengistjarna til að finna ný staðalkerti. Til þess mun Cano þurfa aðgang að sjónaukum, bæði á landi og á braut um jörðu en mikil samkeppni er um slíkan aðgang. Cano segir gott að vinna að rann- sóknum sem þessum hér á landi en hann lauk doktorsgráðu sinni í Liver- pool á Englandi og hóf störf við Há- skóla Íslands að því loknu. Tengsl Háskólans hér við Norræna stjörnu- sjónaukann eru sérstaklega gagnleg fyrir rannsóknir á gammablossum. „Mikið af athugununum sem rann- sóknirnar byggjast á kom frá Nor- ræna stjörnusjónaukanum. Ísland er gott fyrir rannsóknir og aðgang að gögnum,“ segir Cano. Gæti tendrað ný mikilvæg staðalkerti  Bandarískur stjarneðlisfræðingur við HÍ rannsakar sprengistjörnur  Aðstæður til rannsókna góðar á Íslandi Morgunblaðið/Þórður Stjarneðlisfræðingur Bandaríkjamaðurinn Zack Cano vinnur að rann- sóknum og starfar við Stjarneðlis- og heimsfræðimiðstöð Háskóla Íslands. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Talsvert hefur borið á utanvega- akstri að undanförnu og fær lögregl- an á Hvolsvelli t.a.m. nokkrar ábendingar um slíkt í hverri viku. Þeir sem staðnir eru að akstri utan vega hljóta sekt fyrir, en hún hleyp- ur iðulega á hundruðum þúsunda og getur náð allt að 500 þúsund krón- um. Í lögum um náttúruvernd nr. 44/ 1999 segir í 17. grein um akstur utan vega að bannað sé „að aka vélknún- um ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jökl- um, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin“. Nýverið barst Morgunblaðinu ábending frá vegfaranda sem velti því upp hvort það teldist til utan- vegaaksturs þegar tvær bifreiðar mætast á þröngum vegi og önnur eða báðar þurfa að keyra út fyrir veginn til þess að halda umferð gangandi. Gæta þarf að umhverfinu Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri á sviði náttúru hjá Umhverfisstofn- un, segir ökumenn ekki eiga von á sekt víki þeir upp í kant. „Ef öku- menn þurfa að fara upp úr veginum til þess að geta mætt öðrum bíl er það í lagi,“ segir hann og bendir á að ökumenn verði þó að taka tillit til að- stæðna og umhverfis hverju sinni svo koma megi í veg fyrir óaftur- kræf umhverfisspjöll. „Þegar lögreglan er að sekta öku- menn þarf hún að vera viss um að viðkomandi sé ekki að keyra á veg- slóða og að engin ummerki séu um annan akstur. Til þess að verða sekt- aðir þurfa menn því að vera komnir algerlega út fyrir greinilegan veg,“ segir Ólafur Arnar. Spurður hvort heimilt sé að leggja biluðu ökutæki utan vegar kveður hann já við. „Ef bíllinn bilar og viðkomandi bregður á það ráð að fara út í vegkantinn eða jafnvel út fyrir sýnilegan veg verður viðkomandi ekki sektaður svo fram- arlega sem umhverfi er virt.“ Ökumenn virði umhverfið  Heimilt er að víkja upp í vegkant þeg- ar mæta þarf umferð á þröngum vegum Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanvegaakstur Þeir sem staðnir eru að akstri utan vega hljóta sekt fyrir. Veruleg umsvif hafa verið á Hólma- vík að undanförnu vegna makríl- veiða, en fiskurinn hefur í tals- verðum mæli gengið inn á Steingrímsfjörð. Fyrir botni fjarð- arins hafa bátar verið nánast uppi í landsteinum og vakið athygli veg- farenda þar. Alls 15 bátar voru á makrílmiðum á Ströndum í júlí, en um helgina voru þeir tæplega 10. Að sögn Borgars Þórarinssonar á hafnarvoginni á Hólmavík var alls 38,5 tonnum af makríl landað á besta deginum í sumar. Í fyrra var hins vegar metið alls 280 tonn, enda fiskigengd meiri þá og margir tugir báta á svæðinu. Eigi að síður eru menn ánægðir með vertíðina nú. Starfsmenn fiskmarkaðarins í þorpinu hafa séð um löndun úr bát- unum og komið aflanum áfram, en kaupendur eru m.a. í Rússlandi þar sem hefð er fyrir neyslu fituríks fiskmetis. sbs@mbl.is Makrílbátar við fjör- una í Steingrímsfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjósóknin Makríllinn er nánast uppi í flæðarmáli og þar eru bátarnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.