Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Aukablað alla þriðjudaga Karl Blöndal kbl@mbl.is Vestur-Íslendingurinn Glenn Sig- urdson hefur sent frá sér bókina Vik- ings on a Prairie Ocean eða Víkingar á úthafinu á sléttunni. Glenn miðar hátt í bókinni því hún er allt í senn, saga landnáms Íslendinga í Kanada, fjölskyldusaga og sjálfsævisaga. Út- hafið er Winnipeg-vatn þar sem fjöl- skylda hans stundaði útgerð kynslóð fram af kynslóð. Bókin er óður til for- eldra hans, Stefans og Sylviu Sig- urdson, og forfeðra. Hann lýsir út- gerðinni við vatnið, starfsemi fjölskyldufyrirtækisins, Sigurdson Fisheries eða Sig Fish, og umfangs- mikilli verktakastarfsemi. Glenn nam lögfræði og hefur unnið sem milligöngumaður, málamiðlari eða sáttasemjari í erfiðum deilum, meðal annars á milli frumbyggja í Kanada og stjórnvalda. Í bókinni lýs- ir hann því hvernig íslenskur uppruni og lífið við vatnið þar sem frum- byggjar voru jafningjar hans í upp- vextinum og samskiptin við þá urðu honum veganesti fyrir ævistarfið. Það er vitnisburður um það í hversu miklum metum hann er hjá þeim að á bókarkápu skuli Phil Fontaine, einn helsti leiðtogi þeirra, lofa bókina í há- stert. Bændur verða veiðimenn „Ég sit hér og horfi út á Winnipeg- vatn,“ segir Glenn í upphafi síma- viðtals og það er við hæfi því að þetta mikla stöðuvatn, úthafið á sléttunni, er í bók hans gangvirki tilverunnar. „Þessar slóðir eru mér hjartfólgnar því að saga bæði móður- og föðurfjöl- skyldu minnar tengist vatninu með svo djúpstæðum hætti og ég held reyndar að það eigi við um alla, sem búa hér, og jafnvel alla, sem eru af ís- lenskum uppruna í Norður-Ameríku. Vatnið hefur leikið það stórt hlutverk í að skapa vitund um sess og sjálfs- mynd.“ Glenn rifjar upp að þegar fyrstu Ís- lendingarnir komu hafi vatnið verið þeim bjargvættur. „Ég gerði mitt besta til að átta mig á sögunni og eftir því, sem ég fékk best séð, voru inn- flytjendurnir flestir sauðfjárbændur, sem komu með þá tálsýn að þeir gætu fljótt haslað sér völl hér sem bænd- ur,“ segir hann. „Í ljós kom að land, sem vaxið er lágum runnagróðri, er ekki hentugt til sauðfjárræktar. Landið í kringum Winnipeg-vatn er ekki hentugt til landbúnaðar og krefst margra ára ræktunarstarfs. Fiskurinn bjargaði þeim og sauð- fjárbændurnir urðu fiskimenn.“ Þessir menn sendu heim fréttir af velgengni sinni og á níunda áratug 19. aldar byrjuðu fólksflutningar til Kan- ada fyrir alvöru. „Þá var fólk farið að átta sig á að fiskurinn gæti skapað lífsviðurværi og hér væri kostur á að fá fótfestu í tilverunni,“ segir hann. „Þeir gerðu sér samfélag, bjuggu til hagkerfi og úr varð þjóðfélag.“ Glenn færist ekki lítið í fang og bókin spannar vítt svið. „Það má segja að ég hafi staulast áfram,“ segir hann þegar hann er spurður hvernig það hafi komið til að hann ákvað að skrifa bókina með þessum hætti. „Upphafið var einfalt. Ég vinn við að leysa flóknar deilur, sem margar tengjast útgerð og hef þurft að fara víða. Í starfi mínu hefur orðið til ein- stakur heimur. Ég tilheyri hópi manna sem hafa viðað að sér þekk- ingu og reynslu í að leysa úr flóknum deilum margra aðila, yfirleitt varð- andi notkun lands, auðlindir og um- hverfismál þar sem reynt er að skapa fólki sjálfbæra framtíð. Ég ferðast mikið, bæði innan Kanada og um all- an heim. Í stað þess að háma í mig nasl í lok langrar ferðar byrjaði ég að skrifa lýsingar á því ótrúlega fólki, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Smám saman gerði ég mér grein fyr- ir því að það varð eins og teikni- myndapersónur og það var ekki ætl- unin. Þá byrjaði ég að setja þetta fólk í samhengi og það tengdist flest út- gerðinni og fiskveiðunum. Það var vettvangur fjölskyldu minnar. Þá varð ég að setja í samhengi hvernig hún kom hingað. Á þessu stigi komst ég í samband við útgefanda sem hvatti mig til að flétta sögu mína inn í frásögnina vegna þess hvað hún er nátengd henni.“ Ný sýn opnaðist Þegar þarna var komið þurfti hann að stokka upp allt sem hann hafði skrifað. „En það merkilega var að þegar ég fór að skoða söguna með nýrri linsu opnaðist mér ný sýn og ég fór að sjá ýmislegt varðandi sögu Íslending- anna í Vesturheimi í nýju ljósi og í víðara samhengi,“ segir hann. „Þeir voru á undan sínum samtíma, en í raun kom það af sjálfu sér. Ef sam- félag á að þrífast þarf að skilja að bæði þarf sjálfstæði og samstöðu, það þarf að vinna í sátt við umhverfið til að búa til efnahagslíf. Um leið þarf einhvers konar stjórnkerfi eigi fólk að vinna saman. Þeir fóru snemma að gera hvort tveggja. Viðgangur þeirra byggðist á að vita hverjir þeir voru og þeir komu með djúpa tilfinningu fyrir þeim gildum, sem þeir höfðu með sér frá Íslandi, og læsið skipti miklu máli. Eðlisávísun þeirra sagði þeim að koma á stjórnkerfi, sem þeir gerðu með ótrúlegum hætti. Síðan gerðu þeir sér grein fyrir að án þess að byggja upp efnahagslíf voru þeir dauðadæmdir, þannig að Guði sé lof fyrir fiskinn.“ Uppgangur og fiskur Aðeins 250 manns voru eftir í ný- lendunni 1881-1882 þannig að það munaði litlu. „Íslendingar hefðu hald- ið áfram að dreifast um Ameríku, en útgerðin bjargaði þeim, fyrst með því að tryggja þeim mat fyrstu sex árin og síðan urðu þær grundvöllur við- skipta,“ segir hann. „1887 var langa- langafi minn farinn að flytja fisk í miklu magni til Bandaríkjanna, á markaðina í New York og Chicago. Hlutur Winnipeg-vatns var gríð- arlegur og borgin Winnipeg stækkaði óðum á þessum tíma. Þegar Sigurður Bjargvættur Winnipeg-vatn varð Íslendingum bjargvættur þegar þeir fluttu vestur um haf til Kanada. „Fiskurinn bjargaði þeim og sauðfjárbændur urðu fiskimenn,“ segir Glenn Sigurdson sem skrifar m.a. um landnámið í bók sinni. Víkingarnir á vatninu  Glenn Sigurdson rekur í nýrri bók sögu Íslendinga, sem fluttu vestur um haf, sögu fjölskyldu sinnar og sína eigin sögu Glenn Sigurdson Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! VEISLUSALIR SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 25. ágúst Í blaðinu geta lesendur fundið sér veislusal, veitingar, borðbúnað og blómaskreytingar fyrir öll tilefni og tækifæri. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um veislusali föstudaginn 29. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.