Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Valentína Björnsdóttir, eigandi Móður náttúru og Krúsku,fagnar fimmtugsafmæli í dag. Valentína ætlar að eyða deginum úti í sveit, en þar finnst henni best að vera. „Ég var svo heppin að alast upp á Snæfellsnesi og svo er ég mikið náttúru- barn og finnst best að vera úti í náttúrunni,“ segir hún. Deginum deili hún með Reykjavíkurborg, en henni hafi alltaf þótt mjög vænt um borgina þrátt fyrir að vera sveitastelpa. Valentína stofnaði Móður náttúru með eiginmanni sínum, Karli Eiríkssyni, fyrir 11 árum, en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á tilbúnum hollustumáltíðum og réttum. Fyrir fjórum árum keyptu þau hjónin svo veitingastaðinn Krúsku af Náttúrulækningafélaginu. Þau selja tilbúna rétti í mötuneyti, skóla og önnur veitingahús og elda meðal annars fyrir tvo grunnskóla: Landakotsskóla og Ísaks- skóla. „Við erum svolítið mikið að gefa fólki að borða,“ segir Valentína og hlær. Aðspurð segir Valentína eftirminnilegasta afmælisdaginn vera fyrir 10 árum, þegar hún varð fertug. „Ég bauð 120 manns í stóra veislu og það var æðislega gaman. Þetta var mjög eftirminnilegt og ef maður hefur kost á er mjög gaman að halda eina svona risastóra veislu á lífsleiðinni.“ Hún segir veisluna í ár ekki verða jafnstóra, þrátt fyrir að um stórafmæli sé að ræða, en henni þyki alltaf jafn- gaman að eiga afmæli. if@mbl.is Valentína Björnsdóttir er 50 ára í dag Ljósmynd/Valentína Björnsdóttir Afmælisbarn Valentínu þykir alltaf jafngaman að eiga afmæli, en af- mælisdeginum þetta árið ætlar hún að eyða í sveit með fjölskyldunni. Eyðir afmælisdeg- inum úti í sveit Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Svavar Egilsson og Berglind Ólafsdóttir voru gefin saman 18. ágúst 1995 og eiga því 19 ára brúðkaups- afmæli í dag. Brúðkaupsafmæli K jartan fæddist í Reykja- vík 18.8. 1954, ólst upp í Njörvasundinu og var í sveit hjá afa sínum og ömmu í Fremri- Langey á Breiðafirði. Kjartan var í Langholtsskóla, lauk landsprófi frá Vogaskóla, var eitt ár í MT en sneri sér þá alfarið að tónlist- arnámi sem hann stundaði í Tónskóla Sigursveins þar sem aðalhljóðfæri hans var gítar. Kjartan tók að sér tónlistar- kennslu á Bíldudal árið 1977: „Það varð afdrifarík ákvörðun því þar kynntist ég konunni minni, Svanhvíti Sigurðardóttur. Auk þess varð þetta upphafið að 22 ára tónlistarkennslu á landsbyggðinni. Ég var í tvö ár á Bíldudal, fór þá í Búðardal og tók þar að mér tónlistarkennslu og skóla- stjórn við Tónlistarskóla Dalasýslu og organleik og kórstjórn við Hjarð- arholtskirkju. Árin í Dölunum urðu 15. Síðan var ég skólastjóri og kirkjuorganisti í Ólafsvík í fimm ár. Við fluttum til Reykjavíkur 1999 og stofnuðum Tón- skóla Hörpunnar sem við höfum starfrækt síðan.“ Kjartan Eggertsson tónlistarkennari – 60 ára Fjölskyldan Kjartan og Svanhvít úti í garði, ásamt börnunum sínum, tengasonum og barnabörnunum. Músíkalski eyjajarlinn Morgunblaðið/Ómar Kennarinn Kjartan kenndi og stjórnaði tónlistarkennslu á Vesturlandi. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.