Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 14
Ljósmynd / Wikipedia - Agamitsudo (CC) Marmari Bygging fjármálaráðuneytisins í Washington. Frá 2012 hefur rík- issjóður Bandaríkjanna tekið til sín hagnað Fannie Mae og Freddie Mac. Fjárfestar voru með ólöglegum hætti hlunnfarnir um hagnað frá fasteignalánafyrirtækjunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þessu er hald- ið fram í dómsmáli sem Pershing Square Capital Managament hefur höfðað í Washington. Pershing Square er stjórnað af Bill Ackman en hann hefur verið töluvert í fréttum á árinu vegna her- ferðar sinnar gegn fæðubótarefna- framleiðandanum Herbalife. Er björgunin fullgreidd? Fannie Mae og Freddie Mac eru fasteignalánafyrirtæki stofnuð af bandarískum stjórnvöldum en skráð á hlutabréfamarkað. Bæði fyrirtæk- in þurftu á björgun að halda árið 2008 þegar bandaríski fasteigna- markaðurinn hrundi og reiddu stjórnvöld fram samtals 187,5 millj- arða dala í þeim tilgangi. Kæra Preshing Square snýr að því að árið 2012 tók bandaríska fjár- málaráðuneytið einhliða ákvörðun um að halda eftir öllum hagnaði Fan- nie Mae og Freddie Mac. Bloomberg greinir frá að fasteignalánafyrirtæk- in tvö hafi þegar fært bandaríska fjármálaráðuneytinu hærri upphæð en veitt var í björgunaraðgerðunum á sínum tíma. Í kærunni er vísað til fimmta við- auka bandarísku stjórnarskrárinnar sem leggur bann við eignarnámi stjórnvalda án þess að sanngjörn greiðsla komi í staðinn. Pershing Square er stærsti hlut- hafi Fannie Mae og Freddie Mac, með um 10% hlut í báðum fyrirtækj- unum. ai@mbl.is Pershing Square höfðar mál vegna Fannie Mae og Freddie Mac  Fjárfestingafyrirtæki Bill Ackman sakar bandaríska fjármálaráðuneytið um ólöglegt eignarnám  Ráðuneytið ákvað árið 2012 að taka allan hagnað til sín 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 Áfram heldur sýndargjaldmiðillinn Bitcoin að breiða úr sér. Wall Street Journal greinir frá því að netverslunarrisinn eBay vinni að því að geta tekið við Bitcoin- greiðslum. Nánar tiltekið er dótturfyrirtæk- ið Braintree, sem heyrir undir Pay- Pal-arm eBay, búið að eiga fundi með fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í Bitccoin sölulausnum. Braintree var stofnað árið 2007 og býður upp á sjálfvirkar greiðslu- lausnir fyrir netverslanir. Nota fyr- irtæki á borð við Uber og Airbnb hugbúnað Braintree til að taka við greiðslum. Heimildarmenn WSJ segja Bra- intree þurfa að ná samkomulagi um samstarf við Bitcoin-greiðslumiðl- ara og verði þá hægt að bæta sýnd- argjaldmiðlinum við sem greiðslu- máta í Braintree-kerfinu. Sömu heimildarmenn segja að Ebay og PayPal hyggist ekki byrja að taka við bitcoin þá þegar, en það sé bara tímaspursmál. Einn helsti veikleiki Bitcoin hef- ur verið skortur á seljendum sem reiðubúnir eru að bjóða vöru eða þjónustu í skiptum fyrir rafræna gjaldmiðilinn. Þurfa handhafar Bitcoin-eininga því að skipta raf- peningunum í aðra gjaldmiðla, s.s. evrur eða bandaríkjadali, með til- heyrandi skiptkostnaði. Myndi auka mjög á notagildi Bitcoin ef risar á borð við eBay tækju við gjaldmiðl- inum. Smám saman hafa fleiri fyrirtæki byrja að taka við Bitcoin-greiðslum. Fyrr í sumar bættust við þann lista bandaríska gervihnattasjónvarps- fyrirtækið Dish TV, tölvuframleið- andinn Dell, flugfélagið AirBaltic og blómaverslunin Flowers.com. Gengi Bitcoin stendur í dag í 494,80 dölum skv. CoinDesk.com. Á árinu hefur gjaldmiðillin farið hæst í 951 dal í janúar og lægst niður í 361 dal í apríl. ai@mbl.is Verður hægt að borga með Bitcoin á eBay?  Þreifingar hjá dótturfyrirtæki sem býður greiðslulausnir fyrir netverslanir AFP Kóði Merkingar við Bitcoin-miðstöð sem opnuð var í París í sumar. Sífellt fjölgar seljendum sem taka við Bitcoin. Helstu gjaldmiðlar Asíu hækkuðu gagnvart bandaríkjadollar í liðinni viku. ADXY vísitalan, sem Bloom- berg og JPMorgan halda utan um, styrktist um 0,4% í vikunni og hefur ekki hækkað svo mikið á einni viku síðan í mars. ADXY vísitalan undanskilur jap- anska jenið og samanstendur af kín- versku yuan (38%), suður-kóresku won (13%), Singapúr-dollar (11%), Hong Kong dollar (9%), indverskri rúpíu, taiwan-dollar, taílensku baht, malasísku ringgit, indónesískri rú- píu og filippínskum pesó. Mest hækkaði malasíska ringgit- ið, um 1,7% gagnvart dollar, þá suð- ur-kóreska wonið sem styrktist um 1,1% og filippínski pesóinn hækkaði um 1,1%. Bloomberg rekur hækkunina til fjárfesta sem veðja á að seðlabanki Bandaríkjanna muni slá því á frest að hækka vexti. Lágir seðla- bankavextir auka svigrúmið fyrir áhættumeiri fjárfestingar á nýmörk- uðum. Sýna mælingar Bloomberg að fjárfestar dældu 1,3 milljörðum dala inn á asíska hlutabréfamarkaði í vik- unni. Einnig þykir hafa hjálpað asísku gjaldmiðlunum að hagtölur frá Bandaríkjunum slógu á ótta fjár- festa við streymi fjármagns frá Asíu aftur inn á Bandaríkjamarkað, og eins að dregið hefur úr spennu á milli Rússlands og Úkraínu. ai@mbl.is AFP Sprettur Frá Kuala Lumpur. Ring- gitið styrktist um 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í síðustu viku. Asískir gjaldmiðlar taka kipp  Fjárfestar veðja á lága stýrivexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.