Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 „Skítamix“ á Landspítalalóð Núverandi forstjóri Land- spítalans er mjög áhuga- samur um fram- gang sjúkra- hússins og er það vel. Hann er þó ekki heilagur maður eins og nafni hans, post- ulinn, frekar en ég. Því er engum skylt að hafa sömu skoðun og hann á réttu og röngu eða á fegurð eða bygg- ingarlausnum á Landspít- alalóð. Í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar 15. ágúst sl. sagði hann að nauðsynlegt væri að hefja nýbyggingar á Hring- brautarlóð Landspítalans sem allra fyrst til þess að koma bráðastarfsemi sjúkra- hússins í eitt hús og er ég sammála því. Hann mælti með fyrirliggjandi fyrsta áfanga í SPITAL-planinu um- fangsmikla – en sagði jafn- framt að ef ekki væru til pen- ingar í þá byggingu þá þyrfti að fara í aðrar lausnir sem hann nefndi „skítamix“. Mér fannst þetta sniðugt orð af því að mér finnst SPITAL-planið einmitt vera þess eðlis; allt of stórt fyrir bygg- ingarlóðina, vit- laust staðsett, ljótt, byggt í brekku og með slæmum teng- ingum við gömlu húsin, sem þar með munu nýtast illa. Áframhald- andi nýting húsanna á Hring- braut var einmitt aðal- forsenda staðarvalsins, m.ö.o. að spara peninga, sem liggja víst ekki á lausu hérlendis. Ég leyfi mér að biðja rit- stjóra Morgunblaðsins að birta enn og aftur hlið við hlið mynd annars vegar af deili- skipulagstillögu SPITAL, sem gerð er fyrir milljarða, og hins vegar af tillögu minni og Magnúsar Skúlasonar arkitekts, sem enginn pen- ingur hefur verið settur í. Svo sting ég upp á því að lesand- inn sjálfur, borgarbúinn, meti hvor tillagan sé „skítamix“. Þá má hafa í huga borg- armyndina, fegurðina, Þing- holtin. Tillaga okkar Magnúsar er fullnægjandi lausn fyrir bráð- astarfsemina og rannsókn- arstofurnar til nokkurra ára- tuga og ásýnd Þingholtanna breytist ekki mikið. Val- starfsemi getur verið áfram í Fossvogi um sinn. Margir hafa haft samband við mig, arkitektar, verkfræðingar, læknar og aðrir og lýst yfir stuðningi við lausn okkar Magnúsar fyrir þessa lóð, sem lýst hefur verið í fyrri greinum bæði í Morg- unblaðinu og Fréttablaðinu. En þeir sömu vilja ekki segja það opinberlega. Er eitthvað að óttast? Eftir Pál Torfa Önundarson » Tillaga okkar er fullnægjandi lausn fyrir bráð- astarfsemina og rannsóknastof- urnar og ásýnd Þingholtanna breytist ekki mikið, ólíkt SPITAL- skipulaginu. Höfundur er yfirlæknir blóð- meinafræði á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild HÍ. Páll Torfi Önundarson Í Morgun- blaðinu laug- ardaginn 9. ágúst sl. birtist grein eftir Jón Gerald Sullen- berger (JGS) undir heitinu „Útflutnings- verslunin Kost- ur“. Þar er full- yrt að Matvælastofnun hafi ekki veitt Kosti fullnægjandi upp- lýsingar vegna innflutnings nagbeina og það hafi leitt til þess að þau hafi verið end- ursend vegna ófullnægjandi merkinga. Þarna er ekki rétt farið með. Stofnunin hefur veitt JGS og Kosti greinagóð- ar upplýsingar um kröfur vegna innflutnings dýra- afurða frá ríkjum utan EES. Þetta hefur m.a. verið gert með almennri fræðslu og tölvupóstum með bæði ís- lenskum og enskum texta og er það einfalt að staðfesta. Upplýsingagjöf og ábyrgð Fyrirtækið Kostur ber fulla ábyrgð á að vörur sem það flytur til landsins samræmist gildandi lögum og reglum og þá hefur Matvælastofnun ítrekað upplýst starfsfólk Kosts um meginskilyrði fyrir innflutningi dýraafurða. Skil- yrðin eru ekki flókin og eitt þeirra er að varan skal merkt með samþykkisnúmeri þeirr- ar starfsstöðvar sem hún kemur frá. Samþykkisnúm- erið er lykilatriði í eftirliti til að tryggja heilnæmi og rekj- anleika afurða. Starfsmenn Kosts hafa einnig setið nám- skeið hjá stofnuninni þar sem farið var yfir gildandi löggjöf og eru sömu upplýsingar með einföldum hætti aðgengilegar á heimasíðu Matvælastofn- unar (mast.is). Fullyrðingar JGS um að Kostur hafi upp- fyllt öll meginskilyrði vegna innflutnings og að leiðbein- ingar eða upplýsingar stofn- unarinnar hafi verið ófull- nægjandi standast því ekki. Gleymum því heldur ekki að Kostur ber ábyrgð á eigin vörum og getur ekki fært hana yfir á aðra. Heimsóknir Matvæla- stofnunar Umræddri blaðagrein var fylgt eftir með viðtali á Rás 2 þar sem fram komu dæma- lausar fullyrðingar um eftirlit Matvælastofnunar og rekstur hennar. Meðal annars var fullyrt að stofnunin hefði komið í tæplega 200 eftirlits- heimsóknir í verslunina Kost. Hið rétta er að heimsóknir stofnunarinnar í þessa versl- un má líklega telja á fingrum annarrar handar og þá í fylgd með Heilbrigðiseftirliti Hafn- arfjarðar og Kópavogs (HHK), sem fer þar með op- inbert matvælaeftirlit. Mat- vælastofnun hefur áður gert tilraun til að leiðrétta þann misskilning JGS að stofnunin og heilbrigðiseftirlit sveitar- félaga (HES) séu eitt og hið sama. Svo er ekki. HES starf- ar á tíu eftirlitssvæðum og lýtur ekki stjórn Mat- vælastofnunar. Því má ljóst vera að allt rennur þetta sam- an í huga JGS. Þess má einnig geta vegna ummæla hans að bæði matvælaeftirlit og fóður- eftirlit eru áhættumiðuð og því má gera ráð fyrir tíðari heimsóknum til ábyrgðaraðila þar sem brot eru algeng eða ítrekuð. Rekstur og ríkisframlag Umræddur aðili þreytist heldur ekki á að fullyrða að ríkisframlag til Mat- vælastofnunar sé um 1,4 millj- arðar. Þetta er einnig rangt. Hið rétta er að stofnunin fær ríflega helming þessarar upp- hæðar í ríkisframlag til síns reksturs. Til viðbótar kemur fjárveiting sem rennur til greiðslu bakvakta, aksturs og þjónustusamninga sjálfstætt starfandi dýralækna og er markmiðið að tryggja aðgengi bænda að dýralæknaþjónustu um allt land. Dýralæknaþjón- usta er hins vegar óháð dag- legum rekstri stofnunarinnar og því starfar hún í þessu til- liti í raun sem greiðslu- stofnun. Þar við bætast sér- tekjur og gjöld sem stofnunin innheimtir vegna starfa sinna. Þegar allt þetta er tekið sam- an er veltan áætluð tæpir 1,4 milljarðar, en það rennur ekki allt til reksturs stofnunar- innar og er ríkisframlagið til eigin reksturs því ekki nema rúmur helmingur þessa. Bætt verklag, betri kost- ur Besta lausnin á eftirlits- vanda fyrirtækisins Kosts er að fara að settum reglum og kynna sér það umhverfi sem opinbert eftirlit byggist á. Matvælastofnun hefur eftirlit með inn- og útflutningi dýra og dýraafurða, annarra mat- væla, fóðurs, áburðar og plantna, ásamt fleiri vöruteg- unda. Þegar settum reglum er fylgt er engin ástæða til inngrips, en þegar misbrestur verður á ber að grípa inn. Inn- flutningsverslunin Kostur getur vel starfað innan þess lagaumhverfis sem hér er, en til að fyrirbyggja endursend- ingar vöru eða útflutning, ef menn vilja nota það orð, þá ber forráðamönnum fyrirtæk- isins að líta sér nær og axla ábyrgð. Það er betri kostur en að gera tilraun til að velta eig- in ábyrgð yfir á aðra. Betri Kostur Eftir Jón Gíslason » Stofnunin hefur ítrekað upplýst Kost um innflutn- ingsskilyrði og er eitt þeirra að varan skal merkt með samþykkisnúmeri viðurkenndrar starfsstöðvar. Jón Gíslason Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar. ✝ ÁlfheiðurBjarnadóttir fæddist 18. maí 1940 á Sveins- stöðum, Neshreppi, utan Ennis á Snæ- fellsnesi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut, laug- ardaginn 9. ágúst 2014. Hún var einka- barn foreldra sinna, hjónanna Sólveigar Bjarnadótt- ur frá Böðvarsholti í Staðarsveit, f. 20. febrúar 1913, d. 1.10. 1993 og Bjarna Guðbjörnssonar frá Sveinsstöðum f. 18. maí 1905, d. 23. janúar 1941. Móðurforeldrar voru Bjarnveig K. Vigfúsdóttir og Bjarni Nikulásson, Böðv- arsholti. Föðurforeldrar voru Helga G. Jónsdóttir og Guðbjörn Ó. Bjarnason, Sveinsstöðum. Álf- heiður giftist Sævari Guðmunds- þeirra: 2.1. Astrid Eyberg, f. 14. janúar 2002. 2.2. Ernir Eyberg, f. 29. október 2003. 2.3. Ísabella Eyberg, f. 20. apríl 2006. 2.4. Garðar Eyberg, 19. maí 2011. 3. Guðleif Sunna Sævarsdóttir, f. 23. apríl 1973. Maki, Baldvin Hrafnsson, f. 20. ágúst 1973. Börn þeirra eru: 3.1. Guðmundur Hrafn, f. 6. nóvember 1997. 3.2. Sævar Leó, f. 29. febrúar 2004. 4. Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, f. 7. janúar 1980. Maki, Rafal Arapinowicz, f. 12. október 1973. Fyrir á Rafal, Karolinu, f. 9. sept- ember 1994, Kamil, f. 1. júlí 1998, og Patrycju, f. 16. desember 2003. Síðustu árin var Álfheiður húsmóðir en áður starfaði hún um árabil á skrifstofu Ríkisspít- alanna, á lögfræðiskrifstofu, á ritstjórnarskrifstofu Alþýðu- blaðsins og síðast sem skólaritari Austurbæjarskóla. Hún sat í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokks- ins á tímabili og var í Kvenfélagi Hallgrímskirkju. Útför Álfheiðar fer fram í dag, mánudaginn 18. ágúst 2014, frá Grafarvogskirkju og hefst at- höfnin kl. 13. syni, rennismið 16. september 1972. Börn þeirra eru: 1. Sólveig Birna Sig- urðardóttir, f. 14. júní 1964. Maki Þór Þorgeirsson, f. 1. júní 1963. Börn þeirra: 1.1. Álfheið- ur, f. 15. apríl 1981. Maki, Jóhannes Bergþór, f. 27. sept- ember 1971. Börn þeirra eru 1.1.1. Þór Vilberg, f. 22. maí 2009. 1.1.2. Unnur Ísold, f. 15. apríl 2011. Fyrir á Jóhann- es, Stefán Birgi, f. 18. janúar 1993, og Benedikt Arnar, f. 23. febrúar 1995. 1.2. Bjarni Sævar, f. 15. maí 1992. Maki, María Rún, f. 22. september 1992. 1.3. Árni Þór, f. 13. október. 1995. 2. Ari Eyberg Sævarsson, f. 3. ágúst 1967. Maki, Ásta Ósk Há- konardóttir, f. 17. júlí 1972. Börn Ég hefði getað svarið ég sá í andrá þig og í einni svipan þín angan nærði mig. Þá hvíslað var í húmið, ég heyrði róminn þinn Ég verð ætíð hjá þér vinur minn. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér, á andartaki horfin varstu mér. Samt í huga geymi ljóðið þitt og lag, af öllu hjarta þakka sérhvern dag. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að fengi ég að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér, á andartaki horfin varstu mér. (Hannes Örn Blandon) Þinn ástkær eiginmaður, Sævar. Hlýja og ástúð einkenndi mömmu og hún var óspör á hvort tveggja gagnvart sínu fólki og öðr- um. Sjálf ólst hún upp við ríkulega umhyggju í sveitinni sinni og full- orðin innrætti hún börnum sínum og barnabörnum réttlætiskennd, umburðarlyndi, að sjá það já- kvæða og góða í öðrum og ekki síst að vera góð við dýr. Og ekki veitti af umburðarlyndi afkom- endanna á stundum, því mamma var litrík persóna og stundum æði sérstök með áhuga sinn á álfum, huldufólki, því sem kallað gat fram gleðitár og öllu sem bleikt var. Með auðugt ímyndunarafl að vopni skapaði hún undraveröld fyrir börn, þar sem allt var mögu- legt. Mínum börnum leiddist ekki að heimsækja ömmu sína, sem gaf sér þann tíma sem þurfti til að hlusta, segja sögur, föndra og baka. Fáa hef ég þekkt næmari á mannlegar tilfinningar og um- hverfi sitt og mömmu skipti mestu líðan og velferð síns fólks. Ég veit að áhrifa hennar á afkomendur gætir um langa hríð. Í þeim felast þau verðmæti sem máli skipta. Ari Eyberg Sævarsson. Elsku mamma. Þú sagðir mér að þegar ég hefði fæðst, hefðum við horfst djúpt í augu og flekar jarðar hefðu fallið í réttar skorður. Þú hefðir aldrei verið eins viss um neitt í lífnu og að eignast mig. Þar með hófst sú farsæla ástarsaga sem varði allt til enda. Þú varst heimur minn lengst af. Við vorum alla tíð mjög nánar og þú besti vin- ur og trúnaðarmaður ætíð. Ég þurfti aldrei að þykjast með þér, aldrei að látast vera eitthvað ann- að en ég var. Gat komið til þín með alla mína galla og nokkra kosti líka. Þú dæmdir mig aldrei. Ég mun sakna þín sárt. Minn- ingarnar streyma. Kirkjuferðir, leikhús, jólaskemmtanir, sveitin sem var þér svo kær, sögustundir heima, kyrrð í faðmi þínum, sofa uppi í og kúra í hálsakoti þínu og ótal fleiri gleðistundir. Heimili okk- ar var kærleiksríkur griðastaður og fastur punktur í tilverunni. Þú varst hjarta fjölskyldunnar og svo lengi sem þú varst með okkur var allt í veröldinni gott. Þú varst ást- rík, ljúf og allt umvefjandi móðir sem dekraði við okkur krakkana. Það var svo notalegt sem krakki að koma heim þreyttur og kaldur úr skólanum og þar beiðst þú með heitt kakó og ristað brauð og bros á vör. Enginn er fullkominn á þess- ari jörð, ekki einn. En þú varst ansi nálægt því, mamma mín. Þér var margt til lista lagt. Þú samdir lög og skrifaðir skemmtilegar sögur sem birtust oft í blöðum. Þú gafst út bók, ástar- og spennusögu og það var haldin mikil útgáfuveisla þar sem þemað var bleikt því að þú varst svo mikil blúnda. Ljóð, fönd- ur, vatnslitir, þú vildir alltaf vera að fegra heiminn og gleðja aðra. Dýr- mætasta náðargjöfin þín var kær- leikurinn. Af honum gafstu ríku- lega. Sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Þú gafst eins mikið og þú gast og oft þinn síðasta aur með glöðu geði. Þú elskaðir dýr og áttir mörg og það var sama hve mörg furðudýrin við drógum heim, að öllu var hugað með alúð. Þetta varst þú í hnotskurn. Þegar ég var sextán ára, kynnt- ist ég Þór mínum. Hann var sautján og fljótlega áttum við von á barni. Það var aldrei neitt tabú með þetta fikt okkar unglinganna og barnsins var beðið með hlýju og eftirvæntingu. Þetta var Álf- heiður nafna þín sem varð mikið eftirlætisbarn í fjölskyldunni. Þú tókst hana nánast upp á þína arma fyrstu þrjú árin og gættir hennar oft. Við Þór getum aldrei þakkað þér, ömmu og pabba Sævari fyrir þá aðstoð sem þið veittuð svo fús- lega. Seinna áttum við Þór, Bjarna Sævar og Árna Þór sem notið fengu nærveru þinnar og ástar. Það er komið að kveðjustund. Dauðinn er undarlegur og maður er aldrei í rauninni tilbúinn þegar að honum kemur. Þetta bar brátt að þó að þú værir búin að vera lengi veik. Skarð þitt verður ekki fyllt en seinna munu minningarn- ar græða og ylja. Ég og mínir elskuðum þig öll og dáðum, það mun aldrei breytast. Þakka þér fyrir gera líf mitt fegurra og betra á allan hátt. Við munum öll halda minningu þinni á lofti og standa sterk eftir. Við sjáum um pabba sem hefur misst svo mikið, styðj- um hann og elskum. Ég kveð þig með þessu versi úr ljóði sem ég samdi til þín. Og þegar tjaldið hnígur hinsta sinni hljóðlát tárin greypast minning þinni. Hve auðmjúk mun ég þakka elsku þína og eitt það þrá að heiðra móður mína. (SBS) Sólveig Birna Sigurðardóttir. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Ég sit stjörf og trúi ekki að ég fái ekki lengur knús, kossa, bros og faðmlög. Ég er endalaust þakklát fyrir að vera dóttir þín. Þið pabbi áttuð mig þegar þið voruð á fertugasta aldursári og hef ég alltaf verið montin yfir því að vera örverpið ykkar. Þegar ég lít til baka og rifja upp barnæsku mína þá tel ég mig hafa verið einstaklega heppna að hafa átt þig sem móður. Þú fylgdir mér alltaf í Austurbæjarskólann sem barn, tókst á móti mér þegar tíminn var búinn og við löbbuðum saman heim. Ég man svo innilega eftir kósíkvöldunum okkar, versl- unarferðum á föstudögum og pitsuveislum. Strætóferðir með „núllunni“ niður Laugaveginn, kíkt í kattabúðina, leikfangabúð og Lóu hreiðrið í heitt súkkulaði. Þrátt fyrir öll þín veikindi frá því ég man eftir mér, þá fann ég ekki fyrir því þegar ég hugsa til baka. Þú varst alltaf til staðar fyr- ir mig, alltaf ljúf og brosandi. Ég er svo þakklát fyrir þessar tvær vikur sem ég fékk með þér í sumar þegar þú fluttir til mín og Rafá á meðan pabbi var á spítala. Ég passaði að þú fengir heitt kakó og ristað brauð á hverjum morgni. Við fórum í bíltúra og horfðum á uppáhaldsþættina þína Húsið á sléttunni og Merlin. Þú og Hekla litla bundust sterkum böndum þegar hún kom í fjölskylduna. Þótt hún væri hund- ur þá urðu hún og systir hennar Bella hluti af barnabörnunum þín- um, það þótti mér svo vænt um. Þegar við kvöddumst í símanum þá sagðir þú alltaf „kysstu Rafá og stelpurnar frá mér“. Þú passaðir alltaf upp á fjöl- skylduhefðir, kallaðir á hópinn reglulega saman og hentir í eina eða tvær tertur. Aðfangadags- kvöldin voru himnesk, þú last kortin á pökkunum eftir að búið var að vaska upp, svo þegar árin liðu þá var skipst á að lesa á kort- in. Gamlárskvöldin voru heilög um miðnættið þegar við stóðum í hálf- hring fyrir framan sjónvarpið, horfðum á gamla árið fara og það nýja birtast, skáluðum og kysst- umst. Á brúðkaupsdegi okkar Rafá hélst þú svo fallega ræðu, þú söngst lag til mín og þið Ari bróðir tókuð líka saman lagið. Ég er búin að horfa á þá upptöku oft og því- líkur fjársjóður að eiga. Ekki má gleyma dansinum ykkar Rafá sem var stórkostlegur. Þrátt fyrir öll veikindin og miklar spítalavistir þá hristir þú allt af þér og komst aftur heim. Þegar áfallið dundi yfir 3. ágúst á afmælisdegi Ara bróður og ljóst var að þetta væru endalokin þá var það mikið áfall, mamma var ekki að koma heim. Þú kvaddir okkur á afmælisdegi pabba 9. ágúst og fékk ég að halda í hönd- ina á þér þegar þú tókst síðasta Álfheiður Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.