Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ípistli sínum umhelgina fjallaðiBjörn Bjarna- son um kröfur um afsögn ráðherra, en jafnframt rifjaði hann upp aðför síðustu ríkis- stjórnar að stjórnarráðinu og dómsmálaráðuneytinu sér- staklega. Telur Björn að þær gerðir hafi einkennst af pólit- ískri skemmdarfýsn og séu í ætt við tilraun sama fólks til að koll- varpa stjórnarskrá lýðveldisins. Sem betur fer tókst að stöðva það síðartalda. Ríkisstjórnin þá- verandi þóttist vera að bjarga landinu eftir bankahrunið sem hér varð. En sem betur fer var búið að mestu að koma raun- verulegri endurreisn í þeim efnum á þá teina sem hún rann eftir síðan. Ólánsstjórninni tókst þó að gera of mikinn skaða er hún gekk ætíð erinda erlendra kröfuhafa, sem af samblandi af græðgi og gáleysi höfðu veðjað sínum peningum á ævintýri þeirra Íslendinga sem þá sigldu með himinskautum. Tveir stærstu bankarnir voru færðir kröfuhöfum í hendur án al- mennrar umræðu eða yfirlegu. Gengið var vísvitandi á svig við gildandi lög um neyðarráðstaf- anir og þrýst á sjálft Fjármála- eftirlitið að efla stöðu fyrr- nefndra kröfuhafa umfram öll efni. Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur hefur fært fram sláandi gögn þessu til staðfest- ingar. Harðasti hnykkurinn í þessari framgöngu síðustu ríkisstjórnar var svo ofsinn við að koma Ice- save-samningum á þjóðina. „RÚV“, Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðar og lunginn af þeim sem telja sig vera „fræða- samfélagið“ skráðu sig um borð í það hripleka óheillafar. Tímaeyðslan og hringlið með Stjórnarráð Íslands var eitt af undrum þeirrar veraldar sem þjóðin þurfti að hrærast í þessi fjögur ár. Enginn veit hvað fyrir mönnum vakti þá. Ógagnsæi stjórnkerfisins hefur aukist fyr- ir vikið, almenningur ratar ekki um það og óskyldir þættir hanga á sama krók, sem er til stjórn- sýslulegra vandræða. Þáverandi stjórnarandstaða lagðist gegn þessu brölti og boðaði að hún myndi endurreisa stjórnarráðið fengi hún afl til. Ekkert bólar á því. Nú er nefnt í öðru samhengi að æskilegt sé að draga dóms- mál landsins út úr svokölluðu innanríkisráðuneyti. – Nafn- giftin ein vísar á að þar fari ann- að af tveimur ráðuneytum lands- ins, en hitt sé Utanríkis- ráðuneytið, sem flutti andlega til Brussel á síðasta kjörtímabili og er ókomið heim. Björn Bjarnason fagnar þessum hug- leiðingum um Dómsmálaráðu- neytið, svo sem eðlilegt er. En ekki er víst að neitt verði úr. Ríkisstjórnin er í mörgum mál- um eins og hún sé stödd á fyrsta degi síns fyrsta kjör- tímabils. Hún er á morgni fyrsta dags í ESB-umsókn- armálinu. Hún hefur ekki enn skoðað sig um í Utanríkisráðu- neytinu. Hún er á fyrsta degi í málefnum Seðlabankans. Hún viðheldur þeirri óvissu sem síð- asta ríkisstjórn beindi íslensk- um sjávarútvegi í. Það besta sem gerst hefur í skattamálum er að láta ákvörðun Steingríms J. standa um að árið 2013 skyldi verða hið síðasta með auðlegð- arskatti. Snigillinn ákveður hraðann á leiðinni að afnámi hafta, sem menn mikla fyrir sér. Þeir eru á áþekku róli og göngumenn sem telja að gönguleiðin upp Öskju- hlíð liggi um Hvannadalshnjúk. Landsvirkjun slæst enn við vindmyllur og kastar fjár- munum á glæ í eftiröpun á því sem aðrar þjóðir neyðast til að gera, því þær búa við aðra kosti en Íslendingar í orkumálum. Og meinlokan um sæstrenginn sog- ar til sín stórfé sem væri betur komið hjá kaupendum orkunn- ar. Hún hefur einnig tafið raun- hæfari undirbúningsaðgerðir. Þá að hinu atriðinu. Ríkis- saksóknari birti óvænt ákæru í máli sem Dagblaðið hefur ham- ast í, en allir vita, hvers konar kröfur blaðið gerir til þess efnis sem það birtir. Ekki er vitað á hverju ákæran byggist en það hljóta að vera þættir sem ekki hafa verið birtir. Saksóknarar skulu ekki ákæra menn nema að líkur standi til sakfellingar. Ákæra er mjög harkaleg aðför að einstaklingi, þótt minnt sé á að maður sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Í þessu tilviki hefur einstaklingur þegar verið sviptur starfi sínu og æru vegna kærunnar. Þeir Árni Páll Árnason for- maður Sf. og Ólafur Þ. Harðar- son prófessor hafa í tilefni af þessum málatilbúnaði, eins og stundum endranær, farið með fullyrðingar um að í útlöndum þætti ráðherrum sjálfsagt að segja af sér við slíkar aðstæður. Engin dæmi nefna þeir þó. Á Ís- landi sjálfu er þó til viðmiðun, sem tekur öllum öðrum fram: Ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms sagði ekki af sér þegar 98 prósent kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæði tilraunum henn- ar til að kaffæra Íslendinga í skuldum. Þau höfðu þó bæði fullyrt opinberlega að efnahags- legt öngþveiti yrði í landinu ef kjósendur létu ekki að vilja ríkisstjórnarinnar. Því hefur ekki verið flett upp, en gengið út frá að „RÚV“, Ólafur Harðarson og Árni Páll hafi þá krafist af- sagnar ríkisstjórnarinnar, eins og sjálfsagt var. Undir þær kröfur þeirra hafa örugglega all- ir menn tekið, að þeim einum undanskildum sem gengu ann- arlegra erinda. Það er til ein risa- vaxin viðmiðun um afsögn ráðherra} Umhugsunarefni É g tel að netið muni eiga stóran þátt í því að draga úr hlutverki ríkisins í lífi okkar. Það eina sem vantar, en mun brátt verða til, er traustur, rafrænn gjaldmiðill,“ sagði hag- fræðiprófessorinn Milton Friedman árið 1999. Hann átti kollgátuna, því tíu árum síðar varð fyrsta rafmyntin að veruleika. Og viti menn, rétt eins og Friedman spáði hefur myntin dregið úr valdi stjórnmálamanna og fært það til almenn- ings. Loksins varð til frjáls gjaldmiðill sem stjórnmálamenn gátu ekki handstýrt og notfært sér í pólitískum tilgangi. Það er engin tilviljun að rafrænir gjaldmiðlar skutu upp kollinum í kjölfar bankahrunsins. Traust almennings á hinum hefðbundnu ríkis- gjaldmiðlum hefur farið þverrandi og hafa fleiri og fleiri áttað sig á því að rafrænu gjaldmiðl- arnir geta frelsað okkur undan seðlaprentunarvaldinu, sem hefur reynst eitt versta vald ríkja síðustu öldina. Það má með ákveðinni einföldun segja að ríkismyntir þjóni einungis skapara sínum – ríkisvaldinu – á kostnað almennings. Viðvarandi hallarekstur ríkja er nefnilega fjármagnaður með því að prenta nýja og nýja peninga. Af- leiðingin er offramboð af peningum. Peningar falla þá í verði gagnvart alvöru verðmætum, sem leiðir til verð- bólgu, eins og við Íslendingar þekkjum svo vel. Almenn- ingur borgar brúsann, enda fær ríkið og fjármálastofnanir nýju peningana fyrst, á þeim kaupmætti sem gildir á þeim tíma þegar þeir eru prentaðir. Í kjölfar hrunsins gripu stjórnmálamenn til þess ráðs að prenta einfaldlega fleiri pen- ingaseðla. Afleiðingarnar voru afdrifaríkar: ríkisgjaldmiðlar hafa hrunið í verði og tiltrúin á þeim hefur sjaldan verið minni. En stjórnmálamenn láta engan bilbug á sér finna. Til marks um það bendir allt til þess að Evr- ópski seðlabankinn muni á næstu misserum blása til nýrrar lotu seðlaprentunar sem felur í sér milljarða kaup á ríkisskuldabréfum. Það er í þessu umhverfi sem rafrænir gjaldmiðlar hafa sprottið upp. Fyrsta raf- myntin var bitcoin, en hún er ein af þeim til- raunum sem gerðar hafa verið til að hafa seðlaprentunarvaldið af ríkinu. Rafmyntin hefur hins vegar engan gullfót, en í grunn- skipulagi hennar er gert ráð fyrir reglulegri aukningu peningamagns í umferð þar til það fer að nálgast 27 milljónir eininga. Einingarnar verða aldrei fleiri en það. Þannig er ætlunin að forðast þann mikla verðbólguvanda sem plagað hefur ríkisgjaldmiðla. Og vinsældirnar hafa ekki látið á sér standa. Stórfyrir- tæki eru þegar farin að taka við greiðslum í bitcoin og þá er jafnframt hægt að skipta bitcoin-einingum fyrir aðra gjaldmiðla með auðveldum hætti. Íslenskir frumkvöðlar hyggjast meira að segja stofna markaðstorg þar sem fólk fær kærkomið tækifæri til þess að kaupa bitcoin fyrir ís- lenskar krónur. Það er fagnaðarefni. Því hvað sem fram- tíðin ber í skauti sér, þá er löngu kominn tími á samkeppni í gjaldmiðlamálum. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Rafmyntir eru framtíðin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Netnotendur í Norður-Ameríku urðu varir viðtalsverðar truflanir í síð-ustu viku. Gagnaflutn- ingar voru hægir og sumar vefsíður neituðu að opnast. Vandamálið náði meðal annars til vefhýsingar- fyrirtækis og vefsíðna á þess vegum. Orsökina mátti rekja til tæknilegra örðuleika sem plöguðu netþjón- ustuaðila í Bandaríkjunum. Sumir eldri netbeinar þeirra ráða einfald- lega ekki lengur við stærð netsins. Sérfræðingar vestanhafs vara við því að þar til fyrirtækin uppfæri beinana megi netnotendur vænta frekari truflana. Að sögn Björns Róbertssonar, kerfisstjóra Internets á Íslandi hf. (ISNIC), nota netbeinar samskipta- reglur sem nefnast BGP (Border Gateway Protocol) til þess að tala saman og vita hvert umferð um netið á að fara. Reglurnar eru nokkurs konar tafla eða kort yfir hvernig best sé að flytja gagnapakka á áfangastað. „Nokkrar tegundir af beinum sem nota BGP eru núna sprungnir. Beinirinn veit ekkert hvert gagna- pakkar eiga að fara. Það þýðir að í sumum tilfellum virka ekki hlutar af vefsíðum, í öðrum tilfellum að póstur komist ekki til skila,“ útskýrir Björn. Kostar mikið að uppfæra Tæknifyrirtækið Cisco, sem framleiðir meðal annars netbúnað, varaði við því fyrir mörgum árum að sá dagur rynni upp að beinarnir réðu ekki lengur við umferðina. Há- marksgeta þeirra væri um 512.000 flutningsleiðir. Vandamálin nú upp- hófust þegar fjöldi leiðanna fór yfir þann þröskuld. Talið er að fleiri netþjónustu- aðilar muni lenda í hremmingum á næstunni. Fyrirtækin nota ólíka hluta af flutningskortinu og því munu þær lenda misfljótt á veggn- um, að því er segir í frétt Wall Street Journal af málinu. Nýrri gerðir beina ráða hins vegar við meira en milljón flutningsleiðir. Björn segir ástæðu þess að net- þjónustuaðilar vestra hafi ekki brugðist við þessu fyrirsjáanlega vandamáli vera fjárhagslega. „Þessir beinar eru dýrir og net- þjónustuaðilarnir hafa verið lengi að uppfæra þá. Fyrirtæki sem keyptu beina eru oft föst með þá út af fjár- festingarmálum,“ segir Björn. Sem dæmi nefnir hann að ISNIC hafi þegar uppfært sína netbeina. Eitt slíkt tæki hafi kostað um sex millj- ónir króna. Ekki til trafala á Íslandi Björn segir að netþjónustu- aðilar á Íslandi lendi ekki í vandræð- um með netbeina sína nema þeir séu orðnir gamlir og noti töfluna í heild sinni. „Yfirleitt er það þannig að fyrir- tækin taka við BGP-töflu frá þjón- ustuaðila sínum eða bara hluta af henni. Það er þá taflan sem hann hýsir sjálfur fyrir sig og sína við- skiptavini. Á Íslandi er ekki líklegt að þetta hafi mikil áhrif en þó getur alveg verið að einn og einn aðili verði fyrir beinum áhrifum.“ Miklu meiri líkur séu á því að Íslendingar verði fyrir áhrifum þar sem netþjónusta sé keypt af erlend- um aðilum. Helst mætti ímynda sér að hinn almenni netnotandi á Íslandi fyndi fyrir því að ein og ein vefsíða sem hann skoðaði væri í einhverjum vandræðum. Netið byrjað að sprengja utan af sér Morgunblaðið/Ernir Netið Truflanirnar urðu þegar netbeinar réðu ekki lengur við stærð nets- ins. Legið hafði fyrir um talsvert skeið að það myndi á endanum gerast. Ekki er búist við að trufl- anirnar sem áttu sér stað vestan Atlantsála verði vanda- mál á Íslandi. Í svari Símans við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að vandamálið hafi verið yfirvofandi og að það hafi ver- ið á færi fyrirtækjanna að fyr- irbyggja það. Síminn hafi fyrir löngu gert þær ráðstafanir, uppfært búnað og skipt út þar sem við átti. Í svari frá Vodafone kemur fram að brugðist hafi verið vandamálinu fyrir fjórum ár- um enda hafi það verið fyr- irsjáanlegt strax þá. Truflanir af þessum völdum hafi því ekki átt sér stað og ekki sé heldur gert ráð fyrir að vandamál verði af því í fram- tíðinni. Hafa þegar brugðist við FJARSKIPTAFYRIRTÆKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.