Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki reyna að neyða einhvern til þess að samsinna þér í dag. Ekki neyða hlutina í það far sem þú álítur best, þú gætir misst af einhverju enn betra en þú hafðir séð fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum ertu uppfullur af hugmyndum og vinnur verkið létt. Stundum er besta ákvörðunin sú að ákveða ekki neitt. En mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu þolinmóður við samstarfs- menn þína. Fólk hefur tekið eftir því hvað þú hefur lagt hart að þér að undanförnu. Ekki missa móðinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru mörg tilboðin sem streyma að okkur úr öllum áttum og það þarf sterk bein til þess að láta flest þeirra lönd og leið. Með aðstoð góðra vina tekst þér að létta af þér áhyggjunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Talaðu um ást og talaðu um peninga, en gættu þess að tala skýrt og segja ekki fleira en þú getur staðið við. Frelsaðu andann með því að ákveða að gera alls ekki neitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skrifaðu niður skuldbindingar þínar gagnvart öðrum, og hvettu aðra til hins sama. Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í stað þess að einblína á trén sérðu loks skóginn. Alheimurinn skilur þetta vel – sendi- förin skiptir þig öllu máli. Líttu á þetta sem fyrsta þáttinn af þremur í leikriti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum, sem felast í lífinu. Mundu að lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nokkuð í fari vogarinnar sem bara örfáir vita. Oft virkar það betur að vera opinskár og láta tilfinningar sínar í ljós. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður að skipuleggja hlutina betur, hvort sem um er að ræða einkalíf þitt eða atvinnu. Reyndu að fá að vera í einrúmi part úr degi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú reynir verulega á hæfni þína í vandasömu verkefni. Fylgdu reglunum, líka þeim sem þú myndir vanalega ekki fylgja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma af og til og rækta þau sambönd sem skipta einhverju máli. Mundu að eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Sólskin á Suðurlandi og rigningfyrir norðan Davíð Hjálmar Haraldsson hafði orð á því á Leirnum á þriðjudag, að í allt sumar hefðu Sunnlendingar barmað sér vegna vætu og sól- arleysis. – „þeir eiga því sannarlega skilið góðviðrið í gær og dag“: Í sumar þótti syðra kalt og blautt, úr sólarleysi fólkið næstum dautt í pirringi í pollum mátti sulla, því rigni lengi rennur því í skap við ramma svitalykt og gleðitap. Þá grasserar og gyllinæð og drulla. Nú sólin loks á Sunnlendinga skín og sælu færir þeim og vítamín og fólkið brosir, náfölt eins og næpa. Og blessuð sólin bætir dapra lund og bjargar þeim sem éta óðan hund. Nú gleymd er bæði gyllinæð og ræpa. Sigrún Haraldsdóttir var fljót til svars. – „Satt segir þú, Davíð Hjálmar,“ sagði hún og síðan: Gjöful sunna vermir völl, vanga og augnalokin. Nú er gömul ólund öll úr mér burtu rokin. Fía á Sandi tekur undir, að nú sé góða veðrið farið suður og þeir sem eru góðu vanir, verða fúlir og vilja framhald á sælunni. „Svo ég setti upp gleraugun,“ segir hún, „ að gá hvernig heimilið liti út, eftir sum- arhótelreksturinn“: Í morgun var ég eitthvað svo ergileg í framan. Ákvað loks að þrífa og þvo og það var bara gaman. Og enn skrifar þann hinn sama dag Ágúst Marinósson í Leirinn: Eftir vonda vætutörn veðráttan er orðin slík. Vermir sólin borgarbörn berstrípuð í Nauthólsvík. Árla næsta dag lét Skírnir Garð- arsson í sér heyra: Á Suðurlandi sólbrúnt fólkið sjaldan verður. Þar er rigning, rok og læti rembingur og fátt ágæti. Tíðarfarið telst nú gott ef túnin þorna, einhvern tíma í ágústlokin eru hey þá gjarna fokin. Búskap manna basl og streð það bágan tel ég, hokra menn á hundaþúfum “ harðbýlum og næsta úfum. – „lánað frá Matta Joch., Gvendi dúllara og Símoni Dalaskáldi,“ er lokorð Skírnis. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sólskin á Suðurlandi og rigning fyrir norðan Grettir Í klípu „ÞETTA ER VONANDI EKKI FRÁ LEIÐANDI FRAMLEIÐANDA. SJÚKRATRYGGINGAR NIÐURGREIÐA BARA SAMHEITALYF.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TÓLF RÓSIR, TAKK. MEÐ LÖNGUM STILK.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi ... að sjá hann blása á kertið á fyrstu afmæliskökunni sinni. LÍFIÐ Á SÉR STAÐ ÚTI. EN HÉR SIT ÉG, ÉT KLEINUHRINGI OG HORFI Á TEIKNIMYNDIR. RAUNVERULEIKINN ER OFMETINN. HJÚKRUNARKONAN SAGÐI AÐ DR. ZOOK VÆRI Í FRÍI. NÚ JÁ, EN FRÁBÆRT! OG HVAÐ ÁTT ÞÚ EIGINLEGA AÐ GERA ÞAR TIL HANN KEMUR AFTUR? HÚN STAKK UPP Á ÞVÍ AÐ ÉG SVÆFI STANDANDI. SEGÐU ÞAÐ MEÐ BLÓMUM HANNÁ AFMÆLI Í DAG ... Gengi íslensku krónunnar um þess- ar mundir stendur þannig að Ísland er ódýrt fyrir útlendinga. Þetta er meginskýring þess að ferðamönnum sem hingað koma hefur fjölgað svo mjög á síðustu árum. Fyrir blá- fátæka þjóð, sem er enn að moka sig út úr sköflum efnahagskreppu, hefur sannarlega munað um þetta. Ferðaþjónustan er atvinnuvegur sem munar um og skilar æ meiru til samfélagsins. En nú, þegar útlend- ingarnir sem til landsins koma á einu ári nálgast eina milljón, er hins vegar nauðsynlegt að spyrja spurn- inga. Eru þolmörkin sprengd? Er frekari aukning í túristabrasanum æskileg að óbreyttu? x x x Víkverji fór á dögunum, eins og oft áður, í sunnudagsbíltúr austur á Þingvelli. Það er margt áhugavert að sjá og upplifa á þeim kynngi- magnaða stað. Yfirleitt hefur þar verið þægilegur fjöldi ferðamanna er nú brá svo við að öll bílastæði voru troðfull og í mannhafinu á Hak- inu og á Lögbergi heyrðist ekki ís- lenska. Ætla má að á bestu dögum sumarsins komi þúsundir manns á staðinn – og sennilegt að senn verði Kristnihátíðin árið 2000 slegin út, hvað aðsókn víðvíkur. Satt að segja minnti stemningin á Þingvöllum hinn víðförla Víkverja svolítið á að vera kominn til Taj Mahal á Ind- landi, sitja í flughöfninni á Heathrow í Lundúnum eða vera í mauraþúfu mannlífsins í fjarlægum borgum eins og Delí á Indlandi eða Saigon í Víetnam. x x x Enginn skyldi taka orðum Vík- verja sem svo að útlendingar séu ekki aufúsugestir á Íslandi. Spreng- ing í gestafjölda leiðir hins vegar af sér að strax þarf að gera ferða- mönnum fleiri áhugaverða staði að- gengilega og þar er af nægu að taka. Álagið þarf að dreifast betur heilt yfir landið. Eins og staðan er núna stefnir í óefni og að blaðran springi. Og það er, í hreinskilni sagt, frekar ónotalegt að á Þingvöllum, á fleka- skilunum frægu og staðnum þar sem hjarta Íslands slær, finnist Íslend- ingum þeir vera aðskotadýr og hálf- gerðar boðflennur. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34:19) 4Viðhaldsfrítt yfirborð 4Dregur ekkert í sig 4Mjög slitsterkt 48, 12, 20 & 30mm þykkt Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is UTANHÚSKLÆÐNING ® BORÐPLÖTUR ® SÓLBEKKIR ® GÓLFEFNI þolir 800°C hita og er frostþolið Nýtt efni frá BORÐPLÖTUR Renndu við og skoðaðu úrvalið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.