Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 9
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að setja upp og taka í notkun eignarskrárhluta Orra, fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins, sam- kvæmt því sem fram kemur í rík- isreikningi Fjársýslu ríkisins fyrir árið 2013. Í séryfirliti ríkisreikningsins yfir A-hluta eignaskrár ríkisins kemur fram að húsgögn í eigu ríkisins voru 5,8 milljarða króna virði í fyrra, lækningatæki í eigu ríkisins voru 4,9 milljarða króna virði, skip í eigu rík- isins voru 15,4 milljarða virði og flug- vélar 13,9 milljarða virði. Í skýringum Fjársýslunnar segir að því sé ekki að neita að verkinu að taka Orra í notkun hafi ekki miðað í samræmi við væntingar og „alveg ljóst að það hefur almennt lítinn forgang hjá A-hluta aðilum. Þá hafa miklar breytingar á ráðu- neytum og stofnunum á síðustu árum tafið verkið og gert það flóknara í framkvæmd. Við þetta bætist að nokkrar ríkisstofnanir nýta ekki fjárhagskerfi Orra heldur önnur kerfi og hefur aðeins ein þeirra skilað umbeðnum gögnum í þessu samhengi,“ segir m.a. í skýr- ingum með eignaskránni. Því telur Fjársýslan að enn taki nokkur ár að þróa heildstæða eignaskrá fyrir A- hluta ríkissjóðs. Yfirlitið sýnir stöðu eignaskrár- innar miðað við þá 127 ríkisaðila í A-hluta sem eru með fullnægj- andi eignaskrá í Orra í árslok 2013, samkvæmt skýringum Fjársýslunn- ar. Í skýringunum kemur fram að eignaskráin sé ekki tæmandi, þar sem upplýsingar skorti frá ákveðnum stofnunum sem eigi um- talsverðar eignir, svo sem Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun. agnes@mbl.is Ríkið á húsgögn fyrir 5,8 milljarða  Breytingar á ráðuneytum og stofn- unum hafa tafið fyrir Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gestir í hvalaskoðunar- og sjó- stangaveiðiferðum Níelsar Jóns- sonar EA 106 frá Hauganesi hafa verið heppnir í sumar. Þeir hafa veitt óvenju marga rígaþorska. Sá lengsti mældist 130 sentímetrar og hefur því verið um 22 kg að þyngd og annar var 127,5 cm, eða um 20 kíló. Þorskurinn sem Svíinn Kaveh Teimori veiddi um miðja seinustu viku var alveg nógu stór fyrir hann, 108 sentímetrar á lengd og á að giska 12-14 kg að þyngd. Hann þurfti að hafa sig allan við að draga hann inn og halda á honum við myndatöku. Annar stærri veiddist síðar um kvöldið. Garðar Níelsson skipstjóri segir að sumarið hafi verið óvenjulegt að þessu leyti. Fiskarnir taki vel í og því reyni á veiðimennina. Fiskarnir séu goggaðir við skipshlið til að ná þeim inn fyrir borðstokkinn. Gest- irnir séu síðan hamingjusamir þeg- ar allt er yfir staðið. Þorskur getur orðið allt að tveir metrar að lengd. Lengsta þorsk sem veiðst hefur hér við land og er skráður hjá Hafrannsóknastofnun veiddu skipverjar á Hrafni GK í botnvörpu á Reykjanesgrunni í mars 1998. Hamingjusamir veiðimenn með rígaþorskinn Hvalaskoðunar- og sjóstangaveiðiferðir Níelsar Jónssonar EA 106 FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Þetta er svokölluð einkabílaleiga þar sem almenningi gefst kostur á að leigja bílana sína út til bæði ferða- manna og annarra Íslendinga,“ segir Vignir Már Lýðsson, en hann er einn upphafsmanna heimasíðunnar Cari- tas.is. Caritas er ný bílaleigumiðlun þar sem bifreiðaeigendur eiga kost á því að láta bílinn sinn vinna fyrir sig, og að sögn Vignis geta Íslendingar nú loks leigt bílana sína út á öruggan og löglegan hátt. „Markmiðið með þessu er að fólk geti samnýtt bílana sína betur,“ segir Vignir. „Við vitum að einkabíllinn stendur óhreyfður í 22 tíma á sólarhring en með því að koma honum í leigu er verið að auka nýtinguna á bílnum.“ Langur aðdragandi Caritas er nýjasta afurð hugbún- aðarfyrirtækisins Integral Turing, sem starfar fyrst og fremst á mark- aði fyrir sölukerfi, en Vignir vann að þróun vefsíðunnar ásamt Janusi Arn Guðmundssyni, Þengli Björnssyni, Þórði Hermannssyni og Matthíasi Páli Gissurarsyni, starfsmönnum fyrirtækisins. Hugmyndin að þjón- ustunni kviknaði í fyrra, en fram- kvæmdin fór að mestu fram í sumar. „Það er búinn að vera langur aðdrag- andi að þessu en það var bara núna í sumar sem við fórum á fullt með þetta,“ segir Vignir. Verkefnið er byggt á erlendri fyrirmynd, en sams- konar fyrirtæki hafa rutt sér til rúms í Kaliforníu í Bandaríkjunum og ver- ið mjög vinsæl. Vignir segir hug- myndina vera í anda Airbnb þar sem fólk getur leigt út íbúðirnar sínar, en hjá Caritas leigi það út bílana sína í staðinn. „Ferlið er þannig að fólk sem á bíl getur skráð sig inn á síðuna, sent inn upplýsingar um bílinn sinn og þá er hann skráður. Þá geta ferðamenn, eða aðrir sem eru að leita sé að bíla- leigubíl, farið inn á síðuna, fundið bíl- ana og leigt þá af einstaklingunum,“ segir hann, en félagarnir bjóða upp á bókunarkerfi á síðunni þar sem eig- endur bílanna geta séð allar pantanir sem hafa komið inn til þeirra og haft yfirlit yfir leigurnar. „Upplifunin er að þetta er bílaleiga,“ segir Vignir. Samvinna Verkefnið er gert í samvinnu við Samgöngustofu og öll trygginga- félögin. „Við erum með bílaleiguleyfi og tryggjum alla bíla hjá viðeigandi tryggingafélagi. Bíllinn er skráður sem bílaleigubíll meðan á leigunni stendur svo þetta er allt lögum sam- kvæmt, sem er gríðarlega mik- ilvægt,“ segir Vignir. „Við erum einnig í samstarfi við Kolvið, fyr- irtæki sem sér um kolefnisjöfnun, og við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja leigu sem fer fram,“ bætir hann við, og segir mikið lagt upp úr því að fyr- irtækið sé umhverfisvænt. Félagarnir eru bjartsýnir um framhaldið. „Það eru yfir 300.000 bílar skráðir á Íslandi, og ef við fáum þótt ekki sé nema 1% af þeim þá er þetta orðin stærsta bílaleiga lands- ins,“ segir Vignir. „Nú erum við bara að miða inn á það að fá Íslendinga til að skrá bílana sína. Það er mikilvægt til að svona verkefni gangi upp,“ bætir hann við, og segist viss um að Íslendingar muni taka vel í Caritas. Gera fólki kleift að leigja út einkabílinn  Auka nýtingu á heimilisbílnum með því að koma honum í almenna leigu Morgunblaðið/Styrmir Kári Caritas.is Bílaleiga Caritas er nýjasta afurð hugbúnaðarfyrirtækisins Integral Turing. Húsaleigukostnaður ríkisins á þessu ári er tæpir 8,4 milljarðar króna, samkvæmt séryfirliti Fjársýslu rík- isins um skuldbindandi langtíma- samninga ríkisins. Reiknað er með því að leigukostnaður ríkisins á næsta ári verði 8,1 milljarður króna, á árinu 2016 7,9 milljarðar og á árinu 2017 7,7 milljarðar króna. Húsleigukostnaður ríkisins vegna Sendiráða Íslands erlendis er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn en í ár eru greiddar vegna þeirra 683 milljónir króna og gert ráð fyrir sömu upphæð næstu þrjú árin. Húsaleigukostnaður vegna heilsugæslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu er 398 milljónir króna í ár og áætlaður svipaður næstu þrjú árin; Alþingi greiðir 180 milljónir í húsaleigu í ár, en leigukostnaður fyrir árið 2017 er áætlaður 45 millj- ónir króna; Háskóli Íslands greiðir í ár 141 milljón króna og sama fjár- hæð er áætluð á ári, næstu þrjú ár- in. Sinfóníuhljómsveit Íslands greið- ir 162 milljónir króna í leigu í ár og sama fjárhæð er áætluð í leigu næstu þrjú árin. agnes@mbl.is Borgar 8,4 milljarða í leigu á þessu ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.