Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.2014, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2014 Myndefni Lausleg athugun ljósmyndara bendir til þess að Hallgrímskirkja sé mynduð á um 10 sekúndna fresti að meðaltali á helsta ferðamannatímanum í höfuðborginni. Ómar Nýyrðasmíði póli- tíska rétttrúnaðarins er ekki ný af nálinni eða þá útvíkkun og breyting hugtaka til að ná ákveðnum tilgangi. Orðasmíðin varð strax eitt af einkennum safnaðarins. Flótta- maður er t.d. útlend- ingur sem sannanlega flýr land sitt af ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóð- ernis eða stjórnmálaskoðana. Flóttamenn eiga rétt á að fá hér hæli og þeir sem sækja um það nefnast þá hælisleitendur. Fjöl- margir útlendingar vilja fá að flytj- ast til ýmissa landa í Evrópu í von um betra líf. Allt of margir hafa freistast til þess að brjóta gegn ákvæðum laga og þykjast vera flóttamenn án þess að vera það. Þeir eru einfaldlega ólöglegir inn- flytjendur, ekki hælisleitendur. Þeir eiga sér svo ýmsa stuðningsmenn af ýmsum toga þrátt fyrir lögbrot. Þar á meðal má greina nokkra lögmenn og aðra sem hafa atvinnu af hæl- isleitendabransanum, en ríkið greið- ir reikninginn fyrir ómak þeirra; þeim mun fleiri, þeim mun betra. Vinstriöfgamenn af ýmsum toga hafa svo gerst talsmenn ólöglegra innflytjenda. Þeir og fram- angreindir lögmenn (ef hugtakið vinstriöfgalögmaður væri til, gæti það átt vel við) telja að ekki eigi að þurfa að hlíta ákvæðum laganna og nefna alla ólöglega innflytjendur hælisleitendur í þessu sambandi. Verjendur sakamanna ættu að geta nýtt sér aðferðina. Þeir sem ná sér í pening með því að fara í bankann og fá lán eru lántakendur. Menn sem taka þá úr sjóðum sem þeim hef- ur verið trúað fyrir stunda umboðssvik eða fjárdrátt. Þeir sem tekst að plata peninga út úr fólki eru fjársvik- arar þegar þeir í raun- inni eru aðeins fjárleit- endur (sem kynni reyndar að verða rugl- að saman við gangna- menn ef betur er að gáð). Algengast að menn afli sér varn- ings með því að fara út í búð meðan opið er til að kaupa vöruna. Fáeinir fara eftir lokun og opna bara sjálfir og taka vöruna ófrjálsri hendi. Ef vel er gáð er þetta sama athöfnin. Hvorir tveggja, kaupendur og hinir, eru vöruleitendur. Ýmis niðrandi orð um frjálstökuna þarf að hætta að nota; útiloka þau úr málinu. Enda full af fordómum. – Við betra tækifæri ætla ég svo koma á fram- færi skoðun minni á viðtöku flótta- manna og löglegra innflytjenda. Þar má miklu betur gera til allir hafi hag af, flóttamenn, innflytjendur og við Íslendingar. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Ríkið greiðir reikn- inginn fyrir ómak þeirra sem hafa atvinnu af hælisleitendabrans- anum; þeim mun fleiri, þeim mun betra. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Um nýyrðasmíði pólitíska rétt- trúnaðarins Af og til skapast umræða þess efnis að unnt sé að laga áfall- inn halla í lífeyr- issjóðakerfinu með hækkun iðgjalda eða með hækkun lífeyr- istökualdurs. Gjarnan er fullyrt í framhald- inu að þannig muni þeir sem yngri eru niðurgreiða réttindi hinna eldri. Slíkur málflutningur er að mestu byggður á misskilningi en gefur tilefni til þess að gera stutt- lega grein fyrir nokkrum meg- inatriðum er viðkoma uppbyggingu íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Almennir lífeyrissjóðir – ábyrgð launagreiðanda Oft er lífeyrissjóðunum á Íslandi skipt annars vegar í almenna sjóði sem byggjast á fullri sjóðsöfnun og hins vegar í sjóði með ábyrgð launagreiðanda, þ.e. ríkis eða sveit- arfélaga. Síðarnefndu sjóðirnir eru aðeins að hluta til fjármagnaðir með greiðslu iðgjalda. Almennu lífeyrissjóðunum ber lagaleg skylda til að halda rétt- indum sjóðfélaga í samræmi við eignir sínar. Loforð um réttindi þurfa því að vera til samræmis við eignir á hverjum tíma. Það er þó ekki svo að réttindum sjóðfélaga sé breytt frá einum degi til annars, heldur ber að breyta réttindum ef munurinn á þeim og eignum fer yf- ir 10% og einnig ef munurinn er meiri en 5% samfellt í fimm ár. Ef slíkt gerist ber eftir atvikum að auka eða minnka réttindi sjóð- félaga. Samkvæmt þessu er reglan sú að ekki er heimilt að veita lífeyr- isréttindi umfram eignir lífeyr- issjóðs. Um síðustu áramót voru al- mennu sjóðirnir með 2% neikvæða stöðu, sem er vel innan þeirra marka sem skil- greind eru sem jafn- vægi í lögum. Sú að- gerð að hækka iðgjöld greiðandi sjóðfélaga hefur ekki þau áhrif að bæta áfallna stöðu líf- eyrissjóðs heldur aukast lífeyrisréttindi viðkomandi sjóðfélaga til framtíðar. Það er því beinlínis rangt að hækkun iðgjalda jafngildi því að yngri kynslóðum á vinnumarkaði sé sendur framtíðarreikningur til að bæta nútíðarvanda í lífeyriskerfinu. Sjóðir með ábyrgð launagreið- anda á réttindum eru ekki að fullu fjármagnaðir með iðgjalda- greiðslum. Í þeim sjóðum hafa launagreiðendur gefið loforð um ákveðin réttindi sem ekki eru til samræmis við eignir sjóðsins. Í þessu lífeyriskerfi ábyrgjast ríki og sveitarfélög greiðslu mismunar sem er annars vegar á eignum og hins vegar skuldbindingum/ loforðum um lífeyrisréttindi. Hall- inn á þessum sjóðum var um síð- ustu áramót um það bil 38% af skuldbindingum. Ef iðgjalda- greiðslur hækka til þessara sjóða hafa þær jákvæð áhrif á eignastöðu sjóðsins en engin áhrif á réttindi sjóðfélaga. Réttindin eru þannig óháð eignum sjóðsins. Lengra líf, færri börn Við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum brýnum verkefnum, þar á meðal að takast á við afleið- ingar þess að við lifum lengur og eignumst hlutfallslega færri börn en áður var. Öldruðum fjölgar og slík breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar er býsna hröð. Í nýlegri mannfjöldaspá Hag- stofunnar er gert ráð fyrir því að Íslendingum 67 ára og eldri fjölgi úr 36 þúsundum árið 2013 í 98 þús- und árið 2060. Þetta er 173% aukn- ing á nokkrum áratugum. Vegna sjóðsöfnunar í íslenska lífeyrissjóði erum við betur í stakk búin en flestar aðrar þjóðir til að mæta breyttri aldurssamsetningu þjóð- arinnar. Vegna hækkandi lífaldurs hefur komið til tals að hækka lífeyristökualdur fremur en að lækka lífeyrisgreiðslur til að eignir lífeyrissjóða standi undir skuld- bindingum þeirra til framtíðar. Með hækkun lífeyristökualdurs er unnt að tryggja að hærri iðgjalda- greiðslur skili hærri lífeyr- isgreiðslum fremur en að standa undir lengra eftirlaunatímabili. Reglulega eru gefnar út nýjar lífslíkutöflur og vegna aukins lang- lífis aukast skuldbindingar sjóð- anna. Við stöndum frammi fyrir því að þeir sem yngri eru hafa von um að lifa að jafnaði lengur en þeir eldri. Það er auðvitað afar jákvætt en kostar óhjákvæmilega fjármuni í lífeyriskerfinu. Þegar lífeyrissjóður stendur frammi fyrir því að eignir eru ekki til samræmis við skilgreind réttindi vegna aukinna lífslíkna ber sjóðn- um að minnka réttindin. Við slíkar aðgerðir ber að gæta jafnræðis milli sjóðfélaga og því er það ekki rétt að yngri kynslóðin niðurgreiði réttindi hinna eldri. Eftir Þóreyju S. Þórðardóttur » Vegna hækkandi líf- aldurs hefur komið til tals að hækka lífeyr- istökualdur fremur en að lækka lífeyris- greiðslur. Þórey S. Þórðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hver kynslóð fjármagnar sinn lífeyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.