Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ylfa Dögg Árnadóttir, íbúi við Grettisgötu 13, hefur ritað Reykjavíkurborg bréf þar sem hún skorar á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir við Grettisgötu 17 þar sem ákveðið hefur verið að fella gamlan og tignarlegan silfurreyni og færa húsið til þess að rýma fyrir nýrri hótelbyggingu. Ylfa Dögg hefur þegar fengið mikil viðbrögð frá grönnum sínum á síðunni þar sem bréf hennar er birt. Þau eru öll á einn veg: Þeir sem þar tjá skoðanir sínar eru allir á sama máli og Ylfa Dögg. Þegar þetta er ritað síðdegis á mánudegi voru komnar yfir 250 færslur við bréf Ylfu Daggar. Ætla að kæra úrskurðinn Ylfa Dögg sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði fengið miklu meiri og jákvæðari viðbrögð við bréfinu en hún hefði þorað að gera sér vonir um. „Þetta hefur farið fram úr björtustu von- um. Garðyrkjustjóri Reykjavíkur kom hér við í morgun og skoðaði tréð. Það hvort má fella silfurreyn- inn er víst úr hans höndum, því þótt tré séu friðuð að hluta gilda víst aðrar reglur þegar kemur að breytingum á deiliskipulagi. Við teljum miðað við það sem Minja- stofnun segir okkur að þeir séu ekki komnir jafnlangt með þessar breytingar og þeir halda fram. Við ætlum að kæra úrskurðinn til úr- skurðarnefndar, m.a. á þeim grund- velli að Reykjavíkurborg gerði enga grenndarkynningu,“ sagði Ylfa Dögg m.a. Síðdegis í gær höfðu yfir 500 manns skráð sig á undirskriftalist- ann. Ylfa Dögg segir að margir ná- grannar hennar hafi bara komist að þessum fyrirætlunum um breytt deiliskipulag á reitnum í gær og í fyrradag. Hjálmar Sveinsson, varafor- maður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, var spurður út í gagnrýni Ylfu Daggar í gær og hvers vegna engin grenndarkynn- ing hefði farið fram. „Þetta nýja deiliskipulag leysir af hólmi gamalt deiliskipulag, sem hafði gert ráð fyrir því að sannkall- aðir steypukumbaldar væru reistir á reitnum. Nýja skipulagið var samþykkt með öllum atkvæðum því það var talið svo miklu betra en hið gamla og fela í sér mjög svipað útlit og er víða á lóðunum milli Grett- isgötu og Laugavegar,“ sagði Hjálmar. Hjálmar segir að deiliskipulagið hafi verið auglýst 23. desember sl. og samkvæmt því hafi tækifæri gef- ist næstu sex vikur á eftir til þess að gera athugasemdir, en engar at- hugasemdir hafi borist. Aðspurður hvers vegna engin grenndarkynning hafi farið fram sagði Hjálmar: „Þetta var hin lög- boðna kynning.“ Hjálmar sagði að vissulega þyrfti borgin að gera bet- ur í kynningu á breytingum. Undir þá gagnrýni gæti hann tekið. Þá sagði hann að sérstakar mælingar hefðu verið gerðar á svokölluðu skuggavarpi sem fylgdi flutningi hússins og niðurstaðan verið sú að skuggavarpið væri ekki talið það mikið að það beinlínis skerti lífs- gæði nágranna. Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Minjastofnun hefði samþykkt flutn- ing á hinu friðaða húsi við Grett- isgötu sl. haust innan lóðar. Grenndarkynning alfarið á ábyrgð borgarinnar „Þetta mál kom á okkar borð í október í fyrra. Það var tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Laugaveg 34 a, Laugaveg 36 og Grettisgötu 17. Það var lagt til að flytja húsið við Grettisgötu 17 til á lóðinni, fram að götunni, og taka hús sem er á bak við, Laugaveg 36, við Sandholtsbakarí. Það er hús frá árinu 1896 sem er mjög falið þar sem það er. Hugmyndin var að flytja það hús upp á baklóðina og á þetta féllumst við,“ sagði Pétur. Pétur bendir á að kynning á breyttu deiliskipulagi fyrir ná- grönnum sé „alfarið á ábyrgð borg- arinnar“. Nálgast má bréf Ylfu Daggar í heild og ummæli íbúa í grenndinni á slóðinni www.change.org/ petitions/ og leita að Grettisgötu. Vill stöðva breytingar við Grettisgötu  Mikil viðbrögð við bréfi til Reykjavíkurborgar og öll á einn veg  Engin grenndarkynning fór fram meðal nágranna Grettisgötu 17  Vilja koma í veg fyrir flutning húss og fellingu silfurreynis 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 7,5 stig, tveimur stigum ofan við með- altal áranna 1961 til 1990 en 1,7 stig- um ofan meðaltals síðustu tíu ára. Á Suður- og Austurlandi var úr- Hagstætt veður hefur ríkt á landinu í maí og vorgróður er víðast hvar farinn að taka vel við sér. Hæsti hiti mánaðarins mældist 18,7 stig á Brúsastöðum í Vatnsdal 30. maí. Þann sama dag mældist hiti hæstur á mannaðri stöð eða 17 stig á Ak- ureyri. Lægsti hiti á landinu mældist -16 stig á Brúarjökli 20. maí og í byggð mældist hitinn lægstur -8,6 stig á Torfum í Eyjafirði 1. maí. Meðalhiti maímánaðar var hæstur á Garðskagavita, 8,4 stig, en lægstur á Gagnheiði, -1,1 stig. Ef einungis er litið til byggða var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, 3,2 stig. Í Reykjavík var meðalhitinn 8,1 stig og er það 1,8 stigum ofan við meðaltal áranna 1961 til 1990 en 1,3 koma yfir meðallagi en sólskins- stundir í Reykjavík mældust 189. Er það talsvert undir meðallagi síðustu tíu maímánaða en það hefur verið um það bil 242 sólskinsstundir. sh@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sólskinsstund í Reykjavík Lítið var um stundir sem þessar í maí. Hagstætt tíðarfar í maí á flestum stöðum landsins  Sólskinsstundir í Reykjavík talsvert undir meðaltali Í bréfi Ylfu Daggar segir m.a.: „Nú á að fella eldgamlan, stóran og tignarlegan silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17 … Húsið á að færa þannig að það stendur alveg ofan í garðinum á Grettisgötu 13 og skyggir þar með á alla sólarglætu í garð- inum. Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu … Engin grennd- arkynning var gerð áður en teikningar voru samþykktar en skipulagsbreytingarnar voru að- eins auglýstar í Fréttablaðinu og það á Þorláksmessu … Við undirrituð skorum á Reykjavík- urborg að framkvæma hið margumtalaða íbúalýðræði og leyfa þeim sem hér búa að hafa eitthvað um málið að segja.“ Kallar eftir íbúalýðræði BRÉF YLFU DAGGAR Grettisgata 13 Íbúar hússins segjast munu missa sólina úr garði sínum verði húsið við Grettisgötu 17 flutt. Þessu hafnar Hjálmar Sveinsson. Morgunblaðð/Styrmir Silfurreynirinn Íbúar við Grettisgötu vilja að hætt verði við að fella hinn „eldgamla og tignarlega silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17“, eins og kemur fram í bréfi Ylfu Daggar Árnadóttur, íbúa við Grettisgötu 13. Ósátt Ylfa Dögg Árnadóttir er gagnrýnin á Reykjavíkurborg. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Blómapottar MIKIÐ ÚRVAL AF RISAPOTTUM CUBO Leirpottur 30x30 cm 1.890,- Leirpottur ø35cm H33 cm 1.090,- LISO leirpottur ø30cm H30 cm 1.495,- Risa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.