Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Ullarfatnaður á góðu verði fyrir alla fjölskylduna Hlýr og notalegur í útivistina Gæða ullarföt frá Eftir kosningarnar til Evrópu-þingsins ríkir afar sér- kennilegt pólitískt ástand í Evrópu- sambandinu. Kosningarnar staðfestu að trú kjósenda á gildi þess að taka þátt í lýðræðislegum tilburðum sambandsins er ekki fyr- ir hendi.    Minnihluti fólkslætur sig kosningarnar varða og í einstaka lönd- um er þátttakan svo lítil að rétt rúmlega tíundi hver kjósandi mætir á kjör- tað.    Erfitt er að tala um lýðræði þeg-ar þátttakan er komin niður í slíkar lægðir og þegar við bætist að þeir sem mæta lýsa í síauknum mæli vantrausti á sambandið eru stjórnmálamenn álfunnar komnir í vanda og órói grípur um sig.    Og þessi vandi sést nú í fréttumaf því þegar reynt er að finna réttu mennina til að setjast í stóla forystumanna Evrópusambandsins. Þar ríkir tómur vandræðagangur.    Tekist er á um nöfn og athyglivekur að nú er það sjónarmið farið að hafa áhrif að verði tiltek- inn maður, Jean-Claude Juncker, fyrir valinu þá séu líkur á að kvarn- ist úr sambandinu. Og það er engin flís sem talið er líklegt að fari, held- ur sjálft Bretland.    Þetta er bara brot af þeim átök-um sem nú eiga sér stað innan sambandsins vegna óánægju al- mennings.    En sennilega sjá „viðræðusinn-ar“ hér á landi tækifæri í þessu fyrir Ísland og telja þetta rök fyrir því að halda í stöðu umsókn- arríkis. Umsókn um aðild að óvissuferð STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 20 léttskýjað París 18 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 19 alskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 21 alskýjað Winnipeg 15 alskýjað Montreal 23 skýjað New York 24 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:17 23:35 ÍSAFJÖRÐUR 2:31 24:32 SIGLUFJÖRÐUR 2:11 24:17 DJÚPIVOGUR 2:36 23:16 Fyrsta skóflustungan að nýrri norð- urljósarannsóknarstöð að Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit var tekin í gær. Áætlað er að byggingin verði 710 fermetrar að stærð og að sögn Reinhards Reynissonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga, er áætlað að vinna við bygginguna taki 2-3 ár. Uppbygging hennar mun kosta 200- 300 milljónir króna fyrir utan tækja- kost en fasteignarekstur og umsýsla muni kosta á annan tug milljóna króna á ári. „Þetta er hugsað sem rannsóknarstöð þar sem vísinda- menn dvelja um skamma hríð. Þarna verður búnaður sem safnar gögnum sjálfvirkt og gögn tekin í gegnum netið,“ segir Reinhard. Bygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannsóknamið- stöðvar Íslands – RANNÍS og Heimskautastofnunar Kína (Polar Research Institute of China – PRIC) frá sl. hausti um stofnun sameiginlegrar miðstöðvar til norð- urljósarannsókna á Íslandi undir nafninu China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO). Á vefnum karholl.is segir að Kín- verjar hafi haft samráð við Japana um besta mögulega staðinn til rann- sókna á norðurljósum á Íslandi, en Japanir hafa aðstöðu bæði í Borg- arfirði og á Tjörnesi. Eftir athuganir Kínverja, sem fengu meðal annars upplýsingar um veðurfar hjá Veð- urstofu Íslands, varð jörðin Kárhóll fyrir valinu, en hún var þá til sölu. vidar@mbl.is Fyrsta skóflustungan að rannsóknarstöð  Norðurljósarannsóknarstöð í gagnið eftir 2-3 ár  Sjálfvirk gagnasöfnun Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Norðurljós Ný Rannsóknarstöð rís. Fjármála- og efnahagsráðherra hef- ur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsókn- ar. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn og var Má tilkynnt í lok síðastliðins febrúar að staðan yrði auglýst laus til umsóknar að fimm ára starfstíma hans liðnum. „Seðlabankastjóri stýrir Seðla- banka Íslands og ber ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörð- unarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum lögum um Seðlabanka Íslands. Umsækjendur skulu hafa lokið há- skólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármála- starfsemi og efnahags- og peninga- málum. Gerð er krafa um stjórn- unarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum,“ segir í auglýsingunni. Seðlabankastjóri Már hefur lýst því yfir að hann vilji halda áfram. Stóll seðla- bankastjóra auglýstur Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.