Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Hljómsveitin Annes leikur í kvöld á djasskvöldi KEX hostels, Skúlagötu 28. Annes skipa Ari Bragi Kárason á trompet, Jóel Pálsson á saxófón, Guðmundur Pétursson á gítar, Ey- þór Gunnarsson á hljómborð og Einar Scheving á trommur. Á efnis- skránni verða lög eftir hljómsveit- armeðlimi og er aðgangur ókeypis sem fyrr. Annes Eyþór, Ari Bragi, Jóel, Guðmundur og Einar leika á KEX hosteli. Annes á djasskvöldi KEX hostels Aukasýning á tónlistarsýningunni Bat out of Hell verður haldin í Eld- borg 27. júní vegna mikillar eftir- spurnar. Í sýningunni er samstarfi tónlistarmannsins Meatloafs og lagahöfundarins Jims Steinmans gert hátt undir höfði með áherslu á metsöluplötuna Bat out of hell frá árinu 1977, eina mest seldu erlendu plötu Íslandssögunnar. Þá flytur hópurinn einnig lög eftir Steinman sem notið hafa mikilla vinsælda, m.a. „Total Eclipse of the Heart“. Söngvarar í sýningunni eru Dagur Sigurðsson, Eiríkur Hauksson, Heiða Ólafsdóttir, Matthías Matt- híasson, Stefanía Svavarsdóttir, Friðrik Ómar, Stefán Jakobsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir. Vinsæl Úr sýningunni Bat out of Hell. Aukasýning á Bat out of Hell í Hörpu Fegurð náttúrunnar snertirlíf margra á Íslandi. Ískáldsögunni Heimsljósieftir Halldór Laxness er að finna magnaðar lýsingar á því hvernig skáldið Ólafur Kárason Ljósvíkingur vinnur úr náttúru- skynjun sinni og skapar, í vitund sinni og hugarheimi, sitt eigið og upphafið fegurðarríki. Segja mætti að þar leitist hann við að hefja sig yfir erfiðleika og auðga tilveruna með hinum fegurstu leiktjöldum, eða sviðsmyndum utan um líf sitt. Heimsljós er öðrum þræði tákn- mynd fyrir fegurðarþrá listamanns- ins. Í viðamiklu sviðsverki í fjórum þáttum, Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Kraftbirtingar- hljómur guðdómsins), tekst mynd- listarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson, í samstarfi við Kjartan Sveinsson tónskáld, á við fegurð- arþrána með því að skapa hljóm sinna eigin sviðsmynda. Verkið er byggt á áðurnefndri skáldsögu Lax- ness í fjórum hlutum: Kraftbirting- arhljómi guðdómsins, Höll sum- arlandsins, Húsi skáldsins og Fegurð himinsins, frumsýnt í Volks- bühne-leikhúsinu í Berlín og sýnt í Borgarleikhúsinu sem viðburður á Listahátíð í Reykjavík. Fjöldi manns hefur komið að uppsetning- unni og flutningnum, þ.á m. stór hljómsveit og kór sem flytja frum- samda tónlist Kjartans. Á sviðinu birtast hins vegar engir leikarar, heldur eru tónlistin og leikmyndin „aðalleikararnir“ í hinni sviðsettu frásögn sem byggist á samspili mynda og tóna. Óneitanlega er það sérstök reynsla að sækja viðburð, kenndan við myndlist, á leikhússýningu þar sem uppistaðan í hinum sjónræna þætti eru „gamaldags“ málaðar leik- myndir (leiktjöld og leikmunir) sem sýna landslag. Senur sem í samtím- anum tengjast óhjákvæmilega kitsi og virðast helst tilheyra fortíð – söfnum og listaverkabókum – og byggjast á myndrænum fyrir- myndum listasögunnar; þær sýna innrammað „útsýni“ í raunsæislegri framsetningu með forgrunni („kúl- issum“), miðhluta og bakgrunni sem skapa þrívíddarblekkingu. Slíkar landslagssenur eru ótalmargar í evrópskri myndlistarsögu og eru margar hverjar byggingarlega og hugmyndalega nátengdar sviðs- myndum leikhúsanna – eins og verk Ragnars minnir skemmtilega á. Togstreitan milli landslags sem sjálfstæðs myndefnis og þjónustu- hlutverks þess sem baksviðs birtist t.d. í mismunandi viðhorfum til leik- tjalda Sigurðar Guðmundssonar málara frá 19. öld. Í Íslenzkri mynd- list telur Björn Th. Björnsson leik- tjöld Sigurðar vera fyrstu íslensku landslagsmálverkin, en í nýrri Ís- lenskri listasögu teljast þau ekki vera túlkun á náttúrunni og því ekki myndlistarverk heldur leikmynd á sviði. Í verki Ragnars fer ekki milli mála að leikmyndin er unnin sem myndlistarverk, sem nálgast það raunar að vera innsetning. Saga evrópskrar landslagshefðar í málverki er saga sjálfstæðisbar- áttu „landslagsins“ úr fjötrum hvers kyns bakgrunns og sviðsetningar, eins og 19. öldin og jafnframt gullöld landslagsmálunar ber fagurt vitni og kristallaðist í hræringum mód- ernismans. Huglægar og symbólsk- ar landslagsímyndir þýska listmál- arans Caspars Davids Friedrich voru þýðingarmikill hluti af róm- antísku stefnunni á fyrri hluta 19. aldar – og leikmyndin í Der Klang der Offenbarung des Göttlichen ger- ir sér mat úr rómantískri náttúru- túlkun hans. Ólgandi haf við klett- ótta strönd, berangurslegt skóg- lendi, snævi þaktir hamrar og brennandi rústir („hús skáldsins“) og að lokum senan þar sem hið jarð- neska rennur saman við hið óefn- iskennda: eilífðina, guðdóminn, feg- urðina? Þetta eru „lifandi sögu- myndir“ („tableux vivants“) 19. aldarinnar, uppfærðar og mátaðar við áhorfendur 21. aldarinnar. Örlög þýskrar rómantíkur (í með- förum nasismans) kunna að þvælast fyrir slíkum áhorfanda, ekki síst í Berlínarborg. Getur hann leyft sér að gefa sig einfaldlega á vald feg- urðinni í hinni dramatísku, listrænu framsetningu? Er unnt að endur- heimta rómantíska (jafnvel wagner- íska) fegurð úr viðjum sögulegrar misnotkunar? Íslenskir áhorfendur, vanir ofnotkun á landslagi í ýmiss konar myndframsetningu, gætu einnig átt erfitt með að slíta hinar rómantísk-raunsæislegu landslags- ímyndir úr tengslum við hið klisju- kennda og sjá þær ferskum augum. Þær skírskota raunar ávallt til ein- hvers í hugskoti áhorfandans – en það að staðnæmast við myndirnar og virða þær fyrir sér drykklanga stund getur vakið hann til vitundar um hvað það er að horfa á og búa til málverk og um listsköpun yfirhöfuð. Og kannski eiga margir auðvelt með að horfa „í gegnum“ hið endurskap- aða landslag og tengja beint við djúpstæða reynslu af hinu ósegjan- lega fagra í náttúrunni. Ragnar og félagar varpa fram ögrandi spurn- ingum en af einlægni, sem þó er krydduð spaugi, um leið og unnið er samtímalega og sjálfmeðvitað með gagnsæi og sýnileika tæknivinn- unnar að baki hinni upphöfnu, list- rænu framsetningu – með afhjúpun fagurgervingarinnar: í forgrunni er sú staðreynd að „landslagið“ er mannleg smíð; haganlega máluð og hugvitssamlega samsett leikmynd. Þá er í lýsingunni unnið fallega með að skapa breytileg blæbrigði og stemningu, dýptarblekkingu og áferð „landslagsforma“. Samspilið við fallegan söng (endurtekinna textabrota úr Heimsljósi í þýskri þýðingu) og tregablandna tóna Kjartans gengur prýðilega upp – og hljóðfæraleikarar, söngvarar, stjórnandinn og aðrir sem koma að flutningnum hafa sýnilega nærveru, skruðningar í hljómsveitinni eru hluti af atburðarásinni. Það „gerist“ ekki mikið í verkinu, en það gerist hægt og með stigvaxandi söknuði eftir liðinni tíð og glötuðu sakleysi. Fullur efasemda sogast áhorfandinn inn í veruleika verksins og fortíð „málverksins“ sem virðist lifna við og ef til vill blása honum í brjóst von og þrá. Það gerist því heilmikið innra með áhorfandanum og má því segja að viðbrögð hans séu í fyrir- rúmi sem „viðfangsefni“ þessa vel- heppnaða verks. Der Klang der Offenbarung des Göttlichen er metnaðarfullt verk, í senn nýstárlegt og hefðbundið. Þar er í hvívetna vandað til verks – öllu er tjaldað til – og þess vegna gengur þessi djarflega blanda upp og hristir upp í sýningargestinum. Frá sjónar- hóli myndlistarinnar er í verkinu fólgin öflug samræða við hefðina, og þá ekki síst málverkið. Hin samtímalega skörun listgreinanna (myndlistar, leikhúss, tónlistar, bók- mennta) sem verkið er byggt á byggist á sögulegri dýpt. Fyrst og fremst er verkið hugvekja um feg- urð og merkingu fegurðar í samspili menningar og náttúru á viðsjár- verðum tímum. Hljómur sviðsmyndarinnar Morgunblaðið/Einar Falur Náttúrufegurð Ein sviðsmyndanna í verki Ragnars Kjartanssonar, Der Klang der Offenbarung des Göttlichen. Borgarleikhúsið Ragnar Kjartansson – Der Klang der Offenbarung des Göttlichen bbbbn Listahátíð í Reykjavík 2014. Sýnt 28., 29. og 30. maí. Leikstjóri: Ragnar Kjart- ansson. Tónlist: Kjartan Sveinsson. Hljómsveitarstjórn: Davíð Þór Jónsson. Hljómsveit: Deutsches Filmorchester Babelsberg. Kór: Schola cantorum. Dramatúrg: Henning Nass. Myndrænn dramatúrg: Axel Hallkell Jóhannesson. Málarar: Axel Hallkell Jóhannesson, Ingjaldur Kárason, Lilja Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Victor Cilia og Þor- valdur Gröndal. ANNA JÓA MYNDLIST Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.