Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 ✝ Dóra Bern-harðsdóttir fæddist á Ak- ureyri 8. júní 1928. Hún and- aðist 25. maí 2014 á Hjúkrunarheim- ilinu Lögmanns- hlíð á Akureyri. Foreldrar henn- ar voru Bernharð Helgason verka- maður frá Hólum í Eyjafirði, f. 24.9. 1896, d. 9.5. 1970, og Sigurbjörg Jónsdóttir verkakona og húsmóðir, f. á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 3.8. 1903, d. 1.9. 1995. Bræður hennar voru Anton Helgi, lag- erstjóri, f. 15.9. 1926, d. 22.10. 2007, kona hans var Katrín Þorvaldsdóttir. Jón Guð- mundur múr- arameistari, f. 21.9. 1930, d. 20.8. 1998, hann var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Bryndís Stef- ánsdóttir, þau skildu, en síðari kona hans var Steinunn S. Valdi- marsdóttir. Upp- eldissystir Dóru var Helga Sigurbjörnsdóttir, f. 22.11. 1929, d. 22.3. 1991. Lengst af vann Dóra sem gjaldkeri í Landsbankanum á Akureyri. Útför Dóru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 3. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 10.30. Nú þegar vorið kveður og tónskali vindanna lætur í sér heyra svo um munar vitum við að sumarið er á næsta leiti. Þú elskaðir sólina og góða verðrið, naust þess að vera úti í nátt- úrunni við veiðar og berjatínslu svo fátt eitt sé nefnt. Í huga mínum var æskuheimili þitt á Akureyri sem höll. Að vissu leyti sem völundarhús sem gaf færi á nýjum uppgötvunum handan við hornið í hverju her- bergi. Smekkvísi og gott heim- ilishald fór þar saman. Þakher- bergið var skemmtilegast. Þar geymduð þið amma alla köku- baukana með óteljandi smá- kökutegundum sem ætlaðar voru til jóla og páska. Þarna geymdi afi líka spennandi lestr- arefni, sem hann lánaði mér þegar ég var orðin nógu full- orðin til að lesa Satt og Sannar sögur. Hann hafði reyndar kennt mér Faðirvorið mörgum árum fyrr, svo þetta jafnaðis allt saman út. Eldhúsið var ekki stórt, en þar var að jafnaði eldaður veislumatur, enginn fór svangur frá borði, afi sá til þess. Stofan var falleg með út- sýni yfir Vaðlaheiðina. Lit- brigði hennar sýndu gjarnan árstíðinar. Við vissum alltaf hvað það þýddi ef snjóað hafði í heiðina. Minningar úr þessari höll eru óteljandi, þarna fædd- ist ég. Þú bjóst á jaðarhæðinni og var sú hæð ekki síður spennandi. Í stofunni þinn var grammófónn sem þú settir gjarnan plötur á og spilaðir fyrir mig. Þú ein máttir að sjálfsögu spila á þetta undra- tæki. Svalinn í svefnherberginu og allar kiljurnar, sem þú last þér til ánægju, gefa ljóslifandi minningu. Sagan er skráð í innviði veggjanna um ókomna tíð. Elsku frænka, þakka þér fyrir yndislegar samverustund- ir í Borgarfirðinum, þar sem margt var spjallað. Þakka þér fyrir dagana sem við áttum í Lögmannshlíðinni og þú bauðst mér í mat og kaffi með ná- grönnum þínum, við sögðum þeim að ég væri í hvíldarinn- lögn hjá þér. Þessir dagar voru lærdómsríkir. Þær systur sorg og gleði gera vart við sig í lífi allra manna. Spurningin er bara hversu oft barið er að dyrum. Þú fórst ekki varhluta af þessu, en síðari ár ævinnar varst þú nokkuð sátt og stolt yfir vist- veru þinni í Lögmannshlíðinni. Ættingjum væntanlegra vist- manna var gjarnan sýnt inn til þín, til að sjá hversu vel væri hægt að búa. Að morgni sunnudagsins 25. maí kom svefninn langi til þín og létti þér andardráttinn sem var orðinn svo erfiður undir lokin. Þakka ber þeim sem sýndu þér umhyggju og hlýju síðustu ár ævinnar og voru til staðar þegar þú þurftir á því að halda. Jóna Björg. Það var hún Dóra sem kynnti mig fyrir Akureyri. Ég var nýflutt norður og þurfti að bera út bækur til þeirra sem ekki komust á Amtsbókasafnið. Það er verkefni okkar kvennanna í Soroptimistaklúbbi Akureyrar. Þekkti varla nokkr- ar götur með heiti. Dóra hélt það væri nú alveg sjálfsagt að leiðsegja mér um bæinn sem hún og gerði á svo skemmti- legan hátt. Við fórum nokkrum sinnum saman í þessa leiðangra og veit ég að Dóra naut þess virkilega. Árin liðu og við Dóra hitt- umst alltaf á fundum og stund- um kom hún með okkur á fundi suður. Er sérlega minnisstætt þegar við gistum flestar í or- lofsíbúð í stóru fjölbýli í höf- uðborginni og Dóra var þá hjá góðum vinum sínum í sama húsi og bauð okkur öllum þang- að til sín áður en við fórum út að borða. Vinskapur okkar styrktist enn frekar þegar ég eignaðist hann Sverri tengdason og síðan barnabörnin og í ljós kom að Dóra var frænka þeirra. Hafði ég gaman af því að fara með börnin til hennar í heimsókn þegar þau komu norður. Dóra átti fallega íbúð í Víði- lundi þar sem henni leið sér- lega vel og var gaman að koma þangað til hennar og spjalla. Alltaf átti hún heimagerðan ís og var ekki ánægð nema maður smakkaði, nú eða fengi sérrítár. Því miður hrakaði heilsu henn- ar og kom að því að hún þurfti að kveðja heimilið sitt og var um tíma í Kjarna á heimili fyrir aldraða. Það fékk virkilega á hana og tók hana langan tíma að aðlagast breyttum aðstæð- um. En öll él styttir upp um síðir og var Dóra ein þeirra heppnu sem fengu inni á hinu nýja vistheimili, Lögmannshlíð, sem er örugglega það allra glæsilegasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þarna undi Dóra hag sínum vel og bjó hún innan um sín fallegu myndverk og húsgögnin sín. Síðustu árin höfðum við Dóra og Debbie vinkona okkar þann skemmtilega sið að hittast og fara saman á kaffihús. Dóru þótti þetta mjög gaman og naut þess að sjá öll þessi nýju kaffi- hús eins og í Lystigarðinum, Ilminn og í Hofi. Þegar við komum til Dóru síðast, nú fyrir skömmu, var hún ekki nógu frísk og treysti sér ekki út svo við ákváðum að hittast fljótt aftur. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigríður Ágústsdóttir. Kveðja frá Soroptimista- systrum á Akureyri Í dag kveðjum við kæra syst- ur, Dóru Bernharðsdóttur bankastarfsmann í Landsbank- anum á Akureyri. Hún var ein af stofnfélögum Soroptimista- klúbbs Akureyrar en hann var stofnaður 13. febrúar 1982. Dóra var í undirbúnings- nefnd sem vann undir leiðsögn Halldóru Eggertsdóttur að stofnun klúbbsins, en Halldóra var í útbreiðslunefnd Lands- sambands Soroptimista. Hún gaf okkur verðandi systrum góðar upplýsingar um starf- semi Soroptimistaklúbba og hvernig skyldi standa að stofn- un þeirra. Dóra var strax áhugasöm og virk í klúbbnum og var það allt- af meðan heilsa hennar leyfði. Það fylgdi henni hressandi blær og hún hvatti okkur í starfinu og einkum í fjáröflun til að við gætum látið gott af okkur leiða. Dóra var útnefnd heiðursfélagi í Soroptimista- klúbbi Akureyrar í febrúar 2007 fyrir störf sín í þágu klúbbsins. Soroptimistar eiga að beita sér fyrir að veita þjónustu í heimabyggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi. Þá eiga So- roptimistar að taka virkan þátt í ákvarðanatöku hvarvetna í þjóðfélaginu. Soroptimistasyst- ur á Akureyri hafa lagt áherslu á að finna viðeigandi verkefni fyrir klúbbinn og einnig að það sé gaman og gleði í starfinu. Við höfum lagt mörgum mál- efnum lið bæði með vinnufram- lagi og fjárstuðningi. Aðalverk- efni okkar í gegnum tíðina hefur verið að bera vikulega út bækur og hljóðbækur frá Amtsbókasafninu til aldraðra borgara á Akureyri. Þetta hef- ur verið vinsælt og gefandi starf og þá má geta þess að fyrir jól baka systur smákökur og senda út með bókunum sem smá jólaglaðning. Nú er hún Dóra horfin sjón- um okkar. Við þökkum henni samfylgdina og allar góðu og skemmtilegu samverustundirn- ar á fundum og ferðalögum. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd Soroptimista- klúbbs Akureyrar, Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Dóra Bernharðsdóttir ✝ Valdís Ár-mannsdóttir fæddist á Hofi, Höfðaströnd hinn 6. mars 1930. Hún lést á Landspít- alanum, Hring- braut 25. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Ármann Jóhannsson, f. 1909, d. 1979, og Björg Guðný Jónsdóttir, f. 1897, d. 1975. Systkini Valdísar sammæðra voru Klara Ísfold Jónatansdóttir, f. 1918, d. 1998, Jón Margeir Jónatansson, f. 1920, d. 1942, og Hrefna Skag- fjörð, f. 1921, d. 2011. Systkini Valdísar samfeðra eru Hólm- fríður Sigrún Ármannsdóttir, f. 1941, d. 2002, og Gylfi Örn Ár- mannsson, f. 1948. Fósturmóðir Valdísar var Kristín Sigurðardóttir, f. 1886, d. 1969. Fóstursystkini Valdís- 1977. Börn þeirra eru: a) Sig- urður Pálmi, f. 18. mars 1993. b) Þorvaldur Snær, f. 1. ágúst 1999. c) Brynjar Eyberg, f. 14. nóvember 2006. Börn Jóns af fyrra hjónabandi eru a) Björg- vin Sigurður, f. 9. febrúar 1942. Maki Halldóra Ragna Pétursdóttir, f. 1942. b) Stein- unn Kristjana, f. 22. janúar 1943. Maki Freyr Baldvin Sig- urðsson, f. 1943, d. 2011. c) Brynja, f. 18. ágúst 1944. Maki Hallgrímur Jónsson, f. 1941. d) Salbjörg Engilráð, f. 28. júní 1947. Maki Sigurður Jón Vil- mundsson, f. 1945. Valdís ólst upp á Siglufirði og gekk í skóla þar. Hún, líkt og aðrir á þessum tíma, tók virkan þátt í hinu svokallaða síldarævintýri en leiðin lá suð- ur til Reykjavíkur árið 1959. Þangað flutti hún ásamt fóstur- móður sinni. Lengst af vann hún við saumaskap, fyrst í Belgjagerðinni, síðar á sauma- stofu Hagkaupa og einnig í Skinngalleríi. Síðasti starfsvett- vangur Valdísar var Hrafnista í Reykjavík. Útför Valdísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 3. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. ar eru Hólmfríður Sölvadóttir, f. 21. september 1917, og Guðmundur Skagfjörð Jónsson, f. 21. september 1924, d. 21. sept- ember 1942. Sambýlismaður Valdísar var Jón Ólafur Sigurðsson, forstjóri og út- gerðarmaður á Siglufirði, síðar skrif- stofumaður, f. 14. ágúst 1918, d. 4. nóvember 1997. Synir þeirra eru: 1) Guðmundur Kristinn, f. 6. nóvember 1959. Maki Halldóra Pétursdóttir, f. 19. október 1961. Börn þeirra eru a) Valdís Björt, f. 27. sept- ember 1982. Sonur hennar er Angantýr Guðnason, f. 1. októ- ber 2011. b) Pétur Mikael, f. 29. febrúar 1988. 2) Sigurður, f. 20. september 1972. Maki El- ísabet Þorvaldsdóttir, f. 9. júlí Þessar línur eru skrifaðar til að kveðja góða konu, Valdísi, sem var bæði mamma, amma og ynd- isleg tengdamamma. Kona sem alltaf var gott að koma til og frá henni fór enginn svangur. Hún var kát og glettin og stutt í góðan húmor sem hún hélt fram á síð- asta dag. Valdís var ótrúlega tillitssöm við allt og alla, svo mjög að stund- um átti hún það til að gleyma sjálfri sér. Brúnkaka, pönnukökur og sérríterta er nokkuð sem á alltaf eftir að minna okkur á góða tíma hjá Valdísi í Æsufellinu. Drengj- unum mínum á eftir að finnast skrítið að halda upp á afmælin sín án þess að bjóða upp á pönnukök- urnar hennar ömmu Valdísar því þær eru í uppáhaldi hjá öllum. Ég vil þakka fyrir þau 20 ár sem við áttum saman því á okkar vináttu hefur aldrei borið skugga og mun minning þín lifa með okk- ur öllum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Elísabet Þorvaldsdóttir. Tengdamóðir mín Valdís Ár- mannsdóttir hefur lokið lífsgöngu sinni en leiðir okkar lágu saman í 35 ár. Frá því að við kynnumst fyrst ríkti á milli okkar vinasam- band sem hélst óslitið til hinsta dags. Valdís var viljasterk kona, hún ólst upp hjá einstæðri móður, Kristínu Sigurðardóttur fóstur- móður, og þurfti ung að taka þátt í að afla lífsviðurværis. Hún hafði alla tíð mikla starfsorku, var af- kastamikil, skipulögð og vandvirk þegar hún gekk til verka. Engan hef ég þekkt sem gat gert jafn- mikið úr litlu og allt var nýtt til hins ýtrasta. Hún var höfðingi heim að sækja, mjög veitul og hugsaði um að allir gengju mettir frá borði. Skapferli hennar var létt, hún sá alltaf eitthvað spaugi- legt í umhverfinu og sagði skemmtilega frá. Valdís var bón- góð og gæti hún rétt fram hjálp- arhönd var hún ávallt reiðubúin. Ótalmargt hefur hún gert fyrir mig í gegnum árin, allt frá því að ég kom á heimili hennar fyrst, sex- tán ára unglingur, og fram á síð- asta dag. Það eru mikil forréttindi að kynnast góðu og heilsteyptu fólki á lífsleiðinni. Þeirra forrétt- inda naut ég öll árin sem við Val- dís áttum saman. Megi minningin um hana lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Halldóra Pétursdóttir. Valdís hét stúlkan sem móðir mín og fósturfaðir tóku í fóstur stuttu eftir að hún fæddist. Valdís átti aðeins að vera í fóstri í skamman tíma en hún var hjá móður minni á meðan hún lifði og náði hún háum aldri. Ég man það vel þegar Valdís, eða Valla eins og hún var alltaf kölluð, kom til okkar. Áður en móðir mín lagði af stað að sækja Völlu lagði hún þrjár flöskur á rúmið sitt með heitu vatni í til að hita holuna. Ég stóð í miðju her- berginu og horfði á þessar aðfarir hjá móður minni alveg gapandi hissa því að vanalega var ekki snert á rúminu að degi til. Móðir mín fór og sótti hana og kom með krílið heim í Hornbrekku og lagði hana í hlýja rúmið. Það örlaði fyrir afbrýðisemi af minni hálfu þar sem ég hafði alltaf sofið í holunni hjá mömmu en Völlu var fyrirgef- ið allt. Litla stúlkan með brúnu augun óx og dafnaði og hún var öllum mjög kær og flutti hlýju og birtu inn á heimilið. Allt frá þeim tíma er hún kom til okkar og fram til dagsins í dag hef ég litið á Völlu sem systur mína og talað um hana sem systur. Móðir mín, fósturfaðir og Valla bjuggu í Hornbrekku þar til Valla varð sex ára gömul en þá fluttu þau til Siglufjarðar. Þar bjó fjöl- skyldan uns Valla og móðir mín fluttu til Reykjavíkur og inn á heimili mitt og Hauks, mannsins míns. Þá var Valla orðin fullorðin og farin að vinna og var mjög dug- leg stúlka. Mikið sem það var gaman að hafa þær, oft var hlegið og mikil gleði ríkti á heimilinu. Tala nú ekki um þegar að margar hendur hjálpast að hvað það auð- veldaði oft á tíðum hlutina enda um miklar dugnaðarkonur að ræða. Valla og móðir mín voru al- veg óaðskiljanlegar og var oft mjög gaman að þeim. Að þremur árum liðnum keypti Valla sér íbúð og móðir mín fluttist með henni þangað, allt til enda sinna ævi- daga. Valla hóf sambúð með Jóni Sig- urðssyni og eftir andlát móður minnar fluttu þau í Æsufell og bjuggu þar alla sína tíð. Áttu þau saman tvo syni. Alla tíð var gott fjölskyldusamband á milli fjöl- skyldu Völlu og fjölskyldu minnar. Valla starfaði við saumaskap og var lengi á hverjum stað. Hún var alls staðar vel liðin fyrir dugnað og heiðarleika í öllum samskiptum. Það var hún Valla, hrein og bein og hreinskilin. Hún var ákveðin kona með ákaflega hlýtt hjarta. Það var oft glatt á hjalla þar sem hún var, alltaf fylgdi henni kátína og gleði. Þegar fólk hafði kynnst Völlu gleymdi það henni ekki. Það er óhætt að segja að Valla mín var ákaflega vinmörg. Alveg fram til dagsins í dag hefur fólk sem lítið eitt kynntist henni á árum áður spurt um hana og hvað væri að frétta af henni. Ég stend í ævinlegri þakkar- skuld við Völlu mína, ég á henni mikið að þakka. Hún var alltaf boðin og búin að rétta mér hjálp- arhönd ef erfiðleikar steðjuðu að. Lífið er óútreiknanlegt og ég hefði aldrei trúað því að Valla færi á undan mér. Hún var alltaf full af lífsorku, hress og kveinkaði sér aldrei. Þetta kom því frekar flatt upp á mig en svona er víst gangur lífsins. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hólmfríður Sölvadóttir (Fríða fóstursystir). Meira: mbl.is/minningar Nú þegar við kveðjum Valdísi vinkonu og samstarfskonu minn- umst við þess þegar þau hjónin mættu á saumastofuna okkar hjóna. Við höfðum auglýst eftir saumakonu og leist okkur strax vel á Valdísi og sýndi Jón okkur unga fólkinu föðurlega umhyggju. Við vorum ekki svikin af Val- dísi; fyrir utan það að vera reynslubolti kom hún sterk inn í þennan litla og góða hóp. Það var mikil gleði í kringum Valdísi, hún hafði góða frásagnarhæfileika, sagði skemmtilega frá og það var oft svo mikið hlegið. Það voru sög- ur úr síldinni á Siglufirði frá henn- ar uppvaxtarárum; þar var mikið unnið en stutt í gleðina og hún var bara þannig, sá alltaf skemmtilega hlið á lífinu. Þegar við vorum sam- an gleymdist allur aldursmunur, við vorum jafningjar. Valdís var hörkusaumakona og hafði mikla reynslu. Það var alltaf mikill gestagangur hjá þeim hjónunum enda stór fjölskylda sem að þeim stóð og góð heim að sækja. Það var svo yndislegt að heyra í þér, þú varst alltaf svo glöð og um- vafin fólki sem vildi vera í þinni návist enda svo gefandi og skemmtileg. Við heimsóttum sam- eiginlega vinkonu okkar frá saumastofunni fyrir stuttu, þá grunaði okkur ekki að þetta yrði síðasta stundin okkar saman. Við Júlli sendum sonum og fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Mín kæra þökk fyrir allt. Sigrún. Valdís Ármannsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Valdís, við eigum eftir að sakna þín en það er gott að vita að núna líður þér vel uppi á himnum með hinum englunum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Sigurður Pálmi, Þorvaldur Snær og Brynjar Eyberg. Elsku amma, þú gerir nafnið mitt fal- legt. Við Angantýr munum alltaf búa að því sem þú gafst okkur. Þín Valdís Björt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.