Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þ að er ekki laust við að maður sé hugsi í kjölfar úrslita í kosningum sem nýafstaðnar eru, annars vegar til Evrópuþingsins og hins vegar til sveitarstjórna hér heima á Ís- landi. Er það einkum af því það má finna sam- eiginlega fleti þegar úrslitin er skoðuð og þeir eru langt í frá að vera kræsilegir. Þvert á móti eru þeir í flesta staði varhugaverð viðurstyggð. Í Evrópu er það nefnilega svo að þjóðernis- sinnuðum stjórnmálaöflum vex fiskur um hrygg og sú ljóta þróun er ekki bara bundin við Austur-Evrópu, þar sem kynþáttahyggja hefur löngum verið áberandi, heldur er þessi ófélega stemning að stinga sér niður um alla Vestur- Evrópu hið sama. Þegar undirritaður bjó í Frakklandi, fyrir tæpum tveimur áratugum, þótti þjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen næsta hlálegur vitleysingur og skoðanir hans fengu af- skaplega takmarkaðan hljómgrunn. Í dag er dóttir hans, Marine að nafni og alveg af sama sauðahúsinu, einn sig- urvegara umræddra kosninga til Evrópuþingsins og eng- um stekkur lengur bros. Lýðskrumið hefur haft erindi sem erfiði og árangurinn er knúinn af tortryggni og óvild í garð útlendinga. Þeir sem hafa séð myndband framleitt af ungliðum úr röðum sænskra þjóðernissinna og heyrt þar skilaboðin „Evrópa tilheyrir okkur“ vita sem er að allstaðar virðist sama pestin búin að stinga sér niður. Hún er ógeð. Gegnum aldirnar hefur jafnan mátt bóka að slíkar um- gangspestir berast fyrr eða síðar hingað til lands sömu- leiðis enda smitvænir í einhverjum mæli alls- staðar fyrir. Á meðan farsóttir fyrri tíma bárust hingað til lands með skipum og lögðust á líkama hinna smituðu þá berast nýju veik- irnar hinsvegar með fjölmiðlum og gera þá sjúku veika á sinninu; þeir líta með hræðslu og vanþóknun á útlendinga og fólk af öðrum trúarbrögðum og telja þá hinar mestu for- dæður upp til hópa sem ekkert muni hér gera nema spilla draumalandinu í bak og fyrir. Það var þá! Verst er þó að sjá fólk í framlínu stjórnmál- anna skara eld að þessum ömurlegu glæðum – sem eiga ekki að fá lifað í upplýstu samfélagi á 21. öldinni – til þess eins að hafa af því skamm- tíma hagsmuni í baráttunni um völdin. Maður skyldi ætla að slíkur hugsunarháttur væri ekki til staðar hér á landi nú til dags en nýafstaðin kosningabarátta sýndi og sannaði að lengi má ofmeta mannfólkið og þegar allt annað um þraut – mannaskipti í forystunni, samkrull fyrir flugvallarvini og hvaðeina – tók Framsóknarflokkurinn slaginn og ákvað að höfða til fá- fræði og tortryggni í garð múslima. Því hefði ég trauðla trúað fyrirfram en á minn sann, Framsókn hefur enn á ný slegið eigið met í því að seilast langt á lokasprettinum þeg- ar raunveruleg málefni duga ekki til. Að höfða til lægstu og heimskulegustu hvatanna hjá al- menningi til að skara eld að eigin köku er ómerkilegt kosningabragð sem landsmenn hefðu átt að sjá í gegnum. Góðir Íslendingar, ég hafði meiri trú á ykkur en svo. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Af farsóttum fyrr og nú STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sveitarstjórnarlögum var ífyrra breytt þannig að núer heimilt að halda rafræn-ar íbúakosningar um ákveðið afmarkað málefni sem varð- ar viðkomandi sveitarfélag. Féll það í hlut Þjóðskrár Íslands að koma upp og halda utan um kosningakerfi sem notað er við framkvæmd þess- ara kosninga. Tvö sveitarfélög, Akraneskaupstaður og Rangárþing ytra, buðu sig fram í febrúar síðast- liðnum til þess að taka þátt í til- raunakosningu sem fram átti að fara um mánaðamótin apríl/maí en vegna skamms fyrirvara var fallið frá þeim áformum. Rafræn kosning í skrefum Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands, segir kerfið nú svo gott sem tilbúið. „Við verðum tilbúin með þetta í haust og munum nú fljótlega setja okkur aftur í sam- band við sveitarfélögin,“ segir Halla Björg. Samið var við spænska fyrir- tækið Scytl um aðlögun og afnot af kosningakerfi fyrirtækisins í tengslum við fyrirhugaðar íbúakosn- ingar og segir Halla Björg kerfið vera í notkun víða um heim. „Til að mynda völdu Norðmenn þetta kerfi fyrir nokkrum árum og notuðu það við framkvæmd þingkosninga 2011 og sveitarstjórnarkosninga 2013.“ Aðspurð segir Halla Björg þörf á frekari lagabreytingum vilji menn kjósa fulltrúa á þing eða í sveit- arstjórnir með rafrænni kosningu hér á landi. Hugbúnaðurinn er hins vegar til staðar. „Okkar fannst hins vegar mjög sniðugt að byrja á raf- rænum íbúakosningum. Það veitir fólki gott tækifæri til þess að kynn- ast kerfinu áður en lengra er farið,“ segir hún. „Hugsunin í þessu var að byrja með íbúakosningar, svo mætti hugsanlega halda rafrænar þjóð- aratkvæðagreiðslur en þing- og sveitarstjórnarkosningar yrðu svo lokaskrefið.“ Hægt að breyta atkvæði sínu Spurð út í hvernig öryggis- málum er háttað þegar kemur að framkvæmd rafrænna kosninga seg- ir Halla Björg kjósendur koma til með að nýta sér innskráningarþjón- ustu Ísland.is. „Þar er hægt að nota styrktan Íslykil [sem er Íslykill og smáskilaboð sem sent er í farsíma] eða rafræn skilríki,“ segir hún og bendir á að styrktur Íslykill sé í raun tvöfalt öryggi en sambærileg leið var einnig farin við framkvæmd raf- rænna kosninga í Noregi. Í umræðunni um framkvæmd rafrænna kosninga hefur meðal ann- ars verið bent á þá hættu að kjós- andi kann að láta stjórnast af þrýst- ingi frá öðrum og gangi því ekki óþvingaður til kosninga. Halla Björg segir hins vegar kjósendur geta breytt atkvæði sínu allt þar til kosn- ingu lýkur. „Viðkomandi getur kosið eins oft og hann vill. Verði hann til að mynda fyrir þrýstingi heima hjá sér, þá getur hann bara farið á næsta bókasafn eða kaffihús og breytt atkvæði sínu því kerfið tekur bara síðasta atkvæðið gilt.“ Þá segist Halla Björg finna fyrir miklum áhuga sveitarfé- laga fyrir rafrænum kosn- ingum. „Við vorum með kynn- ingarfund í byrjun febrúar fyrir öll sveitarfélögin [sem var sendur út á netinu] og hann fékk mjög mikla hlustun,“ segir hún og bætir við að ljóst má vera að kosningafyrirkomulag þetta sé það sem koma skal. „Við höfum mikla trú á þessu.“ Rafrænar íbúakosn- ingar með haustinu Morgunblaðið/Heiddi Þolinmæði Oft myndast langar biðraðir á kjörstöðum og því getur tekið dágóðan tíma að kjósa. Rafrænar kosningar taka hins vegar skemmri tíma. Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu, segir heldur ólíklegt að rafrænar þing- og sveitarstjórnarkosn- ingar fari fram hér á landi í ná- inni framtíð. „Ég held að þetta sé ekki raunhæft. Þær málamiðlanir sem við erum tilbúin til þess að gera fyrir rafrænar kosningar eru fyrst og fremst í íbúamálum þar sem t.a.m. er kosið um hundahald eða útivistartíma barna,“ segir Haukur. „Jafnvel þótt þetta verkefni verði tækni- lega leysanlegt þá fylgja því auðvitað miklir erfiðleikar að vera með eftirlits- lausan kjörfund,“ segir hann og bendir á að undir slíkum kring- umstæðum geti fólk auðveldlega orðið fyrir áhrifum. Mjög flókið í framkvæmd EKKI Á NÆSTUNNI Haukur Arnþórsson Umræðurnarum hinaslöku kjör- sókn í sveitar- stjórnarkosning- unum taka á sig ýmsar myndir. Fyrir fjórum ár- um tóku menn sig til í borginni og slógu stjórnmálunum upp í grín og hafa síðan haft borg- arstjóra sem hefur verið al- gjörlega stikkfrí og enginn gert kröfur til hans sem æðsta stjórnanda mesta fyrirtækis borgarinnar. Fjölmiðlarnir glöt- uðu í heil fjögur ár ekki stöðu sinni sem helstu blindingjarnir í þessari uppfærslu á Nýju fötum keisarans. Borgarstjórinn hefur notið sín best í uppákomum, upppuntaður í óvæntum klæð- um, sem með tímanum urðu dá- lítið minna óvænt. Það er ekki þar með sagt að þessi borgarstjóri hafi endilega verið verri en fyrirrennarar hans frá árinu 1908, svo ekki séu uppi getgátur um eftirmenn í framtíðinni. Og í raun getur enginn verið illa svikinn yfir framgöngu hans, því hann hafði fyrirfram sagst myndu svíkja allt sem hann hefði lofað. Að vísu héldu einhverjir kjósend- anna að það væri hið mikla „djók“ sem var lykilorðið í kosn- ingunum fyrir fjórum árum. En eftir að þessi skemmtilegheit höfðu staðið í 4 ár varð nið- urstaðan samt sú að kjósendur ætluðu varla að drattast á kjör- stað í Reykjavík og gott ef þurfti ekki að fara til Hafnarfjarðar til að finna lakari kjörsókn. Reyndar má segja að skemmtiatriðin hafi haldið áfram í Ráðhúsinu fram yfir kjördag því að honum loknum sá yfirkjörstjórnin í Reykjavík um uppistandið og er ólíklegt að það sjónarspil verði „toppað“ á næstu árum. En harmi slegnir yfir minnkandi kjörsókn á degi sem var að sögn helstu drama- drottninganna „dapur dagur fyrir lýðræðið“ hefur kastljós- inu verið beint að rafrænum kosningum. Þýðingarmikið sé, vegna kjörsóknaráfallsins, að þær verði fullkomnaðar fyrir næstu kosningar, svo „lýðræðið“ verði ekki fyrir öðru áfalli. Það liggur í þessum vanga- veltum að fólki sé nú orðin of- raun að koma sér á kjörstað, þótt sá lífsháski skelli aðeins á með nokkurra ára millibili. Get- ur það verið rétt? Nú eru kjósendur auðvitað mjög sérstakt fyrirbæri, en um- breytingin yfir í það fyrirbæri stendur þó aðeins í örskotsstund á þessum eina degi. Þess á milli eru kjósendur bara fólk. Það þarf að versla. Það þarf að mæta í vinnu. Það þarf að koma barni í skóla, í tómstundir og eða á völl- inn. Eldra fólk fer í bridds, golf og föndur og fullyrt er að ýmsir fari út að hjóla. En helstu fræði- menn telja samt að lýðræðið sé um það bil að líða út af, þar sem fólk þurfi að skjótast á kjörstað annað hvert ár. Var óveð- ur 31. maí og björg- unarsveitir í viðbragðsstöðu? Kjörstaður er jafnan í næsta nágrenni, þar sem kjörsóknin varð dræmust, liðlega 60 pró- sent. Í dreifbýlinu, þar sem lengst er á kjörstað, fór kjör- sóknin upp í 90%. Það fylgir því enn dálítil stemning að koma á fánum prýddan kjörstað og fá sér kaffi- sopa hjá „flokknum“ í kjölfarið. Þeir séðustu fá sér sopa hjá fleiri en einum flokki. Og það er líka gaman að fylgjast með tölum berast og spá í spilin, þrátt fyrir „RÚV“-snillingana og yfirkjör- stjórnina í Ráðhúsinu. Vegna meints skaddaðs lýðræðis ræða menn, eins og í fullri alvöru, að eigi kjörsóknin að aukast megi enginn þurfa að hafa neitt fyrir því að kjósa! Kjósa verði rafrænt. Hvergi sé flaggað á kjördag, ekk- ert kaffi, engin stemning og allar kosningatölur komi á sömu mínútunni úr tölvu Hagstofunnar og yfirkjörstjórnin í Reykjavík, RÚV og fleiri spaugarar verði úr sögunni. Nú er það þannig, að kjós- anda, sem þarf aðstoð við að kjósa, er bannað að njóta hennar frá þeim sem hann treystir best. Hann skal að lögum stóla á ókunnugt fólk á vegum yfirvalda til að koma í veg fyrir misnotk- un. En gæti ekki hin harða hús- móðir eða húsbóndi heima fyrir horft yfir axlir þess sem kýs og er útilokað að þar sé ekki ein- hver sem kýs, hvort sem hann kýs eða ekki í öllum merkingum þess? Er „auðvitað hægt að tryggja“ að enginn geti séð hvaða atkvæði komi úr ip- tölunni, sem í hlut á, þegar út- búnaðarlaus einhverfur ung- lingspiltur uppi á hanabjálka í bresku smáþorpi gat hakkað sig inn í leyndustu tölvur í Penta- gon, með þeim afleiðingum að bandarísk yfirvöld kröfðust framsals hans, svo hann mætti dúsa þar í klefa í svo sem fjögur hundruð ár, fyrir landráð eða njósnir, eftir vali kviðdómsins? Sjálfsagt má trúa því að hægt sé að girða fyrir allar hættur sem kynnu að fylgja rafrænum kosningum, þótt það hafi ekki verið hægt á frægum Lands- fundi Samfylkingar, þar sem rúmlega 900 manns kusu á 400 manna fundi. Það var rannsakað af sérfræðingum og upplýst að ekkert hefði verið athugavert. Þeir, sem fullyrða að lausnin fyrir lýðræðið sé að koma í veg fyrir að íslenskir kjósendur þurfi að bregða sér út úr húsi í hálftíma, eru ekki sannfærandi. Því sé það rétt, þá er lýðræðið hvort sem er dauðans matur og rafræn öndunarvél breytir þar engu. Nú vilja þeir rafræna kosningunum} Rafræna lausnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.