Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Dýrleif Hallgríms og Gunnar Ólafsson eiga 70 ára brúðkaupsafmæli í dag. Á myndinni eru þau hjónin ásamt börnunum sínum fjórum. Árnað heilla Platínubrúðkaup Ég starfa við garðyrkju í sumar,“ segir Reykvíkingurinn Ólaf-ur Frímann Kristjánsson sem er tvítugur í dag. Hann var aðklára sitt þriðja ár í menntaskóla en hann stundar nám við Menntaskólann við Sund. Ólafur Frímann er kominn með nokkuð skýra sýn á hvað skuli taka við eftir menntaskólann en er þó ekki al- veg laus við valkvíðann. „Valið stendur á milli viðskiptafræðinnar og flugmannsins. Þessa stundina hallast ég meira að viðskiptafræð- inni og stefni þá á að læra að fljúga síðar, sem áhugamál.“ Ólafur nýtur þess að ferðast. Næsti áfangastaður hans er New York en hann hefur aldrei komið til Bandaríkjanna þrátt fyrir að vera heillaður af landinu. „Ég hef lengi verið mikill áhugamaður um Bandaríkin og því bú- inn að stefna að því að fara þangað í töluverðan tíma. Það virðist loksins ætla að verða að veruleika,“ segir Ólafur en hann stefnir á að fara í fallhlífarstökk í þeirri ferð. Þetta er þó ekki nema brot af því sem hann ætlar sér að gera í sumar en hann er á leið í útskriftar- ferð til Benidorm í ágúst ásamt skólasystkinum úr Menntaskólanum við Sund. „Svo förum við fjölskyldan í fimm daga gönguferð í Ísa- fjarðardjúpi í júlí. Við förum alltaf saman einu sinni á ári og varð Ísafjarðardjúpið fyrir valinu þetta skiptið,“ segir Ólafur Frímann en hann hlakkar mikið til sumarsins og að spila fótbolta með liði sínu Léttum í fjórðu deildinni. ash@mbl.is Ólafur Frímann Kristjánsson er tvítugur Flugáhugamaður „Ég stefni á að læra að fljúga síðar.“ Fallhlífarstökk og Ísafjarðardjúp Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. B ertha María Ársæls- dóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 3.6. 1964, ólst þar upp og gekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja þar til 23. janúar 1973 er eldgosið hófst. Fluttist fjölskylda hennar þá til Reykjavíkur og bjó þar upp frá því. Sterkar rætur í Eyjum „Húsið okkar og allt umhverfi þar sem ég ólst upp og æskustöðvar móðurfjölskyldunnar fóru undir hraun en ræturnar liggja þarna og verða reyndar sterkari eftir því sem ég eldist. Öllum sumrum frá gosi fram á menntaskólaár eyddi ég í Eyjum, allar sterkustu minning- arnar frá æsku eru þaðan og nokkra af elstu og bestu vinunum á ég síðan í æsku í Austurbænum í Vestmannaeyjum. Þarna lékum við krakkarnir okkur á sumrin í öskunni sem enn var um allan bæ, á bryggj- unni og uppi á hrauni og reyndum að finna staðinn þar sem húsin okk- ar lágu undir hrauninu með því að nota afstöðu til Heimakletts. Sjálf- sagt var þetta skrýtið umhverfi að alast upp í en við þekktum ekki annað og fullorðna fólkið var upp- tekið af því að koma húsum í gagnið og hreinsa umhverfið. Þegar ég hafði aldur til fór ég að vinna í fiski í Ísfélaginu en það var nokkurs konar fjölskyldufyrirtæki á þeim tíma. Mér finnst líka frábært að börnin mín skuli hafa haft tækifæri til að kynnast Eyjunum með því að vinna þar í fiski á sumrin. Allur frænd- garður minn úr báðum leggjum er einnig úr Eyjum og það er grínast með það í fjölskyldunni að við systk- inin séum skyld meira en hálfum bænum.“ Eftir að Bertha fluttist til Reykja- víkur gekk hún í Vesturbæjarskól- ann, Hagaskóla og varð stúdent úr MR árið 1984. Hún útskrifaðist síð- an sem matvælafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1988. „Við hjónin fluttum árið 1990 með dóttur okkar nýfædda til Austin í Texas þar sem eiginmaðurinn fór í framhaldsnám. Áttum þar frábæran Bertha María Ársælsdóttir, matvæla- og næringarfr. – 50 ára Fjölskyldan „Mér finnst gaman að ganga á fjöll, sérstaklega í Vestmannaeyjum, fallegasta stað í heimi!“ Ekki flókið að borða hollan og góðan mat Hjónin Í göngu á Laugaveginum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.