Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Nýtt torf Skipt var um jarðveg á Austurvelli í gær og hann verður svo tyrfður til að fólk geti legið þar eða leikið sér í sólinni í sumar. Eggert Breska pressan vitnar í ummæli Eds Milibands, for- manns breska Verkamanna- flokksins, þar sem hann seg- ir: „Áhyggjur af innflytjendum (innflutningi fólks) eru ekki fordómar.“ Hann vísaði til réttmætra áhyggna af kostnaði velferð- arkerfisins og að t.d. yrði að gera kröfu um málakunnáttu innflytjenda. Danski þing- maðurinn fyrrverandi, Naser Khader, sem er hófsamur múslimi, upprunninn frá Sýr- landi, hefur margoft lýst því hvað nauðsynlegt sé að gera til að koma í veg fyrir upp- gang öfgahópa innan innflytj- enda sem eru múslimar. Ég og aðrir sem spurt hafa trúaða múslima um sambúð múslima og annarra íbúa Evrópu fáum sömu svörin og Ed Miliband og Naser Kha- der hafa gefið. – Það þarf að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn öfgum eigi ekki að verða vandræði síðar meir. Það þarf líka að gera kröfu um gagnkvæma virðingu, ekki bara á annan veginn. Hér á Íslandi eru menn uppnefndir rasistar ef þeir nefna svipaða hluti og þeir Miliband og Naser Khader. Meira að segja að mæla gegn staðsetningu á mosku (ekki gegn mosku) og þeirri öfugu mismunun sem stað- setningin er til vitnis um verður til þess að rasista- stimpillinn er dreginn upp. Íslenska hópsálin lætur ekki að sér hæða fremur en endranær. En það verður að segjast eins og er að með „skopmynd“ af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur þar sem hún er sýnd í búningi kynþáttahaturssamtakanna Ku Klux Klan, sem eru ill- ræmd af hryðjuverkum sínum, nær íslensk fjölmiðlun nýjum lægðum. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir það ekki koma til greina að biðjast afsökunar á myndinni. Þetta kallast að bíta höfuðið af skömminni. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Það þarf að gera fyr- irbyggjandi ráð- stafanir gegn öfgum eigi ekki að verða vand- ræði síðar meir. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Dagur, er breski Verkamanna- flokkurinn stjórntækur? Sæll Gestur Jóns- son! Var að lesa grein eftir þig sem þú birtir í Fréttablaðinu 17. jan- úar 2014. Þar talar þú um ákveðna þöggun í Al Thani-málinu svo- kallaða og vitnar í grein Brynjars Níels- sonar lögmanns sem ritaði um dóminn og segir m.a.: „Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar lands- ins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti.“ Nú hefur Brynjar auðvitað leyfi til að hafa sínar skoðanir eins og annað fólk. Hugsanlega hafa fjöl- miðlar bara talið allt í lagi að Brynj- ar væri ósammála fjölskipuðum hér- aðsdómi, án þess að gera sérstakt veður út af því, enda Hæstiréttur með málið til meðferðar. En talandi um þöggun, Gestur Jónsson, þá er ég sammála þér um að „þöggun“ er hættulegt fordæmi og að fólk eigi að ræða um mikilvæg mál og brjóta til mergjar eftir þörf- um. Ég las ræðuna þína á vefnum í Aurum-málinu svokallaða, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er ákærður fyrir meiriháttar afbrot og „skugga- stjórnun“ á bankanum Glitni, en hann fékk m.a. þúsund milljónir króna inn á einkareikning sinn til að borga upp persónulega yfirdráttinn sinn, því það er jú erfitt að hafa mörg hundruð milljóna króna yfirdrátt á bak- inu eins og flestir landsmenn kannast ef- laust við! Í ræðunni heldur þú því fram að Jón Ásgeir hafi ekki haft neitt boð- vald yfir Glitni þar sem hann hafi hvorki setið í stjórn bankans né ver- ið með neina stöðu í honum. Þess vegna sé fráleitt að halda því fram að Jón Ás- geir hafi haft eitthvað um það að segja hvernig almenningshlutafélag- inu Glitni hafi verið stjórnað. Að vísu sendi Lárus Welding bankastjóri tölvupóst til Jóns Ás- geirs þegar Jón Ásgeir var eitthvað óhress með hann og spurði: „Er ég rekinn?“ Og þegar einn lánastjórinn í Glitni var ekki tilbúinn að gefa Jóni Ásgeiri það verðmat á Aurum-bréfin sem hann vildi sendi Jón Ásgeir póst til Lárusar bankastjóra þar sem hann sagði: „Hafðu stjórn á Guð- nýju!“ – En allt var þetta sagt í spaugi, að sögn Jóns Ásgeirs, og því skulum við ekki tala meira um það. En mig langar að spyrja þig, Gestur Jónsson: Getur verið að ræð- an þín í Aurum-málinu sé sama ræð- an og þú varst með í stærsta ákæru- liðnum í Baugsmálinu svokallaða , þ.e. „Fjárfarsmálinu“? Þar var Jón Ásgeir m.a. ákærður fyrir að lána einkafélagi sínu, Fjár- fari ehf., hundruð milljóna króna úr sjóðum Baugs hf. sem þá var í eigu þúsunda Íslendinga og lífeyrissjóða og lét það félag m.a. kaupa 10-11- verslunarkeðjuna fyrir sig með mik- illi leynd og selja svo strax á miklu hærra verði til almenningshluta- félagsins Baugs hf. Sá sem átti Fjár- far ehf. græddi persónulega mörg hundruð milljónir á þessari „fléttu“. Jón Ásgeir harðneitaði eiðsvarinn fyrir dómi að stjórna Fjárfari ehf. og að eiga nokkuð í því nema örfá prósent. Því væri út í hött að tengja hann við þetta félag og hann hefði ekki hagnast neitt á þessum við- skiptum. Þú sagðir afar hátt og snjallt í málsvörn þinni að það væri fráleitt að halda því fram að Jón Ásgeir hefði átt eða stjórnað Fjárfari ehf., enda Jón Ásgeir ekki haft neitt boð- vald yfir félaginu. Þetta er nánast orðrétt það sem þú segir núna í Aurum-málinu, heyr- ist mér, Gestur minn. Og svona til upprifjunar hvað Fjárfarsmálið snertir, en allar þess- ar upplýsingar má finna á vefsíðunni www.baugsmalid.is og koma beint úr vitnaskýrslum sem þar má finna í heild sinni: 1. Stjórnarmenn Fjárfars sögðust hafa verið beðnir um að stofna félag og kom sú beiðni frá hægri hendi Jóns Ásgeirs á sín- um tíma, Tryggva Jónssyni. 2. Stjórnarmenn Fjárfars voru sumir hverjir í sex ár skráðir sem stjórnarmenn í Fjárfari ehf. án þess að vita af því. 3. Framkvæmdastjóri Fjárfars ehf. sagði fyrir dómi að hann hefði fengið allar fyrirskipanir um félagið frá Gaumi ehf. sem er einkahlutafélag Jóns Ás- geirs. 4. Eiginkona Jóns Ásgeirs, Ingi- björg Pálmadottir, tók á sig sjálfskuldarábyrgð upp á hundruð milljóna króna vegna Fjárfars ehf. 5. Gaumur ehf., sem er í meiri- hlutaeigu Jóns Ásgeirs, setti eignir sínar sem tryggingu fyrir skuldum Fjárfars ehf. 6. Viðskiptamannareikningur var í bókhaldi Gaums ehf. sem ann- aðist verulegar peningahreyf- ingar í nafni Fjárfars ehf. 7. Endurskoðandi Fjárfars ehf. sagðist hafa fengið bókhalds- gögn Fjárfars frá skrifstofum Gaums ehf. Svona mætti lengi telja, Gestur Jónsson, en þér tókst þá að sann- færa dómara og þjóðina alla um sak- leysi Jón Ásgeirs í Fjárfarsmálinu og enn þann dag í dag er ekki vitað „hver“ átti eða stjórnaði Fjárfari ehf., þótt við vitum það báðir að Jón Ásgeir Jóhannesson tók allar ákvarðanir þar innandyra. En af því þú spyrð um „þöggun“ í grein þinni og ert núna með sömu ræðuna í Aurum-málinu og þú varst með í Fjárfarsmálinu, – þ.e. að þar sem Jón Ásgeir hefði ekki verið skráður stjórnarmaður í Glitni og ekki haft neitt boðvald yfir bank- anum væri fráleitt að halda því fram að hann hefði haft eitthvað um stjórnun Glitnis að gera, – þá langar mig að spyrja þig bara beint út, Gestur Jónsson: Trúir þú þessu virkilega sjálfur? Þegar þú stendur þarna í skikkjunni í dómssal og lest núna upp sömu ræðuna í Aurum-málinu og þú varst með í stærsta ákærulið Baugsmáls- ins (þ.e. Fjárfarsmálinu), trúir þú því virkilega að skjólstæðingur þinn hafi ekki haft nein áhrif innan Glitn- is? Og trúir þú því í dag, Gestur Jónsson, að Jón Ásgeir hafi ekki tengst Fjárfari ehf. á neinn máta og ekki fengið neitt af þeim hundruðum milljóna sem „eigandi“ Fjárfars ehf. fékk með því að svína hressilega á hluthöfum almenningshlutafélagsins Baugs? Ástæðan fyrir spurningu minni, Gestur Jónsson, er nefnilega 1. grein siðareglna lögmanna, en þar segir: „Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni sam- visku.“ Spurning að rifja þetta hugsan- lega aðeins upp? Eða er hugmyndin að nota sömu ræðuna í þriðja sinn, Gestur Jónsson? Eftir Jón Gerald Sullenberger »… trúir þú því virki- lega að skjólstæð- ingur þinn hafi ekki haft nein áhrif innan Glitn- is? Jón Gerald Sullenberger Höfundur er eigandi lágverðsverslunarinnar Kosts. Þöggun? – Opið bréf til Gests Jónssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.