Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI STUTTAR FRÉTTIR ● Sigurður Óli Ólafsson hefur ver- ið ráðinn forstjóri samheitalyfjasviðs Teva Pharmaceuti- cal Industries, stærsta lyfjafyr- irtækis heims á sviði samheitalyfja. Sigurður sagði nýlega starfi sínu lausu sem forstjóri Actavis Pharma. Teva er með höfuðstöðvar í Jerúsalem og skráð í kauphöllinni í New York. Velta fyrirtækisins er áætluð um 20 millj- arðar bandaríkjadala (2.273 milljarðar króna) á þessu ári, en Teva er tíunda stærsta lyfjafyrirtæki í heimi. Sigurður mun starfa í starfsstöð fyrirtækisins í Pennsylvaníu og hefur störf 1. júlí 2014. Sigurður Óli forstjóri samheitalyfja Teva Sigurður Óli Ólafsson Klakki, stærsti hluthafi VÍS, seldi í gær 8% hlut í tryggingafélaginu fyr- ir 1.850 milljónir króna. Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna keypti 5% hlut og er eftir viðskiptin næststærsti hluthafinn með 10% hlut, samkvæmt flöggunum til Kauphallarinnar. „Okkur barst tilboð sem við ákváðum að taka,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, í samtali við Morgunblaðið. Trúnaður ríkir um hverjir keyptu hin 3%, en Magnús segir að um sé að ræða nokkra kaupendur. Eftir við- skiptin á Klakki 23% í VÍS. Klakki, sem áður hét Exista, átti VÍS að fullu þar til tryggingafélagið var skráð í Kauphöll á síðastliðnu ári. Í tengslum við sölu tæplega 70% hlutar Klakka í Vátryggingarfélagi Íslands á síðastliðnu ári fyrir 14,3 milljarða króna skuldbatt eignar- haldsfélagið sig til þess að selja ekki liðlega 30% hlut sinn í eitt ár. Þessar söluhömlur runnu út 18. apríl. Magnús segir að stjórnendur Klakka hafi trú á VÍS og að engar ákvarðanir hafi verið teknar um sölu eftirstandandi eignarhlutar Klakka. Klakki er að stærstum hluta í eigu íslenskra og erlendra fjármálastofn- ana og lífeyrissjóða. Hluthafar eru um 200 talsins. Þrír hluthafa eiga meira en 10% í félaginu: Arion Banki, Kaupþing og Burlington Lo- an Management. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hluthafi Klakki, áður Exista, er stærsti hluthafi VÍS með 23% hlut. Klakki selur 8% í VÍS á 1,9 milljarða  Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti 5% hlut í VÍS og á nú 10% verið til frá árinu 2006 en hér á landi væri umhverfisvæn orka og byggðu stofnendur fyrirtækisins reksturinn á þeirri sérstöðu. Þeir hafa sagt m.a. í viðtali við Morg- unblaðið að GreenQloud reki eina umhverfisvæna tölvuskýið í heim- inum en tölvubúnaðurinn er í ís- lenskum gagnaverum og í Seattle. Hópfjármögnun hentug Sherwood Neiss, stjórnandi hjá Crowdfund Capital Advisors, sagði að frumkvöðlar þyrftu ekki lengur að vera í Kísildal eða London til að afla fjármagns, þökk sé hópfjár- mögnun (e. crowd funding). Með þeim hætti væri hægt að afla hlutafjár eða lána og nefndi hann að þegar hefði verið lánaður yfir einn milljarður dollara án nokk- urra veða. Neiss sagði að hlutfall þeirra sem ekki stæðu í skilum í hóplánum væri lægra en hjá bönk- um og lánin væru á samkeppn- ishæfum kjörum. Bre Pettis, sem stofnaði fyrir- tækið MakerBot sem framleiðir þrívíddarprentara og var selt fyrir 403 milljónir dollara til Stratasys, sagði að ef hópfjármögnun á borð við Kickstarter hefði verið til þeg- ar hann stofnaði sitt fyrirtæki, hefði hann eflaust ekki þurft að láta fjárfesta fá 4% af fyrirtækinu fyrir 75 þúsund dollara. Hann tel- ur að fyrirtækið hefði getað aflað um einnar milljónar dollara með fyrirframsölu á þeim vettvangi. Tæknisamfélag á að byggja á sérþekkingu og aðstæðum  Ekki ráðlegt fyrir Ísland að apa eftir Kísildal, segir nýsjálenskur sérfræðingur Ráðlagt Ben Kepes, ráðgjafi frá Nýja-Sjálandi, mælir gegn því að Ísland api eftir Kísildalnum í einu og öllu. Hann telur að landið eigi að fara eigin leiðir. Morgunblaðið/Þórður Þriðja skiptið » Startup Iceland er nú haldið þriðja árið í röð. » Níu erlendir fyrirlesarar tóku til máls og sjö íslenskir. » Fjárfestirinn Bala Kamal- lakharan er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni. » Bala Kamallakharan og Ís- landssjóðir, dótturfélag Ís- landsbanka, vinna að því að stofna fjárfestingasjóð fyrir sprotafyrirtæki. » Í dag gefst ráðstefnugestum færi á að ræða við fyrirlesara og aðra. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ekki reyna að byggja upp tækni- samfélag með því að apa eftir Kís- ildal í Bandaríkjunum, sagði nýsjá- lenski fjárfestirinn og ráðgjafinn Ben Kepes á ráðstefnunni Startup Iceland í Hörpu í gær. Byggið fremur á þeirri sérþekkingu og þeim aðstæðum sem eru hér á landi. Ben Kepes lagði upp þrjár leiðir fyrir lönd sem eru langt frá mörk- uðum, líkt og Ísland og Nýja-Sjá- land eru. Í fyrsta lagi sé hægt að ráðast í blóðuga samkeppni, en til þess þurfi mikið fjármagn, frá- bæra tímasetningu og heppni. Hann rifjaði upp að vel hefði tekist hjá Davíð gegn risanum Golíat; en það væri sjaldnast þannig. Kepes nefndi því næst þá leið að nýta sérstöðu markaðarins. Hann tók sem dæmi að hér á landi gætu fyrirtæki þróað tækni til að auka skilvirkni álvera og í kjölfarið flutt hana út á erlenda markaði. Loks nefndi hann þá leið að að- laga viðskiptahugmynd sem hefði gengið vel erlendis að aðstæðum hér á landi. Íslenska nýsköpunar- fyrirtækið GreenQloud væri gott dæmi um þetta. Tölvuský hefðu                                     !"  !# $ # %#" # " $# ! #" "!# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $ %"  ! $  %% " $"#  %$ #!$ "%#  %  !! $ # % " $$ ! #!! "! $ " !" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Salvör Nordal og Sigurður Arnar Sig- urðsson munu koma ný inn í stjórn Haga á aðalfundi á fimmtudaginn, en sjálfkjörið er í fimm manna stjórn fé- lagsins. Árni Hauks- son, núverandi stjórnarformaður, og Hallbjörn Karlsson munu fara úr stjórninni á sama tíma. Hagamelur, félag Hallbjörns, Árna og Sigurbjörns Þorkels- sonar minnkaði hlut sinn í Högum úr 7,8% í 1,5% í febrúar síðastliðnum. Salvör er forstöðumaður Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands og Sig- urður Arnar er fyrrum forstjóri Húsa- smiðjunnar. Aðrir í stjórn Haga eru Erna Gísladóttir, Kristín Friðgeirsdóttir og Stefán Árni Auðólfsson. Árni og Hallbjörn fara úr stjórn Haga Árni Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.