Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Það fór ekki mikið fyrir fregninni í Fréttablaðinu um daginn, en alvöru- þrungin var hún og allrar athygli verð. Þar stóð nefnilega í fyrirsögn: Dauðsfall á tíu sekúndna fresti og yfir stóð ekki síð- ur merkileg fregn: Áfengi drepur 3 milljónir. Ég las þetta tvisvar og hugsaði með mér að nú hefði ein- hver bindindisforkólfurinn, skoð- anabróðir eða -systir mín farið framúr sér við andróðurinn gegn hinni gullnu veig eins og þessi vökvi er iðulega kallaður í upp- hafningarskyni. Það er nefnilega ærið algengt að við bindindisfólk séum rengd um það sem þó eru beinharðar staðreyndir í sambandi við áfengisneyzlu. Ég las því áfram til að kanna hver mælti slík dómsorð yfir gleðigjafanum mikla: Áfengi verður rúmlega 3,3 millj- ónum manna að bana árlega um heim allan – fleirum en alnæmi, berklar og ofbeldi til samans. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Stofnunin varar við því að áfengisneyzla fari vaxandi. Svo mörg voru þau orð og skelfileg til umhugsunar, ekki sízt í ljósi þess hversu menn vilja breiða yfir og fela afleiðingarnar. Enga áfeng- isauglýsingu hefi ég séð og eru þær þó æði margar (þrátt fyrir al- gjört bann í raun), enga hefi ég séð þar sem ýjað er að skaðlegum áhrifum, hvað þá beinum orsaka- valdi ofbeldis, þ.m.t. nauðgana, enda slæm vörumerki fyrir söl- una, þar ríkir dýrðin og dásemdin ein. Ég vitna aftur í fregnina að framan. Ef með eru talin bílslys, ofbeldismál, misnotkun, veikindi og kvillar af völdum áfengis á það hlut í einu af hverjum tuttugu dauðsföllum. Þetta þýðir að á hverjum tíu sekúndum deyr ein- hver af völdum áfengis. Aftur til áherðingar: Hvernig má það vera að slíkar fregnir veki ekki meiri athygli en með smæsta letri og máski má maður þakka fyrir það að þessa skuli þó get- ið þrátt fyrir allt í þessari blindu bjór- og brennivínsdýrkun sem ríkir í samfélag- inu og ég tala nú ekki um í fjölmiðlum. En vá áfengisneyzlunnar er vissulega slík að um hana ber að ræða og fræða en fyrst og síðast minnum við bindindisfólk á for- vörnina beztu: Að byrja aldrei, taka aldrei fyrsta sopann, því þú veizt aldrei um af- leiðingarnar. Mættu aðvaranir virtustu stofnunar heims í heil- brigðisefnum vera þar lýsandi til aðvörunar og eftirbreytni, þegar hún dregur fram svo ógnvænlegar upplýsingar. En af mörgu er að taka. Nýlegt sorglegt af- brotadæmi er markað áfeng- isneyzlu fyrst og síðast, svo á eitt- hvað sé minnt Það er hins vegar ágætt þegar fólk talar hispurslaust um þennan vanda sem magnar svo margt annað illt upp eins og viðtölin við Óttar Guðmundsson lækni eru gott dæmi um. Má ég svo í lokin fyrir hönd okkar bindindisfólks í IOGT færa honum Styrmi Gunn- arssyni einlægar þakkir fyrir inn- legg hans í þessum málum nú á dögunum eins og svo oft áður og taka þannig undir þakkir hins ár- vökula lögmanns Árna Gunnlaugs- sonar. Mættu fleiri feta í þau fót- spor og rita beinskeyttar greinar á staðreyndum byggðar um bölv- aldinn mikla. Fólk er þá betur meðvitað um það að enn séu til samtök bindindisfólks, að enn sé til hugsjónafólk sem lætur ekki æranda lýðskrumsins glepja sig og sannar forvörnina beztu: Aldr- ei að gefa sig á vald vímuefnum – aldrei. Dauðsfall á tíu sekúndna fresti Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Þetta þýðir að á hverjum tíu sek- úndum deyr einhver af völdum áfengis. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Þegar maður las fornsögurnar á ungum aldri voru það bardagarnir og hetjudáðirnar sem fönguðu hugann. Í gamla daga áttu ung- lingar sínar uppáhalds- persónur og bar- dagakappa. Þegar árin líða breytist þetta. Maður fær meiri áhuga á öðrum þáttum mannlífsins svo sem almennum lifnaðarháttum. Gaman er að lesa um störf fólksins, skemmtanir, húsaskipan o.s.frv. Og þá vakna stóru spurning- arnar. Til dæmis: Hvernig gátu menn haft á færi sínu alla þessa vitneskju um ættir manna. Það er sama hvort fjallað er um almenn- ing, jarla sem konunga, Íslendinga eða Norðmenn. Ættir manna eru raktar í marga liði. Virðast aldrei hafa verið bornar brigður á sann- leiksgildi þessarar speki. Æv- inlega er getið um kvonfang manna, börnin og hvað varð um þau uppvaxin. Þetta er undravert. Eins er um landafræðina í sög- unum. Má nefna Egils sögu Skallagrímssonar sem gerist að miklu leyti í Noregi og víðar ytra. Örnefni eru rakin og staðháttum lýst þar, alveg eins og á Íslandi. Annað dæmi er Finnboga saga ramma. Hún gerist aðallega í Fjörðum, Húnaþingi og loks í Tré- kyllisvík. Sá sem ritaði þessa sögu getur fjölda örnefna og lýsir vel staðháttum á öllum þessum stöð- um. Eingöngu þurfti hann að treysta á minni sitt á frásagnir manna því ekki voru önnur gagna- söfn til. Og menn skrifuðu rit upp á þúsundir blaðsíðna. Og að síðustu. Fyrir hverja voru mennirnir að skrifa þessar miklu sagnir sem margar hverjar voru alsettar dýrustu ljóðum. Gerðu menn sér grein fyrir að ritin myndu varðveitast til komandi kynslóða og verða þessi djásn. Eða var það bara hin dýrmæta frásagnarhvöt sem knúði þessa miklu snillinga til að sitja við skriftir allar stundir við þau vinnuskilyrði sem buðust á þeim öldum? Verður þessum hetjum nokkru sinni fullþakkað ? Snorri fer í bað og fær sér öl í lauginni Það er ár í landi skinnin mikil og góð og margt að skrifa en fylking mikil ríður Hvítá á Fróðastaðavaði með beljandann á bóghnútu þaðan er riðið þétt og greitt yfir hálsinn og með geysingi um traðir í Reykholti. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Blóðug öxi í Reykholti Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Nýverið tók ég að mér að taka við einka- umboði fyrir nokkrar erlendar sjónvarps- stöðvar, til að þjónusta m.a. hótel- og gisti- heimilamarkaðinn á Ís- landi. Það var því nokkurt áfall að kynn- ast því af eigin raun að mjög víðtæk sjóræn- ingjastarfsemi hefur viðgengist óáreitt hér á landi í mjög langan tíma. Hugtakið „free to air“ virðast menn misskilja svo hrapallega, að þeir hreinlega halda því fram að fyrst sjónvarps- rásirnar eru opnar og ólæstar á gervitunglunum sem nást hér á landi, þá sé það hreinlega sjálfsagð- ur hlutur að dreifa þeim áfram til m.a. hótela og virðist þetta því mið- ur mjög útbreiddur misskilningur. Þegar ég tók þetta verkefni að mér læddist að mér sá grunur að þetta viðgengist hér að einhverju leyti og tilkynnti ég samstarfsaðilum erlend- is að þetta gæti orðið erfitt mál, þannig að ég þyrfti fullan stuðning þeirra til að koma í veg fyrir höfund- arréttarbrotin sem hér fara fram fyrir opnum tjöldum. Að áframdreifa sjón- varpsmerki án leyf- issamninga í hagn- aðarskyni er skýrt lögbrot og nú eru er- lendu sjónvarpsfyr- irtækin að vakna upp við mjög vondan ís- lenskan veruleika og boða því hertar að- gerðir. Ég stýrði fjöl- varpi 365 miðla síðasta ár, og þekki því vel til þeirra samninga sem aðgreina hinn hefð- bundna heimilismarkað sem ætlaður er heimilum til einkanota, og er dreift um myndlyklakerfi símafélag- anna hjá bæði 365 og Skjáheimi, og hinsvegar viðskiptamarkað sem nær til hótela, gistiheimila, fangelsa, banka, verslana og fleiri. Á þessum samningsréttindum er reginmunur og við nánari skoðun fullyrði ég að af helstu erlendu sjónvarpsrásunum á þessu sviði, Discovery Channel og Aljazeera News, þá er umræddur réttur ekki til staðar hjá íslenskum fyrirtækjum. Undanþegnar eru er- lendar sjónvarpsveitur sem veita hótelum hér þjónustu með sama hætti og stórum keðjum erlendis, sbr. Radisson SAS og fleiri. Allar Eru réttindin í lagi? Eftir Hólmgeir Baldursson Hólmgeir Baldursson Frjálslega eru hugtökin frelsi, mannréttindi og lýðræði notuð. Mitt bréf er til þín, Salmann, ég er að skrifa til þín, ekki þjóðin. Mannréttindi, af hverju telur þú að ég skuldi þér þau? Þú kemur til lands míns og krefur mig síðan um það sem þú telur þín mann- réttindi. Hvað með mín? Þú mátt hafa þína trú og tilbiðja þinn guð, en ekki troða upp á mig mosku og heimta síðan þína siði af mér. Ég skulda þér ekki neitt. Nágrannar mínir eru múslimar, gott fólk sem er ekki að heimta neitt af mér. Ég þekkti og talaði við marga músl- ima er ég bjó á Balkanskaga um árabil. Ég ætla ekki að rugga bátnum, en læt duga að segja nei við mosku og því sem henni fylgir. Þú talar við Sveinbjörgu um rasisma gagnvart minni- hlutahópum. Síðan hvenær eru múslimar minnihlutahópur og er hægt að kalla skoðun á trúar- brögðum rasisma? Seg þú mér þína skoðun á mér og mínum sið- um, því að það var ekki falleg hugmyndafræði sem ég kynntist hjá múslimum sem ég ræddi við á Balkanskaga. Komdu fram og láttu mig heyra álit þitt á sam- kynhneigð og frelsi til handa kon- um: Því verða þær að hylja hár sitt og sumstaðar að ganga í búrkum og á flestum stöðum að ala ykkur tíu til tólf börn? Vertu hreinskilinn og segðu álit þitt á mér og mínum siðum. Það er ekki nóg að heimta og heimta það sem þið yfirgáfuð í heimalandinu. Kannastu við hugmyndafræðina: „Hið þögla stríð?“ Salmann, ég á líka mitt frelsi og mannréttindi og því segi ég nei við mosku, valda- tákni ykkar múslima. Þetta snýst nefnilega meira um stjórnmál en um trúarbrögð. Ég hef oft spurt mig: Af hverju yfirgáfuð þið heim- kynni ykkar fyrst þið heimtið síð- an af mér sömu siðina og þið yf- irgáfuð? Þú getur haft þína trú, en lát mig í friði með mína siði, ekki troða upp á mig margra alda gömlum siðum í nafni trúar- bragða, mannréttinda eða lýðræð- is. Líki þér ekki að búa í hógværð í mínu landi, – þá máttu fara. Og svo að þú áttir þig, þá er ég ekki að misskilja neitt, ég hef næga lífsreynslu til að vita um hvað ég skrifa. Og ekki misnota hnignun þjóðar minnar. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Salmann Tamimi Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.