Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Uppsjávarskipin lögðu mörg af stað á kolmunnaveiðar í gær að loknu sjó- mannadagsfríi, sem stóð til hádegis í gær. Í síðustu viku voru flest skip- anna að veiðum í færeyskri lögsögu, en menn urðu varir við kolmunna í íslenskri lögsögu á heimleiðinni. Skipstjórar ætluðu að huga að því hvort hann fyndist aftur í veiðanlegu magni í lögsögunni áður en haldið yrði lengra suður á bóginn. Skv. upplýsingum á vef Fiskistofu er búið að veiða um 145 þúsund af 185 þús. tonna kvóta. Misjafnt er eftir útgerðum hversu mikið er eftir að veiða en algengt að skip eigi eftir 1-2 túra á kolmunna. Líklegt er að fyrstu skipin hugi að makrílveiðum um miðjan mánuðinn, en veiðarnar hefjist síðan af krafti er nær dregur mánaðamótum. Rannsóknir um miðjan júlí Eitthvað er um að útgerðir upp- sjávarskipa noti hléið á milli kol- munna og makríls til að setja skipin í slipp til að þau verði klár fyrir makr- íl- og síldarvertíð sumarsins. Fyr- irhugað er að Íslendingar, Færey- ingar og Norðmenn fari í sameig- inlegan togleiðangur til mælinga á makríl undir miðjan júlí. aij@mbl.is Áfram á kolmunna  Hugað að makríl um miðjan mánuð Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á sjó Kolmunnaveiðum haldið áfram. Í vorleiðangri Hafrannsóknastofn- unar sem er nýlokið voru hiti og selta sjávar víðast hvar um og yfir langtímameðaltali umhverfis land- ið. Að sögn Héðins Valdimars- sonar, haffræðings, var ástandið nú svipað og var í fyrravor, en í heildina megi segja að síðasta ár hafi verið nokkuð gott í hafinu. „Árið 2010 var hvað hlýjast í hafinu við Ísland á undanförnum árum, en hefur farið lítillega kóln- andi síðan og selta í sjónum hefur verið minni fyrir norðan land. Mið- að við síðasta ár hefur ekki kólnað í hafinu og saltið er aftur farið að aukast norðanlands. Í heildina er óhætt að segja að ástandið sé frek- ar jákvætt,“ segir Héðinn. Farið var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og var Krist- inn Guðmundsson leiðangursstjóri. Um er að ræða lið í langtíma- vöktun á ástandi sjávar, næring- arefnum, gróðri og átu á hafsvæð- inu við Ísland. Athuganir voru gerðar á um 94 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á land- grunni og utan þess. Þegar á heildina er litið var átu- magn við landið í vorleiðangri yfir meðallagi. Séu niðurstöður um átu bornar saman við vorið 2013 kem- ur í ljós að átumagnið var meira en þá á flestum svæðum. Rauðáta var áberandi í flestum sýnum, einkum fyrir sunnan og vestan þar sem ungstig rauðátu voru áber- andi, sem bendir til mikils vaxtar á þeim slóðum, segir í tilkynningu. aij@mbl.is Ástandið í sjónum svip- að og í fyrra  Meira var af átu á flestum svæðum Íþróttanefnd FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, styður ekki til- lögur um að setja stangarmél með tunguboga á bannlista samtakanna. Stjórn FEIF telur ekki nægileg gögn fyrirliggjandi að svo stöddu sem rétt- læti að hnekkja þeirri niðurstöðu. „Meginrökin eru þau að menn hafa ekki vísbendingar um að munn- meiðsli hafi aukist á þessu keppnis- ári. Öll gögn sem safnað hefur verið á heimsmeistaramótum frá því munn- skoðanir voru teknar upp hjá FEIF benda til að það dragi úr meiðslum í munni hesta,“ segir Gunnar Sturlu- son, forseti FEIF. Landssamband hestamannafélaga hefur bannað notkun tungubogans í keppni hér á landi og óskað eftir því að FEIF banni þau í öllum löndum. Félag hrossabænda og Félag tamn- ingamanna beindu því til FEIF að banna tvær tileknar gerðir méla. Af- staða íslensku félaganna grundvall- ast á rannsókn Sigríðar Björns- dóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, á tengslum alvarlegra munnáverka og notkunar méla með tunguboga. Gunnar segir að FEIF hafi ekki gef- ist kostur á að kynna sér rannsóknina þar sem grein um hana hafi ekki ver- ið birt. Ekki sé hægt að grípa til jafn- afdrifaríkra aðgerða og banns nema hafa upplýsingarnar í heild. FEIF mun safna upplýsingum í sýningum og keppnum sumarsins og leggja mat á þær í haust. Málið verð- ur tekið fyrir á ársfundi FEIF í októ- ber. FEIF hvetur dómara og aðra sem eiga að sjá til þess að reglum um að hross séu áverkalaus í keppni sé fylgt til að fylgjast sérstaklega með munnáverkum og dæma úr keppni hross sem eru með verulega áverka, sama hvaða búnaður er notaður. helgi@mbl.is FEIF bannar ekki tungubogamél Hrossarækt Stóð rekið af fjalli.  Forseti samtakanna segir ekki vísbendingar um aukin munnmeiðsli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.