Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 27
tíma og eignuðumst marga af okkar bestu vinum þar. Síðan höfum við fjölskyldan sótt mjög mikið í sumar- frí til suðurríkja Bandaríkjanna. Við höfum búið á Seltjarnarnesi í 19 ár og það er örugglega næstum því jafnskemmtilegt að alast upp þar og í Eyjunum í gamla daga. Ég vann sem matvælafræðingur á rannsóknastofnun og í matvæla- fyrirtæki fyrstu árin eftir háskóla- námið en vegna áhuga á næringar- fræðum endaði ég á Landspítalan- um og hef unnið þar í bráðum 17 ár á Næringarstofu. Það er dásam- legur vinnustaður, fullt af frábæru fólki, mjög fjölbreytt verkefni og það að geta látið gott af sér leiða í vinnunni er grunnurinn að ánægj- unni. Ég fór síðan í framhaldsnám árið 2005 og útskrifaðist með MS- gráðu í næringarfræði árið 2007 og diplómu í kennslufræðum 2010.“ Bertha stofnaði og rak fyrirtækið Næringarsetrið ásamt þremur koll- egum í nokkur ár og fékkst við ýmis verkefni tengd næringu fyrir ein- staklinga, félagasamtök, skóla og fleira. Einnig hefur Bertha starfað við næringarráðgjöf fyrir ein- staklinga á ýmsum vettvangi. Með brennandi áhuga á heilsu Bertha hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu, mataræði og lífsstíl. „Það er frábært að geta unnið við það að fræða einstaklinga um allt það sem við getum gert til þess að auka líkurnar á að halda heilsu sem lengst og njóta lífsins. Í því felst einnig að njóta alls sem lífið býður upp á í mat og drykk – þar er áhugi minn. Ég hef því skrifað greinar í blöð og tímarit og haldið fyrirlestra um mat og næringu fyrir þá sem vilja fræðast um þessi mál. Áhugamálin liggja semsagt mest í því að kenna ungum og gömlum að umgangast fæðu á sem bestan hátt en ekki með boðum og bönnum. Við þurfum að ala börnin okkar upp til þess að verða gagnrýnir neytendur og velja ferska fæðu sem er laus við óæskileg aukefni og annan óþarfa. Margir halda að það sé svo flókið að borða heilsusamlega en ég elska þegar ég get sýnt fram á hvað þetta er í raun einfalt og skemmtilegt. Ég hef verið iðin við að koma mér í félagsstörf bæði í skólum barn- anna, íþróttafélaginu þeirra og svo Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands þar sem ég hef setið í stjórn og er í stjórn stéttarfélagsins um þessar mundir.“ Fjölskylda Eiginmaður Berthu er Kolbeinn Gunnarsson, f. 27.9. 1962, rafmagns- verkfræðingur. Foreldrar hans eru Gunnar Kolbeinsson, f. 16.2. 1937, kennari og bóndi úr Kollafirði, og Iðunn Guðmundsdóttir f. 23.4. 1940, kennari í Reykjavík. Börn Berthu og Kolbeins eru Rósa Kolbeinsdóttir, f. 27.4. 1990. Útskrifast sem sjúkraþjálfari frá HÍ í júní 2014, og Gunnar Kolbeinsson, f. 21.6. 1995, nemandi í Verslunar- skóla Íslands. Bróðir Berthu er Lárus Ársæls- son, f. 20.8. 1962, byggingarverk- fræðingur á Akranesi. Foreldrar Berthu eru Ársæll Lár- usson, f. 6.11. 1939, rafvirkjameist- ari frá Vestmannaeyjum, og Rósa Martinsdóttir, f. 20.4. 1941, skrif- stofumaður frá Vestmannaeyjum. Úr frændgarði Berthu Maríu Ársælsdóttur Bertha María Ársælsdóttir Sigríður Einarsdóttir húsmóðir Gísli Magnússon útgerðarmaður frá Skál- holti í Vestmannaeyjum Ágústa Gísladóttir húsmóðir frá Skálholti í Vestmannaeyjum Ársæll Lárusson rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum Lárus Á. Ársælsson útgerðarmaður frá Fögrubrekku í Vestmannaeyjum Laufey Sigurðardóttir húsmóðir Rannveig Vilhjálmsdóttir frá Borgarfirði eystra Gísli Þórðarson sjómaður úr Rangárvallasýslu Bertha Gísladóttir húsmóðir frá Vestmannaeyjum Martin Tómasson útgerðarmaður og forstjóri frá Höfn í Vestmannaeyjum Jóhannes Tómasson frá Höfn í Vestmannaeyjum Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, formaður eftir- litssveitar ÖSE í Úkraínu Rósa Martinsdóttir skrifstofumaður frá Vestmannaeyjum Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum Martin Eyjólfsson fastafulltrúi Íslands í Genf og sendiherra Íslands gagnvart Liechtenstein og Páfagarði Hjörtrós Hannesdóttir frá Miðhúsum í Vestmanna- eyjum, faðir hennar var Hannes lóðs hafnsögu- maður í Vestmannaeyjum Tómas M. Guðjónsson útgerðarmaður frá Höfn í Vestmannaeyjum Ársæll Sveinsson útgerðarmaður frá Fögrubrekku í Vestmannaeyjum Júlíana Sveinsdóttir listamaður Sveinn Sveinsson forstjóri trésmiðjunnar Völundar Haraldur Sveinsson stjórnarformaður Árvakurs ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Guðrún Árnadóttir, eða Guð-rún frá Lundi, rithöfundurfæddist 3.6. 1887 á Lundi í Stíflu í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Árni Magnússon bóndi, lengst á Syðra-Mallandi á Skaga, og Bald- vina Ásgrímsdóttir, dóttir Ásgríms Ásmundssonar, bónda á Skeiði í Fljótum. Guðrún ólst upp á Lundi til 11 ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan að Enni á Höfðaströnd og síðan að Syðra-Mallandi á Skaga. Þar var Guðrún í fjögur ár en fór síðan í kaupamennsku. Réðst fyrst í vetrar- vist í Þverárdal í Laxárdal, A-Hún. þar sem hún kynntist manni sínum. Þau voru í húsmennsku í þrjú ár í Bólstaðarhlíð, fóru þá í Þverárdal og höfðu hluta af jörðinni til ábúðar. Voru þar í tvö ár en fluttust síðan í fjallakotið Valabjörg í Skörðum og voru þar í sjö ár. Þaðan fluttu þau í nábýli við fólkið hennar Guðrúnar, að Ytra-Mallandi, buggu þar í 15 ár og fluttu þaðan á Sauðárkrók 1939. Guðrún lærði ung að lesa og skrifa og byrjaði þá strax að skrifa sögur. Hún brenndi þær hins vegar allar um tvítugt þegar hún giftist, fyrir utan frumdrögin að Dalalífi. Það þótti ekki tilhlýðilegt fyrir bónda- konu að eyða tímanum í skriftir. Þegar Guðrún fluttist á Sauðárkrók hafði hún meiri tíma aflögu og fór að vinna í frumdrögunum að Dalalífi. Hins vegar gekk lítið að fá útgef- anda þar til Gunnar Einarsson í Ísa- fold fékkst til að gefa Dalalíf út árið 1946. Fimm bindi af því verki komu út og urðu bækurnar strax feiki- vinsælar. Hver bókin rak síðan aðra, ein á ári meðan Guðrún hafði heilsu til eða allt til 1972, og allar lentu þær í efstu sætum metsölulistanna. Enn er Dalalíf meðal vinsælustu bóka á bókasöfnunum. Eiginmaður Guðrúnar var Jón Jó- hann Þorfinnsson, f. 28.10. 1884, d. 20.12. 1960 bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Þorfinnur Þorfinnsson, bóndi í Geitagerði, og Þóra Jónsdóttir. Guð- rún og Jón eignuðust þrjú börn, Angantý, Freystein Ástvald og Marín Baldvinu. Guðrún frá Lundi lést 22.8. 1975. Merkir Íslendingar Guðrún frá Lundi 85 ára Bryngerður Bryngeirsdóttir Erla Kristjánsdóttir Guðjón Rögnvaldsson Guðrún Gísladóttir Gunnar Marteinsson Sigurlaug Hermannsdóttir 80 ára Áslaug Guðbrandsdóttir Gísli Svanbergsson 75 ára Arnold Robert Sievers Dagný Jónsdóttir Helga Hafberg Helgi J. Kristjánsson Málfríður Loftsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir 70 ára Benedikt Harðarson Einar Knútsson Guðbrandur Benediktsson Jónína G. R. Ívarsdóttir Sverrir Þóroddsson 60 ára Anna Jenny Einarsdóttir Grazyna Jasionowska Heimir Hávarðsson Helgi Samsonarson Kristján H. Ingimarsson Lilja Ósk Þórisdóttir Soffía Steinunn Sigurðardóttir 50 ára Berglind Sigurðardóttir Ewa Szmirska Fríða Jensína Jónsdóttir Gísli Bragason Helma B. Jóhannesdóttir Jóhann Þorkelsson Jón Halldór Finnsson Leszek Piotr Fil María Hrafnhildardóttir Þuríður Guðmundsdóttir 40 ára Bergþóra Ásdís Sófusdóttir Lára Björk Sigurðardóttir Lárus Steingrímur Bl. Jónasson María Ben Ólafsdóttir Sergejs Berzins Silja Gunnarsdóttir Sólveig Þórarinsdóttir Þorfinnur Björnsson 30 ára Agnar Freyr Ingvason Andri Axelsson Andrius Jokubauskas Ásgeir Daði Rúnarsson Gyða Steinarsdóttir Hermann Ingi Dagnýsson Hjalti Geir Atlason Kristín Lýðsdóttir Krzysztof Chrapowicki Nanna Helga Valfells Stefán Sævar Stefánsson Vigdís Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 40 ára Guðný er frá Þor- lákshöfn, býr í Mosfells- bæ og er í fæðingar- orlofi. Maki: Sigurður Karsten Bogason, f. 1972, kokkur á sjó. Börn: Elvar Kató, f. 1995, Aníta Karen, f. 1999, Em- ilía Ýr, f. 2003, og óskírð, f. 2014. Móðir: Jensína Óskars- dóttir, f. 1954, vinnur í skólamötuneyti, bús. í Mosfellsbæ. Guðný Elva Ólafsdóttir 40 ára Karl er úr Reykja- vík, býr í Garðabæ og er sölufulltrúi hjá Globus hf. Maki: Karen Víðisdóttir, f. 1982, leiðbeinandi á leik- skólanum Holtakoti. Börn: Víðir Freyr, f. 2005, Hlynur Finnbogi, f. 2007, og Emilía Björk, f. 2010. Foreldrar: Finnbogi Karlsson, f. 1951, sölu- maður hjá símafélaginu Tal, og Stella Her- mannsdóttir, f. 1951, talmeinafræðingur. Karl Fjölnir Finnbogason 40 ára Hilmar er Eyjapeyi og er verkamaður ásamt því að reka ferðaþjón- ustufyrirtækið Ribsafarí. Maki: Sæbjörg Helga- dóttir, f. 1986, vinnur hjá Eyjavík. Börn: Kristján Ólafur, f. 2006, Gréta Hólmfríður, f. 2008, og Dröfn, f. 2013. Foreldrar: Kristján Hilm- arsson, f. 1955, sjómaður, og Heiðrún Guðbrands- dóttir, f. 1955, vinnur við aðhlynningu. Hilmar Kristjánsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Lífið er litríkt Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Heimkaup.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.