Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grétar Mar Sigurðsson, sem kallar sig „listafígúruna Mar“, sendi í maí- mánuði frá sér nýja stuttskífu, Mell- ows, sem inniheldur fjögur lög samin í mismunandi tónlistarstefnum og eiga það sameiginlegt að vera búin til í tónlistarforritum. Mar er myndlist- armaður að mennt, nýútskrifaður úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og tók auk þess þátt í samsýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði sem lauk 1. júní. Tilraun til að vera opinn Mellows er ekki fyrsta plata Mars því hann gaf út plötu á netinu í fyrra, SoundsEscape. Mellows er hins veg- ar fyrsta platan sem hann syngur á. Lögin fjögur á plötunni falla í flokka dup-step, trip-hop, ambience og electronic/braindance, að sögn Mars. „Ég er alltaf að reyna að ögra sjálf- um mér og opna á þá miðla sem ég get notað til að túlka list mína. Ég held það sé hollt fyrir mig að halda opnum huga fyrir öllum listastefnum, tónlistarstílum og meira að segja öll- um pælingum og vangaveltum, ef út í það er farið,“ segir Mar, spurður að því hvers vegna lögin séu í fjórum ólíkum stílum. „Upprunalegi ásetn- ingurinn með þessu var að reyna að ná til sem flestra með listsköpun minni en þótt ég tileinki mér kannski ekki allar þessar pælingar og vanga- veltur reyni ég að setja mig í spor þeirra sem gera það og þannig skilja forsendur annarra fyrir ákvörðunum sínum. Þetta er kannski mín tilraun til að vera opinn, ekki bara sem tón- listarmaður heldur sem manneskja gagnvart öðru fólki og jafnvel öllu lífi.“ Öll tónlist veitir innblástur – Hafa einhverjar hljómsveitir eða tónlistarmenn veitt þér innblástur við lagasmíðarnar? „Sá listi yrði ansi langur. Auk þess sem allt það sem ég hef upplifað og öll mín reynsla hefur veitt mér, mis- mikið, einhvers konar innblástur. Þá líka öll tónlist sem ég hef heyrt, meira að segja sú tónlist sem ég hlusta ekki á því hún hefur líka kennt mér hvað mig langar ekki til að skapa.“ – Gerðirðu þessa plötu alfarið einn eða naustu aðstoðar einhverra? „Ég gerði öll lögin sjálfur í tónlist- arforriti. Ég tók hins vegar upp söng- inn hjá Jakobi Þór Guðmundssyni í stúdíó GFG. Síðan fékk ég söngkonu til liðs við mig, hana Elínu Elísabetu Einarsdóttur, auk þess sem fjöldinn allur af vinum og vandamönnum hef- ur sitt hlutverk,“ segir Mar. – Hver er bakgrunnur þinn í tón- list? Varstu í tónlistarnámi eða ertu sjálflærður? „Ég er sjálflærður tónlistarmaður en minn aðalskóli hafa verið hin ýmsu samstarfsverkefni og hljóm- sveitir sem ég hef verið í, má þar nefna helst Celestine og Two tickets to Japan.“ Áhrif á virkni vatns – Þú varst að útskrifast úr mynd- listardeild LHÍ. Hvað geturðu sagt mér um útskriftarverkið og kemur tónlist eitthvað við sögu í því? „Útskriftarverkið mitt var á allt öðrum nótum en platan, var í grófum dráttum vísindaleg rannsókn til að sannreyna hvort meðvitund okkar gæti haft áhrif á efni – þar sem ég vinn mikið með vatn í myndlist minni – þ.e. hvort og þá hvernig tilfinningar okkar, hugsanir, tónlist og jafnvel nærvera gætu haft mismunandi áhrif á virkni vatns og þá sameindabygg- ingu þess. Reyndar gerði ég hljóð- verk sem er hluti af því verki, sem heitir Mantra. Það samanstendur af ákveðinni tíðni sem er spiluð í bland við kór, sem bróðurpartur bekkjar- systkina minna skipaði og ég fékk til að kyrja í kirkju á Seyðisfirði,“ segir Mar. – Hefur myndlistarnámið haft ein- hver áhrif á tónlistina hjá þér? „Það má segja að myndlistin hafi mótað tónlist mína mikið, ekki bara opnað möguleika fyrir hugmyndum um hljóðlist heldur einnig hefur hún haft áhrif á allt það sjónræna sem tengist tónlistinni, s.s. framsetningu, útlit því ég hanna meðal annars öll mín plötuumslög, tónlistarmyndbönd o.s.fv. Alveg eins og textagerð og ljóðlist hefur haft áhrif líka. Ég er meira að segja orðinn mjög spenntur fyrir nútímadansi og langar til að gera tilraunir með að koma því inn í tónlistina í framtíðinni,“ segir Mar. Gildishlaðin orð – Þú kallar þig listafígúru. Hvers vegna? „Ég gat í rauninni ekki fundið betra orð til að lýsa þeirri heild sem ég er að skapa. Orðin tónlistarmaður og listamaður eru svo gildishlaðin. Ég er vissulega bæði þessi fyrirbæri en mig langar ekki til að takmarka mig við annað hvort. Eins og áður sagði vil ég með þessu Mar-verkefni vera eitthvað meira. Eitthvað sem til- einkar sér og þannig tengir alla list- miðla. Myndlistin hefur kennt mér að sjá listræn tækifæri í öllu og í leiðinni varpað ljósi á að öll sköpun, listræn eða ekki, getur verið áhugaverð. Næsta plata gæti verið allt öðruvísi.“ Spurður hvað sé framundan segir Mar að útgáfutónleikar verði haldnir í sumar og hann muni líklega halda þá með tónlistarmanninum Kalel Cosmo. „Á báðum stöðum mun fólk geta nælt sér í eintak af plötunni sem verður í takmörkuðu silkiþrykktu upplagi. Þó eru engar dagsetningar komar. Ég er alltaf að gera mynd- tónlist svo hver veit nema maður skjóti upp kollinum einhvers staðar í myndlistargalleríi, á ljóðakvöldi, á götum Reykjavíkurborgar eða ein- faldlega á einhverju festivali eða tón- listarhátíð úti á landi í sumar,“ segir Mar að lokum. Mellows er aðgengileg á vefjunum Soundcloud, Bandcamp og gogoyoko og auk þess er hægt að hlusta á hana á marmakings.bandcamp.com/- album/mellows. Ljósmynd/Jón Smári Tómasson Umslagsþrykk Mar silkiþrykkti umslög fyrir takmarkað upplag plötunnar á diski. Diskurinn verður einnig seldur á útgáfutónleikum Mars í sumar. „Alltaf að reyna að ögra sjálfum mér“  Mar sendir frá sér stuttskífuna Mellows  Sinnir tónlist og myndlist jöfnum höndum og segir myndlistina hafa mótað tónlist sína mikið  Vann með vatn í útskriftarverkefni sínu í LHÍ Logo Mar segir lógóið sitt, sem hér sést, leika veigamikið hlutverk bæði á umslagi plötunnar Mellows og öllum ljósmyndum sem hann tekur. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.