Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Þurrar hendur? Handáburðurinn frá Önnu Rósu grasalækni er mjög mjúkur og góður. Égþarf mikið að nota handáburð því hendur mínar verða oft þurrar og hrjúfarvið mikla vatnsnotkun. Áhrif af handáburði endast því miður oft stutt, enþað á ekki við um handáburðinn frá Önnu Rósu, hann er miklu betri. Hann smitar ekki, er sérlega endingargóður, gefur mjúka áferð, smýgur hratt inn í húðina og er líka svo einstaklega heilnæmur! – Margrét Ólöf Ívarsdóttir www.annarosa.is Handáburðurinn er mýkjandi og græðandi og sérstaklega góður fyrir þurrar og sprungnar hendur. Inniheldur lífrænar lækningajurtir og sótthreinsandi ilmkjarnaolíur. Inniheldur ekki paraben-rotvarnarefni, lanólín, kemísk ilmefni eða litarefni. Það hefur ávalt borgað sig Líttu við í íslensk fúavörn Alvöru á alvöru verði Kjörvari 14 - 4 ltr. Viðmiðunarverð kr. 6.150 Okkar verð kr. 4.995 Kjörvari 16 - 4 ltr. Viðmiðunarverð kr. 8.362 Okkar verð kr. 7.390 Kjörvari 12 Pallaolía - 4 ltr. Viðmiðunarverð kr. 6.250 Okkar verð kr. 4.995 Grensásveg 18 S. 568-1950 – 581-2444 www.litaver.is Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Ekki var mikið um útstrikanir í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flestar útstrikanir fékk Júlíus Vífill Ingv- arsson hjá Sjálfstæðisflokki en alls voru þær 463 talsins. Auðir seðlar voru 2.024 talsins og ógildir voru 227 talsins. Að sögn Tómasar Hrafns Sveins- sonar, formanns kjörstjórnar í Reykjavík, gekk talningin mjög vel. „Á heildina litið gekk talning mjög vel en við vorum búin klukkan þrjú um nóttina. Það kom ekkert óvænt upp í sjálfri talningunni, engar villur og engin týnd atkvæði,“ segir Tóm- as og bætir við að skýringuna á töf- um á birtingu úrslita megi finna í innsláttarvillu í einni af kjördeild- unum. „Þegar talningu lauk kom í ljós ein innsláttarvilla. Það hafði þau áhrif að talin atkvæði stemmdu ekki svo við þurftum að eyða þremur klukkutímum í að finna hvar mis- tökin lágu. Vafaatkvæðin voru svo nokkuð mörg en þau töfðu okkur ekkert og voru klár klukkan tvö um nóttina.“ Tilviljun ræður Spurður um skýringar á miklum sveiflum á fylgi flokkanna á milli talna sem kjörstjórn gaf upp á kosn- inganótt segir Tómas að tilviljun ein hafi ráðið þeim. Staðið hafi verið ná- kvæmlega eins að talningunni og síðast og sama fólk unnið við hana. Kjörkassarnir séu teknir af handa- hófi, atkvæðin flokkuð og talin og upplýsingar gefnar um stöðu mála. Hann segir að úrslitin ráðist ekki fyrr en öll atkvæði hafi verið talin. Eitthvað var um kvartanir vegna kjörseðla í Hafnarfirði í kosning- unum á laugardaginn. Kjörseðlar voru útbúnir með þeim hætti að enginn kassi var settur til að merkja í framan við bókstafi framboða en alls voru auðir seðlar 594 talsins og ógildir 77 talsins. „Við fáum alltaf einhverjar athugasemdir en það er erfitt að gera öllum til geðs. Stund- um eru settir kassar fyrir framan listabókstafi sem þú getur merkt í en í þessu tilviki var það ekki. Það var eitthvað um athugasemdir í tengslum við það. Fólk setti bara x fyrir framan bókstafi en listinn sjálfur var í ramma svo það fór ekk- ert á milli mála við hvaða lista þú varst að merkja,“ segir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður kjör- stjórnar í Hafnarfirði. Gekk vel í Kópavogi Kosningadagurinn gekk vel í Kópavogi að sögn Snorra Tóm- assonar, formanns kjörstjórnar, en lítið var um vandræði og talning gekk vel. Útstrikanir og breyttir seðlar voru alls 323 talsins og voru það oddvitar flokkanna sem voru þar mest áberandi. Auðir seðlar voru 601 talsins og ógildir 62 talsins. „Talningin gekk alveg afspyrnu vel. Við vorum búin að telja um klukkan hálfþrjú um nóttina en markmiðið var að vera búin klukkan tvö svo það munaði ekki miklu. Á kosningadeginum var mikill erill og umboðsmenn á staðnum voru svolít- ið að pota í okkur. Svo voru ein- hverjar auglýsingar á staðnum sem við létum fjarlægja en það var ekk- ert stórvandamál,“ segir Snorri. Ekki mikið um útstrikanir í borgarstjórnarkosningum  Tilviljun ræður sveiflum á milli talna  Auglýsingar fjarlægðar í Kópavogi Framsókn og flugv. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsd. 36 0,61% 53,7% Sjálfstæðisflokkur Júlíus Vífill Ingvarsson 463 3,30% 52,9% Samfylkingin Björk Vilhelmsdóttir 138 0,79% 43,7% Vinstri-græn Sóley Tómasdóttir 112 2,46% 77,2% Píratar Þórlaug Ágústsdóttir 14 0,43% 31,8% Björt framtíð Ilmur Kristjánsdóttir 52 0,61% 40,3% Flestar útstrikanir eftir listum Fj öl di se ðl a m eð út st rik un Hl ut fa ll af at kv æ ðu m lis ta Hl ut fa ll af br ey tt um at kv æ ðu m lis ta í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2014 Breyttir seðlar eftir listum Fjöldi atkvæða Fjöldi breyttra seðla Hlutfall breyttra seðla í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2014 Framsókn og flugv. 5.865 67 1,14% Sjálfstæðisflokkurinn 14.031 876 6,24% Alþýðufylkingin 219 2 0,91% Samfylkingin 17.426 316 1,81% Dögun Reykjavík 774 25 3,23% Vinstri-græn 4.553 145 3,18% Píratar 3.238 44 1,36% Björt framtíð 8.539 129 1,51% Auðir 2.024 0 Vafa 0 0 Ógildir 227 0 Samtals 56.896 1.604 2,82% Samkomulag hefur náðst innan meirihluta sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn Akraness um að Regína Ásvaldsdóttir gegni áfram störfum bæjarstjóra. Hún hefur gegnt starfi bæjarstjóra frá því í ársbyrjun 2013 og var ráðin með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Í fréttatilkynningu frá Ólafi Adolfssyni, oddvita sjálf- stæðismanna á Akranesi, segir m.a. að Regína hafi verið farsæl í störf- um og njóti vinsælda meðal bæj- arbúa. Hún hafi því verið fyrsti kostur sjálfstæðismanna í starf bæj- arstjóra en flokkurinn fékk fimm menn kjörna í bæjarstjórn og þar með hreinan meirihluta. pfe@mbl.is Regína verður áfram bæjarstjóri á Akranesi Samstarf Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson. mbl.is alltaf - allstaðar Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Gunnar Einarsson verður bæjar- stjóri Garðabæjar á næsta kjör- tímabili en hann hefur gegnt því starfi frá því í maí árið 2005. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í kosningum til bæjar- stjórnar eða sjö bæjarfulltrúa af ell- efu. Gunnar skipaði áttunda sæti listans en uppstillingarnefnd flokksins setti hann upphaflega í efsta sæti listans. Aðeins munaði 25 atkvæðum á því að Gunnar hefði náð inn sem áttundi bæjarfulltrúi flokksins. „Ég er bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og þar sem við fengum hreinan meirihluta geri ég fastlega ráð fyrir því að frá því verði formlega gengið á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 19. júní að ég haldi áfram sem bæj- arstjóri Garðabæjar næstu fjögur árin,“ segir Gunnar. Mun sitja áfram í Garðabæ Morgunblaðið/Ómar Bæjarstjóri Gunnar Einarsson tók við starfinu í maí árið 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.