Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.2014, Blaðsíða 11
einnig lagt áherslu á hjólastíga. Samgöngur fyrir hjólreiðamenn hafa batnað stórkostlega undanfarin ár, þótt vissulega sé alltaf hægt að gera betur. “ Hlauparar snúa sér að hjólum Hafsteinn segir að keppnis- hjólreiðar hafi líka sótt í sig veðrið hér á landi. „Þetta eykst jafnt og þétt, en byrjaði fyrir alvöru fyrir fimm árum þegar var í tísku að vera í þríþraut; að synda, hjóla og hlaupa. Margir þeirra hlaupara sem hafa komið inn í þríþrautina undanfarin ár hafa verið að detta meira inn í hjólreiðarnar eingöngu, meðal ann- ars vegna þess að þeir hafa kannski verið að glíma við einhver meiðsli og eiga ekki eins gott með að hlaupa, en hreyfingin á hjólinu reynir ekki eins mikið á liðina og hlaupið. Keppnirnar í hjólreiðum hér heima eru líka að verða taktískari, þetta eru orðnir stærri hópar sem keppa. Einu sinni voru ekki nema kannski tuttugu og fimm manns sem tóku þátt í hjólakeppni og fjórir fremstu voru saman en restin dreifð- ist um alla Þingvallasveit, sem er ekkert mjög gaman í roki og rign- ingu. En ef maður er hluti af til dæmis tíu manna hópi og allir að vinna saman og meira um að vera, þá er þetta miklu skemmtilegra.“ Snýst líka um ástundun, góða framkomu og fleira Hafsteinn segir að nokkur form séu á hjólakeppnum hér á landi en allar séu þær vaxandi. „Fjallahjóla- keppni er á afmörkuðum brautum, þá eru hjólaðir ákveðnir hringir, svo eru götuhjólakeppnir en í tímatöku- keppnum er fólk á öðruvísi hjólum, svokölluðum tímatökuhjólum,“ segir Hafsteinn sem er einmitt Íslands- meistari í tímatöku. En í ljósi þess að hann hampar titlinum hjólreiða- maður ársins 2013 er forvitnilegt að vita hvernig hjólreiðamaður ársins er valinn. „Hjólreiðafélögin gefa þremur konum og þremur körlum atkvæði til kjörsins, óháð því í hvaða félagi viðkomandi keppandi er. Hjól- reiðanefnd ÍSÍ tekur atkvæðin sam- an og gefur síðan lokaniðurstöðu í kjörinu. Þeir sem eru til dæmis með tvö Íslandsmet af þremur eru með sterkt atkvæði. En þetta snýst líka um ástundun, góða framkomu og ýmislegt fleira,“ segir Hafsteinn sem er í hjólreiðafélaginu Tindi. Hefur ekki tekist að minnka leikinn og auka alvöruna Kærasta Hafsteins, María Ögn Guðmundsdóttir, er ekki síðri hjóla- garpur en hann, hún varð í öðru sæti í Alvogen Midnight Trial-keppninni í fyrra og þau ætla bæði að taka þátt í þeirri keppni sem verður nú öðru sinni í byrjun júlí. „Við María fórum saman til Danmerkur í fyrra til að taka þátt í hjólreiðakeppni og vorum bæði í topp tíu sætunum af tvö hundruð keppendum. Við tókum líka þátt í Smáþjóðaleikunum í fyrra og gekk vel,“ segir Hafsteinn og bætir við að sér finnist frábært hvað kon- um hefur fjölgað mikið í hjólreiða- keppnum hér heima. „María er verk- efnastjóri WOW Cyclothon, þar sem hjólað er í kringum Ísland og rúm- lega fimm hundruð manns taka þátt í, bæði karlar og konur.“ Þegar hann er spurður hvort hann ætli að halda áfram að keppa næstu árin er hann fljótur til svars. „Ég hef sagt síðastliðin tvö ár að ég ætli að fara að minnka hjólreiðarnar og fara að gera það sem fullorðið fólk gerir, minnka leikinn en auka alvöruna. En það hefur ekki tekist. Ég á eftir að halda áfram í hjólreið- um, það er alveg ljóst, þetta er lífs- stíll,“ segir hann og bætir við að heima hjá þeim Maríu séu hjól í stof- unni. „Við eigum samtals átta hjól og við lögðum eitt herbergi í íbúðinni eingöngu undir hjóladót. Þetta er skemmtilegur lífsstíll, en verst að það er enginn tími til að gera neitt annað,“ segir Hafsteinn og hlær. Ljósmynd/Kristinn R. Kristinsson Lífsstíll Hafsteinn og María fagna sigri í Bláalónskeppninni í fyrra með kossi, þau eru heppin að deila þessu áhugamáli. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2014 Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi í Alvogen Mid- night Time Trial-hjólreiðakeppn- inni sem haldin verður í Reykja- vík 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiða- maður Íslands 2014. Öflugir er- lendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram. Keppt verður í götu- og þríþrauta- flokki (16 km og 32 km) í kvenna- og karlaflokki og veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Lyfjafyrirtækið Alvogen er bak- hjarl mótsins sem tileinkað er réttindum barna og munu öll skráningargjöld renna óskipt til UNICEF. Skráning hefst í dag og upp- lýsingar um hana má nálgast á www.alvogen.is. Til stuðnings UNICEF ALVOGEN-HJÓLREIÐAKEPPNI Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ 58.900 kr . m vsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.