Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 2

Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmenni og stemning var í Laugardalshöll í gær þegar íslenska landsliðið í handknattleik tók á móti því bosníska. Stuðningsmenn lands- liðsins lögðu sig fram um að skarta fánalitunum og hvert sem litið var gat að líta hinn heiðbláa, eldrauða og mjallhvíta þjóðfána. Fjallablámi, ís og eldur lýstu upp stúkuna Morgunblaðið/Eva Björk Fánalitum prýddir stuðningsmenn í Laugardalshöll Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta mun gera skýran mun á okkur og hinum stjórnarandstöðuflokknum, sem með þessu er kominn undir pils- fald meirihlutans,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, og vísar í máli sínu til þreifinga á milli Sjálfstæðisflokksins og meirihlutans í Reykjavík um sam- starf í ráðum og nefndum. Nefndirnar sem um ræðir eru stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn Faxaflóahafna, heilbrigðisnefnd og öll hverfisráð borgarinnar. Í þessum nefndum sitja fimm fulltrúar og munu framsóknarmenn ekki fá fulltrúa inn- an þeirra. Aðspurð segir Sveinbjörg Birna nú ljóst að með þessu útspili séu framsóknarmenn einir í stjórnar- andstöðu í borginni. „Við eigum þó eftir að sjá hvernig fram vindur ... Þetta er í takt við það hvernig stærsti flokkurinn, í fráfarandi minnihluta, starfaði á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Liður í öflugri andstöðu Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segist hins vegar sjá fyrir sér náið samstarf í minnihlut- anum. Segir hann áðurnefndar þreif- ingar við meirihlutann vera lið í öfl- ugri stjórnarandstöðu í borginni. „Þetta snýst bara um skipan í nefndir og ekkert annað. Hér erum við einungis að tryggja sem flesta full- trúa,“ segir Halldór og bendir á að með þessu sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki á leið í eiginlegt samstarf við meirihlutann. „Við ætlum okkur að vera í mjög harðri stjórnarandstöðu. Mun harðari en verið hefur að undan- förnu.“ Spurður hvort óalgengt sé að minnihluti taki upp á svona samstarfi við meirihluta kveður Halldór nei við. „Þetta er í raun mjög algengt, bæði í borgar- og sveitarstjórnum um allt land,“ segir hann. Skýrist eftir fundinn í dag Nýr meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata tekur formlega við á borgarstjórnarfundi sem haldinn verður í dag klukkan tvö. Á fundinum verður Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, formlega kosinn borgarstjóri í Reykjavík auk þess sem kosið verður í flestar nefndir, ráð og embætti í borginni. Vilja í samstarf um nefndir  Þreifingar á milli Sjálfstæðisflokks og meirihlutans í Reykjavík um samstarf í ráð og nefndir  „Kominn undir pilsfald meirihlutans,“ segir oddviti Framsóknar Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurborg Ný borgarstjórn mun taka formlega við í dag. Karlmaður sem talið er að hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á Hvammstanga á laugardaginn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítal– ann í Reykjavík með lífshættulega áverka. Farið var fram á gæsluvarð- hald yfir fjórum mönnum sem voru handteknir í kjölfarið. Lífshættulegir áverkar Það var læknir á bráðadeild Landspítala sem tilkynnti lögregl- unni á Blönduósi um málið eftir að hann tók við manninum, sem er á fertugsaldri. Áverkar mannsins voru lífshættulegir en ekki var ljóst hvernig þeir væru til komnir. Grun- ur vaknaði hins vegar um að ekki hefði verið um slys að ræða, heldur refsiverða háttsemi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Akureyri, sem fer með rannsókn málsins samkvæmt reglugerð um sérstakar rannsóknardeildir. Þar að auki mun hún njóta aðstoðar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Í fangageymslu á Akureyri Fjórir menn voru handteknir á Hvammstanga í fyrrinótt vegna málsins. Mennirnir eru nú í fanga- geymslum á Akureyri og fór lög- reglustjóri fram á það við Héraðs- dóm Norðurlands í gærkvöld að þeir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögregluyfirvöld segja að rann- sókn málsins sé á byrjunarstigi og því sé ekki hægt að gera nánari grein fyrir atvikum málsins á þess- ari stundu. Grunur um alvarlega lík- amsárás á Hvammstanga Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan Fjórir menn hafa verið handteknir við rannsókn málsins.  Fjórir teknir höndum í kjölfarið Hvalveiðibátar Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, fóru út í gær- kvöldi, en hval- veiðivertíðin hófst í gær og stendur næstu þrjá mánuði. Kristján Lofts- son, fram- kvæmdastjóri Hvals hf., segir að veiðarnar nú verði með sama sniði og verið hefur. Kristján segir erfitt að segja til um hvenær verði komið með fyrstu veiði í land en ef allt gangi eftir geti það orðið á morgun, 17. júní. Í fyrra kom fyrsta lang– reyðurin á land 18. júní. Hvölunum verður landað í Hvalstöðinni í Hval- firði sem fyrr. Veiða má 154 langreyðar á þessu fiskveiðiári. Í fyrra veiddu skip fyrirtækisins 134 dýr. Kristján segir veiðarnar í ár líta vel út og reynt verði að fylla kvótann. „Annars fer þetta eftir veðri og vindum,“ segir Kristján, en veiðarnar gengu erfið– lega í fyrra vegna þrálátrar brælu á miðunum. Hvalbát- arnir farn- ir til veiða Bátur Hvalur 8.  Fyrstu hvölunum landað á morgun Már Guðmunds- son seðlabanka- stjóri hyggst sækja um emb- ætti sitt aftur, en það var auglýst laust til umsókn- ar í byrjun júní. Greindi Már frá þessu í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær. Líkti Már Seðlabank- anum við hest sem staddur væri í miðri á. Þá þætti honum ekki væn- legt til árangurs að knapinn skipti um hest á þeirri stundu en bætti þó við að það væri annarra að taka ákvörðun um hvort hann héldi áfram. Skipað er í embættið til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann tvisvar. Már hyggst sækja um Már Guðmundsson  Skipað í emb- ættið til fimm ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.