Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 8

Morgunblaðið - 16.06.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 Þeir sem leið eiga um Borgar-túnið, einkum á annatíma, hafa orðið varir við að sú gata er stund- um nánast ófær.    Þegar um-ferð ann- ars staðar er þung í lok vinnudags er hún nánast stopp í Borgartúninu.    Þetta er ekki tilviljun, heldur beinafleiðing stefnu borgarinnar sem birtist meðal annars í aðal- skipulagi hennar.    Þess vegna er áhyggjuefni, enkemur ekki á óvart, að í sam- starfssáttmála meirihlutaflokkanna er tekið sérstaklega fram að nýtt að- alskipulag Reykjavíkur verði leið- arljós í skipulags- og umhverfis- málum.    Nú er það að vísu ekki til hags-bóta fyrir umhverfið að bílar séu löngum stundum í lausagangi í Borgartúninu, en fram hjá slíkum sjónarmiðum mun nýr meirihluti horfa líkt og sá sem féll.    Og nýi meirihlutinn gerir sig ekkilíklegan til að leysa vanda bíl- notenda í borginni. Lausn hans á umferðarvandanum er að koma „á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík,“ eins og segir í samstarfssáttmálanum.    Þar er að vísu líka sagt að unninverði „viðbragðsáætlun vegna loftslagsbreytinga,“ en ólíklegt er að greiðfærari götur verði hluti af þeirri viðbragðsáætlun.    Þvert á móti verður sennilegaunnið að auknum lausagangi bifreiða borgarinnar. Lausagangur í Borgartúni STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 14 skýjað Akureyri 14 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 14 skýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 17 skýjað París 20 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Moskva 12 skýjað Algarve 27 léttskýjað Madríd 28 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 17 þrumuveður Aþena 23 skýjað Winnipeg 13 skúrir Montreal 17 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:11 23:46 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Langlífi er í mögum fjölskyldum á Íslandi en fáar geta stært sig af þeim árangri sem systkini Önnu Margrétar Franklínsdóttur hafa náð í lífaldri. Anna er fædd í Strandasýslu 15. júní 1910 og fagnaði því 104 ára af- mæli sínu í gær. Systkinahópur Önnu taldi 13 manns og er meðal- aldur þeirra 91 ár sem telja verður met þegar um svo mörg systkini er að ræða. Hún á þrjár systur enn á lífi en það eru þær Nanna Frank- línsdóttir, 98 ára, Margrét Frank- línsdóttir, 92 ára, og Guðborg Franklínsdóttir, aðeins 90 ára. Þær systur eru því samtals 384 ára gamlar. Af þeim systkinum sem eru látin náði eitt 98 ára aldri, eitt varð 94 ára, eitt 93 ára, eitt 92 ára og eitt 90 ára. Þannig hafa níu af þrettán systkinum frá Litla-Fjarðarhorni náð níutíu ára aldri samkvæmt frétt síðunnar Langlífis á Facebo- ok. Morgunblaðið ræddi við Önnu fyrir 14 árum þegar hún fagnaði 90 ára afmæli sínu. Þá var hún enn að vinna hálfan dag sem saumakona hjá Sjóklæðagerðinni og var ekkert á þeim buxunum að hætta. Hún hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í 30 ár og hafði gaman af starfi sínu. Hún var spurð í viðtalinu hvort hún gæti gefið góð ráð til þeirra sem hyggðu á langlífi en sagðist ekki luma á neinum ráðum fyrir fólk sem vildi ná háum aldri. Hún taldi það þó velta allt á heilsunni en bætti jafnframt við að hún hefði aldrei hugsað neitt sérstaklega um hana. Forréttindi að vinna Þó að Anna starfi ekki lengur hjá Sjóklæðagerðinni vann hún meðan heilsan leyfði. Hún sagði við Morg- unblaðið þegar hún var níræð að hún vildi vinna meðan hún hefði heilsu til enda í ágætisvinnu með góðu starfsfólki og yfirmönnum. Hún taldi það hrein og bein forrétt- indi að fá að vinna meðan heilsan leyfði. Langlífar systur samtals 384 ára Vinna Anna Margrét Franklínsdóttir var enn við vinnu um nírætt.  Elsta systirin, Anna Margrét Franklínsdóttir, fagnaði 104 ára afmæli sínu í gær  Systkinin voru þrettán talsins og er meðalaldur þeirra 91 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.