Morgunblaðið - 16.06.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 16.06.2014, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 NýlegirMitsubishi Pajero á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar- gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti (7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu). Mánaðarlegt leigugjald: 136.041 kr.m/vsk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðalangur Hálfdan Örlygsson forleggjari á förnum vegi í Skagafirði með 16. útgáfu Vegahandbókarinnar. in. Síðan þá hefur tækniumhverfið breyst mikið og í dag eru snjall- símar komnir í vasa annars hvers manns og jafnvel fleiri. Því færðum við útfærsluna á þessari tæknivæð- ingu bókarinnar yfir í símana og spjaldtölvurnar, sem gefur góða raun.“ Þjónustulyklar að landinu Útfærsla snjallsímavæddrar Vegahandbókar er sú að í hverri prentaðri bók er sérstakur kóði eða lykilorð sem fólk slær inn í símann sinn. Með því er fólk komið með bókina í símann, á spjaldtölvuna eða í önnur slík þarfaþing; upplýsingar á íslensku, ensku og þýsku. Einnig er hægt að nálgast snjallsímaútgáfuna beint í App Store og Play Store án bókarinnar. Bókinni góðu, hvert sem útgáfuformið er, er skipt upp í landhlutakafla. Undir hverjum þeirra er að finna fróðleiksmola um vegi og helstu staði við þá. Einnig upplýsingar um þúsundir þjónustu- aðila, svo sem söfn, sundlaugar, söluskála, gististaði, tjaldsvæði og aðra slíka staði sem fólk sækir mikið í. Er þar byggt á upplýsingum frá Ferðamálastofu og fleirum – og með skýrri og glöggri framsetningu verða þetta í raun þjónustulyklar að landinu ef svo má að orði komast. „Við erum auðvitað alltaf að uppfæra efni bókarinnar, sem hing- að til hefur komið út á tveggja ára fresti. Textinn er mjög knappur en í símanum getum við haft örlítið lengri texta og jafnframt uppfært ýmsar hagnýtar upplýsingar sem ferðamenn þurfa fljótt og örugg- lega,“ segir Hálfdan, sem heldur ut- an um útgáfu bókarinnar, það er samskipti við viðskiptavini, sam- skipti við prentsmiðju og annað slíkt. Dóttir hans Eva og maður hennar, Rúnar Gunnarsson, sem búa að Efri-Reykjum í Biskups- tungum, annast textagerð og um- brot bókarinnar. Eru þau í ritstjórn með Hálfdani og er brautryðjand- inn, Örlygur Hálfdánarson, ekki langt undan þótt orðinn sé 85 ára. Seldist í bílförmum Fyrsta útgáfa Vegahandbókar- innar, sem kom út fyrir 41 ári, fékk frábærar viðtökur, segir Hálfdan. „Bókin kom út þegar sást hilla undir að hringvegurinn umhverfis landið yrði tekinn í gagnið, sem var 1974. Fyrir vikið var mikill áhugi á ferða- lögum um landið og það má segja að bókin hafi smollið inn í stemningu þess tíma í þjóðlífinu. Bókin seldist í bílförmum og þúsundum eintaka. Ég er alltaf að hitta fólk sem á ein- hverjar minningar tengdar bókinni, það er þegar einhver las upp úr bók- inni og miðlaði fróðleik um landið, lífið og söguna til krakkanna sem sátu í aftursætinu,“ segir Hálfdan og bætir við að síðustu: „Auðvitað hefur ferðamenn- ing breyst mikið á þessum árum og fleiri fara í göngutúra, sport- ferðir hvers konar og fleira slíkt. Eigi að síður vill fólk alltaf fræðast um landið sitt – og viðtökur fólks segja okkur að þessi bók standi alltaf fyrir sínu.“ Rós í hnappagat nýrrar síma- útgáfu Vegahandbókarinnar er fjörutíu íslenskar þjóðsögur sem Arnar Jónsson leikari og fleiri lesa. „Þjóðsögurnar eru skemmtileg menning sem þarf að vera aðgengileg. Áður voru þær á geisladiski sem fylgdi bókinni. Nú eru diskarnir hins vegar að detta út og þá færum við okkur feti framar í tækninni,“ segir Hálfdan. Sögurnar má ná í með því að leggja síma að QR-kóða í bók- inni, hlaða svo inn í tækið og hlusta á. Og af ýmsu er að taka, því í boði eru sögur um álfkonur, huldumær og slíkt og svo sög- ur um Dansinn í Hruna, Djáknann á Myrká og Gissur í Botnum svo eitthvað sé nefnt. Þjóðsögur í hnappagatið MENNINGIN Í SÍMANN Arnar Jónsson Á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit er að finna áhugavert og fallegt safn. Fuglasafn Sigurgeirs var opnað sum- arið 2008 og er tileinkað Sigurgeiri Stefánssyni sem lést árið 1999. Hann hafði mikinn áhuga á fuglum og var alinn upp í náttúruperlunni Mývatns- sveit. Á safninu eru 330 uppstopp- aðir fuglar og um 500 egg. Það er op- ið allt árið eins og sjá má á slóðinni www.fuglasafn.is Safn tileinkað náttúrubarni Ljósmynd/Birkir Fanndal Draumur Safnið byggist á hugðar- efnum og hugmynd Sigurgeirs. 330 fluglar Átakinu „Hjálpum Serbíu“var ýtt úr vör fyrirskemmstu. Serbar á Íslandi standa fyrir átakinu, sem er ætlað að hjálpa þeim sem illa urðu úti í flóðunum í Serbíu í maí. Allt að þrjátíu þúsund urðu heimilislaus í kjölfar flóðanna og hefst fólkið nú við í bráðabirgðahúsnæði eða neyðarskýlum. Svetlana Markovic er ein þeirra sem að söfnuninni standa og segir hún að söfnunin hafi farið rólega af stað en tekið kipp fyrir stuttu. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg og höfum við fengið sterka aðila til að aðstoða okkur með ýmsum hætti. Eimskip brást skjótt við og annast flutning á nauðþurftum, meðal annars rúmlega 40 tonnum af vatni sem Icelandic Water Holdings gef- ur í söfnunina. Mikill skortur er á hreinu drykkjarvatni á flóðasvæð- unum og talið er að um ein milljón sé enn án drykkjarvatns,“ segir Svetlana, sem hefur nóg að gera þessa dagana. Fjölmargir aðrir leggja söfnuninni lið, bæði ein- staklingar og fyrirtæki. Sérstök miðstöð hefur verið opnuð þar sem haldið er utan um söfnunina og er hún að Ármúla 26, 108 Reykjavík. Þar er opið alla daga frá klukkan kl. 11 til 20. Vert er að geta þess að margt annað en fjármunir á erindi í þessa söfnun og má þar nefna fæðu fyrir yngsta fólkið á borð við þurrmjólk og barnamat. Hrein- lætis- og sótthreinsunarefni eru vel þegin og sömuleiðis fatnaður, skór, leikföng, teppi, dýnur, sængurföt og búnaður til hreins- unar. Fólk er beðið um að koma með varninginn í miðstöðina og sér Eimskip um flutninginn út. Þeir sem vilja styrkja söfnunina með fjármunum geta lagt inn á reikning söfnunarinnar: 0544-04- 764185 og er kennitalan 520402- 3060. Fylgjast má með framvindu söfn- unarinnar á Facebook-síðu hennar: facebook.com/toserbiawithlove Safnað fyrir þá sem urðu illa úti í flóðum Hamfarir Flóðin á Balkanskaganum urðu í maí og skildu marga eftir án heimilis og drykkjarvatns. Söfnunarmiðstöð hefur verið opnuð í Ármúla. Serbíusöfnunin tekur mikinn kipp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.