Morgunblaðið - 16.06.2014, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014
✝ Einar Guðna-son skipstjóri,
Suðureyri, Súg-
andafirði fæddist 6.
nóvember 1926 á
Kvíanesi í Súg-
andafirði. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða 2. júní 2014.
Foreldrar hans
voru Albertína Jó-
hannesdóttir, f. 19.
september 1893, d. 2.1. 1989, og
Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.
október 1887, d. 1.4. 1970, Botni,
Súgandafirði. Systkini Einars
eru: Sigurður, f. 11.12. 1914, d. í
feb. 1959, Guðrún Pálmfríður, f.
9.9. 1916, d. 28.8. 1997, Þorleif-
ur Guðfinnur, f. 11.7. 1918, d.
6.6. 2007, Sveinn, f. 23.11. 1919,
d. 18.4. 2005, Jóhannes, f. 29.9.
1921, d. 18.8. 1990, Guðmundur
Arnaldur, f. 1.12. 1922, d. 15.1.
2007, Guðni Albert, f. 3.4. 1928,
Gróa Sigurlilja, f. 24.11. 1930,
María Auður, f. 6.6. 1932, og
Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d.
29.4. 1939.
Hinn 23. ágúst 1952 kvæntist
Einar Guðnýju Kristínu Guðna-
f. 22.6. 2006, og Tristan Ernir, f.
21.7. 2008. 3) Ævar, f. 20.4.
1957, kvæntur Thitikan Jantha-
wong. Dætur þeirra eru Mona
Marina, f. 1.10. 2006, og Manda
Malinda, f. 11.2. 2009. Fyrir átti
Ævar Elvar Atla, f. 17.4. 1980,
kvæntur Rut Guðnadóttur. Son-
ur þeirra er Frosti, f. 27.5. 2010,
og Emmu, f. 15.4. 1989, dóttir
hennar er Ársól Eva, f. 14.10.
2010. 4) Elvar, f. 10.11. 1959,
kvæntur Jóhönnu Stefáns-
dóttur. Börn þeirra eru Arnþór
Björn, f. 29.12. 1979, Árni, f.
27.6. 1983, kvæntur Lauren Ho-
ard, Hildur Sólveig, f. 14.6.
1985, sonur hennar er Elvar
Þór, f. 27.8. 2009, og Einar Karl,
f. 7.11. 1990. 5) Hafrún Huld, f.
29.8. 1967, gift Páli Sigurðssyni.
Börn þeirra eru: Anna Karen, f.
21.7. 1992, sambýlismaður Jón-
as Marteinsson, Ástrós Harpa, f.
17.6. 1997, og Viktor Ingi, f.
13.9. 2000. 6) Lilja, f. 7.2. 1972.
Dóttir hennar er Árdís Níní, f.
17.11. 2012.
Einar bjó alla tíð á Suðureyri.
Hann var lengst af skipstjóri á
fiskibátum, fyrst Friðberti Guð-
mundssyni ÍS 403 og síðar Sig-
urvon ÍS 500. Eftir að hann fór í
land starfaði hann sem verk-
stjóri og hitaveitustjóri hjá Suð-
ureyrarhreppi.
Útför Einars verður gerð frá
Suðureyrarkirkju í dag, 16. júní
2014, kl. 14.
dóttur, f. 22.7. 1930
í Vatnadal, Súg-
andafirði. Börn
þeirra eru: 1) Krist-
ín Eygló, f. 21.7.
1952, gift Árna
Baldvini Sigurðs-
syni sem lést 2006.
Núverandi sam-
býlismaður er Lars
Deliér. Börn: Ein-
ar, f. 27.2. 1972,
Arnar, f. 29.8. 1980,
sambýliskona Rebecka Tholén,
dóttir þeirra er Ilse, f. 25.1.2011,
og Þórunn Gyða, f. 25.2. 1983,
sambýlismaður Kristofer Sidlöv,
synir þeirra eru Noi Elliot og
Atle Adrian, f. 25.7. 2012. 2)
Guðni Albert, f. 31.8. 1954,
kvæntur Sigrúnu Margréti
Sigurgeirsdóttur. Börn: Guðný
Erla, f. 10.8. 1976, gift Róbert
Hafsteinssyni. Börn þeirra eru:
Elva Rún, f. 7.5. 2000, Guðni
Rafn, f. 7.7. 2003, og Erla Rán, f.
8.8. 2009. Sólveig Kristín, f. 2.7.
1979, gift Vigfúsi Ómarssyni.
Dóttir þeirra er Hulda Vigdís, f.
4.2. 2011. Auður Birna, f. 3.5.
1983, gift Ársæli Níelssyni, syn-
ir þeirra eru Alexander Hrafn,
Minn kæri frændi, Einar
Guðnason, er látinn. Það er auð-
vitað gangur lífsins að maður
hátt á áttræðisaldri sem hefur
lengi glímt við veikindi kveðji, en
einhvern veginn var maður alltaf
að gera sér vonir um að Einar
hresstist og gæti lifað að minnsta
kosti enn um hríð í firðinum okk-
ar fagra með fólkinu sínu sem
hann elskaði. Þess vegna var ég
mjög slegin þegar Ævar sonur
hans tilkynnti mér lát hans. Mér
fannst að ég ætti eftir að hafa
hann hjá okkur enn um sinn.
Einar var yngri bróðir pabba
míns, afar föngulegur maður,
eins og þau systkinin öll, og kom
oft þegar ég var smástelpa í
heimsókn til okkar á Hverfisgöt-
una. Var hann þar mikill aufúsu-
gestur enda kom hann oft fær-
andi hendi, jafnvel með dót frá
útlöndum handa okkur systkin-
um og átti hann sannarlega okk-
ar einlæga aðdáun.
Þegar ég er sjö og átta ára
gömul fékk ég að dvelja um sum-
artíma í Botni í Súgandafirði hjá
ömmu og afa. Þá var Einar
frændi þar nær daglegur gestur
og tók til hendi við bústörfin.
Hann var þá búinn að eignast
kærustu, hana Níní sína, og
þeyttist með hana til og frá Botni
á mótorhjóli og fór ekkert á milli
mála hvað hann elskaði hana
heitt.
Síðan fékk maður að fara með
þegar Einar var að draga á í
Langá með systkinum sínnum og
það voru svo sannarlega ógleym-
anlegar stundir. Í huga mínum
er aflinn svo mikill sem fékkst
þarna í net og fiskarnir svo stór-
ir að það hlýtur nú að hafa
magnast í minningunni.
Einar stofnaði til fjölskyldu
með unnustu sinni Níní og gerð-
ist farsæll skipstjóri m.a. á Sig-
urvon frá Súgandafirði. Á þeirra
heimili runnu upp einstakir
mannkostaunglingar enda áttu
þau ekki langt að sækja kostina,
foreldrarnir bæði afburðafólk og
ekki síður skemmtileg. Níní spil-
aði á gítar og söng og það leidd-
ist nú frænda mínum ekki ald-
eilis.
Á tímabili átti það hug frænd-
fólks míns og pabba allan að
rækta upp lax í Langá. Það voru
margar gleðistundirnar þegar
verið var að skipuleggja laxa-
ræktina. Ég tala nú ekki um
stórframkvæmdirnar í kringum
byggingu lóns í enda fjarðarins
þar sem laxarnir áttu að una sér,
en laxaræktin náði nú aldrei því
flugi sem vonir stóðu til og tók
brattan enda þegar Súganda-
fjarðargöngin voru byggð.
Vonandi fara þeir nú að sýna
sig í stórum stíl, blessaðir höfð-
ingjarnir.
Það hefur verið fastur punkt-
ur í tilveru minni frá því ég var
barn að fara vestur á sumrin og
upplifa hinn sanna Vestfjarða-
anda með því að ganga kringum
Lónið og reyna að sjá laxa og
taka á móti ættingjunum í gamla
bænum okkar og jafnvel taka
lagið. Þegar tíminn minn í sum-
arhúsinu rann upp síðastliðið
sumar var ég á spítala og Einar
hafði stórar áhyggjur af því að
ég kæmist ekki vestur. Svo
hringdi hann í mig um miðjan
september og sagðist ekki geta
notað sinn tíma vegna veikinda
og bauð mér hann. Við systur
þáðum það og drifum okkur
vestur í lok september. Þangað
kom Einar í heimsókn og var þá
mjög af honum dregið. Nú er
hann allur og fjörðurinn okkar
verður aldrei samur eftir í mín-
um huga.
Ég votta Níní og þeirra ynd-
islegu fjölskyldu allri innilega
samúð mína.
Sigríður Jóhannesdóttir.
Hún Albertína amma mín
sagði mér einhverju sinni frá því
sem hún kallaði erfiðustu spor
sem hún hefði stigið á sinni ævi.
Þá voru þau hjónin að flytja frá
Kvíanesi í Súgandafirði að Botni
í sömu sveit. Hún sagðist minn-
ast þess sterkt þegar hún var að
stikla yfir Kvíanesána, með kusu
sína í taumi í annarri hendi en
Einar sinn á hinni og Gummi
sinn hefði gengið þeim við hlið. Í
dag kveðjum við sveininn unga,
sem þarna hvíldi í öruggri hendi
móður sinnar. Einar móðurbróð-
ir minn var yngstur sinna systk-
ina, sem fæddust að Kvíanesi. Þó
að ömmu hafi fundist sporin
þung frá æskuheimili sínu á Kví-
anesi að Botni búnaðist fjöl-
skyldunni vel þar og undi hag
sínum hið besta. Einar ólst upp
við almenn sveitastörf eins og
þau systkinin önnur, þó að ævi-
starfið yrði á sjónum. Hann
kynntist þó líka sjósókn á sínum
ungdómsárum, því það var til
árabátur á heimilinu sem notað-
ur var til róðra. Fóru þeir bræð-
ur einverju sinni í steinbítsróður
á honum og öfluðu vel, svo vel að
þeir þurftu að seila eitthvað af
steinbítnum. Kannski ekki mjög
skynsamlegt, en allt slapp nú
þetta. Mér er afar minnisstætt
úr æsku minni, þegar maður var
að hlusta á bátabylgjuna, hvað
ég var stoltur að heyra í honum
Einari frænda í talstöðinni, róm-
urinn dimmur og karlmannlegur
og engin tæpitunga töluð. Seinna
átti ég eftir að verða skipverji
hjá honum eina síldarvertíð.
Aflabrögðin voru svo sem ekkert
til að guma af, enda mældist víst
síðar að skrúfuhávaði frá bátnum
hefði verið svo óheyrilegur að
engin von var til að geta lagt að
torfu svo kastandi væri. Undir
lok þessarar vertíðar var síldin
komin yfir 100 sjómílur frá landi
út á svokallað Rauða torg. Þá
dugðu sjókortin okkar ekki leng-
ur og skipstjórinn varð að draga
bauga sína á þann pappír sem til-
tækur var. Það var þá oftar en
ekki dagblaðið Þjóðviljinn. Þá
veiddum við úti á Þjóðviljanum
og efa ég að aðrir hafi afrekað
það. Seinna áttum við góðar
stundir saman þegar ég reyndi
að aðstoða hann við framtals-
gerð, það var aldrei leiðinlegt og
margs góðs að minnast frá þeim
stundum. Og nú hefur kempan
hann Einar frændi lagt í sína
hinstu för. Ég veit að hann á þar
hinum megin góðum að mæta,
sem taka vel við honum. Við sem
enn hjörum hérna megin þökk-
um honum góða samfylgd og
óskum honum alls góðs á nýjum
vegum. Eftirlifandi eiginkonu,
börnum þeirra og öðrum afkom-
endum og venslafólki þeirra
vottum við systkinin okkar
dýpstu samúð.
Guðvarður Kjartansson.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast vinar míns, Einars
Guðnasonar. Foreldrar hans
voru þau hjónin Albertína og
Guðni Þorleifs úr Botni (efri
bænum). Þar fékk hann uppeld-
ið. Ekki varð hann þó bóndi held-
ur seiddi hafið og út á það hélt
hann.
Ekki sigldi hann erindisleysu
– fiskinn vel – síðast á Sigurvon
ÍS. Aflakóngur stundum.
Einar gerði ekki mikið í því að
sýnast áberandi – en þó var tekið
eftir honum hvar sem hann fór.
Vaskur maður til orðs og æðis.
Hann var hraustur maður og
vinur vina sinna. En Einar var
ekki aðeins sterkur skipstjóri,
hann var líka hagur smiður. Það
fékk ég m.a. að reyna þegar
svalahurð hjá mér brast sundur
á lömunum og ég, þumalputta-
maðurinn, í öngum mínum. Stóð
þá ekki Einar skyndilega á svöl-
unum með tól og tæki og gerði
við allt. En þungt var að halda
hurðinni uppi á réttum stað með-
an Einar festi. Hef ég sjaldan
orðið þreyttari.
Einar kvæntist til gæfu – Níní
sinni. Milli þeirra bjó gæfan ein.
Þau bjuggu við barnalán. Börnin
tel ég til vina minna. Þau eru
vænsta fólk.
Ég kveð Einar með virðingu.
Þeim sem syrgja og sakna sendi
ég samúðarkveðjur. Súganda-
fjörður hefur misst einn af
traustum sonum sínum.
Ævar Harðarson.
Út um eldhúsgluggann heima
var hægt að fylgjast með Botns-
fólkinu í Helgahúsinu um langa
hríð. Albertína og Guðni bjuggu
þar í mörg ár eftir að þau fluttu
úr Botni.
Ég kynntist, á mínum upp-
vaxtarárum, vel þeim bræðrum
Guðmundi og Þorleifi Norður-
eyrarjarli, en yngri bróður
þeirra, Einari, sem við kveðjum í
dag, kynntist ég fyrst löngu
seinna. Árið 1980 var ég kjörinn
sveitarstjóri í Suðureyrarhreppi.
Þá var byggðin í blóma, þrír
stórir vertíðarbátar ásamt nýj-
um togara drógu í land 10 þús-
und tonn af fiski og tekjur fólks
voru með því besta sem gerist í
landinu. Einn sólbjartan dag
kemur Guðlaugur Arnaldsson að
máli við mig og spyr hvort ekki
vanti verkstjóra til að sjá um
framkvæmdir og benti mér á að
Einar Guðnason skipstjóri væri
kominn í land og þarna væri gott
tækifæri að ráða úrvals starfs-
mann. Ég ræddi við Einar og
eftir nokkra umhugsun tók hann
starfið. Þetta reyndist happar-
áðning.
Við Einar ræddum í byrjun
um ýmis verkefni og ég sá fljótt
að hann hafði miklu meira verks-
vit og verkreynslu en ég svo
hann fékk ótakmarkað fram-
kvæmdavald utanhúss. Einar
mætti á hverjum mánudags-
morgni á skrifstofu hreppsins
með tímaskráðar magntölur frá
Hitaveitunni og ég reiknaði
rennslið með forriti í Texas
Instruments-vasatölvu. Síðan
fékk hann verkefnalista vikunn-
ar og sá um að verkin yrðu fram-
kvæmd. Hitaveitan var
aðal-vandamálið, bæði tæknilega
og fjárhagslega. Með góðri hjálp
frá sérfræðingum Hitaveitu
Reykjavíkur þar sem Gunnar
Kristinsson var í aðalhlutverki
tókst að leysa mörg vandamál.
Ákveðið var að taka öll rörin í
borholunni upp á hverju sumri
og skipta um ónýt rör og dælu.
Eftir þetta varð aldrei dæl-
ustopp.
Til að leysa tæringarvanda-
málið í ofnunum var blandað
hvítu dufti, natríumsúlfíði, í vatn-
ið og þá hvarfaðist súrefnið burt.
Einar sá um að leysa súlfíðið upp
í vatni og dæla því inn á lögnina.
Til þess að sjá um upptöku rör-
anna á sumrin útvegaði Hita-
veita Reykjavíkur okkur sinn
færasta borholuverkstjóra sem
var nýkominn var á eftirlaun.
Þetta var Höskuldur Ágústsson,
2 metra risi, afar sérvitur og
úrillur og ekki allra. Ég lét Einar
sjá um karlinn og það gerði hann
með svo miklum glæsibrag að
Höskuldur heimtaði að fá að
koma ár eftir ár. Það var oft
aðdáunarvert að vinna með Ein-
ari og sjá hvað hann var úrræða-
góður og snjall.
Á vorin flæddi Tjörnin yfir
Suðureyrartún og kjallarar húsa
fylltust af vatni. Ég hannaði nýja
vatnslögn sem fór styttri leið frá
Tjörninni til sjávar. Ég setti út
lögnina með hæðamerktum hæl-
um í tveim línum. Einar gat
reiknað út staðsetningu á ból-
unni á hallabrettinu þannig að
halli röranna varð hárréttur.
Íþróttavöllur var hannaður
með halla til beggja hliða. Burð-
arlagið þurfti að þjappa rækilega
og sjá um að yfirborðsefnið væri
í réttri hæð. Þetta verk sá Einar
um og framkvæmdin varð bæði
ódýr og vel heppnuð.
Ég vil að lokum þakka Einari
fyrir vinsemd og ánægjulegt
samstarf. Ég votta eiginkonu og
afkomendum samúð.
Ellert Ólafsson.
Einar
GuðnasonElskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
ELÍSABET ERLINGSDÓTTIR
söngkona,
sem lést 5. júní, verður jarðsungin
fimmtudaginn 19. júní kl. 15.00 frá
Langholtskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Atli Ásbergs
Anna Rún Atladóttir Agnar Sturla Helgason
Hrafnhildur Atladóttir Mika Pelo
Atli Snorri, Guðrún Diljá, Andri Vilhelm.
Elskuleg systir okkar
KRISTÍN ÁRNÝ ALBERTSDÓTTIR,
Stína,
áður til heimilis á Selvogsgötu 10,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. júní.
Hún verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 18. júní
kl. 13.00.
Ingveldur Albertsdóttir Ólafía Albertsdóttir.
Útför elsku eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
ÞORBJÖRNS DANÍELSSONAR
fluggagnafræðings,
Álfhólsvegi 105, Kópavogi,
sem lést 9. júní, fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 19. júní kl. 15.00. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á ABC
barnahjálp.
Anna Jóna Guðjónsdóttir,
Helga Magnea Þorbjarnardóttir, Helgi Jónsson,
Anna Margrét Þorbjarnardóttir, Styrmir G. Ólafsson,
Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir, Gavin Anthony,
Marinó Muggur Þorbjarnarson, Íris Sveinbjörnsd.,
Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir,
Sigríður Ósk K. Þorbjarnardóttir, Viktor K. Kamenov
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hraunbæ 41, Reykjavík.
Við þökkum starfsfólki Líknardeildar
Landspítalans og Karitas hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustu fyrir hlýju og góða
umönnun.
Kristján Sigurgeirsson,
Sigurgeir Kristjánsson, Rakel Ýr Pétursdóttir,
Guðmundur Kristjánsson, Brynja Sigurðardóttir,
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir mín,
tengdamóðir, dóttir, systir og amma,
UNNUR GUÐRÚN BALDURSDÓTTIR,
Glósölum 7,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavgi
föstudaginn 13. júní.
Sævar Egilsson,
Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jón Arnar Guðbrandsson,
Klara Styrkársdóttir,
Birna Baldursdóttir, Bergur Jónsson,
Susan Anna Wilson,
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar, amma og langamma,
DÓRA ÞORVALDSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 13. júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd allra aðstandenda,
Hrafnkell Hall, Guðrún Jakobína Ólafsdóttir.