Morgunblaðið - 16.06.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 16.06.2014, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2014 ✝ TrúmannKristiansen var fæddur á Seyð- isfirði á nýársdag árið 1928. Hann andaðist á hjúkr- unardeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 31. maí 2014. Trú- mann var yngsta barn hjónanna Mattíu Þóru Þórðardóttur, f. 1883, d. 1967, frá Haga í Holt- um í Rangárþingi, og Jentofts Kornelíusar Kristiansen, f. 1879, d. 1943, frá Narvík í Nor- egi. Systkini Trúmanns voru þau Klara, hárgreiðslumeistari, f. 1910, d. 1987, Gústaf Rolf, pípulagningameistari, f. 1915, d. 1991, kvæntur Bergþóru Pálsdóttur, d. 1979, Selma, leik- fimikennari, f. 1917, d. 2004, gift Jóni A. Jóhannessyni, d. 1995, og Baldur Ingolf, pípu- lagningameistari, f. 1919, d. 1975, kvæntur Steinunni Kristi- ansen, d. 2013. Mattía Þóra flutti til Reykja- víkur eftir að Jentoft lést en þá var Trúmann 15 ára og bjó enn í foreldrahúsum. Trúmann kvæntist í maí 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni Birnu Frímannsdóttur, f. 4. jan- Harðarbörn. Trúmann og Birna réðu sig til starfa við Hvols- skóla sem þá var barnaskóli Hvolhrepps í Rangárvallasýslu, hann sem skólastjóri og hún sem kennari. Þar störfuðu þau við góðan orðstír fram til ársins 1972 og byggðu á þeim tíma upp heildstæðan grunnskóla með barna- og unglingadeild sem margir hreppar í Rangár- vallasýslu áttu hlutdeild í. Árið 1972 fluttu þau hjónin til Hveragerðis þar sem Trúmann varð skólastjóri barnaskólans en Birna kenndi við þann sama skóla, allt til þess að hann fór á eftirlaun 1991. Á Hvolsvelli hafði Trúmann unnið við og byggt upp gott héraðsbókasafn, hann tók þráðinn upp að nýju í Hveragerði og vann á bókasafni bæjarins um tíu ára skeið í hlutastarfi. Árið 2001 fluttu þau Trú- mann og Birna sig um set á ný, að þessu sinni til Kópavogs, ekki síst til þess að geta verið nær börnum sínum og barna- börnum sem þá bjuggu flest á höfuðborgarsvæðinu. Heilsan var farin að gefa sig 2011 þeg- ar þau fluttu á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hrafnistu, fyrsta árið við Brúnaveg í Reykjavík en síðan 2012 bjuggu þau hjón í íbúð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Trúmann Kristiansen verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju, mánudaginn 16. júní 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. úar 1931, en þau luku bæði kennara- prófi frá Kennara- skóla Íslands það sama vor. Þau eignuðust fjögur börn. Elstur er Matthías Már, kennari og þýð- andi, f. 18. 11. 1950. Kona hans er Heidi Strand, myndlistarmaður, f. 6. 3. 1953. Þau eiga Önnu Lindu, Atla Þór og Braga Má. Eiginkona Braga Más er Kristín Vala Breiðfjörð og eiga þau tvær dætur, Heklu Himinbjörgu og Kötlu Bergþóru. Ragnheið- ur, vinnumarkaðsfræðingur, er fædd 16. 2. 1952. Eldri dóttir hennar er Guðrún Kristins- dóttir, gift Philippe Urfalino og eiga þau tvíburadætur, Freyju og Bryndísi. Yngri dóttirin er Camilla Mirja Björnsdóttir, gift Pontusi Degsell, og eiga þau tvö börn, Simon og Emmy. Mál- fríður Klara arkitekt er fædd 11. 6. 1956, gift Sigurði Reyni Gíslasyni, doktor í jarðefna- fræði og eiga þau tvíburana Önnu Diljá og Birni Jón. Yngst er svo Kolbrún hjúkrunarfræð- ingur, f. 3. 3. 1967, og á hún tvö börn, Trúmann og Auði Ýr Á kveðjustund koma margar minningar og myndbrot upp í hugann. Samleið okkar tengda- pabba hófst eitt snjóríkt vetr- arkvöld á Hvolsvelli þann 29. janúar 1972 og lauk á Hrafnistu í Hafnarfirði, 31. maí sl. Fyrstu kynni mín af Trúmanni eftir að við komum með rútunni austur eru einn af dýrgripum minning- anna. Mér fannst ég vera svo velkomin. Trúmann og fjöl- skylda tóku svo fallega á móti mér og hef ég verið ein af fjöl- skyldunni síðan þá. Hálfu ári seinna varð hann svo tengda- pabbi minn. Tengdapabbi sýndi mér Suð- urland, hann notaði skemmti- legar myndlíkingar til að út- skýra fyrirbæri í íslenskri náttúru og þá kom húmorinn oft fram. Trúmann leiðbeindi okkur og studdi. Hann gat ver- ið mjög stríðinn og stundum fannst mér hann aðeins of ákveðinn. Fallegustu minning- arnar um hann tengjast sum- arbústaðnum Bakkaseli við Þingvallavatn með veiðiferðum á daginn og kvöldvökum í skemmtilegum félagsskap marga á kvöldin. Þar var ekk- ert rafmagn og við nutum bjartra sumarnótta. Fyrir Atla okkar var hann „afi á báti“ og afi á báti átti sér tvífara í baðleikfangasafni drengsins. Trúmann hefði mjög gaman af tónlist og átti stórt plötusafn. Minnisstætt var að vakna snemma morguns við klassíska tónlist þegar við vorum í heim- sókn á Hvolsvelli og í Hvera- gerði. Ég sá óperu í fyrsta sinn þegar Trúmann bauð okkur á Il Trovatore í Kaupmannahöfn á meðan hann og Birna voru þar í námsleyfi á áttunda áratugnum. Ég komst á bragðið og síðan hafa óperuferðir mínar verið óteljandi. Trúmann heimsótti okkur tvisvar á meðan við bjuggum í Þrándheimi og hann kom líka þegar við bjuggum í Danmörku. Hann var svo fróðleiksfús og spurði mig mikið um staðarheiti í Þrændalögum og merkingu þeirra. Ég hafði ekki verið mik- ið að pæla í þeim áður en hef gert það síðan. Við ræddum oft um lífið og tilveruna og mér er það alltaf minnistætt sem hann sagði við mig, þá tvítuga stúlkuna: „Mað- ur á aldrei að gera meiri kröfur til annarra en sjálfs sín.“ Það hefur verið eitt af því sem ég hef síðan reynt að taka mér til fyrirmyndar. Minningin um kæran tengda- föður mun lifa, takk fyrir mig og takk fyrir allt. Hvíl í friði. Heidi. „Áðan flugu tveir svanir austuryfir. Veröldin er einsog svið þar sem alt er í haginn bú- ið undir mikinn saungleik: bjarkarilmur í Þingvallahrauni, kylja af Súlutindum, purpura- logn á Esjuhimni, bláminn djúpur og kaldur yfir Skjald- breið; en það kvöldar ekki meir; náttleysa og andvaka í öllum áttum.“ Þessi upphafsorð Vef- arans mikla frá Kasmír gætu átt við Bakkasel í Hagavík við Þingvallavatn þar sem Trú- mann tengdapabbi fetar sig nið- ur Hagavíkurhraunið í báta- skýlið til að gera sjóklárt fyrir morguninn. Veiðibúrin hreinsuð og sett um borð í stóra bátinn, sem liggur í sleða á járnbrauta- teinum, dyttað að stöngum og veiðihjólum, stolist til að reykja „eina litla sígarettu kennda við Fíl“ – þótt hann væri hættur fyrir mörgum árum – og í lokin; hálfum bolla af bensíni hellt á vatnsdæluna og hún dregin í gang. Þessi hálfi bolli af milljón ára gamalli sólarorku lyfti nægu vatni fyrir meira en 20 gesti upp í hús um 30 m ofar. Staðreynd sem vakti áhuga margra unglinga í Bakkaseli á lögmálinu um varðveislu ork- unnar. Morguninn eftir var Trú- mann horfinn út á Þingvalla- vatn, stundum einn en oftast í félagi við Sissu og Friðbjörn og eitthvað af yngra fólkinu. Hann sagði að þessar stundir kölluð- ust á við æskuárin á Seyðisfirði þar sem hann átti bát og lagði stoltur fisk á borð. Ein eftir- minnilegasta stund mín með Trúmanni var úti á stórbleikj- umiðum. Við vorum á litla bátn- um og lágum við stjóra. Það var áttleysa, of mikil sól og bleikjan gaf sig ekki. Við drógum inn flugurnar og fórum að spjalla. Þá heyrðum við veikan nið og það hreyfði aðeins vind; skúr kom suður eftir vatninu og skall á okkur. Á eftir datt á dúna- logn. „Nú köstum við“ – og skömmu síðar voru tvær stór- bleikjur komnar í búr. Börnin okkar náðu að kynnast afa sín- um í Bakkaseli, hann setti lif- andi murtur í fötu í botn báts- ins svo þau gætu leikið sér á meðan eldra fólkið veiddi. Að lokinni sjóferð baðaði Birna amma tvíburana; Önnu og Birni, í stóra vaskinum í eld- húsinu þar sem stórbleikjan var oftast þvegin. Þetta voru sæl- ustundir – Bakkaselsstundir. Trúmann stjórnaði fleiru en báti, hann var skólastjóri barna- og gagnfræðaskóla, fyrst á Hvolsvelli og síðar í Hveragerði. Þau ungu hjónin, Birna og Trúmann, byggðu upp skólann á Hvolsvelli og var afar kært með þeim og Hvolhrepp- ingum. Í Hveragerði keyptu þau fokhelt raðhús sem Trú- mann innréttaði haganlega og hann braut land til ræktunar langt út í óræktina. Hann tíndi grös í löngum gönguferðum sín- um, þurrkaði og sendi okkur, stundum með leiðbeiningum um lækningamátt þeirra, eða hvort þær hentuðu með fiskinum eða lambakjötinu. Á efri árum fluttu þau í Kópavoginn, og saknaði Trú- mann alltaf garðholunnar sinn- ar í Hveragerði. Hægt og bít- andi sótti ellin á og dó hann saddur lífdaga á Hrafnistu í Hafnarfirði, „skipstjórinn“ frá Seyðisfirði og Bakkaseli. Ég er þakklátur fyrir árin sem við „sigldum“ sama. Taormina, Sikiley, 31. maí 2014, Sigurður Reynir Gíslason. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen.) Þakkir fyrir dýrmæta vin- áttu, ótal veiðiferðir á Vatninu og dvölina í Bakkaseli. Friðbjörn. „Að kveldi gistir oss grátur en gleði og söngur að morgni.“ Sálm. 30.6. Okkur er ætlað mis- munandi hlutverk í lífinu. Trú- manni Kristiansen var ætlað ævilangt uppeldishlutverk sem hann rækti af mikilli alúð, manngæsku og metnaði sem skólastjóri. Ég minnist með virðingu og þökk þess manns sem hafði mikil áhrif á líf mitt og þroska og fjölda annarra barna. Hann og hans góða kona, Birna Frímannsdóttir, stýrðu Hvolsskóla á Hvolsvelli um áraraðir og kenndu þar. Í huga mínum er ótrúlegt hve góðan skóla þessi sæmdarhjón héldu, hve fjölbreytt námið var, metnaðarfullt og starfið í raun langt á undan samtíðinni, í litlum fátækum sveitaskóla. Auk hefðbundins náms kenndu þau handavinnu, íþróttir, dans, vélritun, framkomu og hvernig ætti að umgangast náttúruna svo fátt eitt sé nefnt. Ferðir í sundkennslu í Skóga voru einn- ig spennandi. Við vorum ekki sérlega upp- burðarmiklir vinirnir Helgi Bjarnason, Ómar Óskarsson og ég þegar við gengum saman með hliðarskólatöskurnar upp traðirnar að skólanum árið 1961. Við höfðum ekki sofið mikið nóttina áður af spenningi að komast í skóla. Systur mínar höfðu átt skólatöskuna sem ég var með, en þær nutu einnig kennslu og uppeldis þeirra Trú- manns og Birnu. Helgi vinur minn var með nýtísku tösku með mynd af Mikka mús, engir Bítlar orðnir frægir en Andrés önd og Mikki mús í hávegum hafðir. Í gamla Hvolsskóla var ekki talað mikið um skólastefn- ur sem síðar ruddu sér til rúms. Í mínum huga gekk skólastefna þessara sæmdarhjóna út á „að það væri leikur að læra“ og voru flestar stundir gæðastund- ir. Undantekningin var e.t.v. þegar Trúmann var að siða okkur til og sneri sér síðan til veggjar þegar hann hafði náð fullkomnum tökum á bekknum. Ég hafði hann alltaf grunaðan um að glotta þá við tönn. Ég bar þetta síðar undir hann og hann neitaði ekki. Í frítímanum fengum við oft að vera í skól- anum undir handleiðslu Trú- manns og Birnu. Við spiluðum í hljómsveit með trommu sem gerð var í handavinnutíma hjá Trúmanni, gítarspil sem Birna hafði kennt okkur, árshátíðir skólans sem ég sé enn í dýrð- arljóma, hlutverk valin í takt við getu nemenda og allir fengu að vera með. Sjálfur varð ég síðar kennari og reyndi að feta í fótspor þessara góðu hjóna meðal annars með því að sinna félagsstarfi nemenda minna. Fallegar minningar hrannast upp. Þegar við minnumst skóla- og uppeldisleiðtogans Trú- manns Kristiansen, sem í lok starfsævinnar var farinn að kröftum, „þá gistir okkur ekki lengur gráður, heldur gleði og söngur að morgni“ í fallegri minningu um einstakan uppal- anda sem hefur haft svo mikil áhrif á uppeldi margra á Hvols- velli og í Hveragerði. Hvíl í friði, gamli vinur. Samúðar- kveðjur sendi ég Birnu Frí- Trúmann Kristiansen ✝ Guðríður Ey-rún Jónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 22. október 1936. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 4. júní 2014. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Ágústu Guð- mundsdóttur og Jóns Bachmanns Ólafssonar. Guðríður átti eina systur, Ólöfu Soffíu Jóns- dóttur. Guðríður Eyrún giftist 22. október 1954 eftirlifandi manni sínum, Viggó Þorsteins- Eyrún, látin. 3) Agnes, f. 21. ágúst 1959, maki Júlíus Þór Jónsson, f. 13. janúar 1956, börn þeirra eru: Jón Þór, Mar- grét Kristín, Viggó og Þórður Ingi. 4) Salome Herdís, f. 27. júlí 1962, maki Baldur Pét- ursson, f. 11. janúar 1958, börn þeirra eru: Davíð, Sig- urður og Ólöf Guðrún. 5) Jón Bachmann, f. 25. janúar 1967. Guðríður ólst upp á Flateyri og 18 ára fór hún í Húsmæðra- skólann í Hveragerði 1954. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Viggó Þor- steinssyni, og byrjuðu þau sinn búskap í Hveragerði, 1970 fluttu þau síðan til Reykjavík- ur, þar sem þau hafa búið síð- an. Guðríður var mjög fjölhæf kona og vann ýmis störf sam- hliða húsmóðurstörfum. Útför Guðríðar Eyrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 16. júní 2014, kl. 13. syni, f. 7. janúar 1934. Hann var sonur Agnar Sig- fúsdóttur og Þor- steins Georgs Jón- assonar. Börn Guðríðar Eyrúnar og Viggós Þor- steinssonar eru: 1) Guðrún Ágústa, f. 7. apríl 1955, maki Helgi Hólm Krist- jánsson, f. 8. okt. 1951, börn þeirra eru: Krist- jana, Birgitta og Jónas. 2) Rannveig Rúna, f. 1. júlí 1957, maki Gunnar Þórðarson, f. 17. september 1945, dætur þeirra eru: Unnur Guðný og Guðríður Mamma og pabbi kynntust þegar mamma fór í Húsmæðra- skólann í Hveragerði. Þau giftu sig, komu sér upp fallegu heimili í Hveragerði og eignuðust fimm börn; fjórar stelpur og einn strák. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavík- ur, keyptu sér fallega íbúð á góð- um stað í Ásgarði 75, þar sem var stutt í leikskóla, barnaskóla, gagnfræðaskóla og aðra þjónustu sem hentaði fjölskyldunni mjög vel. Á ég mjög góðar minningar þaðan. Á seinni árum fluttu þau úr Ásgarði í Grafarvoginn. Mamma var alltaf mjög dugleg og mikil fjölskyldukona og vann hún hlutastarf hjá sjónvarpinu og einnig saumaði hún gardínur fyrir Vogue og prjónaði lopapeysur og ýmislegt fleira, mikil kjarnakona, fjölhæf og dugleg. Mamma fékk heilablóðfall 36 ára og var þetta mikið áfall, en hún var ákveðin í að geta gengið og lifað eðlilegu lífi. Með dugnaði sínum, jákvæðni og bjartsýni kom hún sér á fætur og horfði björtum augum fram á við. Það var alltaf mjög stór hópur hjá mömmu og pabba á aðfanga- dagskvöld, jóladag og gamlárs- kvöld. Mamma mótmælti því í fyrstu þegar dæturnar töluðu um að fara að taka við jólaboðunum, það segir svo margt hvað hún hafði gaman af því að halda fjöl- skyldunni saman og gera vel. Þær eru óteljandi góðu stundirnar sem við höfum átt með ykkur innan- lands sem utan eins og þegar þú heimsóttir okkur fjölskylduna til Brussel, við hoppuðum upp í lestir og skoðuðum allt mögulegt, svo sátum við í glampandi sól á þessu fallega torgi, Grand Plaze, með rauðvín og hlustuðum á trompet- leikara, við höfum oft rifjað þetta upp saman. Þrátt fyrir veikindi þín sein- ustu ár varstu ekkert mikið fyrir það að kvarta og sýna vanlíðan heldur vildir frekar hafa létta lund í kring um þig og horfa björt- um augum á næsta dag. Þú varst umvafin ást og umhyggju og mik- ið heimsótt á Grund þar sem þú dvaldist seinustu fjögur árin í lífi þínu, bundin við hjólastól, en hélst áfram að gera þér léttan dag með heimsóknum, bæjarferðum eða ferðum heim, á þitt fallega heimili. Á þessu ári hefðu Guðríður Ey- rún og Viggó átt 60 ára brúðkaupsafmæli. Elsku mamma og tengda- mamma, takk fyrir allt. Blessuð sé minnig þín. Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. (Matthías Jochumsson) Salome og Baldur. Elsku besta amma, við eigum öll svo góðar og dýrmætar minn- ingar um þig sem við eigum eftir að varðveita að eilífu. Það var svo gaman um jólín, áramótin og jafn- vel bara þegar maður kíkti yfir í stutta heimsókn. Sem barn hjól- aði maður oft til að heimsækja ömmu og afa og var ávallt tekið svo vel á móti manni. Þú einkenndist af svo mikilli já- kvæðni, gleði og tókst lífinu svo létt með bros á vör. Þú kenndir manni þá mikilvægu lexíu að láta ekkert hindra sig í lífinu. Við munum aldrei eftir því að heyra þig kvarta yfir hlutunum eða vera í vondu skapi, sama hvað gekk á, þú varst svo mikil hetja! Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar og þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði elsku amma. Davíð, Sigurður og Ólöf Guðrún. Ég kynntist Gurrý um vorið 1979, en hafði þá verið að dandal- ast í kringum dóttur hennar Agnesi frá útmánuðum. Gurrý var ákveðinn persónuleiki, við átt- um samleið í pólitík, trúðum á frelsi og athafnir einstaklingsins. Guðríður Eyrún kom frá Flateyri við Önundarfjörð, fór suður eins og margir, hennar val varð hús- mæðraskólinn í Hveragerði. Þar kynntist hún samferðamani sín- um, Viggó Þorsteinssyni bifvéla- virkja. Hann bjó í Hveragerði og kom á Studebakernum upp að skólanum í hauströkkrinu og lýsti upp herbergi Gurrýjar, stúlkunn- ar sem hann þráði. Uppi varð fót- ur og fit, töffarinn kominn og hún fór rúnt um plássið. Þeirra rúntur varð lengri; þau giftu sig og bjuggu í Hveragerði fram til 1970, fluttu þá í höfuðstaðinn með fjór- ar dömur og einn dreng í fartesk- inu. Glæsilegt par, síðar dundi ógæfan yfir; Gurrý fær blóðtappa aðeins 36 ára gömul, en starfaði þá í mötuneyti sjónvarpsins, löm- uð á öðrum helmingi líkamans upp frá því. Fjölskyldan þjappað- ist saman á sinn hátt og nú reyndi mikið á ungar dæturnar sem tóku við mörgum hlutum á heimilinu ásamt útivinnandi föður. Alltaf var gaman að hitta tengdamóður, hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, hnyttin í tilsvörum sem kallaði fram bros. Var ekkert feimin við að tjá sig, röggsöm, vildi ekkert vera að stoppa lengi við í heim- sóknum og fór allra sinna ferða meðan heilsan leyfði. Hafði yndi af að ferðast um landið og erlend- is líka. Sérstaklega eru mér minnisstæð gamansöm gamlárs- kvöld í Ásgarðinum, en þá átti hún það til að spila á nikkuna ein- hendis og munnhörpu gat hún líka leikið á með, en eflaust hafði hljómsveitarkappinn Viggó kennt henni. Gurrý var hreinlynd og ósér- hlífin og bar ekki vandamál sín á torg, og þótt líkaminn hefði löngu gefið sig var hugurinn í topp- standi. Hitti hana vestur á Grund Guðríður Eyrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.