Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.06.2014, Qupperneq 36
MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Allir í rútunni öskruðu 2. Alvarlegt slys í Noregi 3. Ríkasta kona Bretlands gerist … 4. Vill taka Rooney úr liðinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sirkat, eða Engispretturnar, er einn elsti karlakór Finna, stofnaður 1899. Hann verður með tónleika í Lang- holtskirkju í kvöld kl. 19 og í Selfoss- kirkju á miðvikudag kl. 20. Á efnis- skránni verða klassísk og nútímaleg karlakórslög auk laga sem hafa sérstaklega verið samin fyrir kórinn. Íslandsferðin og tengsl við íslenska kóra hafa lengi verið í undirbúningi og munu Fóstbræður taka á móti finnska kórnum. Finnskur karlakór í Íslandsheimsókn  Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða á morgun, þjóðhátíðardag- inn. Þá mun Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari leika verk eftir Jón Leifs, Béla Bartók og Johann Sebast- ian Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Gestir eiga að leggja bílum sínum við Flosagjá. Rut með einleiks- tónleika á Þingvöllum  Sýningin RÓ RÓ verður opnuð á morgun í Skaftfelli, myndlistar- miðstöð Austurlands kl. 16. Gestum er boðið í göngu að útiverkum víðs- vegar um bæinn og gjörningurinn Nöfnin eftir Gunnhildi Hauksdóttur fluttur. Um kvöldið verður hljóð- og myndbands- verk eftir Kristján Loðmfjörð og Konrad Kora- biewski sýnt í Brimbergi. Útiverk, gjörningur og myndbandsverk Á þriðjudag (lýðveldisdagurinn) Suðvestan 3-10 m/s og rigning á Suður- og Vesturlandi. Léttskýjað norðaustan- og austanlands. Á miðvikudag Suðvestan og vestan 5-10 m/s með vætu, bjart- viðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 10 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 3-10 og dálítil væta framan af degi en rofar til á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR Kostaríka kom mest á óvart af öllum liðum í heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu um helgina, með því að sigra Úrúgvæ á sannfær- andi hátt. Joel Campbell, framherji Kostaríka, er maður helgarinnar hjá Morgunblaðinu. Sviss vann dramatískan sigur á Ekva- dor í gær og Frakkar byrj- uðu á öruggum sigri gegn Hondúras. »1, 10, 11 Kostaríka kom mest á óvart „Ég sá fyrir mér fyrir leikinn augna- blikið þar sem við fögnuðum HM- sæti. Ég sá það líka fyrir mér í leikn- um. Ég er í raun ennþá að sjá það fyr- ir mér. Maður trúir þessu bara ekki ennþá að þetta sé farið frá okkur,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, eftir að íslenska landsliðið, missti af lestinna inn á heimsmeistara- mótið í Katar á næsta ári. »1 Björgvin Páll sá fyrir sér fögnuð sem aldrei varð FH-ingar eru áfram með tveggja stiga forystu í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu þrátt fyrir að þeir gerðu að- eins jafntefli gegn Þór, 1:1, í áttundu umferðinni í gær. Önnur lið í efri hluta deildarinnar gerðu líka jafntefli í sínum leikjum. Víkingar unnu óvæntan sigur á Valsmönnum og eru komnir í efri hlutann. KR og Fram unnu líka sína leiki. »4-9 FH-ingar áfram með tveggja stiga forystu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kolbrá Lóa er mjög kappsfull og þrátt fyrir nýlega byltu keppti hún í fótbolta á Pæjumótinu sem fór fram í Vest- mannaeyjum um helgina. „Ég keppi með ÍBV í 5. flokki en lið Hellu og Hvolsvallar er sameinað ÍBV í keppni þó að við æf- um saman sem KFR,“ segir Kolbrá Lóa. „Ég spilaði ekki alla leikina því ég fann alveg til í öxlinni en varð bara að harka af mér og biðja um skiptingu ef mér var illt. Mér finnst mjög skemmtilegt að æfa fótbolta,“ segir þetta hörkutól sem auk hestaíþrótta og fótbolta æfir líka á þverflautu. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Að detta af baki rétt fyrir mikilvæga keppni er ekki gæfulegt en hesta- stelpan og hörkutólið Kolbrá Lóa Ágústsdóttir lét það ekki á sig fá. Kolbrá Lóa er tólf ára og á heima í Vestra-Fíflholti í Landeyjum. Í allan vetur hafði hún þjálfað merina Úu með það í huga að komast inn á Landsmót hestamanna sem hefst á Hellu eftir tvær vikur. Á laugardag- inn í síðustu viku var fyrri umferð úr- tökumóts hestamannafélagsins Geysis fyrir landsmótið og þá datt Kolbrá Lóa af baki Úu, nokkrum klukkutímum fyrir keppni. Hún hafði verið að þrífa merina í fjósinu og ákvað að ríða berbakt heim að bæ en það hefði hún betur látið ógert því Úa fór heldur geyst og Kolbrá Lóa datt af baki. Hún fékk slæman heilahrist- ing og tognaði illa á öxl svo hún þurfti að hafa höndina í fatla. Læknar ráð- lögðu að hún keppti ekki og Kolbrá Lóa sat því heima á laugardeginum. Hún tók þó ekki annað í mál en að keppa enda einbeitt í því að komast inn á landsmót og tók þátt með Úu í seinni umferð úrtökunnar sem fór fram á mánudeginum. Síðasti séns til að vera með „Ég vildi ekki gefa keppnina eftir þegar ég datt af baki. Það var mér mikið kappsmál að komast á lands- Datt af baki rétt fyrir keppni  Í úrtökumót með hönd í fatla  Kappsmál að komast inn á landsmót Ljósmynd/Hildur Ágústsdóttir Dugleg Kolbrá Lóa Ágústsdóttir á úrtökumótinu með merina Úu sem er undan Emanon frá Vestra-Fíflholti og Stæl frá Miðkoti. Hún tók þátt á mótinu þrátt fyrir að hafa slasað sig og komst inn á Landsmót hestamanna. mótið og þetta var síðasti sénsinn minn til að taka þátt í úrtökumóti fyr- ir mótið í barnaflokki. Ég fann svolítið til í öxlinni og var hrædd um að fá svima eftir á en ég setti bara kæli- krem á og þetta slapp. Merin var góð og lét vel að stjórn og mér gekk mjög vel, varð í fjórða sæti inn frá hesta- mannafélaginu Geysi og keppi því á landsmóti í fyrsta sinn,“ segir Kolbrá Lóa sem var með hönd í fatla áður en hún fór inn á hringvöllinn og lét hann strax aftur á þegar hún var búin. Byrjaði að ríða út 6 ára Kolbrá Lóa segir Úu, sem er tíu vetra, stundum vera svolítið viljuga, sérstaklega heim að bæ, en annars sé hún mjög þæg. Þrátt fyrir að hafa fengið að taka þátt í úrtökumótinu fær Kolbrá Lóa ekki að fara á bak aft- ur fyrr en hún treystir sér til og hefur fulla getu. Þangað til mun Úu vera haldið í hreyfingu. Úa og Kolbrá Lóa hafa setið kennslustundir hjá Sylvíu Sigurbjörnsdóttur, knapa og reið- kennara, í undirbúningi fyrir lands- mót og hefur það reynst afskaplega vel. Á Vestra-Fíflholti er hrossarækt en líka kindur og nautgripir. Kolbrá Lóa á fjögur systkini á aldrinum frá 3 ára og upp í 26 ára og hafa þau líka verið í hestamennsku. Sjálf byrjaði hún að ríða út þegar hún var sex ára og nú er langþráður draumur að verða að veruleika, keppni á Lands- móti hestamanna. KEPPTI MEÐ ÍBV Á PÆJUMÓTINU Í FÓTBOLTA „Varð bara að harka af mér“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.