Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 149. tölublað 102. árgangur
MYNDMIÐLAR
SKAPA SJÁLFS-
MYND ÞJÓÐAR
UM 40 BLÓMASKREYTAR
UNDIRBÚA SÝNINGU
GOTT ER AÐ EIGA
GÓÐAN VIN
Í BRÓÐUR
BLÓM Í BÆ Í HVERAGERÐI 16 HARMONIKUBRÆÐUR 10HANDRIT HALLGRÍMS KVIKMYNDAÐ 38
„Kennarar yngri en þrítugir voru
13% árið 2008 en nú voru þeir aðeins
rúm 6%,“ sagði Ragnar F. Ólafsson,
sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun,
um niðurstöður nýrrar TALIS-
könnunar sem nýlega voru birtar.
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) lét gera könnunina árið
2013 í 34 löndum og náði hún til
meira en 100.000 kennara á ungl-
ingastigi (11-16 ára nemendur). Þar
áður var TALIS-könnun gerð 2008.
Ragnar var spurður um muninn á
niðurstöðum TALIS-kannananna
árið 2008 og 2013.
„Starfsþróun, starfsþróunarverk-
efni, endurmenntun og slíkt var ekki
endilega í góðu ástandi hér miðað við
önnur TALIS-lönd árið 2008. Það
hefur hins vegar breyst mjög til
batnaðar,“ sagði Ragnar. Hann
sagði að 91% íslenskra kennara hefði
tekið þátt í einhvers konar starfsþró-
unarverkefni samkvæmt nýjustu
könnuninni. Það væri yfir TALIS-
meðaltalinu.
Ragnar taldi að þær niðurstöður
TALIS 2013 sem helst þyrfti að huga
að hér á landi sneru að endurgjöf til
kennara. Hann sagði að í öðrum
heimshlutum væri meiri hefð fyrir
því að kennarar fengju faglegt að-
hald frá kollegum og skólastjórnend-
um en hér. »22
Færri ungir kennarar
Skóli Kennurum undir þrítugu hef-
ur fækkað um yfir helming frá 2008.
Ástæða er til að
hafa áhyggjur
Þessum fallegu hestum leist prýðisvel á þennan
grasbala rétt hjá Hellu í gær, en Landsmót
hestamanna hefst þar á mánudaginn. Hafa hest-
arnir ef til vill verið að hugsa um næringuna,
sem skiptir jú svo miklu máli í öllum íþróttum.
Knaparnir þeirra settu sig ekki upp á móti mat-
aræðinu, en ákváðu að fá sér ekki sjálfir af gras-
inu. Frá vinstri: Ljóska, Særós Ásta Birgisdóttir
og Gustur og Bríet Guðmundsdóttir og Nunna.
Morgunblaðið/Eggert
Hámað í sig fyrir
hestamótið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aukinn áhugi fjárfesta á atvinnu-
húsnæði er til marks um að slakinn
í hagkerfinu sé að hverfa og að
senn geti farið að myndast spenna
í því. Þetta er mat Ásgeirs Jóns-
sonar, lektors í hagfræði við Há-
skóla Íslands, sem segir það al-
þekkt að eftir kreppu hækki
skuldabréf jafnan fyrst, síðan
hlutabréf, þá íbúðaverð og loks
verð á atvinnuhúsnæði.
Ríkharð Ottó Ríkharðsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurturnsins, sem
byggir nú turn við Smáralind, telur
eftirspurn vera að myndast eftir
glæsilegu atvinnuhúsnæði á ný.
Leiguverð sé að hækka.
Kristinn Ragnarsson arkitekt,
sem hefur komið að hönnun þús-
unda íbúða á höfuðborgarsvæðinu,
telur hættu á að Reykjavík verði af
tækifærum til uppbyggingar at-
vinnuhúsnæðis vegna þeirrar
stefnu að þétta byggð og fækka
bílastæðum, þannig að aðgengi
starfsfólks og viðskiptavina hraki
mikið. Vegna þessa og íþyngjandi
kerfis er arkitektastofa hans,
KRark, farin að forðast verkefni í
Reykjavík. Verkefni sem taki allt
að sex ár að fá samþykkt í Reykja-
vík séu afgreidd á hálfu ári í Kópa-
vogi.
„Stefnan sem er verið að fram-
fylgja í Reykjavík endar í slysi.
Hún endar með því að fólk flýr
Reykjavík, eins og mörg dæmi eru
um úr Borgartúninu,“ segir Krist-
inn.
MNorðurturninn vígður » 12
Slakinn í hagkerfinu að hverfa
Ásókn í atvinnuhúsnæði er batamerki Varað við skipulagsslysi í Reykjavík
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur í
fundargerð lýst yfir áhyggjum af
því að störf á Siglufirði kunni að
vera í hættu vegna breytinga Seðla-
banka Íslands á reglum um
gjaldeyrismál.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir
málið snúast um 11 stöðugildi
vegna skráningar fyrir trygginga-
félög og lífeyrissjóði. Bæjarráð hef-
ur falið bæjarstjóra að rita þing-
mönnum kjördæmisins bréf vegna
þessara áhyggna.
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, vísar þeim
ummælum Árna Páls Árnasonar,
formanns Samfylkingar, á bug að
bann Seðlabankans við söfnun er-
lends sparnaðar sé til marks um að
stjórnvöld séu á „haftaleið“. »2
Siglfirðingar óttast
áhrif breytinga SÍ
Seðlabanki Íslands Margir hafa hags-
muni af tryggingasamningum.
Von er á tveim-
ur risavöxnum
skemmti-
ferðaskipum til
landsins í dag og
munu þau leggj-
ast að bryggju í
Reykjavík. Skipin
eru samtals um
205 þúsund tonn,
og bera fimm
þúsund farþega.
Þau eru með þeim stærri sem komið
hafa til landsins, hvort um sig um
300 metrar á lengd. Ekki er hægt að
taka við fleiri svona stórum skipum í
einu en nýbúið er að stækka hafn-
arbakkann upp í 650 metra. »6
Fimm þúsund far-
þegar stíga á land
Skemmtiferðaskip
við bryggju.
Það sem af er júní hefur úrkoma í
Reykjavík mælst 102,4 mm, en það
er meira en áður hefur mælst í öll-
um júní frá árinu 1887, en þá mæld-
ist úrkoman 129,0 mm í heild. Á
heimasíðu Trausta Jónssonar
veðurfræðings kemur fram að ólík-
legt sé að það met verði slegið nú,
en þó ekki óhugsandi. Lýsir hann
þar júnímánuði ársins 1887 sem
kalsa- og vætusömum, og að alhvítt
hafi orðið í Reykjavík að morgni
þess 14.
Á heimasíðu Trausta kemur einn-
ig fram að úrkomudagar í júní hafa
verið 20 talsins, þar af 16 þar sem
úrkoman mældist yfir einum milli-
metra.
Samkvæmt upplýsingum Trausta
munar nú mest um úrkomuna sem
varð að kvöldi 17. júní auk úrkomu
þriðjudags og miðvikudags, en sam-
anlagt rigndi þessa þrjá daga um 45
mm, eða sem nemur nærri helmingi
heildarúrkomunnar. Athyglisvert er
í því samhengi að á árunum 1971-
2000 var meðalúrkoma í Reykjavík í
júnímánuði 45 mm. Einnig kemur
fram að úrkoma sé komin yfir með-
allag á mörgum stöðum á Suður- og
Vesturlandi, en sé undir meðaltali á
Austurlandi. sgs@mbl.is
Úrkoman í Reykjavík í júní
ekki verið meiri í 127 ár