Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Hafnfirðingurinn Jökull Jónasson fagnar 24 ára afmæli í dag.Jökull vinnur sem flugþjónn í sumar og verður staddur íAmsterdam á afmælisdaginn. „Þetta er samt bara flug fram og til baka. Ég kem aftur heim seinni partinn,“ segir hann, al- vanur ferðalögunum sem fylgja starfinu. Aðspurður því hvernig hann muni eyða restinni af deginum segist hann ætla að halda ferðalögunum áfram, „Ég fer mjög líklega á Snæfellsnes seinnipart- inn, nánar tiltekið í Ólafsvík og eyði restinni af deginum þar.“ Jökull er vanur háloftunum og unir sér vel þar, en hann hefur lokið einka- flugmannsréttindum og ætlar sér í atvinnuflugmannsnám í haust. „Planið er að fljúga í framtíðinni,“ segir hann um framtíðarplönin. Jökull er fótboltaáhugamaður mikill og hefur fylgst með heims- meistaramótinu í knattspyrnu þegar hann hefur verið á jörðu niðri. „Liðið mitt er reyndar dottið út. Það var Ítalía og það er synd hvern- ig þeir duttu út, og það á svona ótrúlegan hátt, en svona er þetta,“ segir hann. Seinna lið Jökuls heldur þó áfram í keppninni, en það er Holland. Að eigin sögn er Jökull ekki mikið afmælisbarn og mun því ekki halda upp á daginn með neinum sérstökum hætti. Fremur mun hann hafa það náðugt og njóta þess að ferðast, bæði innan lands og utan. if@mbl.is Jökull Jónasson er 24 ára í dag Ljósmynd/Jökull Jónasson Afmælisbarn Jökull mun nýta daginn í ferðalög, en hann flýgur til Amsterdam og aftur til baka og ætlar sér svo að halda á Snæfellsnes. Í Amsterdam á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Óliver Ingi fæddist 17. sept- ember. Hann vó 2.675 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Haraldur Ingi Gunnarsson og Anita Arnþórs- dóttir. Nýir borgarar Þ orsteinn fæddist í Reykjavík 27.6. 1964 en flutti á fyrsta ári austur í Vallahrepp á Héraði þar sem hann ólst upp til 1971, hjá móðursystur sinni, Ásbjörgu, og manni hennar, Birni Sigurðssyni frá Sauðhaga. Síðan flutti hann með móður sinni í Refsstað í Vopnafirði og bjó þar öll sín uppvaxtarár, en stjúpfaðir Þorsteins er Þórður Pálsson á Refsstað. Þorsteinn gekk í grunnskóla í heimavistarskólanum á Torfastöð- um í Vopnafirði og síðar í Vopna- fjarðarskóla. Árið 1979 hóf hann nám í Menntaskólanum á Egils- stöðum á fyrsta starfsári þess skóla og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1982. Þorsteinn vann síðan ýmis verkamannastörf í sveit og við sjávarsíðuna. Hann fór í Bænda- skólann á Hvanneyri 1987 og lauk þaðan búfræðingsprófi 1988. Síðan fór hann í framhaldsdeild skólans, sem þá hét búvísindadeild, og út- skrifaðist þaðan með BS-gráðu í búvísindum 1991. Meðfram náminu var Þorsteinn ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands á Egilsstöðum og tók til starfa þar að námi loknu. Þar sinnti hann einkum sauðfjárrækt og kvótamálum en var auk þess ritstjóri og einn höfunda byggða- sögu sem sambandið gaf út á þessum árum, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, V. bindi. Þorsteinn hóf búskap á jörðinni Unaósi í Hjaltastaðaþinghá ásamt Soffíu, konu sinni, árið 1996 og hafa þau búið þar síðan. Fljótlega hóf Þorsteinn að vinna við þýðingar úr ensku og hefur Þorsteinn Bergsson, bóndi og þýðandi á Unaósi – 50 ára Falleg jörð Unaós í Hjaltastaðaþinghá; bújörð og heimili Þorsteins og Soffíu frá 1996. Stundar þýðingar og yrkir ljóð og jörðina Hjónin á Unaósi Þorsteinn, BS í bú- vísindum og leiðsögumaður, og Soffía stærðfræðikennari. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.