Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Sögusvið Short Term 12 erunglingaheimili í Banda-ríkjunum með sama nafniog segir í myndinni af starfsmönnum þess og 12 unglingum sem þar dvelja. Unglingarnir eiga um sárt að binda af ýmsum ástæð- um, hafa verið beittir ofbeldi eða misnotaðir með einhverjum hætti og hafa margir hverjir misst lífsviljann. Hlutverk starfsmanna er að reyna að bæta líðan þeirra með ýmsum hætti og veita öruggt skjól. Aðal- persóna myndarinnar er Grace, tví- tug kona sem starfar á heimilinu ásamt unnusta sínum, Mason. Þegar ung stúlka, Jayden, bætist í hóp þeirra sem dvelja á heimilinu kemur í ljós að Grace á sér svipaða fortíð og hún og gengur ekki heil til skógar sem kemur m.a. niður á sambandi þeirra Mason. Þegar Grace fær fréttir sem breyta munu lífi hennar til frambúðar tekur andlegri heilsu hennar að hraka en samband hennar við Jayden styrkist um leið. Short Term 12 hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum og hlaut áhorfendaverðlaun South by South- west-hátíðarinnar í fyrra auk dóm- nefndarverðlauna. Það er að mörgu leyti skiljanlegt, myndin er ágæt- lega leikin og falleg, einlæg og átak- anleg í senn. Leikstjórinn Cretton fer aldrei yfir strikið í tilfinninga- semi og leikararnir ungu sem fara með hlutverk unglinganna á heim- ilinu standa sig einstaklega vel, gera persónurnar trúverðugar og Larson er ekki síðri í́ hlutverki Grace. Gallinn á myndinni er hins vegar að Cretton leggur of mikla áherslu á Grace, hennar vandamál og fortíð, á kostnað annarra persóna sem eru margar litríkar og forvitnilegar. Ör- litlu ljósi er brugðið á fortíð Jayden og annars tánings, Marcus, í tveimur atriðum, annars vegar með smásögu fyrir börn sem Jayden segir Grace og hins vegar með rapptexta sem Marcus flytur fyrir Mason. Rappið virkar ágætlega en smásagan er hálfgerð klisja. Af hverju Jayden kýs að deila vandamálum sínum með þessum hætti, þegar þær Grace eru orðnar vinkonur, er erfitt að átta sig á. Að auki fær Jayden útrás fyrir sársaukann í skissubók sem hlýtur líka að teljast bíóklisja þegar kemur að því að sýna innri átök þeirra sem eru andlega vanheilir. Og þó endir myndarinnar veki von er hann nokk- uð úr takti við það sem á undan hef- ur gengið. Að öðru leyti er Short Term 12 ágæt kvikmynd og umfjöll- unarefnið áhugavert. Ljósmynd/Brett Pawlak Nærgætni Brie Larson í hlutverki Grace og Keith Stanfield í hlutverki Mar- cus í bandarísku kvikmyndinni Short Term 12 sem sýnd er í Bíó Paradís. Aðgát skal höfð í nærveru sálar Bíó Paradís Short Term 12 bbbnn Leikstjóri og handritshöfundur: Destin Cretton. Aðalleikarar: Brie Larson, John Gallagher Jr., Kaitlyn Dever, Rami Mal- ek, Keith Stanfield og Kevin Hernandez. Bandaríkin, 2013. 96 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Kyrrð er yfirskrift hádegistónleika með Íslenska flautukórnum sem fram fara í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í dag kl. 12.10. Tónleikarnir eru um 30 mínútna langir. „Á efnisskrá eru ýmis lag- ræn og ljúf verk eftir Atla Ingólfs- son, Atla Heimi Sveinsson, Árna Björnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þuríði Jónsdóttur.“ Flytjendur eru Krist- rún Helga Björnsdóttir á þver- flautu og Ingunn Hildur Hauks- dóttir á píanó. Aðgangur er ókeypis og að lokn- um tónleikum verður Kaffistofa Listasafnsins með súpu og nýbakað brauð á tilboði. Dúó Kristrún Helga Björnsdóttir og Ing- unn Hildur Hauksdóttir flytja ljúfa tóna. Hádegistónleikar í Listasafni Íslands Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Reykjavíkurdætur halda tónleika í kvöld á Gauknum og verður húsið opnað kl. 21. „Föstudaginn 27. júní munum við flæða í Campari, rímum og rokki á Gamla Gauk! Hljómsveitirnar Grísa- lappalísa og Reykjavíkurdætur koma fram og munu bjóða gestum upp á sjóðheitan kokteil úr því besta sem fyrirfinnst. Nú rís sólin ofar sjóndeildarhringnum og ylj- ar landsmönnum á meðan hafstraumarnir við Sæbraut berjast við steinana og Sólfarið sem við þekkjum öll. Við slík tilefni er gott að dansa og hrópa með almætti heims- ins. Heimsins öfl bíða ekki eftir þér, viltu ekki vera með?“ segir á fésbókarsíðu viðburðarins. Gaukurinn er að Tryggvagötu 22 í Reykjavík og aðgangseyrir að tón- leikunum er 1.500 kr. Campari, rímur og rokk á Gauknum Gunnar Ragnarsson úr Grísalappalísu. Age of Extinction hefst fjórum árum eftir atburðina og uppgjörið í siðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wahlberg fer með hlutverk einstæðs föðurs sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Sambíóin Álfabakka 16:40, 16:40 3D, 18:30 3D, 20:00, 20:00 3D, 22:10 3D ,22:20, 23:15, 23:15 3D Smárabíó 16:00, 17:05 3D (LÚX), 20:00 3D, 21:00 3D (LÚX), 22:30 3D Laugarásbíó 16:00 3D, 19:00 3D,20:00 3D, 22:10 3D (POW) Sambíóin Kringlunni 17:50 3D, 21:10 3D, 22:10 3D Samb. Egilshöll 16:40, 18:30 3D, 20:00 3D, 21:00, 22:00 3D Sambíóin Keflavík 18:00 3D, 21:15 3D, 22:10 Sambíóin Akureyri 17:00 3D, 20:30 3D, 22:20 Transformers: Age of Extinction Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landa- mærum konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 17:50, 20:00, ,22:20 Sambíóin Kringlunni 17:50, 20:00 Sambíóin Egilshöll 18:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 17:50 Maleficent Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. bbbbn Metacritic 71/100 IMDB 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 22:10 Sambíóin Álfabakka 20:00 Sambíóin Akureyri 20:00 Edge of Tomorrow 12 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is The Fault in Our Stars 12 Myndin segir frá tveimur unglingum sem eiga ým- islegt sameiginlegt. Metacritic 69/100 IMDB 8,5/10 Háskólabíó 17:20 Smárabíó 20:00 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Keflavík 20:00 Smárabíó 17:30, 20:00, 22:40 Háskólabíó 20:00, 22:30 Borgarbíó 20:00, 22:15 Laugarásbíó 20:00 Borgarbíó Akureyri 20:00. 22:15 Að temja dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Sambíóin Álfabakka 15:40, 16:10 3D, 17:50 Sambíóin Egilshöll 16:40 Sambíón Keflavík 17:50 Laugarásbíó 16:30 Smárabíó 15:30, 15:30 3D, 17:45, 17:45 3D Háskólabíó 17:45 Borgarbíó Akureyri 17:40 3D Vonarstræti 12 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Laugarásbíó 17:00 Smárabíó 20:00 Háskólabíó 17:20, 20:00, 22:40 Welcome to New York Kvikmynd um hneykslismál Dominique Strauss-Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Metacritic 68/100 IMDB 5.1/10 Háskólabíó 20:00, 22:40 Borgarbíó Akureyri 17:40, 20:00 Brick Mansions 16 Lögreglumaður í dulargervi í Detroit-borg ferðast með hjálp fyrrverandi fanga um hættulegt hverfi sem er um- lukið vegg. Metacritic 40/100 IMDB 6,0/100 Laugarásbíó 23:10 Borgarbíó Akureyri 22:15 Make Your Move Tveir dansarar í New York finna sig í miðri hringiðu deilna á milli aðila í neð- anjarðardansklúbbi. Metacritic 40/100 IMDB5,6/10 Sambíóin Kringlunni 17:40, 20:00 Jónsi og Riddarareglan Mbl. bbnnn IMDB 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 15:30 Godzilla 12 Frægasta skrímsli jarð- arinnar lendir í átökum við áður óþekktar verur sem ógna tilvist manna á jörð- inni. Mbl. bbbmn Metacritic 62/100 IMDB 7,2/10 Sambíóin Kringlunni 22:20 Blended Eftir að hafa farið á slæmt stefnumót lenda Jim og Lauren í því að vera föst saman á hóteli með fjöl- skyldum sínum. Metacritic 31/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 17:30 Sambíóin Álfabakka 17:30, 20:00, 22:30 A Million Ways to Die in the West 16 Mbl. bbmnn Metacritic 45/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 22:10 Harry&Heimir Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi þar sem fað- ir hennar virðist hafa horfið sporlaust. Mbl. bbbmn IMDB 7,6/10 Bíó Paradís 20:00 Short Term 12 12 Metacritic 82/100 IMDB 8,1/10 Bíó Paradís 20:00, 22:00 Töfralandið Oz Metacritic 25/100 IMDB 6.7/10 Smárabíó 15:30 X-Men: Days of Future Past Metacritic 12 Metacritic 74/100 IMDB 8.4/10 Smárabíó 22:40 3D Monica Z Monica Z fjallar um ævi djass -söngkonunnar Monicu Zetterlund sem lést í elds- voða á heimili sínu í Stokk- hólmi fyrir átta árum. Mbl. bbbbn IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 17:50, 22:00 Grace of Monaco 16 Metacritic 21/100 IMDB 5.7/10 Háskólabíó 17:40 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.