Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Sagan segir frá uppistandara sem er hálfgerður eilífðardrengur, kominn á fimmtugsaldur og heldur að hann eigi enn séns í ungar stelpur. Hann þráir góða endurkomu og neyðist til að taka táningsdóttur sína með sér á túr út á Jótland. Þá gengur hann í gegn- um lífskrísu og þarf að fullorðnast,“ segir Hallgrímur Helgason, listamað- ur með meiru, um handritið að kvik- myndinni Comeback sem leikstjórinn Natasha Arthy er nú að festa á filmu í Danmörku og verður frumsýnd í byrjun næsta árs. Upphaflega skrifað fyrir Balta „Handritið var upphaflega skrifað á ensku og sagan átti að gerast í Am- eríku. Þetta var eiginlega skrifað fyr- ir Baltasar Kormák þegar hann ætl- aði að gera myndir í Ameríku. Hann var alltaf að kvarta yfir því að hann fengi svo léleg handrit í hendurnar, til að mynda um að Jesús Kristur væri endurfæddur sem hvalur og eitthvert svona rugl,“ segir Hallgrímur kíminn. „Hann bað mig eiginlega um að skrifa eitthvað. Við þróuðum þetta saman svolítið lengi og á tímabili leit út fyrir að þetta yrði að veruleika. Það var komið þarna eitthvert loforð frá frægum leikara sem ætlaði að taka þetta að sér. Balti hafði rætt við þann aðila á einhverjum bar í New York en svo varð ekkert úr því. Hann fór svo að gera hasarmyndir í Holly- wood og þetta gleymdist. Ég ákvað því að fara með þetta eitthvað annað. Ég kynntist Morten Kaufmann, framleiðanda myndarinnar, fyrir fjórum árum og það er búið að taka þann tíma að koma þessu á kortið í Danmörku,“ segir hann en þess má geta að Kaufmann hefur unnið náið með danska leikstjóranum Thomas Vinterberg sem margir ættu að kann- ast við sökum mynda á borð við Fest- en og Jagten. Hallgrímur bætir því við að handritið sjálft sé nú komið á fermingaraldurinn. „Handritaformið er skemmtilegt. Það krefst mikils aga og ég hef haft gott af því að takast á við það. Þetta er alltaf spurning um að reyna að tak- marka sig og straumlínulaga söguna. Á hinn bóginn er þetta líka mjög frústrerandi því bransinn er erfiður og mikið skrifræði sem fylgir þessu. Það eru margir sem koma að ákvörð- unum og það þarf að finna framleið- endur, fjárfesta og þess háttar. Þeir hafa kannski skoðanir á handritinu og þá þarf að endurskrifa og svo þarf að bíða nokkur ár. Þetta eru endalausar málamiðlanir og reynir á þolinmæð- ina. Í endann var ég orðinn svolítið þreyttur á þessu enda er þetta hand- rit komið á fermingaraldur,“ segir hann. Hallgrímur segir ennfremur að uppbyggingu handrits svipi til skáld- sögu þótt formið sé ólíkt. „Þetta er í rauninni bara upphaf og endir. Áhorfandinn og lesandinn þarf síðan að upplifa einhverja fullnæg- ingu á leiðinni,“ segir hann. Aðalleikarinn líkur Steinda jr. Hallgrímur kveðst vera sáttur við þá sem standa að kvikmyndinni og segir Anders W. Berthelsen, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, einkar sannfærandi. Hann segir það bæði skrítið og ánægjulegt að sjá ein- hvern túlka persónu sem hefur búið með honum svona lengi. „Ég var viðstaddur tökur í Köben um daginn og er mjög sáttur við And- ers í aðalhlutverkinu. Lúkkið á þess- um persónum var undarlega líkt því sem ég lagði upp með. Ég gat ekki séð annað en að hann færi vel með hlutverkið, hann var fyndinn en á sama tíma djúpur. Það var einhver sena þarna sem ég horfði á tíu sinn- um og Anders fékk mann til að vökna um augun. Ég er því sáttur. Það er reyndar skrítið hvað hann er líkur Steinda jr. í útliti. Hann er eins og eldri bróðir hans, það er alveg magn- að,“ segir Hallgrímur sposkur. Að- spurður gengst hann við því að mynd- listarnámið nýtist honum vel við að smíða myndræn handrit. „Ég hef alltaf skrifað frekar mynd- rænt þannig að þetta hlýtur að hald- ast í hendur. Hugmyndirnar sem maður fær eru reyndar alltaf að- skildar. Þær koma alltaf með litlum merkimiða sem segja til um hvað þær eigi að verða. Þetta er því frekar að- skilið í mínum huga en sjálfsagt blandast þetta eitthvað,“ segir hann. Hallgrímur stóð sjálfur í uppistandi á sínum tíma en kveður þó söguna vera skáldskap að nær öllu leyti. „Þetta er nú að mestu skáldskapur frá byrjun, kannski eitthvað smá byggt á minni eigin reynslu. Ég var nú svolítið í uppistandi á síðustu öld og þetta handrit kviknaði laust eftir aldamótin, þá átti ég einmitt líka tán- ingsdóttur. Þetta á sér því kannski einhverjar persónulegar skýringar,“ segir hann. Heimfært upp á Danmörku Eins og Hallgrímur nefndi áður eru það margir sem koma að gerð kvikmyndar og segir hann það stund- um taka á hvernig handritið breytist. „Maður verður aðeins að slaka á og sætta sig við að maður er ekki leik- stjóri. Sjálfsagt væri best að maður leikstýrði þessu bara sjálfur. Þá myndi maður reyndar ekki gera mik- ið annað. Auðvitað verður þetta aldrei nákvæmlega eins og maður lagði upp með,“ segir Hallgrímur en hann kveðst hafa treyst framleiðandanum fullkomlega. „Morten Kaufmann fann leikstjór- ann og þau fundu danskan uppistand- ara, Jacob Tingleff, til að færa staðina og grínið yfir í danskan veruleika. Sagan hefur því breyst svolítið í þeirra meðferð, ég gaf þeim leyfi til þess,“ segir Hallgrímur en hann ber Kaufmann vel söguna og segir hann jarðbundinn og hógværan mann sem þoli enga vitleysu. Verkefnið fékk meðal annars styrk frá danska kvik- myndasjóðnum en Hallgrímur segir þó myndina ekki vera dýra í fram- leiðslu. Hann segist vel geta hugsað sér að leggja handritagerð fyrir sig en nú þegar liggur eitt ókvikmyndað í skrifborðsskúffunni. „Ég væri alveg til í að skrifa fleiri handrit ef ég vissi að þetta fengi meiri flýtimeðferð. Ég veit ekki hvort ég nenni að skrifa handrit sem bíða í fjórtán ár áður en þau eru framleidd. Það er einhver áhugi kviknaður á öðru handriti sem ég skrifaði fyrir einhverju síðan, ætli það verði ekki framleitt þegar það er orðið fjórtán ára,“ segir Hallgrímur glettinn. Dönsk kvikmyndagerð góð Hallgrímur fer fögrum orðum um danska kvikmyndagerð og segir enga tilviljun að hún sé á þeim stalli sem raun ber vitni. „Það er náttúrlega vel kunnugt að Danir settu mikla peninga í kvik- myndagerð á sínum tíma og hafa haldið því við. Danski bransinn er því þróaður og þeir framleiða alltaf mikið af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Staðallinn hjá þeim er hár og hefur mótast á undanförnum tuttugu árum. Þetta er afrakstur mjög meðvitaðrar stefnu stjórnvalda og það væri nátt- úrlega óskandi að við gætum tekið á okkur rögg í þessum málum, horft meira til framtíðar og tekið hausinn upp úr kreppuvasanum. Við verðum að þora að setja meiri peninga í þessa miklu menningarstarfsemi sem kvik- myndin er því að sjálfsmynd þjóðar kemur ef til vill hvað mest frá þessum myndmiðlum nú til dags,“ segir Hall- grímur að lokum. Myndmiðlar skapa sjálfsmynd þjóðar Kreppa Anders W. Berthelsen og Sara-Sofie Boussnina fara með aðal- hlutverkin í kvikmyndinni sem fjallar um uppistandara í tilvistarkreppu. Þríeyki Hallgrímur var viðstaddur tökur í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og fór vel á með þeim Natöshu Arthy og Morten Kaufmann sem leikstýrðu og framleiddu kvikmyndina. Hallgrímur ber þeim vel söguna.  Handrit Hallgríms Helgasonar, Comeback, kvikmyndað í Kaupmannahöfn  Morten Kaufmann framleiðir myndina en hann hefur m.a. framleitt kvikmyndir leikstjórans Thomas Vinterbergs Ný heimildar- mynd eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur um tónlistarhá- tíðina Bræðsl- una verður sýnd í Félagsheim- ilinu Fjarðar- borg á Borg- arfirði eystra í kvöld kl. 20, en þetta er í fyrsta sinn sem myndin er sýnd á Austurlandi. Myndin er lokaverkefni Aldísar Fjólu úr hag- nýtri menningarmiðlun við HÍ og unnin í samstarfi við fyrirtækið Kvikland á Egilsstöðum. Í mynd- inni er saga tónlistarhátíðarinnar rakin í máli og myndum, fylgst með undirbúningi í firðinum og talað við Bræðslugesti. Tökur fóru aðallega fram í kringum Bræðsl- una 2013 og eru helstu viðmæl- endur Áskell Heiðar Ásgeirsson, Magni Ásgeirsson og Vilhelm Anton Jónsson. Bræðslan í mynd Magni Ásgeirsson „Absent Core“ nefnist nýr skúlptúr eftir Guðrúnu Nielsen sem settur hefur verið upp við Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá listakonunni teng- ist verkið búddahofinu Daisen-in í Kyoto í Japan. „Þar eru gestir leiddir áfram eftir minna mikil- vægum rýmum hofsins sem eru gangar og verandir. Aðkomufólk lítur á þau rými sem hluta af bygg- ingunni, en fyrir þá sem eru í hof- inu eru þessi svæði hluti af ytri heimi sem er umkringdur kjarn- anum.“ Guðrún hefur unnið með skúlp- túra í almannarými síðan 1992 er hún setti upp sinn fyrsta skúlptúr við Design Museum í London. „Ab- sent Core“ er aðeins annað úti- listaverkið eftir Guðrúnu sem sett er upp á Íslandi, en fyrra verkið var „Borrowed View“ árið 2013 á sýningunni Undir berum himni. Fjarverandi kjarni fer upp Útilist Absent Core er skúlptúr Guðrúnar Nielsen í Hljómskálagarðinum. Three Amigos nefnist myndlist- arsýning Brynjars Helgasonar, Ívars Glóa Gunnarssonar og Loga Leós Gunnarssonar sem opnuð verður í Galleríi Úthverfu á Ísafirði í dag. Samkvæmt upplýsingum frá galleríinu hefur það nýst lista- mönnunum sem vinnuaðstaða í viku fram að sýningaropnun. „Þannig ákvarðast sýningin sjálf af sam- verustundum félaganna á þessari vinnustofu. Sýningin og aðdrag- andi hennar hverfast um vinnuborð sem kemur til með að standa í miðju rýmisins. Þar verða spilin lögð á borðið, þ.e.a.s. hugmyndir og hlutir listamannanna – sem verða svo uppistaðan í sýningu sem opnuð verður föstudaginn 27. júní,“ segir í tilkynningu. Gallerí Úthverfa er til húsa þar sem Gamla Slunkaríki var við Aðalstræti 22 á Ísafirði. Þrír vinir á Úthverfu Vinnuborð Sýningin hverfist um vinnuborð sem verður í miðju rýmisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.