Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
✝ Jón EspólínKristjánsson
fæddist í Köldukinn
í Torfalækjar-
hreppi 5. febrúar
1923. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Blönduóss 20. júní
2014.
Foreldrar hans
voru Kristján Krist-
ófersson, bóndi í
Köldukinn, f. 8.4.
1890, d. 30.3. 1973, og Guðrún
Espólín Jónsdóttir, f. 1.12. 1890,
d. 10.4. 1988. Systir Jóns var
Bergþóra Anna, f. 14.5. 1918, d.
10.5. 2011. Bróðir Jóns er Krist-
ófer Björgvin, f. 23.1. 1929.
Jón ólst upp með fjölskyldu
sinni í Köldukinn. Þann 27.10.
1951 kvæntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Margréti Ás-
gerði Björnsdóttur, f. 25.5. 1928,
frá Miðhópi í V-Hún. Þau bjuggu
lengst af í Köldukinn í Torfa-
lækjarhreppi en árið 1990 fluttu
þau á Blönduós og hafa búið þar
síðan. Börn Jóns og Margrétar
eru: 1) Gunnþórunn, f. 22.4.
1952, eiginmaður Halldór Sverr-
isson, f. 4.3. 1950. Börn þeirra
eru Flóki, Sólveig og Halldór.
Eiginkona Flóka er Elísabet
Þórey Þórisdóttir og eiga þau
þrjár dætur. 2) Björn Björgvin,
f. 16.3. 1954, eiginkona Margrét
Jóhannsdóttir, f. 7.7. 1957. Börn
þeirra eru Gréta Björg og Jón
7) Magnús Ómar, f. 6.1. 1961. 8)
Þorsteinn Kristófer, f. 25.4.
1967, eiginkona Hrefna Ara-
dóttir, f. 3.2. 1966. Dætur þeirra
eru Guðlaug Ingibjörg og Mar-
grét Ásgerður. Unnusti Mar-
grétar Ásgerðar er Eyþór Helgi
Pétursson. Jón lauk bú-
fræðinámi frá Hvanneyri. Hann
starfaði sem mjólkurbílstjóri hjá
Mjólkursamlagi A-Hún. um
skeið áður en hann hóf búskap.
Árið 1948 byggði hann ásamt
föður sínum íbúðarhús í Köldu-
kinn. Fyrir búskap og samhliða
honum vann hann margvísleg
störf, svo sem vörubílaakstur, í
sláturhúsi, við jarðrækt og
vegagerð. Samhliða búskapnum
stofnaði Jón í félagi við aðra ár-
ið 1972 fyrirtækið Bartann sf.
sem gerði út vinnuvélar. Árið
1989 stofnaði hann með öðrum
Tvistinn sem ári síðar hóf vöru-
flutningarekstur. Þar starfaði
Jón allt þar til fyrirtækið var
selt um áramótin 2004-2005. Jón
gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum, meðal annars sat hann
í hreppsnefnd og skólanefnd
Torfalækjarhrepps og í bygg-
ingarnefnd Blönduóskirkju. Jón
var mikill unnandi tónlistar og
frá barnsaldri og til æviloka lék
hann á harmonikku og fleiri
hljóðfæri. Hann spilaði á dans-
leikjum frá unglingsaldri og
keypti sína fyrstu harmonikku
mjög ungur. Hann var einn af
stofnendum Félags harm-
onikkuunnenda í Húnaþingi og
spilaði með þeim við mörg tæki-
færi.
Útför Jóns fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 27. júní
2014, kl. 14.
Andri. Sambýlis-
maður Grétu
Bjargar er Valgeir
Rúnar Valgeirsson.
Þau eiga einn son.
3) Kristján Þröstur,
f. 23.4. 1955, sam-
býliskona Guðbjörg
Sigurðardóttir, f.
24.5. 1956. Dætur
þeirra eru Fanney
og Margrét Alda.
Sambýlismaður
Fanneyjar er Hólmar Freyr
Christiansson og hún á eina
dóttur. Sambýlismaður Mar-
grétar Öldu er Mikel Fern-
andez. 4) Júlíus Helgi, f. 25.6.
1956, eiginkona Íris Berglind
Kjartansdóttir, f. 5.3. 1961. Börn
þeirra eru Inga Rós, Jóhanna Ýr
og Aron Þór. Eiginmaður Ingu
Rósar er Hlynur Hrafn Þorkels-
son og eiga þau tvær dætur. 5)
Guðrún Ásgerður, f. 14.9. 1957,
sonur hennar er Brynjar
Bjarkason. Eiginkona Brynjars
er Sunna Hólm Kristjánsdóttir
og eiga þau tvo syni. 6) Ingi-
björg Eygló, f. 8.8. 1959, eig-
inmaður Guðmundur Sæmunds-
son, f. 12.3. 1960. Börn þeirra
eru Lilja Dögg, Harpa Lind og
Jón Unnar. Eiginmaður Lilju
Daggar er Guðbergur Heiðar
Valgeirsson og eiga þau þrjú
börn. Sambýlismaður Hörpu
Lindar er Gunnar Þór Þor-
steinsson og eiga þau einn son.
Bréf til pabba.
Sæll pabbi, ég náði ekki að
koma norður í tæka tíð og kveðja
þig, þú varst farinn, ég áttaði mig
svo á því síðar þann dag, það var
harmonikkuball í sveitinni, þú
varst mættur þar. Það er margt
sem kemur upp í hugann, og yrði
langt mál að skrifa það allt hér,
efst er mér þó í huga þakklæti
fyrir allt sem við gerðum saman
og allt það sem þú kenndir mér,
bæði í leik og starfi, og allt það
tónlistaruppeldi sem við krakk-
arnir fengum hjá þér, þú varst
besti pabbi sem hægt var að
hugsa sér. Ég man þegar ég kom
til þín á sjúkrahúsið í vor, þú sagð-
ir við mig: „Ég er úr leik, ég vil fá
að fara.“ Við horfðumst í augu, og
við vissum báðir hvað væri fram-
undan, við skildum alltaf hvor
annan. Nú veit ég að þú ert búinn
að hitta gömlu félagana og þið er-
uð farnir að spila saman og farnir
að kveða vísur.
Það var nú mikill lærdómur,
þegar þú og Guðný og ég vorum
með flutningafyrirtækið, hvað þú
varst vakinn og sofinn yfir þessu
allan sólarhringinn, og hvað þetta
dafnaði vel hjá okkur. Þetta eru
ógleymanlegir tímar, og allar sög-
urnar sem þú sagðir mér, t.d. þeg-
ar þú varst að keyra mjólkinni eða
þegar þið Siggarnir voruð með ýt-
urnar, hehe…, þær voru svo
margar.
Annars er allt gott að frétta hjá
mér, ég horfi oft á nikkuna sem þú
komst með til mín og sagðir:
„Þessi þarf að skipta um lögheim-
ili.“ Ég fer að máta hana fljótlega,
en ég held að ég nái ekki að halda
taktinum með fætinum eins vel og
þú gerðir, en ég er nú öðru hverju
að spila á gítarinn, og núna síðast
á tónleikum, þú hefðir haft gaman
af þeim, pabbi. Ég man líka að þú
sagðir mér að þegar þú varst ung-
ur þá áttir þú þér draum um það
hvað þú ætlaðir að verða … þú
ætlaðir að verða píanóleikari, þú
byrjaðir 12 ára að spila á nikku …
og svo var það hún sem fylgdi þér
alla tíð. Það var svo gaman að
hlusta á þig spila og þú vildir alltaf
spila. En núna þegar ég kem heim
til mömmu á Brekkuna, þá heyri
ég ekkert nikkuspil lengur og það
er enginn taktur sleginn með fæt-
inum, við setjum bara nikkudisk í
spilarann, kannski þann sem þú
varst að hlusta á síðast er við hitt-
umst, en það er enginn taktur
eins og þú gerðir …, það gerir
enginn eins og þú, pabbi. Mamma
er hress, hún er að hugsa um
blómin í garðinum, hann er alltaf
flottur hjá henni, þú hafðir svo
gaman af blómum, og við ákveðin
tilefni komst þú með blóm handa
Hrefnu, hún mun sakna þess að fá
ekki blóm frá þér, jólarósin frá
þér var ómissandi hluti aðvent-
unnar. Guðlaugu og Margréti
gengur vel í Háskólanum, þær
sakna afa. Pabbi, það verður svo
margt öðruvísi núna, en hafðu
engar áhyggjur, við systkinin
munum hjálpa mömmu með garð-
inn og allt. Ég setti saman smá
vísu pabbi, hún er fyrir þig.
Í stofu hjá mömmu staddur er,
stari á tómt þitt sæti.
Enginn heyrir og enginn sér,
takt, með öðrum fæti.
Pabbi, ég hef þetta ekki lengra
að þessu sinni, ég bið að heilsa
körlunum sem eru að spila með
þér, og þú heldur taktinum þétt,
við hittumst síðar, pabbi, ég verð
þá með gítarinn.
Kveðja,
Þorsteinn Kristófer
Jónsson (Steini).
Í dag kveðjum við elsku pabba
okkar. Margar yndislegar minn-
ingar rifjast upp þegar horft er til
baka. Með fyrstu minningunum
um þig er þegar við systkinahóp-
urinn stóðum í kringum fótstigið
orgelið og sungum hástöfum og
auðvitað spilaðir þú undir. Alltaf
varst það þú sem passaðir uppá að
allir þínir nánustu hefðu það gott.
Þú varst alltaf til halds og trausts.
Þú vildir að allir kynnu að spila á
hljóðfæri, þér fannst ekki nóg að
þú spilaðir bara einn á harmon-
ikkuna með krakkahópinn þinn
syngjandi undir enda var það ekki
þannig, þetta var orðin heil hljóm-
sveit sem við kölluðum Brekku-
bandið.
Elsku pabbi, þú varst með létta
lund, skemmtilegur karakter og
með húmorinn alveg á réttum
stað. Minningarnar eru svo ótal
margar og yndislegar að Mogginn
mundi aldrei duga til að rifja þær
allar upp. Takk, elsku pabbi okk-
ar, fyrir allt. Þín er sárt saknað.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Þínar dætur,
Ingibjörg Eygló Jónsdóttir
(Inga) og Guðrún Ásgerður
Jónsdóttir (Dedda).
Í dag, 27. júní, mun maður
fylgja tengdaföður sínum síðasta
spölinn. Eftir rúmlega 30 ára
kynni verður það ekki auðvelt en
þessi ár voru þó frábær. Það var
gott að setjast niður í eldhúsinu í
Köldukinn og svo seinna á brekk-
unni og ræða málin. Ýmislegt var
brallað á góðum stundum og
kveðið við ýmsa tóna. Talandi um
tóna, Jón hafði unun af tónlist og
þá var nikkan aldrei langt undan.
Spilandi og syngjandi með sínum
nánustu voru held ég hans mestu
gleðistundir. Minningin um Jón
mun lifa í börnum hans.
Jón var ekki bara tengdafaðir
heldur líka góður vinur og það eru
mikil forréttindi að eiga slíkt. Það
var gott að eiga með honum síð-
ustu stundirnar og ég held að
hann hafi bara verið sáttur. Með
þessum fáu orðum vil ég kveðja
þig, kæri Jón, frekari orðræða
bíður betri tíma. Elsku Margrét,
sendi þér og fjölskyldunni allri
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Guðmundur Sæmundsson
(Gúndi).
Þegar ég kynntist konu minni,
Gunnþórunni, á sínum tíma
kynntist ég auðvitað fljótlega
einnig foreldrum hennar og
systkinum. Mér var einstaklega
vel tekið í Köldukinn strax í upp-
hafi og nánast tekinn inn í fjöl-
skylduna á fyrsta degi. Þar með
hófst ævilöng vinátta okkar
tengdaföður míns.
Þegar við kynntumst hjálpaði
það auðvitað til að bakgrunnur
okkar beggja var sveitin, þótt
hvor á sínu landshorni væri. Bú-
skapur og málefni landbúnaðar-
ins voru því nærtæk umræðuefni í
byrjun en fljótlega kynntist ég
áhuga tengdaföður míns á kveð-
skap og tónlist. Ég held raunar að
einu vonbrigði Jóns með tengda-
soninn hafi verið þau að mér var
fyrirmunað að geta barið saman
vísu eða spilað á nokkurt hljóð-
færi. En á móti kom að hann hafði
mikið álit á sönghæfileikum mín-
um, en þeir fengu að njóta sín í
fjölmörgum samkomum Köldu-
kinnarfjölskyldunnar í gegnum
árin. Fjölskyldugrillveislan, sem
hefur verið árlegur viðburður í
gegnum tíðina, er reyndar besta
skemmtun sem ég get hugsað
mér. Þar ríkir gleðin ein hjá ung-
um og öldnum við veisluföng,
leiki, hljóðfæraleik og söng.
Harmóníkan, sem var æviföru-
nautur Jóns, lék stærsta hlut-
verkið, en mörg börn þeirra Mar-
grétar spila einnig á hljóðfæri svo
að iðulega lék heil hljómsveit á
þessum samkomum.
Eitt var það hugðarefni Jóns
sem ávallt bar á góma í samræð-
um okkar. Það var hagur og vel-
ferð Húnavatnssýslu, sýslunnar
þar sem hann fæddist, lifði og dó.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
framfaramálum héraðsins og kom
þar sjálfur að með þátttöku í fé-
lagsmálum, verktakastarfsemi og
á ýmsan annan hátt. Jón unni
sinni heimabyggð án þess að
hnýta nokkurn tíma í aðrar
byggðir. Þó man ég að hann gerði
einu sinni grín að höfuðborginni
þar sem fólk yrði sífellt að vera að
þvælast með lykla á sér til þess að
læsa híbýlum og farartækjum. Í
Húnavatnssýslu var ekki þörf á
slíku. Hjálpsemi og umhyggja
tengdaforeldra minna fyrir börn-
um sínum og tengdabörnum hef-
ur alla tíð verið mikil. Sem dæmi
vil ég nefna að um árabil færði
Jón okkur fjölskyldunni folald til
matar á haustin. Þetta kom sér af-
ar vel í íbúðakaupabasli þessara
ára. Við ýmis tækifæri gaukaði
Jón að okkur smágjöfum og ég
veit að greiðasemi og gjafmildi
hans einskorðaðist ekki við fjöl-
skylduna.
Eins og fyrr segir bjó Jón alla
tíð í Húnavatnssýslu. Aldrei fann
hann hjá sér löngun til þess að
ferðast til útlanda. Næst því
komst hann kannski þegar hann
flaug til Vestmannaeyja til þess
að heimsækja son sinn og fjöl-
skyldu hans. Ég held líka að ef
fólk finnur ekki hamingjuna í
Húnavatnssýslu sé ólíklegt að það
finni hana annars staðar. Jón var
heilsuhraustur fram á gamals ald-
ur. Síðustu árin fór minnið þó að
svíkja hann og aldurinn að segja
til sín með sínum fylgifiskum. Þá
naut hann frábærrar umhyggju
konu sinnar sem gerði honum
fært að dvelja á heimili sínu þar til
fyrir skömmu þegar hann þurfti
að leggjast inn á Heilbrigðis-
stofnunina á Blönduósi. Þar naut
hann góðrar umönnunar starfs-
fólks sem ber að þakka. Ég kveð
tengdaföður minn með þakklæti í
huga.
Halldór.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
(Vald. Briem)
Fallinn er frá elskulegur
tengdafaðir minn, hann Jón frá
Köldukinn.
Honum kynntist ég fyrir um
fjörutíu árum þegar hann Bjössi
minn bauð mér í mat til foreldra
sinna. Fjölskyldan öll er einstak-
lega samheldin, glaðleg og söng-
elsk. Jón spilaði gjarnan á nikk-
una sína þegar við hittumst enda
hafði hann unun af tónlist. Jón var
mikið ljúfmenni, örlítið dulur en
glettnin var aldrei langt undan.
Hann hafði gaman af að segja
sögur og vísur af samferðafólki
sínu og sveitungum. Oft þegar við
komum norður þá horfðum við á
harmóniku- og hagyrðingaspól-
urnar hans og þá var nú gaman.
Nú síðustu árin þegar heilsunni
fór að hraka hugsaði hún Magga
hans, sú ótrúlega kona, um hann
alveg þar til hann fór á sjúkra-
húsið nú í lok vetrar og naut hann
góðrar umönnunar allt til loka.
Elsku hjartans Magga, börn ykk-
ar og fjölskyldur, megi góður Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum en minningin um ljúfan
mann lifir.
Kæri Jón,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þín tengdadóttir,
Margrét.
Elsku afi,
það er svo skrítið að hugsa til
þess að þú sért farinn, farinn á
betri stað. Ég geri mér ekki alveg
grein fyrir því hvort þú sért í
Nangíjala eins og Astrid Lind-
gren skrifaði um í bókinni Bróðir
minn Ljónshjarta eða hvort þú
sért hjá Guði, hvort heldur sem er
þá veit ég að þú ert hraustur og
með harmonikkuna í fanginu.
Það er svo ótrúlegt að hugsa til
þess að það hafi verið 70 ára ald-
ursmunur á okkur, þú varst svo
frábær vinur og góð fyrirmynd,
þú varst ljónshjarta í mínum
huga. Þú kenndir mér svo margt
og ég leit upp til þín. Enginn
nema afi gat spilað á harmonikku
með skakkan fingur, harmonikka
var eins og píanó á hlið og ég gat
ekki hitt nema með tilhlaupi á
réttar nótur á píanóinu, þetta
hafðist þó með árunum. Enn í dag
kann ég muninn á polka og vals en
það var eitt af því fyrsta sem þú
kenndir mér í tónlist. Ég hugsa að
ég hafi lært það á svipuðum tíma
og þú kenndir mér að vinna fyrir
launum, það var uppi í Tvistinum
hjá ykkur pabba og Guðnýju, ég
var ekki gömul en ég fékk 2.000
krónur fyrir hvern fimmtudag
sem ég hjálpaði til við að keyra út
gosdrykkjabrettum um Húna-
vatnssýslu. Þessir dagar voru
misskemmtilegir en maður fékk
ekki kaupið nema maður væri
duglegur. Árin liðu, ég eltist og
fór að vinna sjálf. Alltaf spurði afi
hvort kaupið væri ekki réttlætan-
legt fyrir vinnuframlagið. Ég
keypti mér minn fyrsta bíl sjálf
eftir nokkur ár í vinnu. Toyota
Avensis. Þú varst ánægður með
valið, ekki síst vegna þess að núm-
erið byrjaði á JE, þú brostir til
mín og sagðist nú eiga nafna,
þetta væru þínir stafir, Jón Es-
pólín. Á þessum tímapunkti rifj-
aðist upp fyrir mér verkefni, rit-
smíðaverkefni sem ég gerði í
skólanum, þetta var smásaga sem
fjallaði um merkilega manneskju.
Ég skrifaði um ömmu og pönnu-
kökurnar hennar, við elskuðum
þær bæði, upprúllaðar með sykri.
Þessi stutta saga hangir uppi á
vegg í eldhúsinu hjá ömmu og hef-
ur gert það í nokkur ár. Ég ætlaði
alltaf að skrifa aðra til að hafa við
hliðina á þessari, hún átti að vera
um þig og bílinn þinn, afa sem
alltaf var á rúntinum á Rav 4. Ég
trassaði það of lengi til þess að þú
gætir lesið söguna um afa minn,
afa sem var besti afi í heiminum.
Ég mun klára hana fljótlega og
færa ömmu. Ég lofa.
Guðlaug Ingibjörg
Þorsteinsdóttir.
Jón E. Kristjánsson, afi okkar,
fæddist í torfbæ 1923 í Köldukinn
á Ásum. Hann giftist Margréti
Ásgerði, Möggu ömmu, og eign-
aðist með henni átta börn og er
Gunnþórunn Jónsdóttir móðir
okkar elst þeirra. Ásamt því að
stunda hefðbundinn búskap vann
Jón afi lengst af við að aka vöru-
bifreið. Eflaust voru vinnudag-
arnir því oft langir og strangir hjá
þeim hjónum á stóru heimili.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar um Jón afa.
Hann var einstaklega ljúfur og
hlýr maður og þótti afskaplega
vænt um sitt fólk. Það var alltaf
mikil tilhlökkun að koma í Köldu-
kinn á sumrin. Í minningunni var
bílferðin afar löng og á leiðarenda
biðu alltaf hlýjar og góðar mót-
tökur afa og ömmu. Í lok heim-
sóknarinnar vorum við leyst út
með peningaseðli sem við máttum
nota til að kaupa okkur hvað sem
við vildum. Það var upphefð í því
að eiga sinn eigin pening og mikil
umhugsun fór í að velja vandlega
hvernig seðlinum góða skyldi var-
ið.
Á fjölskyldumótum og öðrum
samkomum spilaði hann á harm-
onikku en tónlistin var mikilvæg-
ur þáttur í lífi hans. Okkur barna-
börnunum varð gjarnan starsýnt
á löngutöng sem hafði gróið
skakkt eftir beinbrot í æsku en
það kom ekki að sök við spila-
mennskuna. Á seinni árum höfum
við fjölskyldan hist árlega á
Brekkunni á Blönduósi, þá er
grillað, farið í leiki og spilað og
sungið fram eftir nóttu. Þegar afi
bauð manni staup af rommi í
fyrsta sinn var maður kominn í
fullorðinna manna tölu. Jafnvel
þegar heilsunni var farið að hraka
hélt hann áfram að spila undir
söngnum. Jón afi var hæverskur,
ljúfur og hjartahlýr maður. Hann
var oft með glettnisglampa í aug-
um og naut sín best við söng og
hljóðfæraleik í hópi vina og ætt-
ingja. Hann sýndi einlægan
áhuga á því sem við barnabörnin
fengumst við í okkar daglega lífi
og augljóst að honum var umhug-
að um að öllum afkomendunum
farnaðist vel í lífinu. Sjálfum hafði
honum og Möggu farnast vel og
tekist að koma átta börnum til
manns.
Jón upplifði miklar samfélags-
breytingar á sinni löngu og góðu
Jón E.
Kristjánsson
Elsku frænka
góð, nú ertu búin að
kveðja alltof fljótt.
Þín verður sárt
saknað en eftir
standa allar góðu minningarnar
sem við áttum saman. Það voru
ófá skiptin sem þú bauðst okkur í
matarboð og svo bökuðum við oft
smákökur fyrir jólin, það var nú
gaman. Þegar við vorum lítil
leyfðir þú okkur að hjálpa þér við
að útbúa sósu með matnum, alltaf
vildum við bæta einhverju út í,
það var sko ekkert mál, þú hélst
bara fyrir opið á kryddbauknum
og þóttist setja það út í. Síðan
smökkuðum við aftur og auðvitað
fannst okkur sósan miklu betri.
Hallfríður
Alfreðsdóttir
✝ Hallfríður Al-freðsdóttir
fæddist 14. júní
1945. Hún lést 1.
júní 2014. Útför
Hallfríðar fór fram
18. júní 2014.
Við vorum orðin
ansi stór þegar við
föttuðum trixið hjá
þér. Ekki má
gleyma öllum ferð-
unum sem við fórum
saman til afa. Þú
kenndir okkur
margt þegar við
spjölluðum saman
um lífið og til-
veruna. Eitt munum
við vel sem þú sagð-
ir, að maður ætti bara að taka
einn dag í einu og dauðinn væri
ekkert til að óttast. Takk, elsku
Fríða frænka, fyrir allar sam-
verustundirnar okkar. Minning
þín lifir um ókomin ár.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Sævaldur og Ragnhildur
Eyþórsbörn.